Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR + Sigríður Helga- dóttir fæddist á Króksstöðum, Eyja- fjarðarsveit, 16. júní 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 12. júní síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Halldóra Sölvadóttir, f. 8. september 1884, d. 25. janúar 1954, og Helgi Helgason, f. 5. mars 1871, d. 16. júní 1955. Eignuð- ust þau 9 börn og náðu 4 þeirra fullorðinsaldri. Þau voru, auk Sigríðar, Aðal- steinn, f. 23. september 1910, d. 3. janúar 1991, Sigtryggur Jón, f. 27. september 1912, d. 9. júlí 1986, Jónína Ingibjörg, f. 20. nóvember 1922, d. 4. nóv- ember 1985. Hinn 12. janúar 1935 giftist Sigríður Gunnari Friðrikssyni vörubflsljóra, f. 24. september 1908, d. 23. ágúst 1967, ættuð- um frá Blöndu- gerði í Hróars- tungu. Börn Sigríð- ar eru: 1) Helga Hrönn Unnsteins- dóttir, f. 21. júní 1933, hún á 2 börn á lífi og 5 barna- börn. 2) Svala Sig- urborg Gunnars- dóttir, f. 11. maí 1935, hún á 3 börn og 5 barnabörn. 3) Einar Orn Gunn- arsson, f. 2. desem- ber 1938, maki María Jóhannsdóttir, f. 25. maí 1940, eiga þau 3 börn og 5 barnaböm á lífi. 4) Dóra Nikolína Gunnarsdóttir, f. 20. janúar 1950, maki Guðmundur Jón Jónasson f. 16. aprfl 1955, eiga þau 3 börn. Útför Sigríðar Helgadóttur fer fram frá Akureyrarkirkj u mánudaginn 22. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ástarþakkir elsku mamma alla fyrir lífsins stund. Fyrir unnu ævistörfin, ástarfórn og kærleikslund. Þegar lifs í þungu stríði þrengja að sinni málin vönd, göfuleikans glæstar perlur glitra ura minninganna lönd. Inn í fagra lífsins landið leita hjörtu vor til þín þar sem dýrðleg öUu yfir eilíf náðar sólin skín. Þar sem drottins dásemd ljómar dýrðin himins blasir við. Helgur andi lífs á landi leiði þig um þroskans svið. (Jón Bergsteinn Pétursson) Blessuð sé minning þín, elsku mamma. Börnin. Elskuleg fóðuramma mín, Sig- ríður Helgadóttir, kvaddi þetta líf hinn 12. þessa mánaðar. í byrjun maímánaðar þegar ég kom síðast til Akureyrar og heim- sótti Siggu ömmu leyndi sér ekki að margra mánaða veikindi höfðu sett mark sitt á hana. Yfir rjúkandi súkkulaðibolla og ljúffengum kræsingum áttum við saman stund sem í dag er mér ákaflega dýrmæt. Við rifjuðum upp þann tíma þegar ég var lítil stelpa með annan fótinn á heimili ömmu og afa í Norðurbyggðinni sem er rétt hjá húsi foreldra minna. Ég átti mikinn tíma með ömmu, sér- staklega eftir að afi lést og það var svo ótal margt sem við gerðum saman og gaman var að rifja upp. Þrátt fyrir að amma starfaði ut- MINNINGAR an heimilisins virtist hún alltaf hafa tíma til þess að sinna okkur böm- unum. í mörg ár færði hún mér í afmælisgjöf fullt box af nýbökuð- um litlum kökum með bleiku kremi. I hverri köku var falinn málsháttur og urðu þessar kökur frægar í mínum bamaafmælum. Það var Siggu ömmu hjartans mál að gleðja aðra og var það ávallt gert af einstakri alúð. Útsaumuðu og handmáluðu jólakortin hennar era listaverk sem vel era varðveitt svo að ekki sé talað um fallega skrifaðar kveðjumar, þannig mætti lengi telja. Fjölskyldan var ömmu það dýr- mætasta af öllu og skipti velferð fjölskyldumeðlima hana miklu máli. Ef einhversstaðar vora veik- indi fylgdist hún náið með líðan og bata og hvatning í námi og starfi var henni eðlileg öðram til handa. Það var svo auðvelt og gott að tala við hana ömmu, hún gat brúað öll kynslóðabil. Súkkulaðið var löngu búið í þess- ari síðustu heimsókn minni til hennar og amma var greinilega orðin þreytt. Það var komið að kveðjustund. Ég faðmaði ömmu þétt að mér í síðasta sinn og kyssti hana á báða vanga. