Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 45 Finnar og Svíar samræma stefnuna í varnarmálum Helsinki. Morgunblaðið. FINNAR og Svíar munu áfram standa utan hernaðarbandalaga en þjóðirnar munu dýpka sam- starf sitt á sviði varnarmála. Þetta kemur fram í sameiginlegri grein varnarmálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, þeirra Anneli Taina og Björn von Sydow, er birtist um helgina í dagblöðunum Dagens Nyheter og Helsingin Sanomat. Haft hefur verið eftir embættis- mönnum að erfitt hafí verið að sameinast um þau atriði í grein- inni er varða hlutleysisstefnu ríkj- anna. Svíar virðast hafa viljað leggja meiri áherslu á hlutleysi en Finnar. Það hafi verið mat Finna að hyggilegra væri að lýsa því yfír að ekki væri tímabært að sækja um aðild að Atlantshafsbandalag- inu að svo stöddu. Taina og von Sydow leggja í grein sinni áherslu á að hlutleysið sé ekki markmið í sjálfu sér held- ur leið til að tryggja öryggi þjóð- anna. Þar sem aðstæður Finna og Svía séu nú mun líkari en áður sé timabært að samræma varnarmál sem mest. Eins og staðan er í dag sé aðild að hernaðarbandalagi hins vegar hvorugri þjóð í hag. Upp á síðkastið hefur mátt greina merki þess að í burðarliðn- um sé að samræma varnarmála- stefnu ríkjanna í auknum mæli. Herforingjar Finna og Svía hafa íhugað samstarf varðandi kaup á þyrlum og í síðustu viku var einnig tilkynnt um að fyrirtæki í varnariðnaði stefni að auknu sam- starfí sín á milli. Nú segja varnarmálaráðherr- arnir að ríkin ætli að bera saman bækur sínar varðandi vopnakaup og annan varnarbúnað, landhelg- isgæslu, þátttöku í friðargæslu og fjölþjóða æfingum. Síðast en ekki síst hyggist þau svo skiptast á hernaðarsérfræðingum og emb- ættismönnum. Taina og von Sydow leggja samt áherslu á að samstarf þeirra komi ekki í stað þátttöku í öðru fjöl- þjóðlegu samstarfi. Segja varnar- málaráðherrarnir að þeir vilji vinna að því að fjallað verði um ör- yggismál út frá sérnorrænu sjón- arhorni. f greininni er tekið fram að NATO verði áfram hornsteinn ör- yggis í Evrópu. Hins vegar verði að stuðla að því með samvinnu og sáttmálum að auka traust og gegnsæi í evrópskum hernaðar- og öryggismálum. Einkum þyrfti að vinna að þessum markmiðum meðal þjóða við strendur Eystra- salts. Jónsmessu- hátíð í Hafnarfírði í HAFNARFIRÐI verður Jóns- messugleðin endurvakin á sérstakri Jónsmessuhátíð í Hellisgerði þriðju- daginn 23. júní klukkan 18. „Lögð verður áhersla á trúna og kraftinn sem fylgja hinni mögnuðu Jóns- messunótt og m.a. leitað óskasteina sem þá magnast. Leitast verður við að hafa stemmninguna sem dular- fyllsta og engin sölumennska við- höfð,“ segir í fréttatilkynningu. „íþróttaálfurinn kemur í heimsókn og ber sig saman við hina álfana. Síglaðir söngvarar sem kalla sig Ljúflinga sjá um fjöldasöng og Kur- an Swing leikur. Dagskránni lýkur kl. 23, hægt er að taka með góðgæti og grillað verður á staðnum. Það eru menningarmála- og ferðamálanefndir ásamt Æskulýðs- ráði Hafnarfjarðar sem standa að hátíðahöldunum," segir í fréttatil- kynningu frá undirbúningsnefnd. Jónsmessunæt- urganga Ar- bæjarsafnsins FARIÐ verður í Jónsmessunætur- göngu um Elliðaárdal 23. júní kl. 22.30. Á göngunni mun fólk fræðast um íslenska þjóðtrú og sögu Elliðaár- dalsins, undii- leiðsögn Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgai’stjómar. Lagt verður af stað írá miðasölu Ár- bæjarsafns og er þátttaka ókeypis. I upphafi göngunnar verður kynnt ný bók um Elliðaárdalinn. Sumar- tilboð 20% afsláttur af öllum vörum vikuna 22. til 27. júní. Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði purning 8 Hvaða ár var ktfikmyndin Orease frumsýnd í Bandaríkjunum? m Svara&u á netinu eða á FM 957 og fylgstu með. Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum 25-40% afsláttur Ath! Ekki minni gæði heldur aðeins flísar sem ekki koma aftur. Jafnvel til í magni. Fyrstur kemur, fyrstur fær! EINSTAKT TÆKIFÆRITIL AÐ GERA GÓÐ KAUP. Nýkomin náttúruskífa frá kr. 2.880 stgr. m2. Einnig ódýrar gólfflísar 31,6x31,6 á kr. 1.590 stgr. Gxðtfís»r á góðu verði " / w ^ rjí jl( m. m Tr 2 a Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 www.mbl.is AUÐLINDHf. AÐALFUNDUR Aðalfundur verður haldinn á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík þann 23. júní 1998, kl. 16:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings 1997-1998 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar 4. Tillaga um breytingar á samþykktum sem varða heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 1.442.300.000 kr. og til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör sem skal ráðast af virði eigna og skuldbindinga sjóðsins og markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjárhækkuninni er að ná fram aukinni áhættudreifingu. Lagt ertil að hluthafa- fundur víki frá áskriftarrétti hluthafa vegna hækkunarinnar. Heimild þessi gildirtil 1. júní 2003 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins 6. Kosning stjórnar félagsins | 7. Kosning endurskoðenda félagsins 1 8. Ákvörðun um laun stjórnarmanna 9. Erindi um íslenskan hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Reykjavík 11. júní 1998 Stjórn Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 108 Reykjavík • Síml 515-1500 Fax 515-1509 • www.kaupthing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.