Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 6

Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 6
6 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Stjórn Japans lofar róttækum breytingum á fjármálakerfínu Gömul tugga eða upphaf efnahagsbata í Japan? JAPANSKUR kaupsýslumaður telur dollarana sína eftir að hafa selt jen í banka í Tókýó. Lækkun jensins Samkeppnishæfni Jap- ansmarkaðar minnkar Reuters Ný loforð stjórnarinnar í Japan um að stokkað verði upp í fjármála- kerfi landsins hafa ekki eytt efasemdum hag- fræðinga um að hún sé tilbúin að gera það sem þarf til að rétta efna- haginn við og greiða fyrir því að endi verði bundinn á fjár- málakreppuna í Asíu. BANDARÍKJAMENN stálu senunni á miðvikudag þegar seðlabanki þeirra keypti jen til að styrkja japanska gjaldmiðilinn og afstýra því að lágt gengi hans ylli nýrri hrinu gengisfellinga í Asíu. Óttast hafði verið að Kínverjar og aðrar nágrannaþjóðir Japana myndu fella gengi gjaldmiðla sinna, sem hefði magnað fjármálakreppuna í Asíu til muna og stuðlað að minni hagvexti úti um allan heim og jafnvel heimskreppu. Gjaldeyriskaup bandaríska seðla- bankans duga þó skammt og sviðs- Ijósið beinist nú að Japan, næst- stærsta efnahagsveldi heims. Japanska stjórnin hefur lofað að grípa til róttækra aðgerða til að rétta efnahaginn við en loforð henn- ar vekja þó margar spurningar. Hagfræðingar velta því nú fyrir sér hvort japanska stjórnin sé í raun tilbúin að gera það sem þarf til að blása lífí í efnahaginn og hvort loforð hennar eftir íhlutun seðlabanka Bandaríkjanna og Japans kunni að marka tímamót í baráttunni við fjár- málakreppuna. Eða eru nýju fyrir- heitin aðeins gömul tugga sem ráða- mennimir í Tókýó hafa japlað í mörg ár? Ef svo er, eiga þá markaðsöflin eftir að gera íhlutun seðlabankanna gagnslausa, lækka gengi jensins aft- ur og valda þannig enn alvarlegra umróti á fjármálamörkuðum heims- ins? Engin stefnubreyting Þótt japanska stjórnin hafi fallist á frekari aðgerðir til að rétta efnahag- GENGISLÆKKUN japanska jens- ins hefur þau áhrif að skilaverð til íslenskra framleiðenda lækkar, þótt verðið sé hið sama í jenum talið. Jón Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri dótturfýrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Japan, IFPL, segir að veikleiki jensins hafi þau áhrif að sam- keppnishæfni markaðssvæðisins verði minni en áður. Erfiðara verði að keppa við önnur markaðssvæði og Sölumiðstöðin í heild reyni því frekar að selja karfa t.a.m. til Evr- ópu, þar sem skilaverðið, þ.e. verð- ið í krónum, er hærra. Jón segir að Japanir séu almennt neikvæðir og efnahagslífið sé í inn við hafa þær ráðstafanir, sem hún hefur tilgreint, lengi verið liður í efnahagsstefnu hennar. Loforðin fela því ekki í sér neina stefnubreytingu. „Við gerum okkur grein fyrir að brýnt er að endurskipuleggja hag- kerfíð og blása nýju lífí í efnahaginn og munum því gera allt sem við get- um til að koma bankakerfinu í heil- brigðara horf aftur, ná fram hag- lægð. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig mál þróast. Þetta er einn stærsti fiskmarkaður í heimi og það er ljóst að Japanir munu halda áfram að borða fisk.