Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Guðmundur Jó- hannsson fædd- ist á Patreksfírði 31. mai 1941. Hann lést á hjartadeild Landspitalans 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Laugardal í Tálkna- fírði, f. 19.11. 1903, d. 2.5. 1989, og Jó- hann Magnússon frá Patreksfirði, f. 2.9. 1904, d. 18.7. 1971. Systkini Guð- mundar eru Magnús, Hjördís og Álfhildur. Hinn 5. desember 1964 kvæntist Guðmundur Guðrúnu Álfgeirsdóttur, f. 14.11. 1939. Elsku pabbi! Þar kom að því að hjarta þitt hætti að tifa. Heima á stofugólfínu hjá ykkur mömmu eft- ir ánægjulegt kvöld. Því miður báru lífgunartilraunir ekki tilætlaðan ár- angur og sú staðreynd að þú kemu- ur ekki aftur er ekki raunveruleg því tómarúmið sem þú skilur eftir þig er svo stórt. Við erum svo lítil án þín. Hver á nú að sjá um svo margt sem var þín sérgrein á heim- ilinu, eins og að grilla fyrir okkur í sumar? Þú varst svo mikið fyrir mat, pabbi minn, og þeir sem komu til þín máttu ekki fara svangir út. Hjarta þitt hafði svo sannarlega iátið þig vita af sér síðustu árin. Þú sagðir alltaf að þetta væri bara millirifjagigt þegar fyrstu óþægind- in fóru að bæra á sér fyrir rúmum 10 árum. Síðan var það ljóst að svo var ekki og hófst þá þín hjartasaga sem við þekkjum og vitum nú end- inn á. Það eru margar minningarnar sem ég get yljað mér við nú þegar þú ert farinn, pabbi minn. Ég var víst alltaf mikil pabbastelpa og var svo heppin að vera elst af stelpun- um þínum. Mínar íyrstu minningar eru frá Kaplaskjólsveginum þar sem við bjuggum okkar fyrstu ár. Jói afí, Fía amma, Hadda og Jói frændi bjuggu þá í sama húsi og við, sannkölluð stórfjölskylda. Þá var stutt fyrir okkur tvö að fara niður á höfn að skoða skipin meðan mamma eldaði sunnudagsmatinn. Sjórinn var mikill vinur þinn frá því í bernsku á Patreksfirði og leitaði hugur þinn oft til þess tíma. Þú sagðir stundum að þig hefði langað til að verða skipstjóri og sigla um höfin blá. Nú getur þú loksins látið draum þinn rætast. Ég man þegar þú varst með Hús- gagnaverslun Reykjavíkur og ég var að hjálpa þér á skrifstofunni við að fylla út eyðublöð sem áttu að fara í bankann eða að pakka inn jólagjöfum fyiir þá sem þú vildir gleðja. Þetta voru góðir tímar og varst þú afar stoltur af búðinni þinni á tveimur hæðum með þess- um fína gosbrunni í. Líf þitt og yndi var að selja húsgögn og varstu mik- ill smekkmaður í þeim efnum. Pabbi minn, líf þitt var ekki alltaf dans á rósum, en þú hafðir trú á sjálfum þér hvemig sem allt gekk. Hugsun þín til síðasta dags var sú að hætta ekki að vinna þó þrekið væri minna vegna hjartasjúkdóms þíns. Hugrekki þitt og þrautseigja verða mér alltaf minnisstæð ásamt léttri lund og góðu skopskyni. Stelpurnar mínar voru heppnar að fá að kynnast þér. Heiðdísi tekur andlát þitt sárt og hún saknar þín mikið, góða afa síns eins og hún segir. Harpa hefur ekki eins mikið vit, en hún veit að þú ert hjá Guði og öllum englunum. Elsku pabbi, þetta verða kveðju- orðin mín til þín. Hafðu þakkir fyrir svo margt sem þú kenndir mér um lífið og þann stuðning sem þú hefur sýnt mér gegnum tíðina. Þín mun ég sakna sárt. Börn Guðmundar og Guðrúnar eru: 1) Olga Björk, f. 5.4. 1963, gift Snorra Hreggviðssyni, þeirra börn eru Heiðdís, f. 28.10. 1987, og Harpa, f. 2.11. 1994. 2) Hólm- fríður, f. 16.7. 1968 , í sambúð með Sig- hvati Bjarnasyni, þeirra bam er Fannar Freyr, f. 18.6. 1997. 3) Jó- hanna Hjördís, f. 25.7. 1971, í' sambúð með Jóhannesi R. Ólafssyni, þeirra barn er Dagný Björk, f. 19.12. 1995. