Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 56
fMtogtuiMjiftÍfe MnItI Express Worldwide . _ 580 lOIO íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK gengur erfíðlega Hæstiréttur staðfestir bóta- skyldu ríkisins HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um bótaskyldu ríkisins vegna kostnaðar, sem maður hafði orðið fyrir þegar áfrýjun hans vegna annars máls ónýttist vegna dóms Hæstaréttar, skuli standa óhaggað- ur. Laut sá dómur að því að réttur hefði verið brotinn á manninum þar sem staða dómarafulltrúa sem dæmdi mál hans uppfyllti ekki grunnreglur stjórnarskrár um sjálfstæði dómsvaldsins. Dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur vegna málshöfðunar manns gegn byggingafyrirtæki féll í júní 1994 og var hann kveðinn upp af dómarafulltrúa og tveimur með- dómendum. Afrýjaði maðurinn niðurstöðunni til Hæstaréttar. Þar var héraðsdómurinn felldur úr gildi í júní 1995 og öll meðferð málsins sömuleiðis og málinu vísað heim til nýrrar meðferðar. Var ástæðan sú að staða dómarafull- trúa uppfyllti ekki grunnreglur stjórnarskrár og Mannréttinda- sáttmála Evrópu um sjálfstæði dómsvaldsins samkvæmt dómi Hæstaréttar í maí 1995. Mál mannsins fékk nýja meðferð og síðar höfðaði hann mál á hendur ríkinu vegna kostnaðarins sem hann hafði orðið fyrir þar sem mál- ið ónýttist í fyrri meðferðinni. Var hann nærri 270 þúsund krónur. Héraðsdómur dæmdi ríkið bóta- skylt þar sem réttur hefði verið brotinn á manninum en við áfrýjun gerði ríkið þá kröfu að málinu yrði vísað frá, til vara að ríkið skyldi sýknað og til þrautavara að dæmd- ar fjárhæðir skyldu lækkaðar veru- lega. Hæstiréttur staðfesti hins vegar héraðsdóminn þar sem telja megi ríkið ábyrgt fyrir því tjóni sem maðurinn varð fyrir þegar málið ónýttist. Norðurál við Grundartanga Losun á súráli LOSUN á 17 þúsund tonnum af súráli úr skipinu MS-Strilberg yfir í súrálsgeyma Norðuráls að Grund- artanga, hefur ekki gengið sem skyldi. Astæðan er bilun í tækja- búnaði skipsins og hefur losunin, sem reiknað var með að tæki þrjá daga, tekið rúmar tvær vikur. 13 þúsund tonn hafa þegar verið losuð úr skipinu og segir Þórður Oskarsson framkvæmdastjóri starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls að jafnvel standi til að skipið fari til baka með það sem eft- ir er í því, en verið sé að kanna það mál. Súrálið var flutt hingað frá ír- landi. Þórður sagði að tafirnar hefðu ekki haft áhrif á framleiðslu Norð- uráls þó atvikið væri vissulega óheppilegt. Hann segir að settur hafi verið upp losunarbúnaður frá Norðuráli á Grundartanga til þess að taka á móti súrálinu og að losun- arbúnaður MS-Strilberg hefði átt að passa við þann búnað. Undan- -*■ farið hefði síðan komið í ljós að búnaðurinn væri ekki nógu góður og ekki til þess fallinn að flytja súrálið. Búnaðurinn þolir ekki verkefnið Guðmundur Asgeirsson fram- kvæmdastjóri Nesskips, umboðsað- ila skipsins, sagði að ljóst væri að losunarbúnaðurinn þyldi ekki þetta verkefni. Efnið væri fint og virtist fara inn í legumar á flutningabelt- unum. Guðmundur sagði að súrál hefði oft áður verið flutt með samskonar skipum og það oftast gengið ágæt- lega. „Farmarnir eru misfínir. Efn- ið í þessum farmi er mjög fínt og búnaðurinn ræður ekki við það.“ Hann sagði að allur farmurinn yrði líklega losaður á Grundartanga en endanleg ákvörðun um það yrði tekin á mánudaginn. 4, Guðmundur sagði að Nesskip Morgunblaðið/Árni Sæberg BÍLALESTIN skömmu áður en hún kom til Þorlákshafnar. Fjórtán bíla flutn- ingalest SJOKVÍ háhymingsins Keikos var flutt frá Keflavíkurflugvelli til Þor- lákshafnar í gær. Fjórtán fjörutíu feta flutningabíla þurfti til flutning- anna og vora bílar frá Eimskipi not- aðir til verksins. Aksturinn tók um tvo tíma og fylgdist lögreglan með ferð bflalestarinnar í gegnum höfuð- borgina og tryggði að allt gengi snimðulaust fyinr sig. A þriðja tug manna vann við það aðfaranótt laugardags að afferma flugvélina sem flutti kvína og hlaða flutningabflana og gekk verkið vel. Verkinu lauk klukkan níu í gær- morgun og lögðu bílarnir strax af stað til Þorlákshafnar. Kvíin verður flutt í nokkrum hlut- um þaðan til Eyja en því verki verð- ur lokið í dag, sunnudag. Sá