Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KREPPAN í JAPAN EGAR ALVARLEGIR efnahagserfiðleikar komu til sögunnar hjá nokkrum Asíuríkj- um á síðasta ári gerðu sérfræð- ingar og stjórnvöld á Vestur- löndum lítið úr áhrifum þeirra í okkar heimshluta. Þó höfðu menn þá þegar áhyggjur af stöðu mála í Japan en engu að síður var það almenn skoðun, að Japan gæti átt einna mestan þátt í að rífa efnahagslíf ná- grannaþjóða sinna upp úr mikilli lægð. Nú er þetta viðhorf að breyt- ast. í stað þess, að Japan hafi haft forystu um nýtt uppgangs- skeið í Suðaustur-Asíu fer ekki lengur á milli mála, að kreppa er skollin á í Japan líka. Viðbrögð japanskra og bandarískra stjómvalda fyrir nokkrum dög- um frammi fyrir þeim veruleika urðu tO þess að hindra gengis- lækkun í Kína en ekki er talið að þær ráðstafanir dugi til. I viðtali við þýzka tímaritið Spi- egel segir Rupert Murdoch, einn helzti fjölmiðlajöfur heims, sem á mikilla viðskiptahags- muna að gæta í Asíu, að krepp- an í þeim heimshluta eigi eftir að koma hart niður á bæði Bandaríkjunum og Evrópuríkj- um. Brezka dagblaðið Financial Times segir í fyrradag, að efna- hagskreppan í Asíu sé byrjuð að hafa áhrif í Bandaríkjunum og sérfræðingar spá því að draga muni úr hagvexti þar á næstu misserum, verði ekkert að gert. í forystugrein blaðsins segir, að Bandaríkin verði að taka afger- andi forystu í því að leysa efna- hagserfiðleikana í Asíu. Þegar sérfræðingar hér hafa verið spurðir um áhrif efnahags- kreppunnar í Asíu á íslenzkt efnahagslíf hafa þeir svarað á sama veg og starfsbræður þeirra í nálægum löndum og gert lítið úr því. Hið sama má segja um talsmenn þeirra fyrir- tælga, sem mest viðskipti eiga við Japan. Nú kann þetta hins vegar að breytast. Japan er mikilvægur maj’kaður fyrir sjávarafurðir okkar, sem hefur haft verulega þýðingu fyrir af- komu margra sjávarútvegsfyr- irtækja á undanförnum árum. Það er nánast óhugsandi annað en kreppan þar hafi einhver áhrif á þessi viðskipti. Margfengin reynsla sýnir, að hagkerfi okkar er afar við- kvæmt fyrh’ öllum breytingum í helztu viðskiptalöndum. Verði efnahagssamdráttur í Banda- ríkjunum og Evrópu vegna kreppunnar í Japan mun það óhjákvæmilega hafa áhrif hér um leið og ástandið austur þar mun fyrr eða síðar hafa neikvæð áhrif á viðskipti okkar í þeim heimshluta. I þeim umræðum, sem nú standa yfir um ofhitun íslenzka efnahagskerfisins er nauðsyn- legt að taka áhrif kreppunnar í Japan og öðrum ríkjum Suð- austur-Asíu inn í myndina. Þau áhrif geta unnið gegn þeirri of- þenslu, sem svo margir hafa áhyggjur af um þessar mundir. ÁSTANDIÐ Á S JÚKRAHÚ SUNUM EF SVO FER sem horfir, að hjúkrunarfræðingar gangi út af sjúkrahúsunum um næstu mánaðamót er alveg ljóst, að þar mun skapast fullkomið öngþveiti og algert neyðarástand. Það er einfaldlega óframkvæmanlegt að reka spítalana án þessara starfsmanna. Það er líka ófram- kvæmanlegt að senda stóra hópa sjúklinga heim, þótt það verði gert. Hjúkrunarfræðingar geta með réttu sagt, að það hafi dreg- izt úr hófi að ganga endanlega frá kjarasamningum þeirra, þótt erfitt sé að segja, að þar sé ein- hverjum einum um að kenna. Þeir geta líka vísað til vaxandi launamunar á milli sín og lækna og þá ekki sízt