Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ bænasamfélags sem kallaðist Norð- urljós og hittust menn vikulega um árabil. „Eg var í viðskiptalífínu og þar vissu margir af áhuga mínum á tiiimálum. Þegar ég hitti menn þá vildu þeir gjarnan tala við mig um trú, sögðu að þeir ættu bænalíf og að trúin væri þeim mikils virði, þótt þeir færu ekki oft í kirkju. Margir höfðu áhuga á að eiga samfélag með öðrum trúbræðrum, þótt það væri ekki endilega í kirkju. Ég ákvað að fá nokkra í lið með mér og við stofn- uðum bænasamfélagið Norðurljós." Til að byrja með voru vikulegir fundh' Norðurljósa haldnir á Hótel Loftleiðum í hádegi á virkum dög- um. Eftir málsverð var lesið í Ritn- ingunni og beðnar bænir. „Þarna komu mörg hundruð manna. Að meðaltali mættu um þrjátíu manns. Yfirleitt menn úr viðskiptalífínu og það var ánægjulegt að sjá hvað margir bera virðingu fyrir trú og eiga sterka trú, þótt þeir tali ekki mikið um það. Ég er þeirrar skoðun- ar að það eigi menn að gera meira opinberlega. Vera ekki í felum með tnina.“ Helgi segir að starfið í kringum Norðurljósin hafi verið orðið það umfangsmikið að erfitt hafi verið að halda utan um það. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, sem þá þjónaði í Laugarneskirkju, var fenginn til að taka við og hafa kyrrðarstund í kirkju sinni í hádeginu einu sinni í viku. Nú mun boðið upp á slíkar kyrrðarstundir í hádeginu einhvern dag vikunnar í mörgum kirkjum landsins. „Við skráðum alltaf nöfn manna sem komu á fundi og ég er viss um að ef yrði útkall þá kæmu þeir allir aftur,“ segir Helgi. Sækir víða samkomur Helgi segist rækta trúna daglega. „Ég á mitt bænalíf og fer töluvert á samkomur. Ég fer í KFUM, Fíla- delfíu, Veginn, Klettinn, Hina ís- lensku Kristskirkju, Hjálpræðisher- inn og í Hörgshlíð." Helgi segist vera þjóðkirkjumaður og fara stund- um á kyrrðarstundir í hádeginu í Laugarneskirkju og í Grensás- kirkju, en honum finnst hann finna betur fyrir andanum á samkomum safnaða utan þjóðkirkjunnar. „Kirkjan er eitt - sama hvað hún heitir, ég geri ekki upp á milli.“ A veturna tekur Helgi þátt í bænahópi sjö karla. Þar er beðið fyrir velferð einstaklinga, þjóðinni og ýmsu öðru. Bænarefnin eru skráð í bók. En fá þeir bænasvör? „Það er alveg öruggt að Guð svar- ar bænum. Kannski ekki eins og við viljum, en hann svarar bænum eins og kemur sér best fyrir hvern og einn. Því verðum við að trúa og treysta. Það breytir öllu að fá leið- sögn Guðs og Heilags. anda til að menn þroskist og verði betri menn.“ - Er mikilvægt að geta fyiirgef- ið? „Það er grundvöllur betra lífs og þroska að geta fyrirgefið og eiga kærleika. Það skiptir öllu. Það breytir hins vegar ekki því að krist- inn maður getur verið ósáttur við framkomu manna og haft sína skoð- un á henni. Þótt ég tali um fyrir- gefningu og kærleika þá má ekki skilja það svo að einhver nái full- komnun í þeim efnum. Kristnir menn, líkt og allir aðrir, gera mis- tök. Líf þeirra er ekkert endilega einfaldara en annarra. En þeir eiga traustan vin, sem þeir geta leitað til hvenær sem er, og það skiptir máli.“ En biður Helgi fyrir málefnum Landsbankans? „Kristinn maður sem biður, hann biður fyrir öllu, stóru og smáu.“ Biblían er leiðsögubók Helgi segist alltaf hafa Biblíuna á náttborðinu, en hann mætti lesa meira í henni en hann gerir. Það vakti athygli blaðamanns að þegar Helgi var eitt sinn spurður í fréttaviðtali um hvort ekki væri þörf á strangari risnureglum í Lands- banka þá spurði hann hvort átt væri við eitthvað í líkingu við boðorðin tíu. Er honum tamt að vísa þannig í Biblíuna? „Ég tel að Biblían sé leiðsögubók, þú getur fundið þar allt sem þér er fyrir bestu í lífinu. Því auðmýkri sem þú ert, því betur skilur þú Biblí- una. Þetta tiltekna dæmi - með boð- orðin tíu - sýnir að það verður nátt- úrulega að höfða til skynsemi manna. Það er ekki hægt að setja , _ Morgunblaðio/Arnaldur SIGRUN Sjöfn Helgadóttir og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands hf., á heimili sínu í Reykjavík. Helgi S. Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbanka Islands hf., komst skyndilega í kastljós fjölmiðlanna á liðnu hausti. Guðni Einarsson ræddi við Helga um ævi hans og störf, trúmál og átökin í Landsbankanum. HELGI Sigurður Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands hf., er að nálgast fimmtugt. Hann er uppal- inn í Smáíbúðahverfinu, elstur fimm systkina og á þrjár yngri systur á lífi. Yngsti bróðirinn lést í bílslysi fyrir nokkr- um árum. Helgi gekk í Breiðagerð- isskóla og Réttarholtsskóla og hóf síðan iðnnám. Hann ætlaði að verða múrari en atvinnuleysi í þeirri stétt á árunum 1967-68 setti strik í reikn- inginn. Helgi kvæntist árið 1967 Sig- rúnu Sjöfn Helgadóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barna- börn. Lögreglumaður í 13 ár Það rættist ekki úr í byggingaiðn- aðinum og árið 1969 sá Helgi aug- lýst starf í lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli. Hann sótti um, fékk starfíð og var lögreglumaður í 13 ár. Fyrst eitt og hálft ár á Keflavíkurflugvelli, því næst jafnlengi á Höfn í Homa- firði og lauk þá námi við Lögreglu- skólann. Þaðan fór Helgi til lög- reglustarfa í Keflavík þar sem hann starfaði í áratug, síðast sem aðstoð- arvarðstjóri. „Ég kunni vel við lögreglustarf- ið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög þroskandi fyrir ungan mann, sér- staklega á þessum árum. Það var mikið að gerast í Keflavík, þar og í Sandgerði voru verbúðir, hippatíma- bilið að þyrja og hippakynslóðin varð til. Ég átti töluverð samskipti við unga fólkið sem hafði þá hug- sjón. Starfið mótaði mig töluvert, ungan manninn." Helgi segir lögreglumenn kjmnast mannlífinu með allt öðrum hætti en annað fólk gerir. Þeir sjái það sem almenningur sér ekki og kynnist vel manninum og breyskleika hans. Hann ákvað þó fljótt að verða ekki ellidauður í lögreglubúningi. „Ég gat ekki hugsað mér að verða gamall í þessu starfi. Eftir að fimm- tugsaldri er náð tel ég að það sé erfitt að vera lögreglumaður, jafnt þótt maður sé í góðri þjálfun. Menn geta lent í öllu mögulegu, heiftarleg- um átökum sem aldrei eru vituð fyr- ir. Starfið býður upp á það. Það er hætt við að menn séu verr undir það búnir þegar þeir eldast,“ segir Helgi. Sölumennska og markaðsmál Helgi fór að líta í kringum sig eft- ir öðrum starfsvettvangi og fékk áhuga á sölu- og markaðsmálum. Hann las sér til um þau fræði_ og kynnti sér eftir bestu getu. Arið 1982 hætti hann í lögreglunni og fór að starfa í brunadeild Samvinnu- trygginga við að gera upp tjón. Fljótlega fór Helgi að selja trygg- ingar í frítíma sínum og náði svo góðum árangri að eftir því var tekið innan fyrirtækisins. Hann var flutt- ur úr tjónadeild í söludeild og tók þar þátt í endurskipulagningu sölu- starfs Samvinnutrygginga. Helgi réð nýja sölumenn og settur var á fót skóli þar sem reyndir starfs- menn kenndu sölufólkinu ýmislegt sem að tryggingum laut. Auk þess sótti Helgi þau námskeið sem í boði voru um sölumennsku og markaðs- mál. I framhaldinu var hann ráðinn sölustjóri Samvinnutrygginga _og gegndi síðar sama starfi hjá VIS, þar til hann sagði upp 1. maí síðast- liðinn. Hann segist vera sölumaður í sér og hafa gaman af að eiga sam- skipti við fólk með þeim hætti sem sölumenn gera. Trúin er ekki einkamál Helgi er ófeiminn við að játa kristna trú sína. Hann segir að trú- arfræinu hafi fyrst verið sáð í for- eldrahúsum og síðar á æskulýðs- fundum í KFUM í Langagerði. Þar leiðbeindu unglingunum Páll Frið- riksson byggingameistari og Steinar Waage kaupmaður, báðir ötulir liðs- menn KFUM. „Þarna átti maður góðar stundir og svo fór ég í Vatnaskóg þrjú sum- ur,“ segir Helgi. Þar kom að hann dró úr samkomusókn og áhuginn beindist að öðru um hríð. Samt var hugur hans alltaf bundinn starfinu í KFUM og því sem hann hafði lært þar. „Svo gerðist það að ég fékk að reyna kristindóminn með öðrum hætti en ég hafði áður gert. Þetta er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa kynnst því sjálfir og ég ætla ekki að reyna að gera það í þessu viðtali. Þó vil ég segja að það sem ég hef fengið að kynnast í trúnni er mér svo mikils virði að ég vona að allir aðrir fái að reyna það sama.“ Helgi segir að það hafi ekki verið nein sérstök uppákoma eða vand- ræði sem urðu til þess að trúarlog- inn glæddist á ný. „Ég tók afstöðu gagnvart minni trú. Maður gerir það á þann hátt að maður viðurkennir að Kristur sé leiðtogi lífsins og að mað- ur vilji fylgja honum.“ Helgi segir að hann hafi orðið þess var, eftir að málefni Lands- bankans komust í hámæli, að orð hans um trú sína hafi vakið athygli. „Sumir hafa hent gaman að. Það snertir mig ekki og ég get svo sann- arlega tekið þátt í gamninu. En trú- mál sem slík eru engin gamanmál. Menn ættu að hugleiða það mjög al- varlega, hvað trúin skiptir í raun og veru miklu máli. Það á ekki bara að leita til hennar þegar á bjátar. Það er skylda hvers kristins manns að boða trúna, segja öðrum frá. Hún má ekki vera einkamál." Bænasamfélagið Norðurljós Bænastarf hefur verið Helga hug- leikið. Hann var upphafsmaður ! í * i t ■ 8 i 8 í * I ' t i 8 ! í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.