Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 'f't'tt í <1 > / *< <* < i t | > í>; 0}»>j-. >.#;>;♦>« {jb«5««$*jKká«*í ■ ÍÍWwmxíMiíí^^íÍB^S að sögn Skúla, en þá flutti fyrir- tækið sig um set, norður til San Francsico. „Stefnan var alltaf sett á að komast til San Francisco,“ segir Skúli. „Markmiðið var alltaf að setja upp skrifstofu hér og var það, eins og ég nefndi áðan, aðeins fyrir einskæra tilviljun að við byrj- uðum niður frá. San Francisco er mjög miðsvæðis og er þar einstak- lega góð tenging milli Asíu og Am- eríku.“ Með tilkomu alnetsins ákváðu OZ-menn að þróa sínar eigin lausn- ir, sáu í netinu framtíð OZ, og þýddi það að hurðinni var lokað á graflsku þjónustuverkin og þar með aðaltekjulind fyrirtækisins. Þetta var gífurlega stór ákvörðun því mikið var í húfl. „Það var ann- aðhvort að hrökkva eða stökkva," segir Skúli. „Með þessu tókum við gífurlega áhættu en við hefðum í raun alveg eins getað sætt okkur við hlutina eins og þeir voru og haft það mjög gott. Við vildum heldur fara ótroðnar slóðir og setja markið hátt,“ heldur hann áfram en til þess að geta einbeitt sér að þessu þróunarstarfi var áhættu- fjármagn sótt til erlendra fjárfesta, aðallega í Japan. „í árslok 1995 vorum við langt komnir með að þróa okkar eigin hugbúnað, þrí- víddarhugbúnað fyrir alnetið, sem var algjör nýjung í þá daga, og að mínu mati erum við fremstir í heiminum í dag í þeim efnum,“ seg- ir Skúli. „Til þess að kynna þennan nýja hugbúnað okkar bókuðum við okk- ur á sýningu í Tókýó og í framhaldi af því vorum við búnir að ráðgera fundi með fagfjárfestum í Silicon Valley. Hins vegar varð aldrei neitt af þeim fundum af því að sýningin í Japan gekk alveg gríðarlega vel, vakti verðskuldaða athygli, ekki síst vegna þess að svo vildi til að okkur var plantað niður í bás við hliðina á stórfyrirtækinu Silicon Graphics sem var einnig að kynna sínar þrívíddarlausnir. Það fór svo að eftir fyrsta daginn hættu þeir að kynna hugbúnaðinn sinn af því að okkar var einfaldlega svo miklu betri. Þetta var því gríðarlegur sig- ur fyrir okkur og starfsfólkið því við lögðum allt í sölurnar." Það má því segja að OZ hafí stolið senunni í Japan og eftir þessa velgengni opnuðust margar dyr sem áður voru lokaðar litlum fyrir- tækjum eins og OZ. „I framhaldi af velgengni okkar í Tókýó vorum við kynntir fyiir ýmsum aðilum í Jap- an, þar á meðal fólki frá stóru þar- lendu fjárfestingafyiirtæki, NIF. Við sögðum þeim að við værum á leiðinni til Silicon Valley í leit að fjármagni og gætum engu lofað þeim um að eitthvað yrði eftir fyrir þá nema þeir tækju ákvörðun innan viku. Það varð úr að þeir notuðu ekki einungis tækifærið til þess að fjárfesta heldur tóku allan pakkann sem var í boði í þessari fyrstu um- ferð og þar með var engin þörf á frekara fjármagni," segir Skúli. Heildarfjármagnið sem OZ hef- ur náð inn í fyrirtækið er um 9 milljónir Bandaríkjadollara sem samsvarar um það bil 650 milljón- um íslenskra króna. í kjölfarið óx fyrirtækið hratt, starfsmönnum fjölgaði skyndilega úr 12 í 50, og OZ hefur nú komið sér veglega fyr- ir í SOMA-hverfinu í San Francisco, hjarta tölvu- og grafík- iðnaðar í borginni, örskot frá mið- bænum og