hluti kvíarinnar sem enn er ókominn kemur hingað til lands öðrum hvor- um megin við næstu helgi. Talið er að það taki nokkrar vikm' að setja kvína upp í Eyjum en stefnt er á að því verki verði lokið í byrjun ágúst. Vonast er til þess að Keiko komi til Eyja í byrjun september. hefði ekki orðið fyrir tjóni vegna erfiðleikanna þar sem fyrirtækið væri umboðsaðili MS-Strilbergs en ekki eigandi þess. Skipið er í eigu Simon Mökster í Stavangri og sagði Guðmundur að tjónið myndi einna helst bitna á honum. Tryggingafé- lög skipsins sendu skoðunarmenn um borð til að meta tjónið og skoð- uðu þeir aðstæður sl. fimmtudag. Skipa- og vélaeftirlitið er fulltrúi tryggingafélaga skipsins sem eru norsk. Morgunblaðið/Kirk Vasey FLUGVELIN sem flutti sjókvína til landsins er af gerðinni Antonov og er stærsta flugvél í heimi. Þrátt fyrir það rúmaði hún ekki alla kvína og verður afgangurinn fluttur til landsins eftir viku. Svfar undirbúa alþjóðlega staðla fyrir tölvuhnappaborð Er d með striki ekki sama og ð? MENN velta nú fyrir sér hvort d með striki geti verið annar stafur en ð í íslensku. Þorgeir Sigurðsson, starfsmaður Staðlaráðs íslands, er einn þeirra sem hafa sett sig inn í málið og leitaði Morgunblaðið til hans um upplýsingar um hvaða vangaveltur þarna væru á ferðinni. Þorgeir segir að sænskir staðlamenn hafi haft samband við sig fyrir nokkrum vikum út af hnappaborðsstaðli sem heitir ISO 9995-3. Svíar eru að gera nýjan sænskan hnappa- borðsstaðai og vilja að Samar geti slegið inn bókstafi í letri sínu en einn þeirra er einmitt d með striki sem borinn er fram eins og Islend- ingar bera fram ð. Svíar vilja að íslendingar styðji að settur verði nýr bókstafur inn í 9995-3-lyklaborðs- staðalinn, stórt ð eða Ð, sem væri annar bók- stafur en stórt d með striki en liti eins út. Sem stendur er ekki gerður greinarmunur á Ð sem stóru ð og Ð sem stóru d með striki í þessum staðli. Að beiðni íslendinga er hins vegar gerður greinarmunur á d með striki og ð í tölvustafatöflum. Þorgeir bendir á að bókstafurinn ð er ekki bráðnauðsynlegur í íslenskum ósamsettum orðum af norrænum uppruna. Alltaf er hægt að vita hvort bera á fram ð eða d. „Það er vegna þess að nð og rd eru ekki til í málinu og allir vita hvernig bera á fram land og ferd Morgunblaðið/Jim Smart DÆMI um að d með striki sé notað í stað ð er að finna á þessari úthöggnu bók í Árnagarði, húsi heimspekideildar Háskóla íslands. þótt ekkert ð sé notað. Vegna samsettra orða og orða af erlendum uppruna er hins vegar orðin þörf á ð í nútímamáli," segir hann og nefnir orðapör eins og raðar, radar, ratar og skoda, skoða og skota því til útskýringar. Mega Samar nota ð? Að sögn Þorgeirs telja Islendingar yfirleitt að d með striki sé sami stafur og ð og hálsinn sé sveigður til að koma strikinu betur fyrir. Á stöku stað á Islandi sé ð skrifað með beinum hálsi og striki, t.d. á skiltinu við austurenda Austurstrætis þar sem ýmist stendur opið eða lokað. Hann segir að d með striki sé einungis notað af Sönium, Króötum og Víetnömum. ís- lendingar og Færeyingar eru einir um að nota ð en auk þess er það notað í alþjóðlega hljóð- ritunarkerfinu. Spurningarnai’ sem svara þarf í þessu sam- hengi eru að sögn Þorgeirs m.a. þær hvort ís- lendingar geti hugsað sér að skrifa ð þannig að það líkist d með striki og hvort þeim sé illa við að Samar noti ð í stað d með striki. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum áhuga á málinu, flestir séu á því að halda í óbreytt ástand. Sjálfur segist hann skilja þessa afstöðu og telja margt annað mikilvægara fyrir ís- lenska tungu í tölvuumhverfi. Hins vegar sé Ijóst að flestir Islendingar vilji að þegar staf- urinn ð sé birtur þeim hafi hann sveigðan háls. Það þurfi þó ekki að þýða að ð væri annar stafur en d með striki. „Það er nokkurt vanda- mál sem fylgir því að halda þessum stöfum kirfilega aðgreindum í tölvum. T.d. eiga sjálf- virkar lestrarvélar erfítt með að lesa ð og rugla því oft saman við ó.“ Þetta segir Þorgeir að sé ekki aðeins tæknivandamál, því útlend- ingar sem ekki þekki íslensku geri þetta iðu- lega einnig þegar þeir lesi íslensk mannanöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.