Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 M---------------------- MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk ''lT UA5 INNINETEEN-NINETEEM.. I ONLV 5TAVEP FlVE M0NTH5.. THAT'5 WHV I CAN'T R.EALLY CALL MV5ELF AN OXFORP MAN " 'l BOTH OF 05 LOVBP \ j EACHOTHERALLTHATj | TIME,OLD SPORJ"/ $ Hérna stendur Gatsby við púns- skálina og horfir á danspörin líða framhjá... „Þetta var nítján hundruð og nílján ... það er þess vegna sem ég get eiginlega ekki kaliað mig Ox- fordmann." „Við elskuðum hvort annað allan þennan tíma, gamli minn.“ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ríkisútvarpið og Emil Thoroddsen tónskáld Frá Pétrí Péturssyni: HUNDRAÐ ár voru liðin hinn 16. júní sl. frá fæðingu eins fjölhæfasta listamanns þjóðarinnar. Emil Thoroddsen, tónskáld og píanóleik- ari, var 46 ára gamall þegar hann lést. Hann markaði djúp spor í listasögu íslensku þjóðarinnar. Lag hans við ljóð Huldu, „Hver á sér fegra föðurland“ vann til fyrstu verðlauna á lýðveldishátíð á Þing- völlum 1944. „Emil hlustaði á flutn- ing þess í rigningunni miklu á lýð- veldisdaginn, varð innkulsa og dó fáum dögum seinna," sagði Halldór Laxness um þennan fjölhæfa forn- vin sinn. Hvemig brást Ríkissjónvarpið við aldarafmæli Emils Thorodd- sens? Algjör þögn ríkti þar í sveit. Skömmu áður hafði fjölda sjón- varpsvéla verið snúið út og suður og aðdráttarlinsur sogað að sér svipbrigði sýslumanna og sæmd- arkvenna, sem kiknuðu í hnjáliðum og stóðu á öndinni af eftirvæntingu vegna væntanlegi'ar heimsóknar Rolling Stones. Klósettleiðslum úr Hótel Valhöll á Þingvöllum var, að vísu með semingi, en án teljandi hindrana leyft að flytja íyrrverandi veislukost að liðinni hæfilegri dvöl í meltingu hótelgesta í bergvatnsá Jónasar Hallgrímssonar (þar sem Öxará rennur) og þaðan í Þing- vallavatn, sem væntanlegt drykkj- arvatn sumargesta í þjóðgarði. Hljóðvarpið Rás eitt, sýndi þó viðleitni í að minnast Emils. Ekki var það samt sjálfan fæðingardag- inn, 16. júní. Leikfélag Reykjavík- ur þagði. Tónlistarfélagið tísti ekki. Sinfóníuhljómsveitin strauk ekki strengi, blés ekki á sönglúður, sló ekki málmgjöll. Það var eins og í forsetaförinni til Frakklands. Þá gleymdist þjóðsöngurinn heima. „Hefur gleymt að elska Frón,“ sdagði Vilhjálmur frá Skáholti. Þegar rætt var um aldarafmæli Emils heyrðist einhver segja: Hvað þui-fum við á Emil að halda hund- rað ára? Við höfum Arna Johnsen. Hann er bara rúmlega fimmtugur. En Ríkisútvarpið Rás eitt er ekki alltaf svona hirðulaust um ald- arafmæli. Hyggjum að Agöthu Christie „glæpadrottningunni" eins og kynningardeild Ríkisút- varpsins nefndi þessa bresku hefð- arkonu. Þessi deild Ríkisútvarps- ins hefur látið hanna sérstök blöð, sem send eru dagblöðum í því skyni að vekja athygli á kynningar- efni. Þar segir neðst á blaði: Stjörnumerktir eru þeir þættir sem útvarpið leggur mesta áherslu á að verði kynntir. Og svo kemur textinn, sem Ríkisútvarpið leggur mesta áherslu á sunnudaginn 16. september 1990. „Glæpadrottning- in. Á aldarafmæli Agöthu Christie. Þeir eru sjálfsagt fáir sem ekki hafa kynnst glæpareyfurum Agötu Christie í einhverri mynd ef ekki við lestur sagnanna sjálfra þá á leiksviði, í útvaipi eða sjónvarpi. Alls skrifaði þessi drottning glæpa- sagnanna hátt í hundrað bækur og þegar hún dó árið 1976 var áætlað að alls hefðu selst af þeim um fjög- ur hundruð milljón eintök og að verk eftir hana væru til á að minnsta kosti hundrað og þremur tungumálum. Og ef dæma skal eft- ir vinsældum kvikmynda og sjón- varpsþátta sem gerðir hafa verið síðustu áratugi virðist ekkert lát á þessum vinsældum. Það er því vissulega tilefni til að staldra við nú þegar öld er liðin frá því að hún kom í heiminn og sjötíu ár frá því fyrsta bók hennar kom út, reyna að sjá þennan langa feril í einhvers konar samhengi, líta á það sem hún skrifaði, annað en glæpasögur og með hjálp sjálfsævisögu hennar að kynnast þessari merkiskonu lítið eitt.“ Svona afgreiðir fornsagna- og menningarþjóðin snillinga sína. Hún vanvirðir þá og sneiðir hjá verkum þeirra. Hverskyns eignar- haldsfélög og sýndarsamtök hefj- ast til vegs og virðingar. Tarsan apabróðir, Basil fursti og ámóta kumpánar njóta hylli menn- ingarstofnana og eru heiðraðir með sýningum og leikþáttalestri. Lista- hátíð og leikfélagsmönnum, Þjóð- leikhúsi og Sinfóníuhljómsveit hefði verið sæmra að minnast ald- arafmælis Emils Thoroddsens með veglegum hætti. Flytja leikgerð hans og Indriða Waage, Pilt og stúlku og Mann og konu, flytja ein- söngslög hans, kórsöngva og hljómlist. Sýna málverk hans og teikningar. Hver dirfist að ræða um Reykjavík sem menningar- borg, ef gengið er fram hjá snill- ingum á borð við Emil Thoroddsen, en hisminu hampað, sem djásn og dýrgripir væru. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.