aðstoðarlækna. Bæði hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar geta með réttu hald- ið því fram, að í mörgum tilvik- um séu launakjör þessara starfs- hópa óviðunandi, þegar tekið er mið af þeirri vinnu, sem af þeim er krafizt. En jafnframt er ljóst, að hjúkrunarfræðingar hafa með uppsögnum sínum komið þess- um boðskap til skila. Sjúkrahús- in verða ekki rekin án þeirra. I ljósi þess má spyrja, hvort ekki sé tilefni til að hjúkrunarfræð- ingar sjálfir fresti því að upp- sagnir þeirra taki gildi og láti á það reyna, hvort það samninga- ferli, sem nú er í gangi skili þeim viðunandi niðurstöðu. Með slíkri ákvörðun mundu þeir skapa mikinn velvilja í sinn garð. Skapist það ófremdarástand á sjúkrahúsunum sem við blasir að óbreyttu verður staðan erfið- ari. A undanförnum misserum hefur tekizt að ná kjarasamning- um við flesta starfshópa til nokkurra ára. Vinnufriður hefur verið tryggður. Þann frið þarf líka að tryggja á sjúkrahúsun- um, ekki bara með lausn á þeirri deilu, sem nú stendur yfir við hjúkrunarfræðinga heldur líka með því að tryggja starfsfólki sjúkrahúsanna viðráðanlegra rekstrarumhverfi, en það hefur átt að venjast í allmörg undan- farin ár. Um hlutdeild manns- ins í sköpunarverkinu segir Jónas að hann hafi leyfi til að brúka rétt heimsins gæði, eins og hann tekur fram í prófræðunni sinni, og færa sér náttúruöflin í nyt eins og hann hefur gert; að því er einnig vikið í viðhorfum Fjölnisfor- mála og sýnir harla nýstárlega og nútímalega afstöðu. En maðurinn á ekki að festa hjartað við fallvaltan heim og gæði hans, því þá óhlýðn- ast hann „guðs vilja“ og sýnir guði óelsku í verki. Maðurinn má þannig „brúka heiminn eftir þörf- um eða gleðja sig við hans gæði hóflega og með þakkargjörð". Enginn skyldi halda þetta séu orðin tóm og afstaða ómótaðs ung- lings með litla reynslu og trúarleg fjörbrot framundan; síður en svo. Jónas er á tuttugasta og þriðja ald- ursári þegar hann flytur trúarræð- ur sínar og því nánast fullmótaður; þroski hans svo mikill að hann hef- ur ort 30-40 kvæði, bæði á íslenzku og dönsku, þar á meðal aðra eins dýrgripi og Ad amicum að hætti Jóns á Bægisá í Paradísarmissi, Við burtför stiftamtmanns Hoppe og Undir annars nafni, en þessi kvæði einkennast öll af full- þroskaðri hugsun, öruggum efnis- tökum og þeirri næmu ljóðrænu tilfínningu, mýkt og hrynjandi, sem Jónasi einum er gefín. Áhrif fornkvæða eru að vísu augljós, enda vildi skáldið að svo væri; stefnir bein- línis að því að endur- vekja tengsl við forn- ar gullaldarbók- menntir eins og að er vikið í formála Fjöln- is. Það var einn þáttur rómantísku stefnunnar að hverfa í viðmiðunar skyni aftur til fomaldar. Það er einnig athyglisvert að í ræðunum talar Jónas um guð sem „höfund vorrar farsældar" og vísa þau orð fram til Islands! farsælda- fróns, 1835, hálfum áratug síðar. Það liggur því djúp alvara í þessum orðum, og þá ekki sízt orðinu far- sæld; augljóst það er í huga skálds- ins nátengt landi og forsjón sem skóp það. Guð stjórnar náttúrunni enn og áfram, hvað sem deistar segja. Það viðhorf Jónasar sjáum við oftar en ekki í kvæðum hans og þegar í Batteríska syndaranum, unzguðsveður fellir þau Mvaxta og á þá við að forsjónin stjórni lífi og dauða. Hér