Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Börn„skítuga
stríðsins"
I „skítuga stríðinu" í Argentínu voru hundruð barna tekin frá
mæðrum sínum skömmu eftir fæðingu og þau fengin vildarvinum
herforingjastjórnarinnar til ættleiðingar. Mæðurnar voru myrtar
og bættust í hóp þeirra þúsunda sem „hurfu". Asgeir Sverrisson
segir frá kröfunni um að réttlætinu verði fullnægt sem nú hefur
blossað upp á ný í Argentínu eftir að fyrrum forseti herforingja-
_______________stjórnarinnar var handtekinn._______________
GI
5
kUÐ er tO". Þannig hljómaði
Ifyrirsögn argentínska stjórnar-
" andstöðublaðsins Página 12
þegar skýrt var frá því að Jorge Raf-
ael Videla, fyrrum leiðtogi herfor-
ingjastjórnarinnar í landinu, hefði
verið handtekinn. Videla er sakaður
um rán á börnum kvenna sem týndu
lífi í pyntingarbúðum herforingja-
stjórnarinnar en börnin voru fengin
herforingjum og öðrum vildarvinum
ógnarstjórnarinnar til ættleiðingar í
„skítuga stríðinu" svonefnda. Talið
er að á milli 15 og 30.000 manns hafi
týnt lífi í ofsóknum herforingja-
stjórnarinnar á hendur stjórnarand-
stöðunni á árunum 1976-1983. Nú
neyðast Argentínumenn enn á ný til
að horfast í augu við söguna og kraf-
an um uppgjör hljómar af meiri
krafti en oftast áður.
Jorge Rafael Videla, sem er 71 árs
gamall, var handtekinn 9. þessa
mánaðar sakaður um mannrán. Hon-
um er gefið að sök að hafa tengst
ránum að minnsta kosti fimm ungra
barna en fullvíst er talið að tvö
þeirra hafi verið fengin Norberto
nokkrum Bianco, fyrrum herlækni,
sem flúði til Paraguay eftir að lýð-
ræði var á ný innleitt í landinu. Her-
læknirinn var síðar framseldur til
Argentínu og ákærður fyrir mann-
rán.
Mál „horfnu barnanna" hefur
lengi hvflt þungt á Argentínumönn-
um og mannréttindasamtök hafa ít-
rekað gagnrýnt linkind stjórnvalda í
þessu efni. Tvenn samtök kvenna,
„Mæður Maítorgsins" (Madres de Ia
Plaza de Mayo) og „Ömmur Maít-
orgsins", (Abuelas de la Plaza de
Mayo) hafa vakið heimsathygli fyrir
baráttu sína fyrir því að skýrt verði
frá afdrifum þeirra sem „hurfu" í
„skítuga stríðinu". Vonir hafa nú
vaknað um þeir sem ábyrgð báru á
ættleiðingum barnanna verði loks
sóttir til saka.
Videla hershöfðingi fór fyrir
valdaræningjunum sem steyptu
María Estela Martínez, Isabelita,
ekkju Juan Perón, af stóli árið 1976.
Grimmdarlegar ofsóknir á hendur
vinstrimönnum í landinu fylgdu í
kjölfarið. Talið er að um 30.000
stjórnarandstæðingar hafi „horfið" á
þessum árum herforingjastjórnar-
innar í Argentínu. Enn sem komið
er hafa lýðræðislega kjörin stjórn-
völd landsins aðeins gert grein fyrir
afdrifum 8.790 manna sem „hurfu".
Mörgum þykir þögnin hrópleg og
mál „los desaparecidos",
hinna „horfnu", þjaka
ættmenni þeirra og þá
sem látið hafa sig mann-
réttindi varða í Argent-
ínu.
Reuters
ÆTTINGJAR þeirra sem „hurfu" í „skítuga stríðinu" í Argentínu
krefjast þess að Videla verði dæmdur til fangelsisvistar
fyrir þjóðarmorð.
