Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 21 LISTIN kemur víða við og er þá gjarnan tengd hafinu eins og þetta vatnslistaverk. kenndur er við hann. Efst í tumin- um er veitingahús og er gott útsýni þaðan yfir svæðið og víðar. I Vatnaskálanum (Pavilhao Da Agua) er gestum, ekki síst bömum, boðið upp á að taka þátt í ýmsum vísindatilraunum með aðstoð danskra vísindamanna. Með hjálp tæknibúnaðar er mönnum gert kleyft að kynnast hvernig rafmagn er framleitt með vatnsafli svo dæmi sé tekið. Enda þótt heimssýningunni sé ekki ætlað að vera vömsýning vom nokkur stórfyrirtæki þar með sýn- ingarskála. Eitt þessara fyrirtækja var úraframleiðandinn Swatch en fyrirtækið hannaði úr sem gildir sem aðgöngumiði á heimssýninguna í einn dag. í sýn- ingarskála Swatch er hægt að skoða litaglöðu plastúr- in þeirra sem em hentug til íþróttaiðkana, ekki síst til sunds, því úrin hafa frá upphafi verið vatnsheld. Eitt skemmtiat- riðanna hjá Swatch er að gestirnir eru kfæddir í regnkápu og fengin regnhlíf í hönd. Síðan ganga gestimir undir vatnsbunur og þá heyra þeir hin undarlegustu hljóð undir regn- hlífinni. Margt verður mönnum þannig að gam- anefni á svona sýningum. A víð og dreif um svæðið em verslanir þar sem seldir em minja- gripir og ýmsar sérverslanir sem selja listiðnað eins og glervöm. Meðal minjagripa sem gestir kaupa var hann Gil litli sem er verndar- tákn heimssýningarinnar. Gil þessi er öflugur talsmaður umhverfis- verndar á jörðinni. Nafn hans hefur sögulega skírskotun en hann heitir eftir frægum sæfara þeirra Portú- gala. Listrænar uppákomur allan daginn Ymsar uppákomur eru allan dag- inn einhvers staðar á svæðinu, hvort sem það er á sviði sem flýtur við höfnina, í görðunum, á útisviðinu við göngugötuna, á Sony-torginu eða þá fyrir framan einstaka sýningar- skála. Þennan dag hlustaði ég á hol- lenska strengjasveit spila klassíska tónlist og heyrði Antonío Rocha og Beatriz Conceigao flytja fadó sem er portúgölsk þjóðlagatónlist. Mér er sagt að fadótónlistin tjái löngun eftir því sem liðið er eða hefur ekki ræst eða tjáir sorg. Tónlistin er því trega- blandin og tilfinningarík auk þess að vera afar áheyrileg en skemmtilegra hefði verið að skilja textann. Þá flutti Graduale-kórinn íslensk lög undir stjóm Jóns Stefánssonar fyrir framan íslenska sýningarskálann sem einnig var mjög ánægjulegt. Kórinn var á söngferðalagi um Portúgal. Auk þessara atriða vora á dagskrá dans- og leiksýningar, ljóðaflutningur, fimleikar og popptónleikar flutt af listamönnum frá þátttökulöndum sýningarinnar. Listin kemur víða við og er þá gjarnan tengd hafinu. Höggmyndir og vatnslistaverk má finna á sýning- UMHVERFI sædýranna er búið til af leikmyndahönnuðum en gróðurinn er að mestu ekta. arsvæðinu. Gangstéttir hafa verið skreyttar mosaíkmyndum sem gerð- ar hafa verið undir áhrifum frá sjón- um. Það myndi æra óstöðugan að telja upp allt það sem hægt er að sjá og heyra á heimssýningunni í Lissabon. Hér hefur aðeins verið talið upp það helsta. Tekur það minnst tvo daga að ætla að skoða öll herlegheitin. Hverjum degi lýkur með athyglis- verðri margmiðlunarsýningu þar sem höfnin lýsist upp fýrir tilverkn- að stórkostlegrar flugelda-, videó- og leysi-sýningar. Sýningin er um miðnætti og er lokaatriði dagsins. Svæðinu er svo lokað klukkan þrjú eftir miðnætti. Geta menn eytt tím- anum þangað til á veitinga- og kaffi- húsum þar sem hægt er að kynn- ast eldamennsku frá hinum ýmsu þjóðlöndum Mexíkó, Rúss- landi, Macao og Egyptalandi svo dæmi séu tekin. Dagskort á EXPO 98 kostar 2.500 íslenskar krónur og er helmings afslátt- ur fyrir böm að tólf ára aldri en frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa