Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Hans-Petter Buraas, ólympíumeistari í svigi, sem sló í gegn í skíðaheiminum síðasta vetur, heimsótti ísland Morgunblaðið/RAX NORSKI ólympíumeistarinn, Hans-Petter Buraas, tók sig vel út í veiðigallanum í Soginu. Þó svo að veiðin hafl ekki verið góð var hann ánægður með veruna hér í íslenskri náttúru. Flutti lög- heimili sitt til Mónakó BURAAS flutti lögheimili sitt til Mónakó í vor til að flýja skattana í Noregi. Hann hefur þegar leigt sér hús þar og segist kunna vel við sig. Nokkrir íþróttamenn hafa flúið heimalönd sin af sömu ástæðu og Buraas og flutt í skattaparadísina í Mónakó. Þeirra á meðal eru sænsku skíðastjöm- umar Pemilla Wiberg og Ingemar Stenmark. Tenniskappinn Bjöm Borg flutti til Mónakó þegar hann var á há- punkti frægðar sinnar. Eins búa þar nokkrir öku- þórar úr Formula 1 kappakstrinum. Buraas sagði það eðli- legt að flytja lögheimilið til Mónakó þegar það skipti hann tugum millj- óna króna í tekjur á ári. „Skattarnir em allt of há- ir í Noregi og því neyðist ég til að flytja mig tU Mónakó. Aðrir í norska landsliðinu hafa ekki flutt lögheimili sin en þeir hafa mikið talað um það. En ég læt mér ekki nægja að tala um hlutina, heldur framkvæmi þá,“ sagði hann. Hvar er laxinn? Hans-Petter Buraas sló eftir- minnilega í gegn í heimsbikar- keppninni í skíðaíþróttum síðasta vetur. Hæst bar sigur hans í svigi á Ólympíuleikunum í Nagano þar sem hann mætti til keppni með hárið lit- að eldrautt. „Ég litaði hárið meira í gamni, en eins til að fá smá athygli. Eg gerði þetta stundum þegar ég var yngri. Ég hafði þörf fyrir að vera í sviðsljósinu. Eftir að ég fékk óiympíugullið í Nagano hef ég ekki þurft að leita eftir athygli. Eg vil heldur vera í friði eins og hér úti í náttúrunni á Islandi," sagði Buraas sem var að búa sig undir að renna fyrir lax í Soginu á fóstudag. Stóð við stóm orðin Hvernig tilfinning var það að hampa ólympíugulli? „Það var frábær tilfínnig. Ég get ekki sagt að sigurinn hafi komið mér á óvart því ég náði öðru sæti í síð- asta svigmótinu fyrir ÓL sem fram fór í Kitzbúhel. Eg gerði mér því ákveðnar vonir og sagði reyndar við fréttamenn eftir mótið í Kitzbúhel að ég ætlaði mér sigur í næsta móti. Svo skemmtilega vildi til að það voru Ólympíuleikarnir. Það var því skemmtilegt að geta staðið við stóru orðin. Ég var ekki undir neinu álagi í Nagano og þurfti ekki að sanna mig fyrir einum eða neinum. Það var mun meira pressa á félaga mína í landsliðinu því við miklu var búist af þeim, enda áttu þeir titla að verja frá því á ÓL í Lillehammer." Buraas er fæddur 20. mars 1975 og er því 23 ára gamall og keppir fyrir skíðafélagið Bærum. Hann endaði í þriðja sæti í stigakeppni heimsbikarsins í svigi eftir síðasta tímabil. Hann sýndi mikinn stöðug- leika og komst fjórum sinnum á verðlaunapall, tvisvar í öðru sæti, tvisvar í þriðja sæti og þrisvar sinn- Norski ólympíumeistarinn í svigi Hans-Petter Buraas hefur dvalið hér á landi undanfarna daga. Valur B. Jónatansson hitti hann við Sogið í Grímsnesi þar sem hann var við veiðar ásamt Kristni Björnssyni og Frakkanum Pierrick Bour- geat og ræddi um keppnisferilinn og fleira. um varð hann að gera sér fjórða sætið að góðu. Hann á því enn eftir að standa á efsta þrepi í heimsbik- amum, en þarf líklega ekki að hafa miklar áhyggjur af því eftir þennan frábæra árangur á fyrsta ári í heimsbikarkeppninni. Fæddur sigurvegari Hann byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára í Heimsdal og segist allt frá því hann steig fyrst á skíði ætlað sér á toppinn. „Frá sjö ára aldri var ég yfirleitt bestur í mín- um aldursflokki í Noregi. Það má því segja að ég sé fæddur sigurvegari. En eftir því sem ég varð eldri varð keppnin sífellt harðari en alltaf var ég í toppbaráttunni. Skíðaíþróttin krefst mikils aga og það þarf að æfa mjög vel til að komast í fremstu röð. Þetta eru ekki bara meðfæddir hæfi- leikar, heldur vinna og aftur vinna.“ Morgunblaðið/RAX KRISTINN fór fagmannlega að við að hnýta flugu á stöngina. Nú eru stór nöfn fyrir í norska landsliðinu eins og Jagge, Furuseth og Ámodt sem hafa verið lengi í fremstu röð. Hvernig var fyrir þig svona ungan að koma inn ílandsliðs- hópinn? „Það var mjög erfitt í fyrstu því þeir eru nokkrum árum eldri en ég. Þeir voru ekki alveg tilbúnir að taka mér sem jafningja. En nú er þetta breytt eftir að ég hef náð að kynnast þeim betur og náð góðum árangri í heimsbikarnum. Ég hef sannað til- verurétt minn í landsliðinu. Það er eftirsótt að komast í norska heims- bikarliðið og því eins gott að standa sig.“ Undirbúningurinn mikilvægur Hvernig lítur þú á framtíð þína á skíðunum? „Ég hef ekki haft miklar áhyggj- ur af framtíðinni hingað til og skipulegg mig ekki of langt fram í tímann. Eg hugsa því meira um að taka einn dag fyrir í einu. Mikilvæg- ast í dag er að æfa vel í sumar til að vera vel búinn líkamlega undir næsta keppnistímabil sem byrjar í nóvember. Keppnistímabilið er erfitt enda fylgja því mikil ferðalög þannig að það er nauðsynlegt að vera í toppæfingu þegar skíðasirkusinn hefst.“ Kristinn æfði með Svíunum KRISTINN Bjömsson æfði með Svíunum í fjóra daga á jökli í Noregi fyrir skömmu og var það fyrsta skíðaæfing hans með Svíum. Hann sagði að sér litist vel á samstarfið við Svía, en sem kunnugt er hefur verið gerður samningur milli sænska og íslenska skíðasambands- ins um samstarf í vetur. Kristinn æfir í vetur með Martin Hanson sem er besti svigmaður Svía um þessar mundir. Þeir verða aðeins tveir í svigliðinu og hafa með sér tvo þjálfara og einn aðstoðarmann. Ann- ar þjálfarinn er Haukur Bjarnason. „Ég hef verið í stífum þrekæfing- um undanfamar vikui' og það var því gott að fá tækifæri til að koma aðeins heim til íslands. Mér líst rosalega vel á samstarfið við Svía og það er gott að hafa Hauk Bjamason með í þessu dæmi. Við náðum þremur góðum dögum á jöklinum og ég get ekki annað en verið bjart- sýnn fyrir veturinn," sagði Kristinn, sem var við veiðar í Soginu ásamt félögum sínum í Rossignol-Iiðinu. i I I \ > I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.