eru það ekki óbeizl- uð náttúruöflin sem ferðinni ráða, ekki einu sinni náttúrulögmálin, nema að því leyti sem þau eru hugarsmíð guðs og veröld hans í verki. Kristin viðhorf koma þegar fram í fyrsta eftirmælakvæði Jónasar, trú á líf eftir dauðann og fyrirheit kristninnar notað til huggunar. Kvæðið fjallar um kornabarn Björns Gunnlaugsson- ar og konu hans sem dó úr kíg- hósta 1826, en Björn var kennari Jónasar í Bessastaðaskóla og síð- ar tileinkaði hann honum þýðing- una á Stjörnufræði Ursins. Kristin kenning stendur hjarta Jónasar næst allt frá upphafí þegar hann var ungur forðum. Síðar, eða í grein um skírnarfont Alberts Thorvaldsens sem hann gaf lönd- um sínum hér heima, talar Jónas um „guðdómleg orð“ Krists, „hins blíða vinar barnanna", en grein þessi er prentuð í 4. árg. Fjölnis 1838. Myndir Thorvaldsens og fegurð listar hans falla vel að barnatrú Jónasar, afstöðu hans og smekk. Það er með ólíkindum hve oft guðstrú Jónasar Hallgrímssonar birtist í kvæðum hans; og í hve margvíslegum tilbrigðum. Eitt eftirminnilegasta guðstrúartil- brigði hans er í kvæðinu um grá- tittlinginn. Þar setur hann sig í spor guðs og fer líknandi höndum um lítilmagnann í næsta nágrenni. I Svo kvað Tómas er m.a. fjallað um samsvörun í náttúrunni, Eg hafði raunverulega það eitt í huga að túlka í einföldu, skiljanlegu og aðlaðandi formi þá samstöðu alls lífs, sem mér hafði alltaf verið hugnæmt undrunarefni, segir Tómas í samtölum okkar. I Grá- tittlingnum virðist Jónas stefna að sama marki. M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 20. júní Tvennt VEKUR athygli við sölu Hag- kaups, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Fyrst ber að nefna, að það þarf mikinn kjark hjá fjöl- skyldu Pálma heitins Jónssonar til að taka ákvörðun um sölu fyrirtækisins. Sterkar og djúpar tilfinning- ar eru tengdar fyrirtæki sem þessu. Starf- semi Hagkaups hófst eins og kunnugt er í gömlu fjósi við Eskihlíð fyrir tæpum fjöru- tíu árum. Vöxtur fyrirtækisins er eitt mesta ævintýrið í íslenzku viðskiptalífi á lýðveldistímanum. Pálmi Jónsson var fyrst og fremst hug- sjónamaður. Uppbygging fyrirtækis hans mótaðist af þeirri hugsjón. Hann vildi tryggja neytendum vöru á lágu verði. Yfir- byggingin á fyrirtækinu var nánast engin eins og fjósið gamla var kannski skýrasta dæmið um. Velgengni og vöxtur Hagkaups byggðist á þessu grundvallaratriði. Fyrir- tækið stóð með fólkinu. Þetta vakti bæði athygli og umrót. Þau fyrirtæki, sem fyrir voru kunnu þessari nýju samkeppni illa. Umfjöllun hér í blaðinu um þær nýjungar, sem Hagkaup beitti sér fyrir kölluðu fram hótanir um, að samkeppnisfyrirtæki hættu að auglýsa í Morgunblaðinu. Pálmi Jóns- son reyndist einn af hinum framsýnu frum- kvöðlum í atvinnulífi þjóðarinnar á þessari öld. Þess vegna hefur uppgangur fyrirtæk- isins verið svona mikill. Að selja fyrirtæki, sem á sér þetta upp- haf og þessa sögu hlýtur að hafa verið mik- ið tilfinningalegt átak fyrir fjölskyldu Pálma Jónssonar - en jafnframt er ekki ólíklegt, að sú ákvörðun mótist af sömu framsýni og stofnun Hagkaups á sínum tíma. Stofnendur og eigendur fyrirtækja líta stundum á þau eins og börnin sín. Það kemur að því að bömin þurfa að standa á eigin fótum. Það