kort sem gildir í nokkra daga. Gildir kortið inn á flesta sýningar- skálana nema Framtíðarskál- ann, þar þarf að greiða sérstaklega fyrir aðganginn. Innan svæðisins ferðast menn á tveim jafnfljótum. Þeir sem era þreyttir eða nenna ekki að ganga geta leigt sér rafknúin hjól tO að ferðast á. Togbrautarvagnar ganga yfir svæðið og þaðan er hægt að njóta útsýnisins. Allar þátttökuþjóðirnar á heims- sýningunni fá úthlutað einum degi sem er þeirra þjóðardagur. Þessi dagur er talinn hápunktur þátttöku hverrar þjóðar og er hvatt til þess að þær bjóði upp á viðburði sem eft- ir er tekið meðal sýningargesta. ís- lenski þjóðardagurinn verður laug- ardaginn 27. júní næstkomandi. Þá munu forseti Islands, hr. Olafur Ragnar Grímsson, og Björn Bjarna- son menntamálaráðherra ásamt frúm sínum heimsækja sýninguna og verður opinber dagskrá þeim til heiðurs. Þennan dag munu um 80 ís- lenskir listamenn og skemmtfkraft- ar skemmta sýningargestum á tíu stöðum á sýningarsvæðinu. Fjölmargir aðrir viðburðir verða á heimssýningunni sem Island teng- ist. Sem dæmi má nefna báta- og skipasýningar og siglingakeppni og munu Islendingar senda sína full- trúa á skipasýninguna, það verður Hvítanesið, saltfiskskip SÍF, og verður þar móttaka á þjóðardegi ís- lands. Portúgalir og fleiri þjóðir sýna einnig fræg skip af ýmsum gerðum sem þegar hafa gegnt hlut- verki sínu. Bátur frá Trefjum í Hafnarfirði sem kallast Vaya Con Dios hefur verið á sýningunni frá upphafi og verður út júnímánuð. Talið er að um 15 milljónir manna sæki sýninguna heim á þeim fjómm mánuðum sem hún stendur yfir en henni lýkur 30. september. Islenski skálinn vekur athygli ÍSLENSKI skálinn er um margt skemmtilega útfærður. Áður en gestir koma inn í skálann ganga þeir framhjá bláum ísvegg þar sem vatn rennur stöðugt niður. Þar staðnæmast þeir gjarnan og snerta ísflötinn eða greypa nafnið sitt í vegginn. I fremri hluta skálans hefur margmiðlunartæknin verið tgkin í notkun. Gestir hafa þar aðgang að ítarlegum gagn- virkum upplýsingum um fs- land og íslendinga. Á stórum skjá eru sýndar myndir um Is- land, náttúru, menningu og at- vinnuvegi. Lítil verslun er í anddyrinu, þar eru seldar ýmsar afurðir úr sjónum eins og lýsi, kavíar og sfld og svo íslenskt vatn. Þegar gengið er inn í innri salinn standa menn eins og á bryggju og fyrir framan hana er vatn eða sjáv- arströnd allt eftir því hvernig menn vilja hafa það. Af bryggjunni horfa gestir á kvikmynd á íbognu tjaldi. Myndin sýnir fyrst hvernig land rís úr hafí við eldgos. Síð- an er farið ofan í sjóinn og líf- ríkið skoðað. Áhorfandinn skýst með hnúfubak upp úr sjónum og sýnd eru ýmis til- brigði hafsins ofansjávar eftir veðri og vindum. „Megin hugmyndin í hönnun íslenska skálans er að skapa andrúmsloft þar sem áherslan er lögð á hreinleika, fersk- leika og friðsæld íslenskrar náttúru og þar sem sýningar- gestir fá tilfínn- ingu fyrir kyrrð og ró. Gestirnir eiga að geta komið hingað inn ef til vill þjakaðir af hávaða, hita og þreytu. Sest hér flötum beinum á bryggjunni og slakað á. Það er einmitt það sem flestir gera sem hingað koma,“ segir Gestur Bárðarson, framkvæmda- sljóri skálans, þegar við heim- sækjum hann og starfslið hans til að skoða sýningarskálann og rabba við hann um undir- búningsvinnuna og viðtökur gestanna. „Við tókum þá djörfu ákvörðun að tvöfalda sýning- arrýmið tæpum Qórum mán- uðum áður en sýningin átti að hefjast. I stað þess að þjappa forsalnum og sýningarsalnum í einn skála gátum við stækk- að biósalinn sem að öðrum kosti hefði orðið mun minni. Eins og hann er núna þá nýtur hann sín vel. Það má geta þess að sjónvarpsstöðin UIC sem er önnur stærsta sjónvarpsstöðin í Portúgal hefur farið viður- kenningarorðum um íslenska skálann og telur hann með þeim athyglisverðustu sem þjóðirnar bjóða upp á.