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér viidi ég glaður verða betri en ég er. Því eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fjjótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Olga Björk. Elsku pabbi minn! Það er svo erfitt að trúa því að þú sért dáinn. Síðast þegar ég hitti þig varstu svo kátur og þér leið svo vel. Þú grillað- ir fyrir okkur mömmu og Fannar Frey, litla dóttursoninn þinn, sem þér þótti svo vænt um. Tveimur tímum eftir að ég fór frá þér veikt- ist þú svo skyndilega og við tók erf- iður tími á gjörgæsludeildinni. Við héldum alltaf í þá veiku von að þú kæmist til meðvitundar á ný, en sú varð ekki raunin. Andlát þitt bar að á hjartadeildinni þremur dögum síðar. Elsku pabbi, missir okkar er mik- ill því þú varst svo stór hluti af lífi okkar. Það er erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig meir og fá að halda utan um þig. Þú varst svo góður og kærleiksríkur maður, hugsaðir fyrst um aðra og svo um sjálfan þig. Þannig varstu, hræddur um að vera að gera öðrum ónæði og vildir láta lítið fyrir þér fara. Þegar sonur minn, Fannar Freyr, kom í heiminn fyrir ári varstu svo glaður og stoltur afi. Hann var fyrsti dóttursonurinn af bamabörn- unum þínum. Oft var kátt á hjalla þegar við hittumst öll fjölskyldan heima hjá ykkur mömmu og þú dansaðir og söngst fyrir litlu bama- bömin þín. Nú dansa þau án þín og sakna þín mikið. Brúmma bók verð- ur alltaf bókin hans afa því þú þreyttist aldrei á að lesa hana upp- hátt fyrir þau. Mitt hlutverk nú er að varðveita minninguna um þig og segja Fann- ari Frey hversu góður afi þú varst. Ég minnist þess þegar þið mamma komuð í heimsókn til mín og ég var svo kvíðin yfir væntanleg- um niðurstöðum stærðfræðiprófsins sem ég tók. Innst inni var eins og þú vissir að kvíði minn væri ástæðu- laus, þú hringdir í kennara minn og komst sigri hrósandi inn í stofu til mín og sagðir að ég hefði náð próf- inu. Þú varst jafn stoltur og hefðir þú tekið prófið sjálfur. Fórst að leggja drög að útskriftarveislu fyrir mig, sem var haldin heima hjá ykk- ur mömmu viku áður en þú lést. Þú naust þín svo vel í gestgjafahlut- verki og vildir taka vel á móti fólki. Elsku pabbi, þið mamma stóðuð svo sannarlega vel saman í blíðu sem stríðu. Það er erfitt að horfast í augu við að þú standir ekki við hlið hennar núna og njótir sumarsins með henni, sem var þinn uppáhalds- tími. Það fyllir enginn það skarð sem þú skilur eftir þig, en við stelp- urnar þínar þrjár verðum við hlið mömmu eins og við getum. Lífið heldur áfram hjá okkur hinum í minningu þinni. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem fóður. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þín dóttir Hólmfríður. Nú er hann látinn, blessaður tengdafaðir minn, góður vinur og félagi, Guðmundur Jóhannsson. Þó mér sé tregt penna að hræra vegna eftirsjár og sorgar þá langar mig samt að hripa nokkur fátækleg kveðjuorð á blað til að minnast þessa væna manns sem var hvers manns hugljúfi. Hann var væntan- lega hvíldinni feginn eftir langvar- andi hjartakveisu sem hafði mikil áhrif á hann og hans nánustu síð- ustu árin en það má hann Gummi eiga að aldrei gaf hann upp vonina um bjartari tíð með blóm í haga. Sölustörf voru hans yndi og ævi- starf en hann hafði því miður ekki alltaf erindi sem erfiði þegar krón- ur og aurar voru annars vegar. Öðlingur og góðmenni eru orð sem eiga að öðrum ólöstuðum betur við Gumma en flesta aðra menn sem ég hefi kynnst um ævina. Ég á honum að þakka gjörbreytta og jákvæðari lífssýn ásamt reynslu af ýmsum toga sem mörgum gefst ekki tæki- færi til að öðlast á heilli mannsævi. Gummi var vinur vina sinna og góð- hjartaður úr hófi fram en með of stórt hjarta í þess orðs fyllstu merkingu þar sem það brást honum að lokum án þess að tími gæfist til að kveðja. Alltaf er sárt að sjá á eft- ir sínum nánustu og ekki síst þeim sem eru ungir, eiga framtíðina fyrir sér eða hafa ekki náð að koma í verk öllu því góða sem þeir höfðu í hyggju. Betri afa er vart hægt að hugsa sér og hafa dætur mínar misst mikinn og góðan vin sem erfitt verður að bæta. Hann var Olgu minni, systrum hennar og tengdamóður minni mikill hai-mdauði og get ég einungis von- að að tíminn lækni þau sár sem þarf að græða. Mér er sárt að kveðja þig og mun ætíð minnast þess góða sem þú skildir eftir í huga mér og minna og vona að þér farnist vel í heimi fram- liðinna. Þinn