Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 42

Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 42
42 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 Mínar hjartans þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig í tilefni áttrœðis afmœlis míns 1. júní. Guð blessi ykkur öll. Imba Boga frá Hvammi, Skálarhlíð. UTSALA Útsalan hefst á morgun 20 - 50% afsláttur AKRANES Til sölu 65 m2 innréttað veislueldhús. Eldhúsið er vel búið tækjum og áhöldum. Auk þess er til sölu 30 m2 húsnæði í sama húsi sem er innréttað fyrir matsölu. Hægt er að hefja starfsemi strax því húsnæðið er laust til afhendingar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á: Skrifstofu Fasteignamiðlunar Vesturlands, Akranesi, simi 431 4144. Mundu m íg , ég man þlg! OPIÐ HUS í dag, sunnudag frá kl. 12-14 að Sæviðarsundi 40, Reykjavík Vel staðsett endaraðhús á einni hæð með innb. bílsk. á þessum eftirsótta stað. 3-4 herb. Rúmg. stofa. Suður- verönd og -garður. Stærð 159 fm. Frábær staðsetning innst f botnlanga. Verð 13,3 millj. Verið velkomin milli kl. 12 og 14 í dag. Sími 533 4040 Fax 588 8366 Armúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. •4 FLUG TIL STOKKHÓLMS ...kr. 19.900* -aðra leiðina kr. 12.500*. Brottför 29. júní, 6. júlí, 8. júlí, 16. júlí, 20. júlí. Heimkoma 6. júlí, 8.júlí, 20. júlí, 26. júlí. NDRRÆNA FE RÐAS K RIFSTO FA N Laugavegur 3 • Sími 562 6362 • smyril-iceIand@isholf.is •Flugvallaskattur ckki innifalinn. í DAG VEL.VAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til borgaryfirvalda MARGIR sem búa við Framnesveg fyrir vestan Grandaveg og eins þeir sem búa við Grandaveg ná- iægt Framnesvegi, furða sig á þvi að svæðið fyrir vestan Framnesveg 2 að Grandavegi 41-43, skuli ekki lagfært. Búið er að gera skipulagsuppdrátt af svæðinu fyrir þó nokkru. Allmörg ár eru síðan að byggingarnar kringum svæðið voru reistar. I hvassviðri fýkur sandur og óþverri af svæðinu inn í nærliggjandi hús. Bent skal á að í Grafarvogi er þessum máluð öðruvísi far- ið. Fólk búsett í húsum kringum umrætt svæði óskar eftir skýringum frá borgaryfirvöldum Reykja- víkur á seinaganginum í umræddu máli. Garðar Friðgeirsson. Álftin aðgangsharðari en veiðibjallan? AÐ kvöldi 17. júní er við hjónin ásamt 11 ára dóttur okkar vorum á heimleið lögðum við lykkju á leið okkar til að skoða fugialífíð á Bakkatjörn á Seltjamar- nesi. Varð okkur starsýnt á önd með þrjá unga. Þeir heilluðu okkur svo mikið að við ætluðum aldrei að geta keyrt af stað. En þessi sæla stóð ekki lengi því álftarpabbi sem virtist vera í vondu skapi kom að- vífandi og drap tvo ungana á nokkrum sekúndum. Kolla reyndi af öllum mætti að verja sig og ung- ana en allt kom fyrir ekki og gat hún synt í burtu með einn unga en tveir lágu eftir dauðir. Var veiðibjallan fljót að hirða hræin. En það skyldi þó aldrei vera að álftin væri aðgangsharðari við ungana smáu en veiðibjallan eins og talið hefui- verið hingað til. Þetta atvik fékk mjög á okkur og þess vegna viidi ég vekja athygli á þessu. Sérstakiega vegna þess