fjármálahverfinu. Fjár- festing Japananna hefur loks farið að gefa af sér en á fyrsta fjórðungi þessa árs velti OZ rúmlega 100 milljónum íslenskra króna og af því eru um 10 milljónir hagnaður, að sögn Skúla. Aætluð heildarvelta ársins er um 500 milljónir. Þennan árangur segir Skúli algjörlega vera starfsmönnum OZ að þakka en um 65 starfsmenn vinna hjá fyrirtæk- inu, flestir á Islandi. „Það hefur alltaf verið markmið okkar að byggja upp skemmtilegt fyrirtæki sem eftirsóknarvert er að starfa hjá og sífellt er verið að vinna að nýjungum og spennandi verkefnum. Þannig höfum við náð í besta fólkið,“ segir Skúli og heldur áfram: „Sköpunin og grunntæknin er og verður alltaf á Islandi þó svo Síðastliðin þrjú ár hefur tölvufyrirtækið OZ unnið mikið þróunarstarf, opnað veglega skrifstofu og vinnuaðstöðu í San Francisco, hjarta tölvuheimsins, og nú á fyrsta fjórð- ungi þessa árs hefur það starf loks byrjað að bera ávöxt. Spennandi tímar eru fram und- an hjá fyrirtækinu og er framtíðin björt, þar á meðal mikið og náið samstarf við sænska samskiptarisann Ericsson. Gunnlaugur Arnason tók Skúla Mogensen, forstjóra OZ og einn af stofnendum fyrirtækisins, tali á skrifstofu hans í San Francisco. Galdurinn að vera opinn fyrir nýjungum FYRSTU spor OZ út í hinn stóra heim voru tekin í Los Angeles. Fyrirtækið hafði áður unnið grafíkverk fyrir sjónvarp, auglýsingar og kvik- myndir hér heima með góðum ár- angri og seinna fyrir tölvurisann Microsoft en alltaf stóð til að færa sig norður til San Francisco og Sil- icon Valley, mekka tölvuiðnaðar Bandaríkjanna og heimsins. „Við Guðjón höfum alltaf hugsað stórt,“ segir Skúli og á þá við Guð- jón Má Guðjónsson, stjómarfor- mann OZ, en þeir ásamt Aroni Hjartarsyni lögðu grunninn að fyr- irtækinu á sínum tíma. „Takmark okkar hefur alltaf verið að færa út kvíamar og gera OZ að alþjóðlegu fyrirtæki,“ segir hann og bætir við: „Það var nú eiginlega tilviljun sem réð því að svo fór að við þreifuðum fyrst fyrir okkur á erlendum mark- aði í Los Angeles. Félagi okkar, Þorsteinn Högni Gunnarsson sem nú starfar hjá OZ í San Francisco, var búsettur þar sumarið 1995 og úr varð að við settum upp skrifstofu heima hjá honum, í íbúð sem hann var með á leigu í borginni. Það má því segja að þetta hafí verið fyrstu höfuðstöðvar OZ í Bandaríkjunum," heldur hann áfram brosandi. Til þess að byrja með höfðu OZ- NOKKRIR íslenskir starfsmenn Oz vestra. F.v. Kjartan Ársæll Guðbergsson, Þorsteinn Högni Gunnarsson, Skúli, Vigfús Ómarsson og Halldór Fannar Guðjónsson. arar lítið fé á milli handanna, áður en fyrirtækið hélt inn á það vaxtar- skeið sem það hefur verið á nú á undanfömum tveimur ámm. „Það var oft vandræðalegt þegar fólk vildi fara að hitta okkur í Los Ang- eles, fá fundi, og vomm við ansi iðnir við að finna alls kyns afsakan- ir fyrir því af hverju það væri ekki æskilegt," segir Skúli og bætir við að ekki hefði það verið hentugt að bjóða tilvonandi viðskiptavinum í eldhúskaffí í þröngri leiguíbúðinni hans Þorsteins Högna. Þetta milli- bilsástand stóð yfir í um það bil ár, SKÚLI Mogensen á skrifstofu sinni í San Francisco. ■ mm ■ I m *t&mmw
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.