getur líka komið sá tími í sögu fyrirtækja, að tækifærin til vaxtar verði meiri með breýttu eignarhaldi. Um þetta sagði Sigurður Gísli Pálmason á blaðamannafundi á fóstudag: ,Áður en Pálmi Jónsson, faðir okkar og stofnandi Hagkaups, féll frá árið 1991 hafði hann í nokkur ár haft þá skoðun, að rétt væri þeg- ar fram liðu stundir og hentugar aðstæður sköpuðust, að gera Hagkaup að almenn- ingshlutafélagi. Hugsun Pálma var ætíð sú, að ef vel tækist til mundi slík eignaraðild styrkja félagið mjög. Margir smáir hluthaf- ar, sem jafnframt væru viðskiptavinir Hag- kaups yrðu kjölfesta, sem félaginu væri nauðsynleg til að vaxa og dafna. Jafnframt var það sjónarmið hans og einnig okkar nú í dag að með þessum hætti mundi almenn- ingur í landinu njóta góðs af góðri afkomu Hagkaups. Við teljum eðlilegt og sann- gjarnt, að einstaklingar, starfsfólk og við- skiptavinir Hagkaups eigi þennan mögu- leika.“ Það er alkunna, að fjölskyldufyrirtæki hafa stundum átt erfitt með að lifa af aðra og þó sérstaklega þriðju kynslóð eigenda. Þar kemur margt til. Eignarhluti dreifist á margar hendur innan sömu fjölskyldu. Erfingjar eiga mismunandi hagsmuna að gæta, sem leitt geta til óeiningar og átaka, sem oft verða fyrirtækjum að falli. Ef litið er yfir íslenzkt viðskiptalíf í hálfa öld hafa ótrúlega mörg fjölskyldufyrirtæki horfið af sjónarsviðinu, sem settu svip sinn á þjóðlíf- ið, þegar bezt gekk. Fjölskylda Pálma Jónssonar hefur haft kjark og framsýni til að tryggja uppbygg- ingu og framtíð fyrirtældsins til lengri tíma. Auðvitað er aldrei hægt að tryggja fyrirtæki líf og velgengni um alla framtíð. Með nýjum eigendum kemur hins vegar bæði nýr kraftur og annars konar aðhald, sem getur komið fyrirtækinu sjálfu, starfs- fólki þess og viðskiptamönnum vel. Af þessum sökum er ákvörðunin um sölu Hagkaups einhver mestu tíðindi í við- skiptalífinu í langan tíma og líkleg til þess að verða öðrum í svipaðri stöðu hvatning til þess að fylgja í kjölfarið. Verði aðrir til þess að fylgja fordæmi Hagkaupsfjölskyld- Morgunblaðið/RAX HVALASKOÐUN A SKJALFANDA unnar mun það verða atvinnulífi lands- manna til eflingar. mmm^m^am hitt sem vekur Ný kynslóð í óneitanlega athygli n. , .1 við sölu Hagkaups er rjarmaia- hvemig að þeirri sölu geiranum er staðið. Sú saga er að vísu að langmestu leyti ósögð en engu að síður er ljóst, að þar kemur til skjalanna ný kynslóð forystu- manna í fjármálalífinu, sem hefur ekki síð- ur en fjölskylda Pálma Jónssonar kjark og framsýni til að feta ótroðnar slóðir. Kaupendur Hagkaups hf. eru Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins hf. og Kaupþing hf. Fyrrnefnda fyrirtækið er enn í rílds- eigu og sparisjóðirnir eiga nú Kaupþing. Forystumenn þessara fyrirtækja beggja eru hins vegar kornungir en hafa vakið at- hygli á síðustu árum fyrir djarfar ákvarð- anir eins og umsvif Kaupþings í Lúxem- borg eru t.d. til marks um. Þessi tvö fyrir- tæki eru nú eigendur að Hagkaupi hf. til helminga, ef rétt er skihð. Jafnframt hafa fyrirtækin eignast kauprétt að helmings eignarhlut Hagkaupsfjölskyldunnar í Bón- usi. Markmið þeirra er síðan að sameina þessi fyi'irtæki í nýtt verzlunarfyrirtæki, þar sem hinn helmingseigandi Bónuss, Jó- hannes Jónsson og fjölskylda hans, muni eiga 25% hlut. Að því búnu verði hið nýja fyrirtæki sett á markað og hlutabréf í því seld. Hér er um háar upphæðir á íslenzkan mælikvarða að tefla. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp. Ágizkanir hafa komið fram um, að í heild nemi þessi viðskipti 5-7 millj- örðum króna. Ekkert skal fullyrt um, hvort þær tilgátur eru nærri lagi. Hitt er alveg ljóst, að það þarf kjark til að leggja út í svo miklar fjárfestingar. Þótt líkumar séu yfir- gnæfandi á því, að þær skili sér til baka er engu að síður um umtalsverða áhættu að ræða. Mun markaðurinn meta það svo, að verðmatið á Hagkaupi hf. hafi verið rétt? Er hugsanlegt, að hlutabréfin seljist ekki nema á lægra verði? Hafa fýrirtækin burði til að standa undir hugsanlegu tapi á þess- um viðskiptum? Slíkar spurningar eiga eft- ir að vakna og þær sýna, að viðskipti sem þessi eru ekki fyrirfram örugg. Ungu mennirnir í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins hf. og Kaupþingi eru að taka áhættu. Það gerði Pálmi Jónsson líka, þegar hann byggði Kringluna. Viðskipti sem þessi hafa ekki farið fram áður hér á íslandi svo kunnugt sé. Það liggur hins vegar í augum uppi, að það er auðveldara og einfaldara fyrir fjölskyldu Pálma heitins Jónssonar að selja fyrirtæk- ið með þessum hætti en að standa sjálf að sölu þess á almennum markaði. En jafn- framt felst í því, að það er einnig auðveld- ara fyrir aðra í sömu eða svipaðri stöðu að selja fyrh-tæki sín á almennum markaði með slíkri milligöngu fjármálafyrirtækja. Forystumenn Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. og Kaupþings hf. hafa með þessari viðskiptaaðferð bryddað upp á nýj- ung, sem getur átt mikinn þátt í að auð- velda endurskipulagningu íslenzks at- vinnulífs á næstu árum og hrinda í fram- kvæmd af enn meiri krafti þeirri hugsjón manna á borð við Pálma Jónsson, Eyjólf Konráð Jónsson og fleiri, að almenningur á íslandi yrði virkur þátttakandi í atvinnulíf- inu með beinni eignaraðild að fyrirtækjum. Þessum viðskiptum er ekki lokið en tak- ist að ljúka þeim á þann hátt að vel fari má telja víst, að fleiri verði til þess að leita samstarfs við fjármálafyrirtæki um slíka milligöngu um sölu fyrirtækja á almennum markaði. Við stöndum augljóslega á tíma- mótum að þessu leyti. Það sem áður var óhugsandi er nú framkvæmanlegt. Fjöl- margir eigendur fyrirtækja hafa spurt sjálfa sig og aðra hvernig þeir gætu bezt tryggt framtíð þeirra með breiðari eignar- aðild og hvemig hægt væri að standa að slíkum breytingum. Kaup fjármálafyrir- tækjanna tveggja á Hagkaupi vísa veginn. Nú eru til á Islandi bæði fyrirtæki og fag- menn, sem þeim stjórna, sem kunna til verka og fjármagnið er augljóslega til reiðu. Nýir tímar eru framundan. mmmmmmmm sl. miðvikudag Norski gaf norski seðlabank- x, inn út yfirlýsingu, þar huuid.