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Siggu ömmu. Araa. Elsku amma mín. Eg veit þú fylgist með mér og leiðir mig á lífsins braut Allar ár eiga sinn farveg og okkar vegir liggja saman. Þótt sölt tár mín falli á lífsins leið mun styrkur þinn ávalit vera greyptur mér í minnum. Góð er gleðin, björt og hrein þin var einstök, hennar ég sakna. Þín Gunnur Ósk. Elsku amma mín. Núna ertu far- in burt í faðm afa Gunnars. Mér þykir erfitt að hugsa til þess að geta aldrei aftur heimsótt þig og spjallað um heima og geima. Hleg- ið með þér á góðri stundu eða fund- ið fyrir væntumþykju þinni og ást- úð þegar eitthvað bjátaði á. Hlýja og vináttuþel var nokkuð sem þú áttir alltaf nóg af og alltaf gastu gert gott úr öllu. Ég og Stefán fengum að njóta væntumþykju þinnar í ríkum mæli, sem og drengimir okkar tveir, sem alltaf vora til í að fara í heimsókn til ömmu Siggu. Það var sama hve mörg prakkarastrikin þeir gerðu, þú kipptir þér lítið upp við það og máttir ekki heyra á það minnst að þeir fengju ávítur fyrir. í dag verð ég að kveðja þig í hinsta sinn. En svo lánsöm er ég að eiga yndislegar minningar um þig sem ég mun geyma í hjarta mínu. Allir fallegu munimir sem þú bjóst til og gafst okkur munu alltaf minna okkur á þig og ég mun varð- veita þá eins og dýrgripi. Ég mun aldrei gleyma þér elsku amma mín og núna veit ég að þér líður vel. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Vei-tu sæl, elsku amma mín, og takk fyrir allt. Eydís. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öilum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Á fallegu sumarkvöldi kvaddi tengdamóðir mín, Sigríður Helga- dóttir, þennan heim. Langt er síðan leiðir okkar lágu saman, 10-11 ára stelpuskotta sat döpur úti í bíl hjá Jóni í Fífilgerði á leið í sveitina til Sollu, hann þurfti endilega að koma við í Rauðumýri 18 og heilsa upp á heiðui-shjónin Sigríði og Gunnar áður en farið væri úr bænum. Þau reyndu bæði að fá mig inn en nei takk ég ætlaði að bíða í bílnum, mér fannst ég vera ein í heiminum. Nokkur ár liðu og nú brá svo við að stelpuskottan fór að koma aftur í Rauðumýrina og vildi bara alls ekki fara þaðan, hafði klófest einkason- inn á heimilinu og nú varð ekki aft- ur snúið. Síðan era liðin um 40 ár og margs er að minnast. Fyrst og fremst langar mig, Sigríður mín, að þakka þér alla þá elsku í minn garð, oft á tíðum óverðskuldaða, þakka þér þá ástúð sem þú sýndir börnum okkar Einars og bamabömum. Þú tókst alltaf þátt í gleði okkar og sorg. Á besta aldri misstir þú manninn þinn hann Gunnar og markaði það efalaust allt þitt líf eft- ir það, en þú þurftir að halda áfram og bömin þín studdu þig og hjálp- uðu. Þú varst mjög ákveðinn per- sónuleiki, hafðir skoðun á öllum málum og lást ekkert á þeim. Frændrækin varst þú með ein- dæmum, ræktaðir þann garð vel og stór er vinahópurinn sem syrgir þig núna. Ég held nú samt að barna- börn og langömmubömin hafi alltaf haft sérstakan sess í hjarta þínu, alltaf fylgdist þú með öUu sem þau tóku sér fyrir hendur og gladdist yfir öUum sigram þeirra og fannst til með þeim ef miður gekk. Síðasti vetur var búinn að vera þér mjög erfiður, margar ferðir þurftir þú að fara niður á Sjúkrahúsið, þú varst orðin þreytt á þessu, fannst lítið ganga, þó alltaf dásamaðir þú lækn- ana þína og starfsfólkið aUt fyrir frábæra umönnun, sem er ekki of mælt. Margt verður til að minna á þig áfram, allir faUegu munimir þínir sem þú gafst okkur verða vel varðveittir og fáir skrifuðu betur en þú. Ég bið góðan guð að gefa fjöl- skyldunni allri styrk í sorg okkar og söknuði. Guð blessi minningu þína. Það var gott að vera tengda- dóttir Sigríðar Helgadóttur. María. + Einar G. Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 11. september 1914. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- laugsson trésmiður og kona hans Mar- grét Einarsdóttir. Bræður ^ hans eru Þór og Ásgeir Kári. Einar kvæntist Margréti Sigurðar- dóttur 1942 og böm þeirra eru Sigríður, f. 1944, Það er sárt þegar vinir kveðja, sem við höfum þekkt lengi og met- um að verðleikum. Einar G. Guð- jónsson var kvæntur Margréti Sig- urðardóttur Magnússonar yfir- læknis á Vífilsstöðum og Sigríðar J. Magnússon, en Getta var æsku- vinkona mín og eins konar uppeld- issystir. Ég ræddi við Gettu mína kvöldið áður en Einar lést. Hún velti þvi fyrir sér, hvers mætti vænta, ef hann lifði slysið af. Oft áður hafði ég reynt styrk hennar og skynsemi, en aldrei jafn áþreif- anlega og í þessu samtali okkar. Einar var Verslunarskólagenginn og var deildarfulltrúi í innlagna- deild Rafmagnsveitu Reykjavikur. Hann var ötull starfsmaður og ósérhlífinn. Einar var hreinskipt- inn og lá ekki á skoðunum sínum, sama hver átti í hlut. Hann var maður seintekinn, en ef viðkom- andi öðlaðist vináttu hans eignað- ist hann traustan og góðan vin. maður hennar er Sigvaldi Þór Egg- ertsson, og Guðjón, f. 1946, kona hans er Bryndís Jóns- dóttir. Bamabömin em sex. Einar útskrifað- ist úr _ Verslunar- skóla Islands árið 1932. Hann vann mestallan sinn starfsaldur á skrif- stofu Rafmagns- veitu Reykjavíkur, eða til ársins 1981. títför Einars fór fram frá Neskirlqu 16. júní. Einar og Getta byrjuðu sinn búskap í lítilli íbúð hjá foreldram hans, og þar eignuðust þau tvö böm sín, Sigríði og Guðjón, sem verið hafa foreldram sínum stoð og stytta, ekki síst er aldurinn færðist yfir þau. Fljótlega byggðu þau Einar reisulegt hús á Grenimel ásamt Guðmundi Benediktssyni borgar- gjaldkera, vini sínum, og þangað var gott að koma. Einar og Getta létu sér annt um að halda fjöl- skyldum þeirra beggja saman, og á Grenimelnum réð samheldnin ríkjum hjá ungum og öldnum. Væntumþykja þeirra hjóna var auðfundin og góður andi sveif þar yfir vötnum. Einar og Getta byggðu sér sumarbústað í landi Kárastaða í Þingvallasveit, létu sér annt um staðinn, unnu að gróðursetningu og hlúðu að afkomendum sínum. Þangað var ferðinni heitið, þegar slysið varð. Einar var viðfelldinn í framkomu, þægilegur í viðræðum, börn löðuðust að honum og hann lét sér annt um vini sína. Hann lifði farsælu lífi, þau hjónin gengu oft úti og fóru oft saman í sund. Þau ferðuðust oft saman bæði innanlands og utan og kynntu sér aðstæður, áður en farið var, til að stuðla að lærdómsríkri ferð. Við hjónin vottum Gettu og fjöl- skyldu hennar innilega samúð á erfiðum tímum og blessuð sé minning Einars Guðjónssonar. Guðrún P. Helgadóttir. Elsku afi. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að rita þér þetta bréf til að þakka þér fyrir samveruna síðastliðin ár. Málið er að ég veit ekki hvert skal senda bréfið. En þótt þú fáir sennilega engan Mogga þar sem þú ert núna vona ég að með ein- hverjum hætti takist þér að skynja það sem hér stendur. Ég trúi því nefnilega að þú sért enn til þótt í öðru formi sé en áður. Á sama hátt og við lukum oft spjalli okkar hér áður með því að segja hvor við annan „takk fyrir spjall- ið“ segi ég nú: Takk fyrir samver- una. Það er víst að samveran við þig hefur gefið mér mikið. Þú varst í raun ekki bara afi minn heldur líka besti vinur, og meira að segja „aktívur“ vinur. Ég minnist þín sem sérlega úrræða- góðs og skarps 84 ára gamals manns sem var