Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 15 IÞROTTIR Fer Iíka í stórsvigið Hvert er helsta markmiðið hjá þér næsta keppnistímabil? „Að ná góðum árangri á heims- meistaramótinu sem verður í Bandaríkjunum. Það væri gaman að komast á verðlaunapall þar. Eg ætla mér stóra hluti í sviginu og eins í stórsviginu sem ég ætla að leggja meiri áherslu á í vetur en hingað til. Eg náði ágætum árangri í síðasta stórsvigi heimsbikarsins sem fram fór í Suður-Kóreu í mars. Ég tel mig eiga mikið inni í þeirri grein. Ég ætla líka að prófa að æfa aðeins risa- svigið og það er aldrei að vita nema ég skelli mér í risasvigið í framtíð- inni. Til að eiga möguleika á að vinna heimsbikarinn verður að keppa í meira en í einni grein.“ Vonandi á palli með Kristni Telur þú að Krístinn eigi eftir að komast á verðlaunapall í heimsbik- arnum næsta vetur eins og hann gerði sl. vetur? „Já, því ekki það? Hann er þegar búinn að sýna og sanna hve góður svigmaður hann er. Hann notar nýja tækni sem fáir aðrir ráða við. Það háði honum síðasta vetur að hann var aðeins einn í landsliði og það var enginn Islendingur til að taka við þegar illa gekk og bakka hann upp. I vetur æfir hann með Svíanum Martin Hanson og verður með ís- lenskan þjálfara og ég held að það eigi eftir að gera honum gott. Ég vona að við eigum eftir að standa saman á verðlaunapalli í vetur.“ Omurlegt Hvernig hefur íslandsheimsóknin veríð? „Ömurleg, það er allt of mikið af fiugum hér,“ sagði hann og brosti um leið og hann baðaði út báðum höndum til að fæla mýflugurnar frá þar sem hann stóð með veiðistöng- ina við Sogið. Flugurnar voru ekk- ert á því gefa sig og sóttu grimmt að andliti ólympíumeistarans. „Nei, ég er ekki að segja satt. Ég er mjög ánægður með ferðina. Það var gam- an að fá tækifæri til að koma hingað, en veiðin hefði mátt vera meiri en tvær bleikjur. Hvar er laxinn?" Hann sagðist hafa heyrt mikið um Island. „Ég hef kynnst nokkrum Is- lendingum í gegnum skíðin og þeir hafa sagt mér ýmislegt um landið. Ég var því mjög spenntur að koma hingað og sé ekki eftir því. Það hef- ur líka verið gaman að kynnast Kristni og Bourgeat < betur, ég þekkti að vísu Kristin ágætlega áður en ég kom hingað.“ Morgunblaðið/RAX „B-in þrjú“ taka við af Tomba ALBERTO Tomba, skíðakappi frá Italíu, hefur verið helsta tromp franska skíðaframleiðandans Ross- ignol undanfarin ár. Hann hefur verið helsta „auglýsingavara" fyr- irtækisins, en er nú hættur keppni. Rossignol ákvað því að veðja á þrjár upprcnnandi skíðastjörnur til að taka við af Tomba. Það eru Bou- great, Buraas og (Kristinn) Björns- son, eða „B-in þrjú“ eins og þeir eru nefndir og eru hér fyrir ofan að stilla sér upp fyrir myndatöku franska ljósmyndarans sem fylgdi þeim til Islands. Af þessu tilefni ákvað fyrirtækið að bjóða þremenningunum í ævin- týraferð til íslands svo þeir gætu kynnst betur hver öðrum án skiðanna. Og eins til að taka af þeim myndir til að nota í auglýs- ingar fyrir næsta vetur. Þeir hafa dvalið hér á landi síðan á fimmtu- dag og halda utan í dag, sunnudag. NYTT SKIPULAG A EUROPEAN SEAFOOD EXPOSITION 1999, BRUSSEL Útflutningsráð íslands heldur fund þriðjudaginn 23. júní 1998, kl. 14.00 að Hallveigarstíg 1 (kjallara). Brian Perkins og Brad MacCachran, fulltrúar frá Diversified Business Communi- cations munu kynna þar væntanlegar breytingar á European Seafood Exposition '99, þar sem vélar og tæki verða aðskilin frá sjávarafurðum á nýrri sýningu Seafood Processing Europe sem haldin verður samhliða ESE og er eingöngu véla- og tækjasýning. 