“ Teitur Gylfason, forstöðumaður söluskrifstofu íslenskra sjávaraf- urða í Japan, tekur í sama streng. Hann segir þó að starfsemin þetta misserið hafi sloppið fyrir horn. „títhafskarfavertíðinni er að mestu lokið og loðnuvertíðin var líka búin fyrir þetta fall jensins, þannig að áhrifin urðu ekki eins mikil og þau hefðu getað orðið,“ segir hann. Hann segir, eins og Jón, að áhrifin verði fyrst og fremst þau að markaðurinn verði síður samkeppnishæfur í fiskverði. vexti með aukinni eftirspurn heima fyrir, opna markaðina og afnema reglur um starfsemi þeirra,“ sagði Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans. Þetta hefur hann þó margoft sagt áður. Hashimoto lofaði ennfremur að af- nema verndarkerfið í bankamálum, sem líkt hefur verið við bflalest og byggist á nánu samstarfi milli bank- anna; lendi einhver þeirra í vanda er hann leystur í fljótheitum til að koma í veg fyrir að bankinn dragist aftur úr. Japanskir embættismenn hafa þó sagt að þetta kerfi hafi þegar verið afnumið. Margir hagfræðingar óttast að stjórnin láti nægja að lappa upp á bankakerfið fremur en að gera á því róttækar breytingar eins og fjárfest- ar vilja. „Japanir líta svo á að ef þeir lag- færi aðeins misfellurnar í fjármála- kerfinu sé þeim borgið,“ sagði Ron- ald Morse, hagfræðiprófessor við Reitaku-háskóla nálægt Tókýó. Hann kvaðst efins um að vænta mætti róttækra breytinga í bráð. Vonir bundnar við efnahagsaðgerðir Ýmsir aðrir hagfræðingar telja þó að íhlutun seðlabankanna og yfirlýs- ingar stjórnarinnar í Tókýó geti markað tímamót í baráttunni við fjármálaki-eppuna og tímasetningin skipti þar mestu. Japanska þingið samþykkti auka- fjárlög á miðvikudagskvöld og lagði þar með blessun sína yfir boðaðar efnahagsaðgerðir stjórnarinnai’, sem miða að því að örva efnahaginn með stórauknum rfldsútgjöldum. Japanskir embættismenn höfðu sagt mánuðum saman að Bandaríkja- stjóm mætti ekki vera of óþolinmóð, þingið þyrfti að fá tíma til að afgreiða aukafjárlögin og þegar þau yrðu samþykkt myndu efnahagsaðgerð- imar blása nýju lífi í efnahaginn. Stjómin hefur þegar ákveðið hvernig verja eigi peningunum og aðeins beðið eftir samþykki þingsins. Hagfræðinga greinir á um hversu árangursríkar efnahagsaðgerðirnar verða en flestir líta þó á þær sem þýðingarmikla og trúverðuga tilraun til að rétta efnahaginn við. Ennfremur hefur lengi verið búist við því að Hashimoto tilkynni frekari efnahagsaðgerðir eftir kosningar til efri deildar þingsins 12. júlí. Takist Bandaríkjamönnum og Japönum að koma í veg fyrir að jenið veikist aft- ur á næstu vikum gætu aukafjárlög- in og nýjar efnahagsaðgerðir stjóm- arinnar orðið til þess að gengi jens- ins hækkaði verulega. Róttækar breytingar gætu valdið óróa Nokkur dæmi eru um að stjórn- völd hafi valdið þáttaskflum á fjár- málamörkuðunum. Bandaríkjastjóm stóð t.a.m. fyrir svokölluðu Plaza- samkomulagi árið 1985 til að veikja dollarann og styrkja aðra gjaldmiðla. Áratug síðar var gengi jensins orðið svo hátt að Japanir gerðu ráðstafan- ir til að veikja gjaldmiðil sinn. Doll- arinn kostaði þá aðeins 80 jen en Japönum tókst að snúa þróuninni við og síðan hefur gengi jensins haldið áfram að lækka smám saman. Gengi dollarans hækkaði í 146 jen í byrjun vikunnar og japanska stjórnin hefur nú snúið við blaðinu og gert ráðstaf- anir til að styrkja jenið aftur. Hagfræðingar segja þó að ýmis- legt gefi tilefni til efasemda um að íhlutun seðlabankanna hafi tilætluð áhrif á stöðu jensins á næstu vikum. Þeir benda t.a.m. á að ein af ástæðum þess að jenið hefur veikst er að fjár- festar á japanska fjármagnsmark- aðnum hafa ávaxtað fé sitt í öðrum löndum þar sem vextir eru miklu hærri. Óhklegt þykir að það breytist. Nokkrir japanskir embættismenn hafa ennfremur látið í ljós áhyggjur af því að róttækar kerfisbreytingar geti valdið óróa á mörkuðunum þótt enginn efist um að þær efli efnahag- inn til lengri tíma litið. Vextimir fáránlega lágir Hashimoto lofaði „skjótri endur- skipulagningu fjármálakerfisins“ en ekki er ljóst hvað hann átti við. Margir hagfræðingar telja að japönsku bankamir séu of margir og hvetja til þess að nokkrir þeirra verði lagðir