Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JIJNÍ 1998 11 o Laxárvirki ° Biönduvirkjun Fljótsdalsvirkjun ° Hvalfjarðargöng Helstu jarðgangamannvirki 100 90 70 40 30 20 10 0 gagnvart jarðskjálftahættu r—&< lv I I I T I I i%g Þrátt fyrir að ýmis göng og virkjanir séu a miklum jarðskjálftasvæðum hefur aldrei néitt hrunið úr göngum eins og Múlagöngum, Búrfellsvirkjun né jarðgöngum í írafossvirkjun að sögn Björns A. Haiðarsonar jarðverkfræðings. Sú martröð sem einhverjir kunna að lifa við, að stórt gat myndist og Atlantshafið flæði inn, verður ekki að veruleika. „Þegar komið er inn í göngin eru mildu meiri styrkingar fyrstu nokkur hundruð metrana, einmitt vegna þess að hristingurinn getur verið meiri við yfirborðið þar sem farið er inn í göngin. Þegar komið er langt niður í jörðina er engin hætta á neinu.“ Þó ekki algilt I greinargerð Sigurðar kemur fram, að þrátt fyrir að flestar skýrslur bendi til meiri yfirborðsskemmda en skemmda í jarðgöngum séu þó örfá dæmi um að því sé öðru vísi farið. „Slík tilfelli geta orðið vegna sérstakra landfræðilegra aðstæðna eða frávika," segir þar. Sigurður tekur fram, að einmitt þennan vamagla verði að slá, því þrátt fyrir að hægt sé að notast við upplýsingar frá öðrum löndum séu alltaf staðbundnar aðstæður sem geti haft áhrif. „Jafnvel þó að til séu göng sem liggja í bergi undir sjó, eins og í Noregi og Japan, er alltaf erfitt að bera aðstæður fullkomlega saman. Til dæmis er lagskiptingin í íslensku bergi mjög mikil og lög þunn. Þessi berglagauppbygging getur haft áhrif á hvernig bergið hreyfist í jarðskjálfta og það þekkjum við ekki. Það er því full ástæða til að kanna betur eðli okkai- bergs undir sveifluálagi," segir hann. Páll Halldórsson segist aðspurður telja fullt tilefni til að kanna sérstöðu þess, hvemig berg hreyfist hér sem og annars staðai-. Nákvæm þekking fáist þó fyrst og fremst með reynslu. Björn A. Harðarson segir að hraunlögin sjálf séu mörg hver jafn sterkt og granítið í norsku bergi. í íslenska berginu séu aftur á móti gjalllög á milli, sem Norðmenn hafi ekki. „Það er rétt að þau eru mun veikari, en kosturinn er sveigjanleiki þeirra. Gosaskan brotnar mun síður við jarðskjálfta heldur en bergið. Þannig að það er í raun bara betra.“ Bergið þétt í Hvalfirði reynist bergið vera óskaplega þétt, sem bendir til þess að það hreyfist ekki svo auðveldlega í skjálftum. Erlendu lánveitendumir vildu þó hafa vaðið fyrir neðan sig eftir að hafa fengið skýrslurnar í hendur og óskuðu eftir nánari líkindum á hreyfingu á berginu í göngunum. í skýrslu Páls Halldórssonar kemur fram, að helmingslíkur eru á að bergið hreyfist um 14 cm á 400 árum og 159 sm á 2.500 árum. Hvalfj arðargöngin liggja yfir jarðhitabelti og reynist hitinn vera 50-60 gráður. Sigurður Erlingsson segir algjörlega einstakt að menn skeri einhvers konar jarðhitasvæði með jarðgöngum sem liggja undir vatni. „Að því leyti er þetta stórmerkilegt út frá fræðilegu 5,1;R® (stærsti llklégl; skjálftinn á ; svæðinu) j / Svæði 4 6,0 R Svæði 6 Svæði Hvalfjarðargöng Svæðil 10,5%g V ' — Svæði 10 Svæðtaí-"' 5 1 R '1 <7 5,1 R í > ^5,7R / Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5 Svæði 6 Svæði 7 Svæði 8 Svæði 9 Svæði 10 12,5%g 6,5%g 7,5%g 10,9%g 5,7%g 2,9%g 2,8%g 3,0%g 1,9%g 2Okm .V 5,5 R Svæði 7 Jarðskjálftar og áætluð áhrif hröðunar á Hvalfjarðargöng Með því að áætla mesta líklegan jarðskjálfta á hverju svæði fyrir sig verður hámarkshröðun (krafturinn í hreyfingunni) við göngin aldrei meira en 12,5%g og þá vegna skjálfta á svæði 2 af stærðargráðunni 6,9 á Richterkvarða, samkvæmt skýrslu Páls Halldórssonar. Göngin eru hins vegar hönnuð til að þola hröðun allt að 20%g. Heimild: Páll Halldórsson Sérfræðingar á sviði áhættumats hafa gert ítarlega úttekt á þeim líkum sem gætu verið á óhöppum í Hvalfjarðargöngum Hætta á bruna Tími milli bruna Líkur á bruna m.v. næstu 30 ár Bruni í smábíl 8ár 98,1% Lítill bruni í stórum bíl 18 ár 81,7% Mikill eldur í stórum bíl 727 ár 4,0% Eldur í bíl