Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 45 Finnar og Svíar samræma stefnuna í varnarmálum Helsinki. Morgunblaðið. FINNAR og Svíar munu áfram standa utan hernaðarbandalaga en þjóðirnar munu dýpka sam- starf sitt á sviði varnarmála. Þetta kemur fram í sameiginlegri grein varnarmálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, þeirra Anneli Taina og Björn von Sydow, er birtist um helgina í dagblöðunum Dagens Nyheter og Helsingin Sanomat. Haft hefur verið eftir embættis- mönnum að erfitt hafí verið að sameinast um þau atriði í grein- inni er varða hlutleysisstefnu ríkj- anna. Svíar virðast hafa viljað leggja meiri áherslu á hlutleysi en Finnar. Það hafi verið mat Finna að hyggilegra væri að lýsa því yfír að ekki væri tímabært að sækja um aðild að Atlantshafsbandalag- inu að svo stöddu. Taina og von Sydow leggja í grein sinni áherslu á að hlutleysið sé ekki markmið í sjálfu sér held- ur leið til að tryggja öryggi þjóð- anna. Þar sem aðstæður Finna og Svía séu nú mun líkari en áður sé timabært að samræma varnarmál sem mest. Eins og staðan er í dag sé aðild að hernaðarbandalagi hins vegar hvorugri þjóð í hag. Upp á síðkastið hefur mátt greina merki þess að í burðarliðn- um sé að samræma varnarmála- stefnu ríkjanna í auknum mæli. Herforingjar Finna og Svía hafa íhugað samstarf varðandi kaup á þyrlum og í síðustu viku var einnig tilkynnt um að fyrirtæki í varnariðnaði stefni að auknu sam- starfí sín á milli. Nú segja varnarmálaráðherr- arnir að ríkin ætli að bera saman bækur sínar varðandi vopnakaup og annan varnarbúnað, landhelg- isgæslu, þátttöku í friðargæslu og fjölþjóða æfingum. Síðast en ekki síst hyggist þau svo skiptast á hernaðarsérfræðingum og emb- ættismönnum. Taina og von Sydow leggja samt áherslu á að samstarf þeirra komi ekki í stað þátttöku í öðru fjöl- þjóðlegu samstarfi. Segja varnar- málaráðherrarnir að þeir vilji vinna að því að fjallað verði um ör- yggismál út frá sérnorrænu sjón- arhorni. f greininni er tekið fram að NATO verði áfram hornsteinn ör- yggis í Evrópu. Hins vegar verði að stuðla að því með samvinnu og sáttmálum að auka traust og gegnsæi í evrópskum hernaðar- og öryggismálum. Einkum þyrfti að vinna að þessum markmiðum meðal þjóða við strendur Eystra- salts. Jónsmessu- hátíð í Hafnarfírði í HAFNARFIRÐI verður Jóns- messugleðin endurvakin á sérstakri Jónsmessuhátíð í Hellisgerði þriðju- daginn 23. júní klukkan 18. „Lögð verður áhersla á trúna og kraftinn sem fylgja hinni mögnuðu Jóns- messunótt og m.a. leitað óskasteina sem þá magnast. Leitast verður við að hafa stemmninguna sem dular- fyllsta og engin sölumennska við- höfð,“ segir í fréttatilkynningu. „íþróttaálfurinn kemur í heimsókn og ber sig saman við hina álfana. Síglaðir söngvarar sem kalla sig Ljúflinga sjá um fjöldasöng og Kur- an Swing leikur. Dagskránni lýkur kl. 23, hægt er að taka með góðgæti og grillað verður á staðnum. Það eru menningarmála- og ferðamálanefndir ásamt Æskulýðs- ráði Hafnarfjarðar sem standa að hátíðahöldunum," segir í fréttatil- kynningu frá undirbúningsnefnd. Jónsmessunæt- urganga Ar- bæjarsafnsins FARIÐ verður í Jónsmessunætur- göngu um Elliðaárdal 23. júní kl. 22.30. Á göngunni mun fólk fræðast um íslenska þjóðtrú og sögu Elliðaár- dalsins, undii- leiðsögn Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgai’stjómar. Lagt verður af stað írá miðasölu Ár- bæjarsafns og er þátttaka ókeypis. I upphafi göngunnar verður kynnt ný bók um Elliðaárdalinn. Sumar- tilboð 20% afsláttur af öllum vörum vikuna 22. til 27. júní. Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði purning 8 Hvaða ár var ktfikmyndin Orease frumsýnd í Bandaríkjunum? m Svara&u á netinu eða á FM 957 og fylgstu með. Rýmingarsala Rýmum fyrir nýjum vörum 25-40% afsláttur Ath! Ekki minni gæði heldur aðeins flísar sem ekki koma aftur. Jafnvel til í magni. Fyrstur kemur, fyrstur fær! EINSTAKT TÆKIFÆRITIL AÐ GERA GÓÐ KAUP. Nýkomin náttúruskífa frá kr. 2.880 stgr. m2. Einnig ódýrar gólfflísar 31,6x31,6 á kr. 1.590 stgr. Gxðtfís»r á góðu verði " / w ^ rjí jl( m. m Tr 2 a Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 www.mbl.is AUÐLINDHf. AÐALFUNDUR Aðalfundur verður haldinn á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík þann 23. júní 1998, kl. 16:30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings 1997-1998 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar 4. Tillaga um breytingar á samþykktum sem varða heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 1.442.300.000 kr. og til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör sem skal ráðast af virði eigna og skuldbindinga sjóðsins og markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjárhækkuninni er að ná fram aukinni áhættudreifingu. Lagt ertil að hluthafa- fundur víki frá áskriftarrétti hluthafa vegna hækkunarinnar. Heimild þessi gildirtil 1. júní 2003 5. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins 6. Kosning stjórnar félagsins | 7. Kosning endurskoðenda félagsins 1 8. Ákvörðun um laun stjórnarmanna 9. Erindi um íslenskan hlutabréfamarkað 10. Önnur mál Reykjavík 11. júní 1998 Stjórn Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 108 Reykjavík • Síml 515-1500 Fax 515-1509 • www.kaupthing.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.