Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 1S Spennutryllir um falin eiturefnavopn ERLENDAR BÆKUR Spennusaga ULTRA eftir Tim Sebastian. Orion 1998. 295 síður. BRESKI spennusagnahöfundur- inn Tim Sebastian hefur sent frá sér einar átta skáldsögur, m.a. „Exit Berlin“ og „War Dance“. Hann hefur starfað sem fréttamaður fyrir BBC lengst af í Austur-Evrópu en ein af aðalpersónunum í nýjustu sögu hans, „Ultra“, er einmitt fréttamaður fyrir The Times staðsettur í Washington D.C. Hann heitii' því snaggaralega nafni Peter March og hafði áður sagt stríðsfréttir úr Flóabardaga en sú fortíð hans verður þess valdandi að hann lendir í bragðvondum málum þegar bandarískur hermaður sem þátt tók í stríðinu hefur samband við hann og segist vita um góða frétt fyr- ir hann. Pólitískur samsæristryllir Flóabardagi hefur getið af sér nokkrar spennumyndir og jafnvel spennusögur og Tim Sebastian notar hann með ágætum árangri sem bak- grunn í „Ultra“ en annars gerist sag- an að mestu leyti í Washington í nú- tímanum. Nokkrir hermenn úr sér- deildum bandaríska hersins eru orðnir fárveikir eftir að hafa komist í kynni við eiturefnavopn, sem banda- ríkjastjórn neitar að hafí verið notuð gegn Irökum í Flóabardaga. Þeir vita betur, handfjötluðu sjálfir efnin í eyðimörkinni, og ætla sér að koma upp um leyndarmálið og fá til liðs við sig fréttamanninn Peter March. Hermennh-nir hafa stolið tveimur baukum með eiturefnum úr verk- smiðju í Bandaríkjunum og ætla að nota þá sem sönnunargagn en leyni- þjónustan, alríkislögreglan, öryggis- ráðið, forseti þingsins og loks forseti landsins og margir fleiri reyna að sjá til þess að þeim takist ekki ætlunar- verk sitt. „Ultra“ er sumsé pólitískur sam- særistryllh' og nokkuð athyglisverð- ur og spennandi lengst framan af. Sebastian skrifar í skeytastíl sem á vel við, persónulýsingar eru stuttar og kringumstæðum snöfurmannlega lýst án þess að dvelja of mikið við efnið eða nota of mörg orð um það. Að vísu kemur fátt á óvart í sögunni þegar lengra dregur og hún verður æ formúlukenndari. Hermennirnir eru þrautþjálfaðar drápsmaskínur, sem áður hikuðu ekki við að salla niður sína eigin hermenn, en fínnst allt í einu nú eins og sannleikurinn skipti öllu máli í þeirra lífí. Póli- tíkusarnir eru gerspilltir vitorðs- menn bíræfinna kaupsýslumanna, sem fást við eiturvopnagerð eins og hvað annað og selja um allan heim, ekki síst Irökum. Skósveinarnir eru leyniþjónustumenn er drepa allt sem fyrir þeim verður. Á kunnuglegum nótum Svo hér er allt á fremur kunnug- legum nótum og Tim Sebastian fer hvorki verr né betur með efnið en aðrir reyfarahöfundar sem sjá sam- særi í öllum hlutum. Hann drífur frá- sögnina áfram með látum og heldur lengst af dampi þótt farið sé að reyna talsvert á trúverðugleikann eftir að forseti landsins kemur til sögunnar. Kvenlýsingar Sebastians mættu vera jafn einfaldar og beinskeyttar og annað í sögunni en eru það ekki held- ur fremur hallærislegar. Það er eflaust hægt að fínna sér vandaðri og vitsmunalegri lesningu í sumarfríinu en „Ultra“ býr þó yfir ákveðnu skemmtigildi og nær að ýmsu leyti takmarki sínu. Arnaldur Indriðason Gjörninga- klúbburinn sýnir hjá Sævari Karli GJÖRNINGAKLÚBBINN eða „The