Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 39 I 1 J ’! I ! ! 1 1 I I í í 0 0 I 4 KETILL ÞORSTEINS PÉTURSSON + Ketill Þorsteins Pétursson var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1933. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólavía Guðríður Ni- elsen verslunarmað- ur og Pétur Ketils- son húsasmíða- meistari. Systkini Ketils Þorsteins eru Mar- teinn Mitchell Pét- ursson og Sigríður Pétursdóttir en maður hennar er Sigmar Sigfússon og eiga þau tvö börn. Ketill Þorsteins Þegar þetta undur gerist, að náttúran lifnar og allt iðar af lífi og athöfnum, dó Ketill mágur minn. Hljótt og óvænt og nú þegar ég reika um lönd minninganna skil ég að þannig var hann; bar ekki á torg vonbrigði eða vanlíðan hvað þá að hann íþyngdi öðrum með brestandi heilsu. Keli kom inn í líf systur minnar fyrir fjörutíu árum en þá voru gallabuxur og brillíantín það háska- legasta sem ungir menn státuðu af á góðri stundu. Lífsgleðin var mikil. Systir mín var flugfreyja og margt framandlegt hnoss barst inn á heimilið og litlum bróður var ekki gleymt. Keli hafði sérstakt lag á að nálgast mig og það gerði hann með ávarpinu „Gvendur". Mér fannst þetta ávarp taka mig inn í heim stóru strákanna. Ekki veitti af, því ég var bæði ólánlegur í laginu og með tvær tennur einhverstaðar út úr andlitinu og með sjálfsímyndina í fullu samræmi við það. „Gvendur“ fylgdi mér úr munni Kela af og til á meðan leiðir lágu saman. Þetta var hans leið við að sýna væntumþykju. Gamanið byrjaði fyrir alvöru þegar Ketill gekk að eiga systur mína og við það fluttist hún systir mín að heiman svona um fimm metra flugtak og þau Ketill hófu búskap á hæðinni fyrir ofan. Þetta fallega hreiður varð strax félags- miðstöð því glatt var á hjalla og ekki spilltu hlunnindin; kanasjón- varpið og brúna tertan hennar syst- ur minnar. Hallarbyltingin hún Inga Sigþrúður kom í heiminn 1964 og þá gengu foreldrar mínir skyndilega undir nýjum nöfnum - amma og afi - og gömlu skímar- nöfnin nánast aflögð. Mér þótti furðulegt hvað fullorðið fólk gat gert sig hlægilegt í návist ungviðis enda var ég þá orðinn unglingur með tilheyrandi gagnrýni á hátt- emi þeirra fullorðnu. Við móður- kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Nínu Þ. Þór- isdóttur, 1. desem- ber 1963 og eiga þau tvær dætur, Ingu Sigþrúði, en maður hennar er Malcolm Armistead, og Kristínu Elfu. Ket- ill Þorsteins var húsasmiður að mennt og starfaði við iðn sína alla sína starfsævi. títför Ketils fer fram frá Langholtskirkju á morgun, mánudaginn 22. júní, og hefst athöfnin klukkan 10.30. bræðumir lentum stundum í því að gæta þessarar litlu frænku okkar en þau gæslustörf fóm oft fram í átta gata tryllitæki Friðriks og bílasölumar þræddar. Svo kom að því að sjálfur stofnaði ég fjölskyldu og fluttist að heiman eina fimm metra í beinu sjónflugi og þá var húsið á Dalbraut með suðrænum blæ með þrjár fjölskyldur og fjórar kynslóðir undir sama þaki. Stutt var að heimsækja ættingjana og bömin ólust upp við allsnægtir full- orðinna til að sinna þeim. Sambýlið við Ketil mág minn og fólkið hans var ljúfur tími - alltaf stutt í góð- legt grín og ærsl. Leiðir skildu og ég fluttist með fólkið mitt til út- landa en eftir stóð minning um und- ursamlegan tíma undir sama þaki. Þegar yngri dóttirin Kristín Elfa fæddist árið 1971 fóm þau systir mín einnig að hugsa sér til hreyf- ings og byggðu sér raðhús í Vestur- bergi og þar uxu dætumar úr grasi. Síðari ár mágs míns hafa að lík- um verið honum erfið, því þá reyndi hann það að vera atvinnu- laus. Nú síðustu mánuði var það ef til vill hvað erfiðast, því þá hefur hann