að við höfum tekið eftir að ungum hefur fækkað veru- lega á tjörninni. Ragnheiður Marteinsdóttir. Þjóðsöngur í TILEFNI 17. júní og þess að ég er nú búin að heyra þjóðsönginn okkar fjórum sinnum í dag lang- ar mig að segja þetta. Lag- ið er fallegt og sálmurinn virðulegur. Ég held að við gætum kannski notað þennan sálm við sérstök og alvarleg tækifæri. En til að gleðjast saman og fmna til fóðurlandsástar og glæða hana í hjörtum Islendinga er 0 Guð vors lands ekki rétti söngurinn. Það sem börn ekki skilja og erfítt er að læra og fara með er ekki góður þjóðsöngur. Margt fallegt er til en lengi hefði ég viljað hafa Hver á sér fegra föðurland þjóðsönginn okkar. Lagið og textinn eru bæði falleg og það skilja jafnt ungir sem gamlir. Meira að segja Matthí- asi Jochumssyni höfundi 0 guð vors lands fannst þetta virka á sig eins og hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Hvað finnst ykkur löndum mín- um? Sveitakona á Suðurlandi. Tapað/fundið Ekki úrkula vonar 23. MAÍ sl. tók ég þátt í handritsmarkaði í Kjarna í Mosfellsbæ. Að degi lokn- um skyldi húsinu lokað. Málið snýst um hvítinálað, vandað tréborð. 100x100 cm að stærð sem komst ekki í bílinn minn og því skildi ég það eftir til hliðar við aðalinnganginn, Þver- holtsmegin. Þegar sækja átti borðið var það horfíð. Hef ég leitað og hringt en ekki haft erindi sem erfiði. Þó borðið góða sé mér kært hefur það ekki flug- getu. Bið ég þá sem af slysni eða misskilningi hafa borðið undir höndum eða geta gefíð upplýsingar að hringja í síma 566 8313 og GSM 897 8313. Kvenarmbandsúr í óskilum KVENÚR fannst á horni Kaplaskjólsvegar og Ægi- síðu. Upplýsingar í síma 551 0099. Drengjahjól í óskilum LÍTIÐ drengjahjól er I óskilum í Vesturbænum. Hjólið fannst á leiksvæð- inu milli Tómasarhaga og Lynghaga. Upplýsingar í síma 551 2383. Dýrahald Islensk tík óskar eftir heimili FJÖGURRA ára gömul ís- lensk tík óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 555 0342 eftir kl. 16. SKAK llmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp i viður- eign tveggja enskra stór- meistara á alþjóðlegu móti sem nú stendur yfir í London. Neil McDonald (2.485) var með hvítt, en Peter Wells hafði svart og átti leik. 13. - Bxh3! 14. Kh2 (Hvítur mátti ekki þiggja manns- fórnina strax: 14. gxf6 gxf6+ 15. Kh2 - fxe5 16. Kxh3 - Dd4 17. f4 - 0-0-0! og svartur stendur til vinnings) 14. - Be6! 15. gxf6 - gxf6 16. Rf3 - Dd5 17. Khl - Bd6 og hvítur gafst upp. Byrjun skákar- innar var áhuga- verð, en upp kom spánskur leikur: 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Bxc6 - dxc6 7. De2 - Bg4 8. h3 - Bh5 9. g4 - Bg6 10. Rxe5 - Bxe4! 