Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 17 VERK eftir Gunnar Ásgeir. Gunnar Á. Hjaltason sýnir í Hafnarfirði GUNNAR Ásgeir Hjaltason list- málari sýnir myndir frá Hafnar- firði og nágrenni í Hár og list við Strandgötu í Hafnarfírði um þess- ar mundir. I kynningu segir: „Gunnar er fyrst og fremst landslagsmálari og hefur ferðast víða um landið og teiknað og málað það sem fyr- ir augu ber. Hann hefur þroskað með sér sérstæðan stil þar sem færni teiknarans nær að fullnýta möguleika efnisins svo að mynd- irnar hafa yfir sér tæran og ein- faldan blæ, en fanga samt af inn- sæi grunndrætti landslagsins og orkuna sem í því býr. Gunnar fékk nýverið á Sverris- degi viðurkenningu frá Hafnar- borg fyrir mikið og gott framlag til lista í Hafnarfirði, en Gunnar hefur búið í Hafnarfirði í nær hálfa öld.“ Einkasýningar hefur Gunnar haldið víða og tekið þátt í samsýn- ingum hér á landi sem og í Sví- þjóð og Austurríki. Sýningin í Hár og Iist stendur til mánaðamóta. --------------- Leikhús- sport í Iðnó KEPPT var í leikhússporti sl. mánudagskvöld í Iðnó. Fullt var á keppninni og um hundrað manns þurftu frá að hverfa. Ákveðið hefur verið að halda áfram með keppni í leikhússporti í Iðnó og verður næsta keppni á mánudagskvöld kl. 20.30. Nú er verið að þjálfa ný lið en gert er ráð fyrir að innan skamms geti hafist Islandsmót í leikhús- sporti í Iðnó. Pá er gert ráð fyrir þátttöku liða úr öllum helstu leik- húsum landsins. I kynningu segir: „Þessi „íþrótta- grein“ sem leikhússport er hefur notið mikilla vinsælda víða en sést nú í fyrsta sinn á íslandi. Þegar keppnin hefst standa leikararnir berskjaldaðir, en áhorfendur og aðrir keppendur gefa þeim verkefni sem leikararnir þurfa að leika, al- gjörlega óundirbúnir. Tækni leik- hússports byggist á því að hugsa ekki, heldm- gera hlutina hugsunar- laust. Því er mjög algengt að sög- urnar sem spinnast á sviðinu í leik- hússporti séu ólíkindalegar með eindæmum og yfirleitt drepfyndnar. í leikhússporti er fátt fyndnara en mistök og klúður leikaranna." I keppninni á mánudagskvöld taka þátt leikarar af yngri kynslóð- inni úr öllum helstu leikhúsum landsins. Sýningin byrjar kl. 20.30 en bar- inn verður opnaður klukkustund fyrr. Ríkisbubbar í sveitinni KVIKMY]\PIR Kr i ngl ii li íó Ur öskunni í eldinn „For Richer or Poorer" ★ 'k Leikstjóri: Bryan Spicer. Aðalhlut- verk: Tim Allen og Kirstie Aliey. Uni- versal. 1997. BANDARÍSKA gamanmyndin Ur öskunni í eldinn eða „For Richer or Poorer" með þeim Tim Allen og Kirstie Alley segir af moldríkum hjónum sem eru svo óheppin að bókarinn þeirra stelur frá þeim stórfé og lætur það Kta út eins og skattasvindl. Þegar ötulir skattrannsóknarmenn með byssu á lofti elta hjónin uppi taka þau til fótanna og stöðva ekki hlaupin fyrr en þau eru komin til Amishfólks uppi í sveit þar sem þau leynast og kynnast talsvert öðru og frum- stæðara lífi en millar í stórborginni eru vanir. Amishfólkið í Bandaríkjunum hefur verið vinsælt kvikmyndaefni allt frá því Harrison Ford lék í Vitninu. Trú þess og menning er iðulega notuð sem sterk andstæða borgarmenningar í gamansömum myndum þar sem fundnar eru spaugilegar hliðar á lifnaðarhátt- um þeirra og nægjusömum lífsstíl. Ur öskunni í eldinn er ein af þess- um gamanmyndum sem gerist á meðal Amishfólksins og í eru nokkrir sæmilegir brandarar um viðskipti borgarbarnanna og sveitafólksins en fyrst og fremst er í henni óvenjulega mikill skammtur af tilfinningasemi og væmni; hjónin eiga að finna aftur hin raunveru- legu og góðu gildi í lífinu og gera það næsta grátklökk. Þetta er fyrst og fremst sjónvarpsmynd í útliti óg gerð, sem óþarfi virðist að blása út í heila bíómynd, og er það beinlínis undirstrikað með tveimur vinsæl- um sjónvarpsleikurum í aðalhlut- verkunum. Tim Ailen fer vel með lág- stemmda kímni og gerir það líka í þessari mynd. Kirstie Alley kann að leika prímadonnur og sýnir það enn hér. Mun minna fer fyrir öðr- um leikurum; Michael Lerner er ágætur sem lögfræðingur hjón- anna. Handritið hefði mátt leggja meiri áherslu á fyndni og minni á væmni. Það er ekki oft sem maður sér gamanmynd taka sig eins al- varlega og í þessu tilviki. Arnaldur Indriðason • Er umhverfisvœn - inniheldur ekki klór. > Fullkomnar eldsneytisbrunann vegna hcekkaðrar cetanetölu. Stenst ströngustu kröfur vélaframleiðe nda - oggott betur! » Kemur í vegfyrir að olían freyði við áfyllingu tanka. Heldur kuldaþoli oliunnar í hámarki. Fullkomnar bruna í vélum, hvort sem þœr eru með eða án forbrunahólfs. < Hindrar tceringu í eldsneytiskerfinu. Ver eldsneytiskerfið gegn sliti. Heldur kerfum vélanna hreinum og hreinsar upp óhrein kerfi. • Dregur úr reyk- og hávaðamengun. D ISEL OLIi ÁN I ■ FJÖLVIRK DÍSELBÆTIEFNI í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI ESSO Gæðadísel inniheldur: ESSO bœtir um betur Stóraukin notkun diselvéla, auknar umhverfiskröfur, hertar reglur um gœði eldsneytis og kröfur um spamað hafa flýtt fyrirþróun fjölvirkra díselbcetiefna. Erlendis hefur blanda slíkra efna og disel- oliu, svokölluð „Premium Diesél", vakið mlkia áncegju ökumanna endafer hún fram úr ítrustu kröfum sem gerðar eru til diselolíu. Olíufélagið hf. ESSO býður nú aðeins dtselolíu sem uppfyllir Evrópustaðalinn EN 590 um umhverfisvemd - og til að auka endingartíma og tryggja þýðan gang vélarinnar bœtir Olíufélagið fjölvirkum bœtiefnum í ália sína díselolíu, fyrst íslenskra olíufélaga. • Dreifi- og hreinsiefni. • Cetanetölúbætiefni sem stuðlar að réttum bruna eldsneytis við öll skilyrði. • Smur- og slitvamarefni. • Tæringarvamarefni. • Antioxidant stöðugleikaefni. • Demulsifier vatnsútfellingarefni. • Froðuvamarefni. • Lyktareyði. • Bákteríudrepandi efni. xsso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.