Hinir
horfnu" fylgja
þjóðinni
Hryllingssögur
Því fer fjarri að allar hryllings-
sögurnar úr „skítuga stríðinu" hafi
verið sagðar. Heimsathygli vakti er
fyrrum höfuðsmaður í her Argent-
ínu skýrði frá „dauðaflugferðunum"
svonefndu en ótilteknum fjölda
stjórnarandstæðinga var varpað lif-
andi úr flugvélum í hafið á þessum
árum. Þá staðfesti höfuðsmaður
þessi, Adolfo Scilingo, fyrir rétti á
Spáni í fyrra það sem lengi hafði
verið vitað: Hann upplýsti að ófrísk-
ar konur sem handteknar höfðu ver-
ið vegna stjórnmáiaskoðana sinna
hefðu verið látnar fæða börn sín og
síðan hefðu þær verið myrtar ýmist í
pyntingarklefum herforingjastjórn-
arinnar eða í „flugferðum dauðans".
Önnur börn hefðu hins vegar verið
tekin nokkurra mánaða gömul af
foreldrunum sem síðan hefðu „horf-
ið". Börnin hefðu hins vegar verið
afhent völdum fjölskyldum her-
manna til þess að „þau hlytu kristi-
legt uppeldi" eins og haft hefði verið
á orði. Nafngreindi Scilingo þá sem
stjórnað hefðu þessum „úthlutun-
um" en líklegt þykir að í einhverjum
tilfellum hafi börnin verið seld hjón-
um sem þráðu að eignast afkvæmi.
Estela Carlotto, forseti Abuelas de
la Plaza de Mayo, sagði í viðtali við
Morgunblaðið síðasta haust að talið
væri að um 300 til 500 börn hefðu
verið ættleidd með þessu móti. Dótt-
ir hennar var myrt eftir barnsburð í
ágúst 1978 og frú Carlotto leitar enn
drengsins sem hún 61.
Dómari einn, Roberto
Marquevich, gaf út handtökuskipun-
ina og var Videla handtekinn á heim-
ili sínu í San Isidqro-hverfi, norður
af Buenos Aires. I liðinni viku var
síðan skýrt frá því að leitað væri
þeirra sem ábyrgð bæru á ránum um
200 barna á tímum herforingja-
stjórnarinnar. Málið hefur vakið gíf-
urlega athygh víða um heim, ekki
síst í Rómönsku Ameríku og á Spáni
enda hafa stjórnvöld í Argentínu
löngum mátt þola gagnrýni á al-
þjóðavettvangi fyrir að standa í vegi
rannsókna og vegna sakaruppgjafa
til handa glæpamönnunum sem
ákveðnar voru í nafni „þjóðarsáttar"
eftir að lýðræði hafði verið endur-
reist í landinu.
Náðaður
Videla var forseti herforingja-
________ stjórnarinnar frá 1976 til
1981 en þá tók starfsbróð-
ir hans Roberto Viola við
af honum. Þegar lýðræðið
var endurreist árið 1983
"¦^™""^- ákvað þáverandi forseti
landsins, Raúl Alfonsín, að helstu
leiðtogar ógnarstjórnarinnar skyldu
dregnir fyrir dómstóla. Arið 1985 var
Videla dæmdur í ævilangt fangelsi
og var m.a. fundinn sekur um að
hafa borið ábyrgð á 66 morðum, 306
mannránum, 96 tilfellum þar sem
hinir handteknu sættu pyntingum og
fjórum tilfellum þar sem pyntingar
leíddu til dauða.
En fangavistin reyndist styttri en
ráð hafði verið fyrir gert, nánar til-
tekið 2.340 dagar. Þann 29. desem-
ber 1990 náðaði Carlos Menem, for-
seti Argentínu, Videla og fleiri her-
foringja. Þessi ákvörðun var tekin í
nafni „þjóðarsáttar" og „uppgjörs
við hið liðna" en var að margra mati
aðeins skýrt dæmi um óeðlileg áhrif
hersins í þjóðlífinu þrátt fyrir að
öðru stjórnarformi hefði verið komið
á. Gagnrýnendur forsetans héldu því
þá fram og gera enn, að fyrir honum
hafi einkum vakið að lægja öldur óá-
nægju innan hersins, sem m.a. hafði
brotist fram í nokkrum minniháttar
uppreisnum.