“ Gestur segir að kvikmyndin sem sýnd er á tjaldinu sé klippt saman úr brotum úr öðrum myndum eins og heim- ildarmynd um Surtsey. Árni Páll Jóhannsson sem hafi haft yfirumsjón með hönnun sýn- ingarskálans hafí séð um gerð kvikmyndarinnar. „Það er GESTUR Bárðarson, fram- kvæmdastjóri íslenska sýn- ingarskálans. Við hlið hans má sjá unga gesti krota nafn- ið sitt í ísvegginn sem er við inngöngudyr skálans. * Islenski sýningarskál- inn á Expó 98 hefur hlotið verðskuldaða athygli og hafa undir- tektir gesta við því sem þar er boðið upp á verið góðar, að sögn Gests Bárðarsonar, framkvæmdast.j óra skálans. GIL er verndartákn heims- sýningarinnar en hann er málsvari umhverfisverndar í heiminum. með vilja að enginn maður er á myndinni en henni er ætlað að vera eins konar vatns- fantasía," segir Gestur. Tónlistin með myndinni er athyglisverð og skapar skemmtileg hughrif en hún er samin af Margréti Örnólfs- dóttur. Þrettán manns vinna við skálann, þar af tveir Portúgal- ir. „Islendingarnir sem vinna hér eru ungt fólk sem talar annað hvort portúgölsku eða frönsku. Nokkrir þeirra hafa verið skiptinemar í Portúgal og þekkja því vel til lands og þjóðar. Einnig starfar hér tæknimaður, Kristján Magnús- son, sem er hér allan daginn meðan á sýningunni stendur." Hvernig hefur samvinnan verið við Portúgali? „Hún hefur verið mjög góð. Okkur leist reyndar ekki á blikuna þegar við komum hingað í marz, þá var svo margt ógert. En þeir hafa staðið við sitt. Það hefur auð- veldað mér samstarfíð að ég þekki Portúgali ágætlega eftir að hafa starfað í tvö ár sem verkefnisstjóri fyrir Hampiðj- una meðan verið var að setja á laggirnar verksmiðju þeirra í Pompal fyrir tíu árum.“ Það vekur athygli að ís- lenski sýningarskálinn er ekki í þyrpingu skála sem tilheyra Evrópulöndunum, hvernig ætli standi á því? „íslendingar gátu valið um nokkra staði á sýningarsvæð- inu fyrir aðstöðu sína. Við völdum hið svokallaða suður- svæði þar sem má búast við mikilli umferð. Ástæðan er einkum sú að íslenski sýning- arskálinn er á móti risastórum sýningarskála Brasilíumanna. Vegna tungumála og menn- ingartengsla er talið að Portú- galir muni hafa mikinn áhuga á skála þeirra en áætlað er að tæpur helmingur sýningar- gesta verði Portúgalir. Gestur er spurður að því hvernig aðsóknin hefur verið að íslenska skálanum? „Aðsóknin á heimssýning- una hefur farið hægt af stað. Hingað hafa komið að með- altali um 25 þúsund manns á dag. Þar af höf- um við fengið um 10% eða rúmlega tvö þúsund manns á dag. Það er ekkert undar- legt þótt að- sóknin hafí ver- ið dræm því veðrið hefur verið slæmt, rigning og svalt. Dræm að- sókn Portúgala sjálfra hefur vakið athygli. Talið er að þeir hafí ekki trúað því að allt væri tilbúið og viljað bíða þangað til svo yrði. Þetta eru óþarfa áhyggjur því allt er frágengið nema bflastæðin sem komast í gagnið eftir nokkra daga.“ Telur þú það hafa mikið gildi fyrir ísland að taka þátt í heimssýningunni? „Hér á sér stað ágæt land- kynning sem ég held að eigi eftir að skila sér. En aðalrökin fyrir því að íslendingar taka nú þátt í EXPO 98 eru þau að meginþema sýningarinnar er hafíð. Islendingar vilja vera í forystu fyrir verndun og skyn- samlegri nýtingu hafsins og eru brautryðjendur varðandi þróun þjóðarréttar um mál- efni hafsins. Sýningin veitir gott tækifæri til að koma okk- ar sjónarmiðum á framfæri en við höfúm margt fram að færa í þeim efnum á alþjóðavett- vangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.