Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ Heimssýningin í Lissabon ‘98 Stórkostlegt siónarspií Ljósmynd/Hildur Einarsdóttir I Swatch-skálanum gerðu menn sér það til afþreyingar að hlusta á hljóðin sem myndast þegar vatn bunar ofan á regnhlíf. SAMKVÆMT ákvörðun allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna var ákveðið að tileinka árið 1998 haf- inu. Það er í fyrsta skipti sem heimssýningin og þessi alþjóðlega tileinkun Sameinuðu þjóðanna fer saman. Á EXPO 98 er lögð áhersla á að auka þekkingu gestanna á sjónum og lífríki hans, hvemig við nýtum hafíð og hvemig við jafnframt eigum að varðveita lífríki þess. Einnig er litið til þess hvernig hafíð hefur verið vettvangur afþrejúngar og kveikt listrænar hugmyndir. Til þess að koma þessum upplýsingum á fram- færi hafa verið reist glæsileg sér- hönnuð mannvirki á svæðinu þar sem þessum hugmyndum er komið á framfæri með ýmsu móti auk þess sem löndin túlka hvert með sínum hætti sýn sína á hafið. Sýningarsvæðið er vel í sveit sett þar sem það liggur á tveggja klló- metra kafla við ána Tejo sem rennur í gegnum Lissabon. Svæðið er í um tíu mínútna fjarlægð frá miðborg- inni sé farið akandi og fimm mín- útna fjarlægð frá alþjóðaflugvelli Portúgala og í um fímm mínúta fjar- lægð frá helstu þjóðbraut landsins. Þarna var áður hafnarsvæði þar sem stóðu hálf hrunin hús. Sýningarsvæðið er opnað gestum klukkan níu á morgnana. Auðvelt er að rata um það. Eftir svæðinu endi- löngu liggja tvær aðalgötur og aðrar smærri greinast út frá þeim. Með- fram þeim eru byggingar sem hýsa sýningar sem þama fara fram. Með- al þeirra er stórt videóleikhús er tekur þúsundir manna í sæti, sýn- ingarhöll þar sem tólf þúsund áhorf- endur geta komið saman, stórglæsi- leg umferðarmiðstöð sem ætluð er lestum, rútum og leigubflum og tengist flugvellinum sem er skammt frá. Síðast en ekki síst er það sjávar- dýrasafn sem þykir eitt það athygl- isverðasta sem heimssýningin býður upp á. Þessum byggingum og fleir- um er ætlað að verða varanlegur hluti af alþjóðlegu sýningar- og at- hafnasvæði í Lissabon að heimsýn- ingunni lokinni. Meðfram götunum standa í þyrp- ingum sýningarskálar þátttökuþjóð- anna og ýmissa alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna, Evrópu- sambandsins, NATO og Ólympíu- nefndarinnar. Portúgalir lögðu sýn- ingarskálana til en þeir verða rifnir að heimssýningu lokinni. Portúgalir ætla ekki að brenna sig á því sama og Spánverjar gerðu þegar þeir héldu heimssýninguna í Sevilla fyrir sex árum að sitja eftir með stór og dýr hús sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við. Svæði þátttökuþjóðanna skiptist í norðursvæði þar sem flestar Evr- ópuþjóðimar eru með skála og suð- ursvæði þar sem Bandaríkjamenn, Japan, Kanada og Brasilía eru með- al annarra og er íslenski skálinn á því svæði. Inn á milli húsanna eru svo opin svæði þar sem er að finna útisvið þar sem fara fram tónleikar og ýms- ar aðrar uppákomur. Flest eru þó útisviðin meðfram árbakkanum. Þar er einnig að fínna litskrúðuga garða með framandi plöntum til dæmis frá Asíu og Indlandi. Á svæðinu er fjöldi veitingastaða, smáréttastaða og kaffihúsa. Hafíð, arfleifð til framtíðar Þegar íyrsta heimssýningin var haldin í London árið 1851 var eink- um verið að kynna iðnað þátttöku- SÝNINGARSKÁLAR þátttöku- þjóðanna standa í þyrpingu og líta allir eins út að utan en tölu- verðrar fjölbreytni gætir í því hvemig þjóðirnar túlka sýn sína á hafið, sem er þema heimssýningarinnar. landanna og svo var fram á þessa öld. Nú er lögð áhersla á að tvinna saman fróðleik og skemmtun. Þjóð- imar ákveða sjálfar með hvaða hætti þær kjósa að fjalla um þema sýningarinnar sem að þessu sinni er hafið. Það er gaman að fara á milli skálanna og sjá hve áherslumar era mismunandi. Sumar þjóðirnar leggja meginþungann á almenna landkynningu eins og skáli Slóveníu ber vitni. Aðrar blanda saman land- kynningu og umfjöllun um hafið líkt og Kúbumenn sem sýna meðal ann- ars hvernig hinir frægu havana- vindlar era vafðir. Risaskjaldbaka er aðal aðdráttarafl Seychelle-eyja- skálans auk þess sem þar era seldir exotískir ávaxtadrykkir. Þótt heims- sýningunni sé ekld ætlað að kynna ákveðnar vörar kusu nokkrar þjóðir að skipta sýningarskála sínum niður í sölubása. Pakistanar áttu til dæmis í líflegum viðskiptum með ýmsa handunna muni eins og teppi. Áðrar þjóðir eru þema heimssýningarinnar trúir. Dæmi um það era Venezúela- búar og íslendingar. Fyrir þá sem hafa yndi af góðri byggingarlist era sumar bygging- arnar sem reistar hafa