0 /// UTFLUTNINGSRAÐ ÍSLANDS TRADE COUNCIL OF ICELAND HALLVEIGARSTÍGUR 1, PÓSTHÓLF 1000, 121 REYKJAVlK, SÍMI 511 4000, BRÉFSÍMI 511 4040. TÖLVUPÓSTFANG: tradecouncil@icetrade.is VEFUR: http://www.icetrade.is Ms-LOj Buraas segist æfa fjóra tíma á daga alla daga ársins. „Ég æfí í um 70 tíma yfír sumarið, aðallega kraftþjálfun áður en ég fer aftur á skíðin. Landsliðið æfir mikið í Austurríki milli heimsbikarmóta. Það er mikil samkeppni í landslið- inu og því eins gott að mæta eftir sumarfríið í góðu formi og tilbúinn í slaginn." Venjulegnr strákur Hvernig lýsir þú sjálfum þér? „Ég er ósköp venjulegur strákur sem nýtur þess að vera til. Ég á það til að vera svolítþð stríðinn en meina ekkert með því. Ég fékk mjög frjálst uppeldi og gat því gert nánast það sem ég vildi. Ég hafði mikinn frítíma og gat einbeitt mér að því sem mér þótti skemmtilegast - að vera á skíðum." Ert þú búinn að fmna hina einu réttu? „Nei, ég er á lausu. Kannski finn ég hana á íslandi. Það fer mikill tími í skíðin og því lítill tími aflögu að hugsa um annað á meðan. Ég er enn ungur og hef því nægan tíma til að festa ráð mitt.“ Ekki orðinn miHjónamæringnr Verða menn ríkir af því að standa sig vel á skíðunum? „Ég er nú ekki orðinn milljóna- mæringur enn þá enda er ég að stíga mín fyrstu spor í alvöru keppni. En ég kvarta ekki. Það er hægt að þéna mikla peninga og hinir strákamir í norska liðinu eru allir orðnir vel stæðir. Við í landsliðinu fáum fastar greiðslur frá norska skíðasamband- inu og síðan bætast við auglýsinga- samningar, sem við gerum sjálfir við hin ýmsu fyrirtæki. Auglýsingarnar gefa meira í aðra hönd en bein- greiðslumar frá skíðasambandinu. Keppnisferillinn er yfírleitt stuttur í þessari íþrótt og því mikilvægt að ná sem hagstæðustum samningum meðan tækifærin gefast.“ i piu umSa um helgina og í allt sumar "50, GERÐIR i DALLAS 4 manna 32 kg 10 m á haeð kr. 69.000 Frábaert fjölskyldutjaldl SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóó 7 Reykjavík sími 511 2200 Stærðir: 36-40 Verð: 3.980,- Stærðir: 41-43 Verð: 4.680,- Litir: Svart Hvítt Rautt Blátt Kremgult Litir: Svart Ðlátt Hvítt Rautt Dökkbrúnt Ljósbrúnt BIRKENSTQCK KÍKTU EFTIR MERKINU ...þvígceðin ern inruigliuf Fótbeðið í Birkenstock skó- fatnaði er létt og sveigjanlegt og er mótað úr hreinum náttúruefnum, korki og leðri. Fæturnir hreyfast eðlilega, blóðrásin er hindrunarlaus og allir hlutar fótarins bera sinn hluta þungans. BIRKENSTOCK VERSLUNIN, LAUGAVEGI 41, SÍMI 5S1 7440 Alla MANUDAGA I ALLT SUMAR 2 vikur - 29. júní 6. og 13. júlí Gisting ó Primavera Dos 2 börn og 2 fullorðnir í ibúð, kr. Gisting ó Primavera Dos - 2 fullorðnir í íbúð, kr. 66.300 ^ 2 fullorðnir OQ 2 börn í íbúð 011 verð eru staðgr.verð m/flugvallarsköttum Innifalið: Flug, gisting flutningur til og fró flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Allar íbúðir Ferðaskrifstofu Reykjavíkur eru staðsettar miðsvæðis - STUH í ALLA ÞJÓNUSTU ?yís.ti!?in. ÖÖÖj NÚ fækkar lausum sætum - FERÐASKRIFSTOFA pantiðtímanlega REYKJA VÍKUR I sima 552 3200 EUB0CARa Aðalstræti 9 - sími 552-3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.