Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 M---------------------- MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk ''lT UA5 INNINETEEN-NINETEEM.. I ONLV 5TAVEP FlVE M0NTH5.. THAT'5 WHV I CAN'T R.EALLY CALL MV5ELF AN OXFORP MAN " 'l BOTH OF 05 LOVBP \ j EACHOTHERALLTHATj | TIME,OLD SPORJ"/ $ Hérna stendur Gatsby við púns- skálina og horfir á danspörin líða framhjá... „Þetta var nítján hundruð og nílján ... það er þess vegna sem ég get eiginlega ekki kaliað mig Ox- fordmann." „Við elskuðum hvort annað allan þennan tíma, gamli minn.“ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ríkisútvarpið og Emil Thoroddsen tónskáld Frá Pétrí Péturssyni: HUNDRAÐ ár voru liðin hinn 16. júní sl. frá fæðingu eins fjölhæfasta listamanns þjóðarinnar. Emil Thoroddsen, tónskáld og píanóleik- ari, var 46 ára gamall þegar hann lést. Hann markaði djúp spor í listasögu íslensku þjóðarinnar. Lag hans við ljóð Huldu, „Hver á sér fegra föðurland“ vann til fyrstu verðlauna á lýðveldishátíð á Þing- völlum 1944. „Emil hlustaði á flutn- ing þess í rigningunni miklu á lýð- veldisdaginn, varð innkulsa og dó fáum dögum seinna," sagði Halldór Laxness um þennan fjölhæfa forn- vin sinn. Hvemig brást Ríkissjónvarpið við aldarafmæli Emils Thorodd- sens? Algjör þögn ríkti þar í sveit. Skömmu áður hafði fjölda sjón- varpsvéla verið snúið út og suður og aðdráttarlinsur sogað að sér svipbrigði sýslumanna og sæmd- arkvenna, sem kiknuðu í hnjáliðum og stóðu á öndinni af eftirvæntingu vegna væntanlegi'ar heimsóknar Rolling Stones. Klósettleiðslum úr Hótel Valhöll á Þingvöllum var, að vísu með semingi, en án teljandi hindrana leyft að flytja íyrrverandi veislukost að liðinni hæfilegri dvöl í meltingu hótelgesta í bergvatnsá Jónasar Hallgrímssonar (þar sem Öxará rennur) og þaðan í Þing- vallavatn, sem væntanlegt drykkj- arvatn sumargesta í þjóðgarði. Hljóðvarpið Rás eitt, sýndi þó viðleitni í að minnast Emils. Ekki var það samt sjálfan fæðingardag- inn, 16. júní. Leikfélag Reykjavík- ur þagði. Tónlistarfélagið tísti ekki. Sinfóníuhljómsveitin strauk ekki strengi, blés ekki á sönglúður, sló ekki málmgjöll. Það var eins og í forsetaförinni til Frakklands. Þá gleymdist þjóðsöngurinn heima. „Hefur gleymt að elska Frón,“ sdagði Vilhjálmur frá Skáholti. Þegar rætt var um aldarafmæli Emils heyrðist einhver segja: Hvað þui-fum við á Emil að halda hund- rað ára? Við höfum Arna Johnsen. Hann er bara rúmlega fimmtugur. En Ríkisútvarpið Rás eitt er ekki alltaf svona hirðulaust um ald- arafmæli. Hyggjum að Agöthu Christie „glæpadrottningunni" eins og kynningardeild Ríkisút- varpsins nefndi þessa bresku hefð- arkonu. Þessi deild Ríkisútvarps- ins hefur látið hanna sérstök blöð, sem send eru dagblöðum í því skyni að vekja athygli á kynningar- efni. Þar segir neðst á blaði: Stjörnumerktir eru þeir þættir sem útvarpið leggur mesta áherslu á að verði kynntir. Og svo kemur textinn, sem Ríkisútvarpið leggur mesta áherslu á sunnudaginn 16. september 1990. „Glæpadrottning- in. Á aldarafmæli Agöthu Christie. Þeir eru sjálfsagt fáir sem ekki hafa kynnst glæpareyfurum Agötu Christie í einhverri mynd ef ekki við lestur sagnanna sjálfra þá á leiksviði, í útvaipi eða sjónvarpi. Alls skrifaði þessi drottning glæpa- sagnanna hátt í hundrað bækur og þegar hún dó árið 1976 var áætlað að alls hefðu selst af þeim um fjög- ur hundruð milljón eintök og að verk eftir hana væru til á að minnsta kosti hundrað og þremur tungumálum. Og ef dæma skal eft- ir vinsældum kvikmynda og sjón- varpsþátta sem gerðir hafa verið síðustu áratugi virðist ekkert lát á þessum vinsældum. Það er því vissulega tilefni til að staldra við nú þegar öld er liðin frá því að hún kom í heiminn og sjötíu ár frá því fyrsta bók hennar kom út, reyna að sjá þennan langa feril í einhvers konar samhengi, líta á það sem hún skrifaði, annað en glæpasögur og með hjálp sjálfsævisögu hennar að kynnast þessari merkiskonu lítið eitt.“ Svona afgreiðir fornsagna- og menningarþjóðin snillinga sína. Hún vanvirðir þá og sneiðir hjá verkum þeirra. Hverskyns eignar- haldsfélög og sýndarsamtök hefj- ast til vegs og virðingar. Tarsan apabróðir, Basil fursti og ámóta kumpánar njóta hylli menn- ingarstofnana og eru heiðraðir með sýningum og leikþáttalestri. Lista- hátíð og leikfélagsmönnum, Þjóð- leikhúsi og Sinfóníuhljómsveit hefði verið sæmra að minnast ald- arafmælis Emils Thoroddsens með veglegum hætti. Flytja leikgerð hans og Indriða Waage, Pilt og stúlku og Mann og konu, flytja ein- söngslög hans, kórsöngva og hljómlist. Sýna málverk hans og teikningar. Hver dirfist að ræða um Reykjavík sem menningar- borg, ef gengið er fram hjá snill- ingum á borð við Emil Thoroddsen, en hisminu hampað, sem djásn og dýrgripir væru. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.