niður. Slík endurskipu- lagning gæti því leitt til gjaldþrota og fátt bendir til þess að það auki traust manna á efnahag Japans og styrki jenið til skemmri tíma litið. Margir hagfræðingar telja að fjár- málavandi Japans sýni að stefna þar- lendra stjómvalda í vaxta- og pen- ingamálum gangi ekki upp. Stöndug fyrirtæki geti nú fengið lán á 1% vöxtum og slík vaxtastefna sé fárán- leg. Margir bankanna eiga einnig í miklum vanda vegna slæmra lána og myndu verða gjaldþrota ef hlutabréf og fasteignir í eigu þeirra yrðu metnar á markaðsvirði. Japanir hneigjast enn tfl þess að spara þótt verð heimflistækja, bfla, húsa og nánast allra neysluvara hafi lækkað. Þeir kjósa að ávaxta fé sitt á bankareikningum með Vt% vexti frekar en að eyða peningunum í nýja bíla eða hús. Almenningur verði varaður við verðbólgu Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman telur að japanska stjórnin þurfi að sannfæra almenning um að verðbólga sé á næsta leiti til að fá þá til að auka neysluna. Seðlabankinn þurfi að lýsa því yfir að hann sé tfl- búinn að auka peningaframboðið nógu mikið til að valda verðbólgu. Annar bandarískm- hagfræðingm-, William Dudley, segir að stjórnin þurfi ennfremur að lækka skattana verulega og seðlabankinn að lýsa því yfir að vextir útlána verði óbreyttir þótt verðlagið hækki tfl að auka neysluna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að japanskur almenningur getur valið aðra leið tfl að verja sig fyrir verð- bólgu vegna breytinga á fjármála- markaðnum sem Bandarflg'astjórn hafði beitt sér fyrir. Japanir geta nú keypt dollara og mörk að eigin vild og hugsanlegt er að verðbólgutal geti orðið til þess að almenningur kaupi erlendan gjaldeyri í miklum mæli. Það myndi síðan veikja jenið fi'ekar. Veikara jen myndi bæta sam- keppnisstöðu japanskra útflutnings- fyrirtækja frekar og það væri ekki svo slæmt fyrir Japana, sem hafa alltaf notað aukinn útflutning til að yfírvinna efnahagskreppur. Staðfesta Kínveija lofsömuð Lækki gengi jensins myndi það einnig veikja samkeppnisstöðu út- flutningsfyrirtækja í löndum eins og Kína, Indónesíu og það gæti leitt til hrinu gengisfellinga í þeim ríkjum. í forystugrein The Financial Times 6 dögunum var Kínverjum hrósað fyr- ir að standast þá freistingu að fella gengi júansins þótt dregið hefði úr útflutningi þeirra vegna veikrar stöðu jensins. Fyrir íhlutun seðlabanka Banda- ríkjanna og Japans á miðvikudag höfðu kínversk stjórnvöld varað við þvi að þau kynnu að neyðast til að fella gengi júansins ef þau næðu ekki því markmiði sínu að tryggja 8% hagvöxt á árinu. Lfldegt er að geng- isfelling júansins myndi valda nýrri hrinu gengisfellinga í Austur-Asíu og hugsanlega skapa hættu á efna- hagslegum samdrætti út um allan heim. Bandarísk stjómvöld ákváðu því að aðstoða Japana við að styrkja jen- ið þótt þau hefðu gefið til kynna nokkrum dögum áður að þau myndu halda að sér höndum og láta Japana um að leysa vandann með því að koma á nauðsynlegum umbótum. Talið er að áskoranir Kínverja hafi ráðið miklu um þá stefnubreytingu vegna ferðar Bills Clintons Banda- ríkjaforseta til Kína síðar í mánuðin- um. Með íhlutuninni vildu Bandaríkja- menn einnig tryggja að fjármálaum- rótið í Asíu hefði ekki frekari áhrif á efnahag Randaríkjanna. Efnahag- skreppan í Asíu hefur orðið til þess að gengi bandarískra hlutabréfa hef- ur lækkað og dregið hefur verulega úr útflutningi Bandaríkjamanna. Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst um 9,5% í aprfl og hefur aldrei verið meiri, þannig að stjórnin í Was- hington hafði ærna ástæðu til að skerast í leikinn. I > i > > \ I I >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.