svo vel með á nót- unum að hann gat allt eins verið 50 árum yngri hvað andlegt at- gervi varðaði. Á góðri stundu varstu manna skemmtilegastur, sposkur, kíminn og orðheppinn. Fyrir mig gat það virkað beinlínis endurnærandi og afslappandi að umgangast þig og rabba um dag- inn og veginn, hvort sem það var um mál sem hátt bar í þjóðfélag- inu þá stundina, viðgerðir á hús- inu okkar eða framtíðarplön, oftar sennilega mín en þín. Ofarlega í huga mér eru sumar- bústaðaferðirnar sem við höfum farið saman síðastliðin ár, þú, ég og amma, en þar áttum við góðar stundir með foreldram mínum og systrum. Ég veit að það fannst þér líka. Það var einstakt hvað þú gast lifað þig inn í smáu hlutina og haft gaman af þeim. Það vil ég gjarnan læra. Ég minnist þess þegar þú leist við einhverju sinni þegar við Sigrún voram að mála svefnherbergið á Grenimelnum. Liturínn sem við settum á vegg- ina var dumbrauður en veggirnir voru áður hvítir. Margir hefðu nú haldið að svo róttækar breytingar væru ekki eftir þínu höfði þar sem þú áttir jú húsið og hafðir að auki mjög ákveðnar skoðanir á hlutun- um. En það lýsir svo vel sjálfum þér og þínu viðhorfi til mín að þegar þú hafðir með sjálfum þér ákveðið að þetta væri eitthvað sem ég skyldi ráða, stóðstu hund- rað prósent með mér í öllu verk- inu, tókst þér pensil í hönd og tal- aðir ekki um annað næstu vikuna en hvað þetta væri nú allt eins og danskt hjá okkur félögunum, áferðin, liturinn, undirvinnan og vandvirknin þvílík að maður gat haldið að næsta skref væri að taka við verðlaunum fyrir verkið. Það var þetta viðhorf þitt til hlut- anna sem gerði þig svo skemmti- legan þegar þú vildir svo við hafa. Ég er ekki fjarri því að orðið „lífskúnstner" fari nálægt því að lýsa því sem ég er að reyna að segja hér. Nú er ekki svo að skilja að þú hafir verið allra maður heldur var það frekar svo að þer líkaði við suma og aðra ekki. Ég var svo heppinn að tilheyra fyrri hópnum og fyrir það að fá að vera vinur þinn er ég ævinlega þakk- látur. Eitt er það sem ég vil minnast áður en ég hætti, en það var þetta með „sjentilmanninn" og „kavalí- erinn“. Við mamma voram að rifja það upp fyrir skömmu þegar við einhverju sinni sóttum þig á Land- spítalann úr minni háttar „inspek- síon“. Á leiðinni út um aðaldyr spítalans kemurðu auga á hjúkr- unarkonu sem áður hafði hjúkrað þér. Einhvern veginn æxlaðist það þannig að við þuiftum að snúa okkur í hálfhring áður en við geng- um út um dymar. Hjúkranarkon- an var í nokkurri fjarlægð frá okk- ur og þú áttaðir þig ekki á hver þetta var fyrr en þú varst kominn u.þ.b. hálfan hring í viðsnúningn- um. Eins og ósjálfrátt heldurðu áfram snúningnum og klárar heil- an hring þannig að nú snýrðu aftur að hjúkrunarkonunni en á sama augabragði færist höndin upp að hattinum og þú tekur ofan fyrir henni og hneigir þig. Þetta fannst okkur mömmu lýsa vel herra- manninum sem þú gast sýnt af þér við þá sem þér líkaði. Enda þarf ég reyndar ekki að leita langt að dæmunum því ég man ekki eftir því í öll þau ár sem ég borðaði með ykkur ömmu sunnudagsmáltíðina að þú hafir nokkru sinni fengið þér á undan mér á diskinn. Og það var ekki af skyldurækni heldur bara einhvern veginn naustu þín betur þannig. Jæja, kæri afi, það er mikill missir af þér héðan af Grenimeln- um og við amma söknum þín mik- ið. Ég veit að svo er einnig með aðra í fjölskyldunni sem notið hafa návistar þinnar. Ég ætla að kveðja þig núna, ég vona að eitt- hvað af þessu nái til þín og ég trúi því að við munum hittast aftur. Þinn Einar. EINAR G. GUÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.