einnig verið farinn að kenna heilsubrests. Þrátt íýrii- slík kjör skóp þessi dverghagi smiður und- ursamlega smíðisgripi á verkstæði sínu, sem hann gladdi vini sína með. Fyrir skömmu færði hann okkur hjónunum kertastjaka að gjöf sem bera meistara sínum vitni um nostursamlega alúð í verki og hlýhug til þeirra sem gleðja átti. Þessum fallegu gripum fylgir nú sú náttúra að ekki verður tendrað ljós á þeim án þess að hugurinn hvarfli til mágs míns með þakklæti fyrir hverja þá stund sem við áttum saman. Enn á ný telur húsið á Dalbraut fjórar kynslóðir. Þaðan eru systur minni og dætrum og öðrum ástvin- um Ketils sendar kveðjur á erfiðri t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir Guðmundur E. Einarsson f.v. aðalbókari Hagamel 35, Reykjavík lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 19. júní. Sigurjóna Steingrímsdóttir Gylfi Guðmundsson, Marta Sigurðardóttir 5TEINAE Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik simi: 587 1960 - fax: 587 1986 FRETTIR stundu og þeim beðið styrks og blessunar. Guðmundur Snorri Ingimarsson. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfmn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr) Elsku pabbi minn, blessuð sé minning þín, minning sem mun verma og gleðja hjörtu okkar mæðgna um ókomin ár. Guð blessi þig og varðveiti. Þín dóttir, Inga Sigþrúður. Ó, láttu, Kristur, þá laun sín fá, er Ijós þín kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning oghjartansþökk. Lýstu þeim héðan, er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. (Stefán frá Hvítadal.) Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Kristfn Elfa. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. Friðarhlaup um landið GÍGJA Erlingsdöttir hljóp fyrsta spölinn í Heimsfriðarhlaupi Sri Chinmoy á föstudag. Stutt upphafs- athöfn fór fram við Höfða undir sljórn séra Pálma Matthíassonar. Friðarhlauparar verða á ferðinni í tíu daga og þrjár nætur. Með loka- athöfn verður tekið á móti Friðar- hlaupinu í Reykjavik um kl. 2. 28. júní eftir um það bil 1.400 kfló- metra hlaupaleið um hringveginn. HARPA hefur veitt málningar- styrk fyrirtækisins fyrir árið 1998. Tilgangur með styrkveit- ingunni er að hvetja landsmenn og félagasamtök til að mála og fegra umhverfi sitt og barst Ijöldi umsókna frá öllum lands- hornum. Að þessu sinni fengu 13 aðilar Málningarstyrk Hörpu og voru meðal styrk- þega Faktorshúsið í Hæsta- kaupstað á ísafirði, Hljómskál- ■NÝLEGA tók til starfa sam- starfshópur undir samheitinu, Hugur og hönd og er til húsa á Skúlagötu 26. 3. hæð. Þar starfa eftirtaldir aðilar: Guðrún Pálsdótt- ir miðiU; Guðvarður Birgisson miðill; Sirrý sem býður upp á heil- un; Rúnar Óskarsson nuddari sem býður upp á höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun, svæðameðferð og vöðvabólgunudd. Einnig býður Rúnar Oskarsson upp á heilun, reikimeðferð og reikinámskeið, segir í fréttatilkynningu frá sam- starfshópnum. inn í Reykjavík, Staðarkirkja í Grunnavík í Jökulíjörðum, Bryddebúð í Vík og Vatnstank- urinn á Fiskhóli við Höfn. í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu kemur fram að þeir um- sækjendur sem ekki hafi hlotið styrk að þessu sinni i\jóti sér- stakra kjara á málningu frá Hörpu. Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hörpu hf., af- henti styrkina. Morgunblaðið/Jim Smart STYRKÞEGAR Hörpu komu víöa aö af landinu. Þrettán hlutu styrk frá Hörpu Mgl Raðgreiðslur tii allt að 36 inán. CHATEU D’AX Teg: 513 3ja sæta sófi verð kr. 172.300 stgr. 3ja sæta sófí + 2 stólar verð kr. 363.000 stgr * 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.