Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 1S Spennutryllir um falin eiturefnavopn ERLENDAR BÆKUR Spennusaga ULTRA eftir Tim Sebastian. Orion 1998. 295 síður. BRESKI spennusagnahöfundur- inn Tim Sebastian hefur sent frá sér einar átta skáldsögur, m.a. „Exit Berlin“ og „War Dance“. Hann hefur starfað sem fréttamaður fyrir BBC lengst af í Austur-Evrópu en ein af aðalpersónunum í nýjustu sögu hans, „Ultra“, er einmitt fréttamaður fyrir The Times staðsettur í Washington D.C. Hann heitii' því snaggaralega nafni Peter March og hafði áður sagt stríðsfréttir úr Flóabardaga en sú fortíð hans verður þess valdandi að hann lendir í bragðvondum málum þegar bandarískur hermaður sem þátt tók í stríðinu hefur samband við hann og segist vita um góða frétt fyr- ir hann. Pólitískur samsæristryllir Flóabardagi hefur getið af sér nokkrar spennumyndir og jafnvel spennusögur og Tim Sebastian notar hann með ágætum árangri sem bak- grunn í „Ultra“ en annars gerist sag- an að mestu leyti í Washington í nú- tímanum. Nokkrir hermenn úr sér- deildum bandaríska hersins eru orðnir fárveikir eftir að hafa komist í kynni við eiturefnavopn, sem banda- ríkjastjórn neitar að hafí verið notuð gegn Irökum í Flóabardaga. Þeir vita betur, handfjötluðu sjálfir efnin í eyðimörkinni, og ætla sér að koma upp um leyndarmálið og fá til liðs við sig fréttamanninn Peter March. Hermennh-nir hafa stolið tveimur baukum með eiturefnum úr verk- smiðju í Bandaríkjunum og ætla að nota þá sem sönnunargagn en leyni- þjónustan, alríkislögreglan, öryggis- ráðið, forseti þingsins og loks forseti landsins og margir fleiri reyna að sjá til þess að þeim takist ekki ætlunar- verk sitt. „Ultra“ er sumsé pólitískur sam- særistryllh' og nokkuð athyglisverð- ur og spennandi lengst framan af. Sebastian skrifar í skeytastíl sem á vel við, persónulýsingar eru stuttar og kringumstæðum snöfurmannlega lýst án þess að dvelja of mikið við efnið eða nota of mörg orð um það. Að vísu kemur fátt á óvart í sögunni þegar lengra dregur og hún verður æ formúlukenndari. Hermennirnir eru þrautþjálfaðar drápsmaskínur, sem áður hikuðu ekki við að salla niður sína eigin hermenn, en fínnst allt í einu nú eins og sannleikurinn skipti öllu máli í þeirra lífí. Póli- tíkusarnir eru gerspilltir vitorðs- menn bíræfinna kaupsýslumanna, sem fást við eiturvopnagerð eins og hvað annað og selja um allan heim, ekki síst Irökum. Skósveinarnir eru leyniþjónustumenn er drepa allt sem fyrir þeim verður. Á kunnuglegum nótum Svo hér er allt á fremur kunnug- legum nótum og Tim Sebastian fer hvorki verr né betur með efnið en aðrir reyfarahöfundar sem sjá sam- særi í öllum hlutum. Hann drífur frá- sögnina áfram með látum og heldur lengst af dampi þótt farið sé að reyna talsvert á trúverðugleikann eftir að forseti landsins kemur til sögunnar. Kvenlýsingar Sebastians mættu vera jafn einfaldar og beinskeyttar og annað í sögunni en eru það ekki held- ur fremur hallærislegar. Það er eflaust hægt að fínna sér vandaðri og vitsmunalegri lesningu í sumarfríinu en „Ultra“ býr þó yfir ákveðnu skemmtigildi og nær að ýmsu leyti takmarki sínu. Arnaldur Indriðason Gjörninga- klúbburinn sýnir hjá Sævari Karli GJÖRNINGAKLÚBBINN eða „The