meö hættuleg efni 31.489 ár 0,1% sjónarmiði. Hvort þarna fylgir einhver veikleiki sem hugsanlega getur hreyfst í jarðskjálfta vita menn ekki,“ segir hann en tekur jafnframt fram, að menn þurfi varla að óttast eldgos, því svæðið sé utan við virkt eldgosabelti. Bjöm A. Harðarson segir, að engin hætta sé í sambandi við jarðhitann. Þarna séu leifar af gamalli eldstöð, sem sé löngu horfin. „Við erum ekki með neinar áhyggjur af þessum hita og erum í raun mjög ánægðir með hann. Hann veldur því að loftið í göngunum hitnar, heita loftið leitar út að sunnan og dregur inn kalt loft að norðan. Þannig fáum við alltaf náttúrlega hringrás og þurfum ekki eins mikla loftræstingu. Ef ekki væri jarðhitaummyndun bergsins, væru göngin væntanlega ekki þama heldur, því þá hefði bergið verið svo bullandi lekt og þéttingar á því hefðu orðið alltof dýrar,“ segir hann. Þess má geta, að vatnsleki er óvenjulítill í göngunum og segir Björn að nánast ekkert vatn seytli inn, nema á því belti þar sem jarðhitinn er. Undir þetta tekur Sigurður Erlingsson og segir lekann til dæmis vera miklu minni en í Vestfjarðagöngunum. „Og þá er ég ekki að tala um þennan stóra foss sem kom þar fram, heldur heildarvatnsleka sem dropar inn hingað og þangað," segir hann. í um það bil miðjum göngunum er stór þró, þar sem safnast fyrir það vatn sem til fellur úr berginu. Því er síðan dælt út göngin að norðan og þaðan niður í fjöruborð. Rennslið inn í öll göngin er aðeins 5 lítrar á sekúndu. „Ein lítil dæla getur dælt þessu vatnsmagni og þarf raunar ekki að vera í gangi allan sólarhringinn. Öryggisins vegna höfum við fjórar slíkar dælur. Þó að þær bili allar í einu geta liðið fjórir sólarhringar án þess að þróin yfirfyllist,“ segir Bjöm. Ferð þú um göngin? Þegar þeir sem rætt var við vom spurðir hvort þeir fæm í gegnum göngin, ef þeir vissu af stómm jarðskjálfta yfirvofandi sagði Sigurður Erlingsson, að væm upptök jarðskjálftans á hefðbundnum jarðskjálftabeltum þá teldi hann það ekki vandamál. „Yrðu upptökin hins vegar nær, til dæmis í Hvalfirði, þá myndi ég hugsa mig tvisvar um,“ sagði hann en tók þó fram að líkurnar á slíkum atburði væra afar litlar. Páll Halldórsson sagði: „Ég fer í gegnum göngin, það er að segja, ef ég hef efni á því.“ Bjöm A. Harðarson sagðist ekki hika við það. „Ég myndi glaður sofa í göngunum í stómm skjálftum. Ég held að aðalhættan sé sú, sem enginn hefur í raun og veru rannsakað, það er ógætilegur akstur. Mest slysatíðni vegna ógætilegs aksturs ÞAÐ ER ekki bara hætta vegna jarðskjálfta sem steðjað getur að vegfarendum, sem fara um göng- in. Árekstrar geta að sjálfsögðu orðið þar eins og úti á vegum, menn geta ekið of hratt og misst stjóm á bílnum með þeim afleið- ingum að hann hendist út í veg- kantinn eða á annan bíl. A móti kemur að menn losna við hálku og slæma færð á veturna. Síðast en ekki síst má nefna þann mögu- Jeika að eldur kvikni í bílum inni í göngunum. (Sjá töflu annars staðar á opnunni.) Og sé gert ráð fyrir því versta getur kviknað í flutningabíl, sem flytur eldfimt efni eða að eiturefni losna út í andrúmsloftið. Á öllum þessum áhættuþáttum hefur nefnd um viðbragðsáætlun fyrir Hvalfjarðargöngin tekið. Hafa verið skráð nákvæm við- brögð við sérhverjum atburði. í nefndinni situr fjöldi fulltrúa, meðal annars frá Almannavöm- um, Branamálastofnun, slökkvi- liðunum í Reykjavík og á Akra- nesi, lögregluyfirvöldum, Vega- gerðinni, Járnblendifélaginu, Speli og fleirum sem komið geta að málinu á einhvern hátt. Áhersla á öryggi vegna bruna Að sögn Bjöms A. Harðarson- ar valda hraðakstur og ölvun- arakstur nánast öllum slysum í göngum erlendis. „Hér höfum við aftur á móti þurft að leggja geysilega vinnu í að sannfæra Brunamálastofnun um, að allar öryggiskröfur varðandi bruna séu uppfylltar. Fyrr gefur hún ekki leyfi til að göngin verði opn- uð. Stofnunin hefur gert mun stífari kröfur um Hvalfjarðar- göngin en em til dæmis gerðar í Noregi." Hann segir að komi upp eldur í göngunum séu neyðarsímar á veggjunum með 500 metra milli- bili, sem tengjast Neyðarlínunni um leið og tólið er tekið af. Enn- fremur komi fram á skjá í toll- stöðinni úr hvaða síma er hringt. Þá séu slökkvitæki með 250 metra millibili. Skynjarar séu í loftræstikerfinu, sem ræsa fleiri viftur ef þörf krefur. „Hjá Branamálastofnun eru menn mjög ánægðir með loftræstikerf- ið, enda er hávaðarok hér inni, ef allar viftumar em sett í gang. Ef bmninn er mikill verður hringt í slökkviliðið á Akranesi eða í Reykjavík eftir því hvomm meg- in atvikið á sér stað.