verið í tilefni heimssýningarinnar sannkölluð veisla fyrir augað. Húsin heita ýms- um nöfnum eftir því hvaða starfsemi þar fer fram. í Fræðsluskálanum (Pavilhao Do Connecimento Dos Mares) er gerð grein fyrir hug- myndum manna um hafið frá örófi alda eins og þær birtust í ýmsum goðsögnum og þjóðsögum og ótta manna við hafið. Farið er til nútím- ans og kynnt tækni okkar tíma eins og kjamorkukafbátar. Gestum gefst einnig tækifæri til að kynnast því hvemig uppfinning ýmissa siglinga- tækja gerði manninum kleift að ferðast um hafið og gera það að aðal samgönguæð sinni um skeið og þó dýrin séu fóðrað daglega. Haft er eftir einum starfsmanni sædýra- safnsins í tímaritsgrein í Time þar sem fjallað var um safnið að það sé eins og að reka lúxusveitingastað að vera með þessi dýr í fæði því það þurfi að kaupa handa þeim dýrindis skelfisk, kolkrabba og smokkfisk og flytja inn fisk frá Hollandi. Úmgjörð sædýrasafnsins er risa- stór tankur sem er 6,7 metra djúpur og inniheldur 4,5 milljón lítra af vatni. Utan um hann er 36 sm þykk- ur veggur úr akrýl til að styrkja hann. Tankurinn skiptist niður í fjóra hluta sem eiga að sýna hvemig umhorfs er í fjóram höfum: Norður- Atlantshafi, í hafinu umhverfis suð- urheimskautið, í Kyrrahafinu og í Indlandshafi. Dýrin sem era í safn- inu hafa verið tekin beint úr náttúr- unni eða fengin úr öðram sædýra- söfnum. Það var ekki heiglum hent að flytja þau öll til Lissabon. Mör- gæsimar vora auðveldar viðfangs en þær vora lokaðar inn í kattakörfum með ís á botninum. Erfiðara var að flytja stærri fiska eins og hákarla en þá þurfti að flytja frá Flórída ásamt 30 tonnum af vatni. Umhverfi dýranna er hins vegar tilbúið að því leytinu að klettar og rif era hönnuð af leikmyndagerðarfólki. Ymis krabba- og skeldýr, sæsniglar, skeljar og hrúðarkarlar sem gjarn- an er að finna á botninum vora fjöldaframleidd úr gerviefnum og dreift á réttum stöðum en gróðurinn er að mestu ekta. Skáli Portúgala (Pavilhao De Portugal) er sá langstærsti og glæsilegasti þeirra sem einstakar þjóðir hafa til afnota. Þar er meðal annars hægt að kynnast afrekum Portúgalskra sjómanna á miðöldum sem höfðu afdrifarík áhrif á heims- sýn manna á þeim tíma. Nú era 500 ár síðan sæfarinn og Portúgalinn Vasco da Gama lagði af stað í leið- angur til að finna sjóleiðina til Ind- lands. Ýmislegt fleira er á heimssýning- unni til að minnast afreka Vasco da Gama en honum til heiðurs hefur verið reistur 85 metra hár tum sem ekki að ganga um svæðið gátu þeir leigt farartæki sem þetta. Hafíð, arfleið til framtíðar er kjörorð heimssýn- ingarinnar, EXPO 98, sem nú er haldin í Lissa- bon. Heimssýningin er byggð á sérsýninfflim 150 ríkja og nokkurra alþjóðastofnana á því hvernig þær líta til hafsins. Hildur Einarsdóttir lýsir því sem fyrir augun bar á heimssýningunni skömmu eftir að hún var opnuð í lok maímánaðar. hvemig áhuginn á hafinu breyttist úr því að vera einkum bundinn við- skiptum í að vilja rannsaka eðli þess og lífríki. I Framtíðarskálanum (Pavilhao Do Futuro) sest maður inn í eins konar hermi og fær að heimsækja neðansjávarborg sem staðsett er einhvers staðar í framtíðinni. Auk þess sem sýningin hefur mikið skemmtanagildi er lögð áhersla á að vekja fólk til vitundar um hve mikil- vægt er að varðveita lífríki sjávar. Til að komast inn í Framtíðarskál- ann þurftu gestirnir að bíða í tvo og hálfan klukkutíma. Nokkrir höfðu verið svo forsjálir að taka með sér einhverskonar pappasæti og gátu hvílt lúin bein. Aigengt er að þurfa að bíða minnst einn klukkutíma til að komast inn í stærri sýningar- skálana. Sérstæð margmiðlunarsýning er í Útopíuskálanum (Pavilhao Da Utopia). Með hjálp videótækninnar, ljósa, leiklistar, fimleika, leikmyndar og hljóðs era ýmsar goðsögulegar persónur endurlífgaðar, sýnd bar- átta hugaðra landkönnuða við hafið er þeir á ferðum sínum uppgötvuðu ókunn og leyndardómsfull höf og lönd og börðust við sæskrímsli. Sýn- ingin er afar myndræn og hugvit- samlega unnin. Sædýrasafnið það stærsta í Evrópu Sædýrasafnið er eitt það athyglis- verðasta á heimssýningunni. Þetta er stærsta sjávardýrasafn í Evrópu. í því era um 25 þúsund lifandi teg- undir sjávardýra. Það sem er sér- stætt við það er að tegundimar synda hver innan um aðra eins og þær gera í sjónum en era ekki í búr- um hver tegund út af fyrir sig eins og í hefðbundnum sædýrasöfnum. Sjá má hákarla gera tilraun til að veiða skötu og lunda frá Islandi stinga sér eftir sílum. Þetta gerist I ) ) I I > \ I \ ) I \ » )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.