Náðun forsetans tók hins vegar
ekki til hugsanlegra glæpaverka
gagnvart börnum. Nú kann svo að
fara að Videla verði dreginn fyrir
rétt á nýjan leik enda þykir fullsann-
að að við lýði hafi verið ákveðið kerfi
ættleiðinga barna þeirra kvenna sem
síðar bættust í hóp fórnarlamba ógn-
arstjórnarinnar. Verði Videla fund-
inn sekur á hann yfír höfði sér
þriggja ára lágmarksrefsingu en
þyngsta refsing kveður á um 15 til 20
ár innan fangelsismúra.
Mál Carolinu og Pablo
Rannsókn á hvarfi barnanna fimm
sem Videla er nú sakaður um að hafa
„gefið" völdum herforingjum til ætt-
leiðingar var hafin að kröfu samtak-
anna „Ömmur Maítorgsins". Þar
ræðir um börn sem fæddust á árun-
um 1976 og 1977 í El Campito en svo
nefndust leynOegar fangabúðir í
Campo de Mayo-herstöðinni, norð-
austur af Buenos Aires. Hún var aft-
ur undir stjórn yfirmanns herafla
Argentínu en því embætti gegndi
Videla frá árinu 1975.
Tvö þessara barna, Carolina, sem
nú er 22 ára og Pablo sem er tvítug-
ur, lét læknirinn Norberto Bíanco,
sem jafnframt var majór í hernum,
skrá sem sín eigin. Hann starfaði þá
á hersjúkrahúsinu í Campo de Mayo
en þar var ófrískum konum sem
höfðu verið handteknar sinnt. Vitað
er að lagt var upp í margar „flug-
ferðir dauðans" frá Campo de Mayo.
Blanco og eiginkona hans flúðu til
Paraguay 1986. Þau voru síðan
handtekin og ákveðið að framselja
þau til Argentínu en lögfræðingum
þeirra tókst að draga framsalið allt
fram til ársins í íyrra. Þau eru nú í
fangelsi í Buenos Aires. Þau hafa
viðurkennt frammi fyrir dómara að
þau Carolina og Pablo séu ekki börn
þeirra og að fæðingarvottorð þeirra
hafi verið fólsuð. Þau neita því hins
vegar að þau séu börn mæðra sem
„hurfu". Læknirinn fyrrverandi seg-
ir að óþekkt kona hafi gefið þeim
Carolinu en vinnukona ein sem
„starfaði á heimOi kunningja þeirra"
hafi gefið þeim Pablo. Til að koma í
veg fyrir að börnin yrðu flutt til Ar-
gentínu lögðu Bianco og eiginkona
hans hart að þeim að ganga í það
Reuters
JORGE Rafael Videla, handjárnaður í brynvörðum lögreglubíl,
skömmu eftir að hann var handtekinn.
heilaga í Paraguay og fá þannig rík-
isborgararétt. Þar búa þau enn og á
Carolina tvö börn en Pablo eitt.
Carolina hefur lýst yfir því í viðtöl-
um við fjölmiðla í Argentínu að hún
hyggist alls ekki snúa aftur og að
hún muni „aldrei undir nokkrum
kringumstæðum" gangast undir
DNA-rannsókn. Hún kveðst líta á
Blanco- hjónin sem foreldra sína.
Kirkjurækinn
Videla hefur látið lítið fyrir sér
fara eftir að hann var látinn laus úr
fangelsi undir árslok 1990. Hann hef-
ur sést fara til messu á hverjum
sunnudegi í hverfiskirkjunni og á ár-
um áður kom fyrir að hrópað væri að
honum „morðingi" þegar hann sást á
ferli. Tveir synir hans ákváðu að feta
í fótspor föðurins og gerast hermenn
en alls eignaðist hann sjö börn með
konu sinni.
Opinberlega hefur Videla engin
merki iðrunar sýnt. Öðru nær. Er
honum var sleppt sagði hann m.a. í
bréfi til þáverandi yfirmanns herafl-
ans að hann teldi refsinguna órétt-
láta. Hann hefði einungis sinnt
skylduverkum sínum. Hann hygðist
hins vegar jafnan krefjast þess að
nafn herafla Argentínu yrði hreinsað
og að heiður hans sem hermanns
yrði endurreistur. Síðar lýsti hann
sér sem „fóðurlandsvini" sem barist
hefði gegn „óvinum þjóðarinnar".