“ Verði stórfelldur bruni skiptir þó mestu máli að koma fólki út úr göngunum eins fljótt og kost- ur er. Göngin em það breið að fólksbílar geta snúið við án þess að nota útskotin, en í göngunum era 11 útskot með um 500 metra millibili. Átta þeirra era ætluð fyrir minni bifreiðar til að leggja eða snúa við í, en þrjú era mun stærri og ætluð áætlunarbifreið- um og bifreiðum með tengi- vagna. Takmörkun hættulegs farms í viðbragðsáætluninni kemur fram, að flutningur á hættuleg- um farmi sé bannaður á ákveðn- um tímum. Þetta á til dæmis við frá kl. 10 á föstudögum og fram til miðnættis á sunnudögum allt árið, um verslunarmannahelgi, páska, hvítasunnu og ef sýnt þyki, að almenn umferð í göng- unum verði óvenju mikil um til- tekinn tíma vegna einstakra at- burða. Hlutverk varðanna í tollstöð- inni við norðurendann verður meðal annars að fylgjast með tölvuskjá, þar sem fjöldi upplýs- inga kemur fram, s.s. hvaða slökkvitæki hefur verið fjarlægt, hvort rafkerfi, dælur og loft- ræstikerfi starfi rétt og hversu mikið vatn rennur í þróna. í göngunum er einnig umferðar- greinir sem nemur hraða, þunga og fjölda bifreiða og sitthvað fleira sem tengist umferðinni. Þessar upplýsingar koma einnig fram á skjá í tollstöðinni, auk þess sem upplýsingamar era sendar sjálfkrafa til Vegagerðar- innar. Þá er verið að koma fyrir sérstökum kattaraugum, sem að- greina akstursstefnur. Við gangamunnana era um- ferðarljós, sem hægt er að stýra frá tollstöðinni og komið verður fyrir myndbandsupptökuvél í munnanum sunnan megin. Auk þess era eftirlitsmyndavélar við tollstöðina að norðan. Blikkandi viðvörunarljós eru við munnana beggja vegna þegar akstur er óheimill inn í göngin. „Það hefur allt verið gert til þess að göngin verði notendavæn og tiltölulega örygg fyrir þann sem þar fer um. Ekkert hefur verið sparað til að koma til móts við allar óskir, enda verðum við að uppfylla allar kröfur opinberra stofnana til þess að þær gefi leyfi fyrir opnun ganganna," segir Bjöm A. Harð- arson Almennar upplýsingar • Göngin eru 5.770 m löng og liggja mest niður á 165 m dýpi undir sjó. 40-50 m bergþekja er alls staðar fyrir ofan gangaloftið. • Gert er ráð fyrir að 1.200-1.500 bílar aki í gegnum göngin daglega. Eftir 10-15 ár reikna menn með að þeir verði um 2.500. • Fjórðungur ganganna er klæddur með plastdúk til að koma í veg fyrir að dropar lendi á akbrautinni, sem á að vera al- gjörlega þurr. • 32 viftur era í göngunum, sem geta hreinsað þau í hvora áttina sem er. Aðeins nokkrar þeirra eru í gangi undir venjulegum kringumstæðum. • Rás 1, Rás 2 og Bylgjan heyr- ast í göngunum. Farsímaloftnet verður þar einnig. • Neyðartíðni almannavama verður aðgengileg fyrir lögreglu, slökkvilið og aðrar björgunarsveitir sem hugsanlega koma til aðstoðar inni í göngun- um. • Allar leiðslur og tengingar era neðanjarðar nema rafmagns- snúrur á milli loftlampanna og útvarpsloftnetið. Ef eldur kvikn- ar geta þessar leiðslur skemmst þannig að fjórðungur lampanna dettur út og einnig útvarpið á sama svæði. • Bili rafmagnskerfi í göngunum fer ljósið af, en sjötti hver lampi fær orku frá rafhlöðum. Leið- beiningarskilti halda einnig áfram að lýsa. Vararafstöð er til- tæk. • Frá tollstöðinni verður hægt að koma inn á útvarpsrásir með upplýsingar til vegfarenda. Þær heyrast ekki utan ganganna. • Lagnir eru fyrir myndbands- upptökuvélar, ef þörf er talin á að koma þeim fyrir inni í göng- unum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.