- gem efnahagsstjóm bankinn norsku ríkisstjórnar- innar var harðlega gagnrýnd og talið að hún stuðlaði að auk- inni verðbólgu. I yfirlýsingunni sagði, að ríkisstjórnin hefði að engu haft ábendingar bankans um aðhaldssamari fjármálapólitík og að laun væm að hækka mun meira í Noregi en í helztu viðskiptalöndum. Norski seðlabankastjórinn kveðst hafa varað norska fjármálaráðuneytið við því á síðasta ári, að meira aðhalds yrði að gæta í fjárlagagerðinni fyrir árið 1998 til þess að hægja á vexti efnahagslífsins. Bankastjór- inn hefur einnig sagt, að umræður um end- urskoðun fjárlaganna bendi ekki til þess að menn hafi skilning á nauðsyn þess að nota þau til þess að tryggja jafnvægi í efnahags- lífinu. Eins og fram kemur í fréttum Morg- unblaðsins í dag, laugardag, tókst norsku ríkisstjórninni að fá fjárlög sín samþykkt í norska stórþinginu í gær, fostudag. Jafn- framt hefur norski Seðlabankinn gert kröfu til þess að bankinn fái meira svigrúm til að hafa áhrif á efnahagsþróunina. Yfirlýsing norska seðlabankans sýnir, að þar fara nú fram sömu umræður og hér um nauðsyn þess að koma í veg fyrir ofþenslu í efnahagslífinu. Það er þó ekki efni hennar, sem vekur mesta athygli heldur sú stað- reynd, að bankinn skuli með svo augljósum hætti gagnrýna ríkisstjórn Noregs og vara við þeirri efnahagsstefnu, sem hún fylgir. í því felst, að norski seðlabankinn fylgir nú sjálfstæðari stefnu en hann hefur sennilega áður fylgt og skapar þar með stóraukið að- hald að stjórnvöldum. Staða seðlabanka er mismunandi eftir löndum. Bandaríski seðlabankinn er mjög sjálfstæð stofnun og hefur gífurleg áhrif á þróun efnahagsmála þar í landi m.a. með þvi að veita ríkisstjóm landsins ákveðið að- hald. Sjálfstæði Englandsbanka hefur verið aukið mjög m.a. af núverandi ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins. Það fer ekk- ert á milli mála, að það stuðlar að heilbrigð- ara efnahagskerfi. Sjálfstæðari seðlabanki hefur oft verið til umræðu hér á íslandi. Seðlabankinn hefur hins vegar frá upphafi starfað meira með ríkisstjórnum en sem sjálfstæður aðili, sem veiti ríkisstjómum aðhald af því tagi, sem norski seðlabankinn augljóslega er að gera nú. Að mörgu leyti má segja, að slíkt opin- bert aðhald skorti hér. Ekki skal dregið í efa, að bæði Seðlabankinn og Þjóðhags- stofnun hafa frá upphafi veitt ríkisstjórnum slíkt aðhald með innri ráðgjöf, ef svo má að orði komast. A þessum áratug hafa sennilega orðið meiri breytingar en við sjálf gerum okkur grein fyrir í efnahags- og fjármálalífi lands- manna. Framundan er róttæk endurskipu- lagning á bankakerfinu með sölu ríkis- banka, sem þarf að verða fyrr en síðar og á eftir að tryggja framgang enn meiri breyt- inga. Það er bæði æskilegt og nauðsynlegt að staða Seðlabanka Islands komi til um- ræðu í því sambandi. Það er efnahags- stjórninni til framdráttar, að bankinn hafi sjálfstæðari stöðu. Skref í þá átt væri að ekki yrði skipaður nýr Seðlabankastjóri nú þegar einn þeirra þriggja, sem starfinu gegna, lætur af störfum. Slík ákvörðun væri vísbending um, að nýir tímar væru framundan á vettvangi Seðlabankans. „Forystumenn Fjárfestingar- banka atvinnulífs- ins hf. og Kaup- þings hf. hafa með þessari viðskipta- aðferð bryddað upp á nýjung, sem getur átt mikinn þátt í að auðvelda endurskipulagn- ingu íslenzks at- vinnulífs á næstu árum og hrinda í framkvæmd af enn meiri krafti þeirri hugsjón manna á borð við Pálma Jónsson, Eyjólf Konráð Jónsson og fleiri, að almenningur á íslandi yrði virkur þátttakandi í at- vinnulífinu með beinni eignaraðild að fyrirtækjum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.