tengdasonur, Snorri Hreggviðsson. Með þessum orðum kveð ég þig elsku pabbi minn. Guðdóras elskueðlið djúpa, inn til þín ég mæni klökk. Ó, ég þarf að krjúpa, kijúpa, koma til þín heitri þökk. Án þín hefði’ eg gæfu glatað, Guð, sem vakir yfir mér. Án þín hefði’ eg aldrei ratað, og þó gat ég vantreyst þér. Ó, að trúa, treysta mega, treysta þér sem vini manns, Drottinn Guð, að elska’ og eiga æðstu hugsjón kærleikans. (Ólöf Sigurðard.) Guð geymi þig. Þín dóttir, Jóhanna Hjördis. Lóukvak og léttfætt lömb á grundum kalla hug minn heim, á hljóðum stundum hvíslar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson. ) A sólbjörtum sumardegi, þegar náttúran skartaði sínu fegursta, kvaddi hann Guðmundur bróðir minn þetta jarðlíf. Hann var yngst- ur okkar systkina og þar sem níu ár GUÐMUNDUR JÓHANNSSON SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 35 .... I .— ■ I skildu okkur að er mér í fersku minni 31. maí árið 1941 þegar hann leit fyrst dagsins ljós. Það ríkti mikil ánægja í fjöl- skyldunni þegar lítill bróðir kom í heiminn, sjötta barn foreldra okk- ar, það fjórða sem lifði, tvö létust í frumbernsku. Hann ólst upp við mikið ástríki í föðurhúsum og var hvers manns hugljúfi, hafði létta lund og var vinmargur. Það var gott að alast upp á Patreksfirði á þessum árum. I minningunni eru þessir dagar fullir af sólskini og fjörðurinn spegilsléttur. Æsku- heimili okkar stóð rétt við sjóinn og stundaði faðir okkar lengst af sjó- mennsku, enda heillaðist Guðmund- ur ávallt af sjónum. Hann fylgdist vel með þegar bátarnir komu að landi og hvernig fiskaðist. Á unga aldri stundaði Guðmundur íþróttir af miklu kappi. Þá var lítið um full- komin íþróttatæki og er mér minn- isstætt þegar stangarstökkið átti hug hans allan og hann notaðist við stórt prik til að stökkva á yfir þvottasnúru. En ánægjan var ekki minni þó tækin væru ekki fullkomin og margir sigrar voru unnir. Mér er minnisstætt þegar sonur minn, sem nú er látinn, fæddist hvað bróðir minn fagnaði honum. Hann var þá aðeins 14 ára gamall og var sonur minn fyrsta systkina- barnið sem hann eignaðist. Hann reyndist honum góður frændi og fyrir það vil ég þakka. Mér var þá ljóst að hann yrði góður faðir þegar hann sjálfur eignaðist börn, enda reyndist það orð að sönnu. Hann eignaðist þrjár dætur með sinni ágætu konu, Guðrúnu Álfgeirsdótt- ur, og var ástríkur heimilisfaðir, Barnabömin eru orðin fjögur og voru þau honum afar kær. Þeir sem þekktu Guðmund vissu að fjöl- skylda hans var ávallt í fyrirrúmi hjá honum og er hans sárt saknað. -blómgróinnrimi að baki mér þverhnípt bjargið umleikið. flöktandi gliti, sól skín á vfldna, fugiana í ijörunni og féð í brekkunni lagðhvítt í sólgrænu halli við sjóinn ég sat þama lengi og gleymdi ég var aðeins gestur sem hlýtur að ganga burt innan léttfleygrar stundar og kveðja með þakklæti fegurð og fagnað hins friðsæla göfula lífs, hverfa til vegar þangað sem vagninn bíður - (Snorri Hjartarson.) Blessuð sé minning bróður míns, Guðmundar Jóhannssonar. Hjördís Jóhannsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, RAGNHILDUR HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 23. júní kl. 15.00. Páll Þórarinsson, Ingi Hrafn Pálsson, Þórarinn Árni Pálsson, Jón Guðmann Pálsson, Árni Guðmannsson, Sóley Huld Árnadóttir, Dagný Hrund Árnadóttir, Signý Hlíf Árnadóttir. + INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Vogaseli 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 23. júní kl. 13.30. Sigrún Guðmundsdóttir, Böðvar Magnússon, Gunnar Pétursson. + Eiginmaður minn, BJÖRGVIN KR. HANNESSON, Hjallaseli 27, Reykjavik, sem lést þann 14. júní, verður jarðsettur frá Seljakirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig Sólmundsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, STEFANÍU SIGURBJÖRNSDÓTTUR frá Vopnafirði, Hátúni 10. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða- spítala. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.