Icelandic Love Corporation" skipa fjórar ungar konur; Dóra Is- leifsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir. Klúbburinn hefur starfað síðan í ársbyrjun 1996 og hefur gert fjölda gjörninga og haldið margar sýningar víðsvegar. I kynningu segir: „Verk Gjörn- ingaklúbbsins eru alltaf skemmtileg og full af munúð, ást og majónesi og þess eðlis að allir geta notið þeirra til hins ítrasta. Það er því ljóst að þess- um frábæru konum verður ekki skotaskuld úr því að leggja heiminn að fótum sér.“ Gjörningaklúbburinn hefui- haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. --------------- Arsrit • Út er komið ritið Theatre in Iceland 1996-98. Rilið er á ensku og er ætlað til kynningar erlendis á nýjum íslenskum leikritum sem frumsýnd hafa verið sl. tvö ár. Hvert verk er kynnt með efnisleg- um úrdrætti ásámt nöfnum allra listamanna sem stóðu að frumsýn- ingu þess, auk frumsýningardags og frumsýningarstaðar.. Þá er einnig að finna í ritinu yfirlit yfir allar sýningar á innlendum og er- lendum verkum undanfarin tvö leikár, ásamt óperu- dans- og ball- ettsýningum. Einnig eru kynnt öll leikverk sem frumflutt voru í sjón- varpi og af Útvarpsleikhúsinu á sama tímabili. Ritið er 80 bls. að stærð og í því eru á ö.tug ljós- mynda úr leiksýningunum. Þetta er í áttunda sinn sem ritið kemur út en fyrsta hefti þess kom út 1976. Ritstjóri Theatre in Iceland 1996-98 er Hávar Sigurjónsson og útgefandi er Leiklistarsamband ís- lands ásamt Leiklistaráði og Fé- lagi íslenskra leikara. --------------- Montmartre- hátíðin í París HINN 13. júní var opnunardagur Montmartre-hátíðarinnar, „Mont- martre en Europe“, sem er listahá- tíð 18. hverfis í París og stendur yf- ir til 27. júní. Alls taka tíu þjóðir þátt í hátíðinni, þar á meðal Island. Sjö íslenskir myndlistarmenn taka þátt,. þeirra á meðal Ása Ólafs- dóttir, Ásdís Kalman, Björk Ólöf Bragadóttir og Kristín Pálmadóttir. Þjóðhátíðardagur íslendinga lenti inni í miðri hátíð og því bauð „Maire“ 18. hverfis Islendingum upp á veisluhöld í ráðhúsj 18. hverf- is. Flutt voru erindi um ísland eftir M. Boyer, prófessor við Sorbonne- háskólann í París, auk þess sem ís- lenskir listamenn fluttu íslensk ljóð og íslenska tónlist. Furuno GPS>taski með innbyggðum leiðréfttsingabúnaði á sérsfsoku tilboðsverði tgildir til 31.júlí) ■P GP.3D 6n loiarfrctingahCinaBQr iH§ w- ■ la?ðrftt:t:JnaabúnQQur amsm án vsk. Pað skiptir öllu móli að vera é réttum stað ó réttum tíma. Fóðu þér Furuno GPS-stað- setningartaeki ó einstaklega hagstaeðu tilboðsverði sem gildir til 31 . júlí. Tengjanlegt við DGPS (á við um GP-30). GP-35 er með innbyggðum leiðréttingabúnaði. Tenglar fyrir PC-tölvur. Fyrirferðarlftið og vatnaþétt GPS-tœki. 4,5" kristalskjár með stillanlegri birtu og skerpu. Stórar og greinilegar aflestrartölur. Mjög Iftið og nett loftnet. Einstaklega auðvelt í upp- setningu. Vlnnur úr upplýsingum frá 8 gervitunglum. Ýmsar viðvaranir Cbraði, aðkoma o.fl.). Minni: 1.000 punktar f ferli, 350 leiðarpunktar, 30 leiðir með 30 punktum hver. □regur mjög lítinn straum CO.S5A/1SV). _______^ 35 bls. handbók á íslensku fylgir. Brimrún Hólmaslóð 4-101 Reykjavík • Slmi 561 0160

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.