Videla hershöfðingi var leiðtogi
blóðugasta valdráns sem fram hefur
farið í hinni heldur stormasömu
stjórnmálasögu Argentínu. Vitað er
að glæpaverkin, morðin og ránin
voru langflest framin á þeim árum
sem hann var forseti herstjórnarinn-
ar. I blöðum í Argentínu hefur und-
anfarna daga verið rifjað upp hvern-
ig hann sveik Isabelu ________
Perón en margir fögnuðu
því opinberlega er hann
var skipaður yfirmaður
heraflans í forsetatíð
hennar. Stjórnin var veik ™~,,,™
og var gjarnan fullyrt að með skipan
hans hefði „lýðræðið verið treyst í
sessi."
Gegn vttja sljórnvalda?
Fjölmargir stjórnmálamenn í Ar-
gentínu hafa fagnað þeirri ákvörðun
dómarans að láta handtaka Videla.
Hún kom stjórnvöldum hins vegar í
opna skjöldu. Argentínska dagblaðíð
CJarfn kvaðst hafa fyrir því heimild-
ir í liðinni viku að Carlos Menem
forseti hefði lýst yfir andúð sinni á
þessum gjörningi og að ríkisstjórnin
öll hefði verið handtökunni andvíg.
Innanríkisráðherra Argentínu sagði
hins vegar í samtali við dagblaðið La
Sýndi aldrei
nein merki
iðrunar
Nación að Menem hefði ekki tjáð sig
um málið er hann skýrði forsetanum
frá því að Videla hefði verið hand-
tekinn.
Hebe de Bonafini, sem fer fyrir
samtökunum Mæður Maítorgsins,
lýsti yfir því að handtaka Videla væri
aðeins tilraun af hálfu Menems for-
seta til að breiða yfir spillinguna sem
þrifist í landinu og til að bæta ímynd
sína á alþjóðavettvangi. Sakaði hún
dómarann í málinu einnig um að
ganga erinda yfirvalda.
Videla kom fyrir dómarann á
fimmtudag í liðinni viku og tóku ætt-
menni fórnarlamba herforingja-
stjórnarinnar á móti honum með
öskrum og ókvæðisorðum auk þess
sem steinum og appelsínum var
grýtt að honum. Herforinginn fyrr-
verandi neitaði hins vegar að svara
spurningum dómarans og sagðist að-
eins tObúinn til að bera vitni frammi
fyrir herdómstóli. Var hann því næst
fluttur á ný í fangelsi.
Endurkoma hins liðna
Nú hefur hið liðna snúið aftur,
bæði í lífi Jorge Rafael Videla og
argentínsku þjóðarinnar. Enn á ný
hefur sannast að minningarnar
verða ekki þurrkaðar út með laga-
bókstöfum. Argentlnska dómsmála-
kerfið hefur vaknað og hyggst nú
sýnilega starfa sjálfstætt án afskipta
stjórnmálamanna. Krafan um að
dregin verði fram í dagsljósið þau yf-
irgengilegu glæpaverk sem framin
voru á þessum myrku dögum í sögu
þjóðarinnar hljómar nú af meiri
krafti en oft áður á undanliðnum ár-
um. í máli margra stjórnmálamanna
og leiðarahöfunda argentínskra dag-
blaða hefur komið fram sú skoðun að
lýðræðisþróuninni geti aldrei talist
________ lokið fyrr en að réttlætinu
hafi verið fullnægt. Hinir
„horfnu" fylgja þjóðinni.
Uppgjör við ægilegan
harmleik kann að vera á
^^^^- næstu grösum.
Hinn persónulegi harmMkur verð-
ur trúlega aldrei rakinn til fullnustu.
Tugir ef ekki hundruð svipaðra mála
og hér hefur verið greint frá hafa enn
ekki verið gerð upp en þeirri kröfu
viðhalda Ömmur og Mæður Maít-
orgsins, sem unnið hafa sögulegan
sigur nú þegar Videla hefur verið
handtekinn. Börn þeirra „horfnu"
sem nú teljast fullorðin, standa því
frammi fyrir þeim hryllingi að kon-
urnar og karlarnir sem ólu þau upp
og þau töldu foreldra sína eru það
ekki. Og það sem verra er: fólkið sem
61 þau upp kann í mörgum tilfellum
að vera meðsekt í morðunum á raun-
verulegum foreldrum þeirra.
'