11. g5 - Hg8! (Hvíti hefur líklega yfírsést þessi stórmerkilegi leikur) 12. d3 - Bf5 13. Hel og nú höfum við stöðuna á stöðumynd- inni. AF hveiju eru þessi helmingi dýrari en hin? Víkverji skrifar... IDAG, sunnudaginn 21. júní, eru sumarsólstöður. Þá er lengstur sólargangur á landinu bláa. Það er gaman að vera Islendingar á júní- dögum þegar birtan hefur hrakið myrkrið út úr sólarhringnum. A morgun, 1. mánudag eftir 17. júní, hefst sólmánuður að fornu tímatali, þriðji mánuður sumars. Þann mánuð grær allt sem gróið getur í gróðurkraganum umhverfis hálendið. Að kveldi þriðjudags tekur við Jónsmessunótt. Henni tengdust ýmsir siðir fyrr á tíð. Það þótti t.a.m. ekki amalegt að baða sig Jónsmessunæturdögginni. Sjálf Jónsmessan er síðan mið- vikudaginn 24. júní. Kristnir menn hafa mikla helgi á henni. Þessi dag- ur er talinn fæðingardagur Jó- hannesar skírara. Þennan dag er og talið að kristnitaka íslendinga hafi átt sér stað árið 1000. Þá sagði Þorgeir Ljósvetningagoði upp þau lög „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér“. Þetta er farsælasta og merkasta löggjöf gjörvallrar Islandssögunnar. xxx JÚNÍDAGARNIR framundan eru óvenju söguríkir. Auk þess, sem fyrr er sagt, má minna á að það var 25. júní árið 1809 sem Jör- undur hundadagakonungur tók völd á íslandi. Hann birti yfirlýs- ingu 26. júní í 11 greinum. Sú fyrsta hljóðaði svo: „Allur danskur myndugleiki er upp hafinn á ís- landi.“ Hundadagakóngurinn sat í skammtíma á veldisstóli. 11. ágúst sama ár var „konungdómur" hans allur. Vorvertíðarlok voru 23. júní. Flóabardagi var háður 25. júní árið 1244. Alþingshátíðin, sú er hvað hæst rís, hófst á Þingvöllum 26. júní árið 1930. Fyrsta gufuskipið kom til landsins 27. júní 1855. xxx RIÐJA AUÐLINDIN, orkan í fallvötnum og jarðvarma landsins, er verðmæt þjóðareign. Henni má breyta í störf og lífksjör. En ganga verður hægt um gleðinn- ar dyr í þessum efnum. Máski verður þessi orka elds- neytið á bílaflota landsmanna áður en langir tímar líða, en hann spýr nú mengun út og suður um and- rúmsloftið. Fyrir stuttu kom fram í svari umhverfisráðherra við fyrirspurn á Alþingi að orkugjafi í fiskimjöls- verksmiðum sé að 9/10 hlutum inn- flutt, þ.e. svartolía, sem vart getur talizt umhverfisvæn. Hvenær verð- ur raforkan leidd inn í lýsis- og mjöliðnaðinn? Fær þessi gildi þátt- ur í þjóðarbúskap okkar raforku á sama verði og önnur stóriðja? Ef ekki, þurfa heild- og smásalar í raf- orku að gera hreint fyrir sínum durum. xxx RÍKISBANKARNIR, Lands- bankinn og Búnaðarbankinn, hafa á árabilinu 1993 til 1997 tap- að í útlánum meir er 13 milljörð- um króna, að því er ráðherra bankamála upplýsir í svari við fyr- irspurn á þingi. A þessum fímm árum tapaði Landsbankinn [út- lánatöp] 10.641 m.kr. og Búnaðar- bankinn 3.110 m.kr. Að langstærstum hluta voru töpin hjá lögaðilum, svokölluðum, en ekki einstaklingum. Víðast hvar í veröldinni eru við- skiptabankar einkareknir; seðla- bankar ríkisreknir. í einkareknum bönkum stjórnast útlán alfarið af arðsemissjónarmiði, það er því að lánaðir fjármunir skili sér aftur með og ásamt vöxtum. í ríkisrekn- um bönkum, þar sem stjómmál koma óhjákvæmilega við sögu, ráða fleiri sjónarmið útlánum. Vík- verji spyr: Hve stór hluti af útlána- töpum ríkisbankanna eiga sér póli- tískar rætur? Er ekki kominn tími til alvörueinkavæðingar viðskipta- banka ríkisins - að gera þá að al- menningshlutafélögum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.