Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Opið á kvöldin á ítölskum söfnum YFIRVÖLD menningarmála á ítal- íu hyggjast koma til móts við listelska nátthrafna í sumar með því að hafa meira en fimmtíu söfn og hallir opin á kvöldin, auk þess sem menn geta skoðað þekktar fornminj- ar að kvöldlagi. Á meðal þess sem hægt verður að skoða eru rústirnar í Pompei, Villa Adriana í Róm, hallirnar í Caserta og Tórínó og Capodimonte-galleríið í Napólí. Söfnin verða opin til kl. 23.30 þrjú kvöld í viku en minnismerki og forn- minjar verður hægt að skoða til kl. 20.30. Ákvörðunin var tekin eftir vel heppnaða tilraun menningarmála- ráðherrans Walter Veltronis, sem lét opna sextán söfn á kvöldin árið um kring fyrir skemmstu. Er þessi tilhögun liður í því að auðvelda al- menningi aðgang að menningar- verðmætum Italíu. www.mbl.is LISTIR Ylurinn af endurminn- ingunum Á töknstað SÓLÚR „SLONECZNY ZEGAR" KVIKMYIVPIR Bæjarbfó í Hafnarfirði PÓLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Þeysireið „Cwal“ Leikstjóri: Krzysztof Zanussi. Hand- rit: Zanussi. Kvikmyndatökustjóri: Jaroslaw Zamojda. Tónlist: Wojciech Kilar. Aðalhlutverk: Maija Komorowska, Bartek Obuchowicz, Karolina Wajda, Piotr Adamczyk. Pólskt tal, enskur texti. ÞEYSIREIÐ er ljúfsár endur- minningarmynd sem hinn þekkti pólski leikstjóri Krzysztof Zan- ussi byggir á sögum úr eigin æsku og gerist myndin að mestu leyti í Varsjá á sjötta áratugnum. Hann er ungi drengurinn í myndinni sem sendur er að heiman frá sér til ákaflega skemmtilegrar frænku og upplifir með henni ým- is undur lífsins og kynnist því í gegnum hana hvernig er að lifa undir kommúnistastjóminni í Pól- landi og hvernig hægt er að gera sér lífið bærilegra með lygum. Það eru góð meðmæli með Þeysi- reið að hinn ljúfi tónn í henni minnir að sumu leyti á yndislega franska æskumynd er einnig fjall- ar um dreng sem sendur er að heiman, „Le grand cemin“, eftir Jean-Loup Hubert frá árinu 1987. Kannski er það engin tilviljun að drengurinn í mynd Zanussis heitir einmitt Hubert. Pabbi hans hefur flúið kommúnistastjómina til Bret- lands og er óvinur pólska ríksins. Drengum er ekki vært í heimabæ sínum og móðir hans bregður á það ráð að senda hann til frænku sinn- ar í Varsjá, mikillar hestakonu, ákaflega líflegrar og ævintýralegr- ar persónu að öllu leyti. Hún þekk- ir vel til starfshátta kommúnist- anna og það fyrsta sem hún kennir drengnum er að óþarfi sé að vera sífellt að segja fólki sannleikann. Hún gerir það í öllu falli ekki og kemst bærilega af, enda segir hún að ekki sé til neinn einn sannleikur, hann geti verið af ýmsu tagi. í skólanum, þar sem dauði Sta- líns er grátinn óskaplega, er dyggð að segja til náungans og Hubert litli er sífellt að lenda í vandræðum vegna þess. Einkum er sessunaut- ur hans mikil klöguskjóða. Reið- mennska er álitin smáborgaraleg og frænkan er í sífelldum skollaleik við yfirvöld. Maija Komorowska leikur hana og fer á slflnim kostum að unun er á að horfa; hún er hjart- að og sálin í myndinni. Kvikmyndaleikstjórar virðast flestir fyrr eða síðar fjalla um sína eigin æsku, allt frá Friðriki Þór til Fellinis. Zanussi yljar sér við glóð endurminninganna í Þeysireið og ylurinn á greiða leið að áhorfend- um. Leikstjóri: Andrzej Kondratiuk. Aðalhlutverk: Iga Cembrzynska, Kondratiuk. LÍF án tökuvélar er líf án stjama, segir sérviskulegi kvik- myndagerðarmaðurinn í þessari mynd, Andrzej Kondratiuks, sem hann leikur sjálfur og sjálfsagt er hann sjálfur. Á öðrum stað segir hann: Tökuvélin er ég og snýr úr þekktum frasa. Myndin gerist á tökustað úti í skógi og segir af manni að gera kvikmynd ásamt kvartsárri leikkonu, sem einnig er eiginkona hans og leikin af eigin- konu Kondratiuks, Igu Cembrzynska. Hér er því um kynduga fjölskyldumynd að ræða sem gerist um sumar og að vetrar- lagi og lýsir þeirra daglega amstri og samræðum um eitt og annað sem við kemur lífinu og gerð kvik- myndarinnar. Aðrar persónur slæðast eins og tilviljunarkennt inn í myndina, einkum ungar stúlkur leikstjóranum til gleði, og það er kómískur og sérviskulegur blær yfir öllu saman og ekki síst andi tilraunamyndarinnar. Arnaldur Indriðason ■ M SUIS/IARTI SEM VIÐ »>ÉR ***** © 900 aðeins rb^3° : gBegœgP' Stulkan a , myndinni heitir Kiara ‘J Ottósdóttir áS' ^W og hún hefur W lést um 10 kg ' síðan í janúar 98. : nýtt - léttar skrsftu ^ ........ • Þjólfun 3- 5x í viku # Mikil fræösla og aðhald » Fitumælingar - vigtun Matardagbók Uppskriftabókinn” Lóttir réttir" Upplýsinga- bæklingurínn: „í formi til framtíðar" Nýtt fræðsluefni í hverri viku Vinningar í hverri viku og í lok námskeiðs Gríptu þetta einstaka tækifæri og notaðu sumarid til ad breyta um lífsstíl og bæta útlit og líðan. Morgunhópur Kvöldhópar Framhaldshópar Barnagæsla RGUSTU & HRRFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVIK S. 533-335S Kynjamyndir í Sigurjónssafni MYNPLIST Listasafn Sigurjóns Óla fssonar HÖGGMYNDIR Verk eftir Örn Þorsteinsson. Opið alla daga nema mánudaga milli 14:00 og 17:00 tíl 1. jlilí. í LISTASAFNI Sigurjóns hefur staðið yfir sýning á höggmyndum Arnar Þorsteinssonar. Þetta er tí- unda einkasýning Arnar, en hann sýndi fyrst á haustýningu FIM 1971, á meðan hann var við nám í Listaháskólanum í Stokkhólmi. Eg gæti trúað að þetta væri viðamesta sýning sem hann hefur ráðist í. Sýn- ingunni fylgir 47 síðna sýningarskrá prýdd fjölda mynda og formála eftir Aðalstein Ingólfsson. Öm leggur undir sig báða salina með myndum frá undanfömum ár- um. I stóra salnum eru stærri verk, en í efri salnum eru minni gripir, sem eru bæði skornir í vax og steyptir í málm. Myndunum væri hægt að lýsa á mótsagnakenndan hátt sem óhlutbundnum fígúrum, lífræn form, sem spretta beint fram úr fingrum Arnar. Myndunum verð- ur varla betur lýst en með orðum Aðalsteins Ingólfssonar í sýningar- skrá: „Öll formgerð hans er lífræn og þrungin frjómagni, stöðugri end- urnýjun og umbreytingu undirorp- in. Stiklar þrútna, kloína í tvennt eða þrennt, fá á sig brodda eða fálmara, springa út með hnúðum og hnöppum og taka á endanum á sig myndir kynjajurta, kynjadýra og hálfmennskra fyrirbrigða sem iða af niðurbældri orku eins og höfundur þeirra." Af sýningunni má greina hvernig Öm vinnur með því að byrja á því að skera litlar fígúrur, u.þ.b. 10 cm að hæð, út í vax. Maður getur vel séð fyrir sér hvernig hann handleik- ur smágerða vaxklumpa og sker í vaxið og lætur hugmyndaflugið ráða ferðinni án sérstakrar fyrirætlunar. Síðan steypir hann valdar fígúrur í málm, velur þær fígúrur sem vel hefur tekist til með og þróar þær síðan áfram í stærri verkum. Smágerðar fígúrurnar minna nokkuð á grænlenska alþýðulist, Tupilakka, sem skornir eru út í stein og falla vel í lófa. Örn hefur unnið í Grænlandi þannig að vel má vera að hann hafi tekið sér græn- lensku steinmyndimar að einhverju leyti til fyrirmyndar. Þær eiga samt sterkasta skuld að gjalda við skúlpt- úriist frá miðri öldinni. Ætli það verði ekki að orða það sem svo að Öm sé myndhöggvari af „gamla“ skólanum. Ef litið er til þeirra tveggja höggmyndasýninga, sem em í gangi í Reykjavík, Max Ernst í Listasafni íslands og Strandlengjan, umhverfislistasýningin, þá á list Amars mun meira sammerkt með list Emsts, þótt hann sé sjálfur þátttakandi í Strandlengjunni. Samlíkingin við súrrealíska högg- myndalist er ekki fráleit. Stílbrögð Arnar em skyld því sem mátti sjá hjá Míró á ámnum eftir stríð, en hann gerði þá bæði litlar og stórar kynjafígúrur, sem Öm gæti vel hafa tekið sér til fyrirmyndar. Sköpunar- kraftur Mírós var svo stórbrotinn og ímyndunaraflið svo hamslaust að það er erfitt að finna nokkurn sem stenst þann samanburð. Það er einnig athyglisvert að bera myndir hans saman við síð-súrreal- isma Louise Bourgeois, en myndir eftir hana vom á sýningunni í Nýlistasafninu, Flögð og fögur skinn, nú fyrir skömmu. Margar myndir Bourgeois, eins og t.d. þær sem vom til sýnis í Nýlistsafninu, hafa endurvakið hinn súrrealíska anda í skúlptúr. En hún hefur að sama skapi einnig fylgt nýjum straumum í skúlptúrhst og hefur verið í fremstu röð um nokkurt skeið. Sigurjón Ólafsson sjálfur hafði lag á því að sækja sér fyrirmyndir og áhrif úr ýmsum áttum og aðlaga það myndskyni sínu, enda sótti hann í smiðju sinna samtíðarmanna. En til að viðhalda listrænni sýn sem á sér sterkar rætur í ákveðnu tímabili í fortíðinni þarf eitthvað sérstakt að koma tíl, annars er hætta á að út- koman verði daufur endurómur, kryddaður fortíðarþrá. Kynjafígúmr Arnar spretta af fíngmm fram eins og sjálfráðar formbreytingar, en það þarf óvænt- ari og djarfari átök tíl að kynjamynd- imar nái virkilegu flugi og losi sig undan þyngdarafh fortíðarinnar. Sýning Arnar er metnaðarfull að um- fangi, og vel og fagmannlega að henni staðið. Sigurjónssafn er greini- lega prýðilegur vettvangur fyrir höggmyndasýningar sem þessar. Gunnar J. Árnason Dómurinn er endurbirtur vegna þess að hluti hans féll út ( blað- inu á föstudag. Í fc í I I I I i I I > l Í t i 1 i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.