Icelandic Love Corporation" skipa fjórar ungar konur; Dóra Is- leifsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir. Klúbburinn hefur starfað síðan í ársbyrjun 1996 og hefur gert fjölda gjörninga og haldið margar sýningar víðsvegar. I kynningu segir: „Verk Gjörn- ingaklúbbsins eru alltaf skemmtileg og full af munúð, ást og majónesi og þess eðlis að allir geta notið þeirra til hins ítrasta. Það er því ljóst að þess- um frábæru konum verður ekki skotaskuld úr því að leggja heiminn að fótum sér.“ Gjörningaklúbburinn hefui- haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. --------------- Arsrit • Út er komið ritið Theatre in Iceland 1996-98. Rilið er á ensku og er ætlað til kynningar erlendis á nýjum íslenskum leikritum sem frumsýnd hafa verið sl. tvö ár. Hvert verk er kynnt með efnisleg- um úrdrætti ásámt nöfnum allra listamanna sem stóðu að frumsýn- ingu þess, auk frumsýningardags og frumsýningarstaðar.. Þá er einnig að finna í ritinu yfirlit yfir allar sýningar á innlendum og er- lendum verkum undanfarin tvö leikár, ásamt óperu- dans- og ball- ettsýningum. Einnig eru kynnt öll leikverk sem frumflutt voru í sjón- varpi og af Útvarpsleikhúsinu á sama tímabili. Ritið er 80 bls. að stærð og í því eru á ö.tug ljós- mynda úr leiksýningunum. Þetta er í áttunda sinn sem ritið kemur út en fyrsta hefti þess kom út 1976. Ritstjóri Theatre in Iceland 1996-98 er Hávar Sigurjónsson og útgefandi er Leiklistarsamband ís- lands ásamt Leiklistaráði og Fé- lagi íslenskra leikara. --------------- Montmartre- hátíðin í París HINN 13. júní var opnunardagur Montmartre-hátíðarinnar, „Mont- martre en Europe“, sem er listahá- tíð 18. hverfis í París og stendur yf- ir til 27. júní. Alls taka tíu þjóðir þátt í hátíðinni, þar á meðal Island. Sjö íslenskir myndlistarmenn taka þátt,. þeirra á meðal Ása Ólafs- dóttir, Ásdís Kalman, Björk Ólöf Bragadóttir og Kristín Pálmadóttir. Þjóðhátíðardagur íslendinga lenti inni í miðri hátíð og því bauð „Maire“ 18. hverfis Islendingum upp á veisluhöld í ráðhúsj 18. hverf- is. Flutt voru erindi um ísland eftir M. Boyer, prófessor við Sorbonne- háskólann í París, auk þess sem ís- lenskir listamenn fluttu íslensk ljóð og íslenska tónlist. Furuno GPS>taski með innbyggðum leiðréfttsingabúnaði á sérsfsoku tilboðsverði tgildir til 31.júlí) ■P GP.3D 6n loiarfrctingahCinaBQr iH§ w- ■ la?ðrftt:t:JnaabúnQQur amsm án vsk. Pað skiptir öllu móli að vera é réttum stað ó réttum tíma. Fóðu þér Furuno GPS-stað- setningartaeki ó einstaklega hagstaeðu tilboðsverði sem gildir til 31 . júlí. Tengjanlegt við DGPS (á við um GP-30). GP-35 er með innbyggðum leiðréttingabúnaði. Tenglar fyrir PC-tölvur. Fyrirferðarlftið og vatnaþétt GPS-tœki. 4,5" kristalskjár með stillanlegri birtu og skerpu. Stórar og greinilegar aflestrartölur. Mjög Iftið og nett loftnet. Einstaklega auðvelt í upp- setningu. Vlnnur úr upplýsingum frá 8 gervitunglum. Ýmsar viðvaranir Cbraði, aðkoma o.fl.). Minni: 1.000 punktar f ferli, 350 leiðarpunktar, 30 leiðir með 30 punktum hver. □regur mjög lítinn straum CO.S5A/1SV). _______^ 35 bls. handbók á íslensku fylgir. Brimrún Hólmaslóð 4-101 Reykjavík • Slmi 561 0160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.