Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ BESTA BÓKIN umgetnað, meðgöngu og fæðingu • Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun á fyrsta æviskeiði. • Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móður og barns. • Ljósmyndir, teikningar, ómsjármyndir og línurit — samtals yfir 500 litmyndir. • 350 bls. í stóru broti. Kynningarverð aóeitw; 3,980 kr. 0 FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Slmi 515 2500 • Siöumúla 7 • Simi 510 2500 Stöppard hiítbTAM Danmörk minnsti markaðurinn þar sem Windows hefur verið þýtt kunnugt um að ráðist hefði verið í þýðingu. Því vantaði sennilega nokk- uð á að það væri talið borga sig á Is- landi, sem er aðeins einn tuttugasti hluti af danska markaðinum. Olgeir sagði einnig að eitt af þvi sem haldið væri fram og styddist við tölur væri að íslenski hugbúnaðarmarkaðurinn væri hlutfallslega enn minni en höfðatölusamanburður gefur til kynna því að kannanir bentu til þess að íslendingar keyptu hlutfallslega miklu minna af löglegum hugbúnaði en aðrir Norðurlandabúar. Er afstaða Microsoft að mildast? í upplýsingastefnu menntamála- ráðuneytisins er að finna það mark- mið að notendaskil Windows stýri- kerfisins verði á íslensku. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur bandaríska dagblaðið Los Angeles Times greint frá baráttu Is- lendinga fyrir því að Microsoft þýði Windows 98. Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að þessi frétt banda- ríska dagblaðsins og umfjöllun í fyrrakvöld um sama efni í heims- þjónustu breska ríkissjónvarpsins BBC sýndi að málið væri komið þar „að alþjóðlegir fjölmiðlar hafa tekið eftir því og áttað sig á því að hér er um sanngjamar óskir okkar að ræða um að við fáum að nota okkar tungu í þessu stýrikerfí. Menn átta sig á að við erum ekki með ósanngjarnar kröfur,“ sagði ráðherra. „Þetta er allt liður í því að vekja athygli stjómenda Microsoft á mál- inu. Það er þeirra ákvörðun að heim- ila þessa þýðingu og þeir eiga að standa að henni sjálfir; þetta er þeirra framleiðsla," sagði Björn Bjarnason. Hann kvaðst hafa fengið upplýs- ingar um að í lok apríl síðastliðins hefði afstaða umboðsaðila Microsoft á Norðurlöndunum til þessara krafna íslendinga greinilega breyst á jákvæðan hátt. Vænti hann þess að það endurspeglaði ákvarðanir í höf- uðstöðvum fyrirtækisins. Nú væri að sjá hvaða áhrif hin alþjóðlega um- ræða í fjölmiðlum hefði. -------» ♦ ♦ Nýr umboðsmaður Alþingis Gengið frá ráðningu fljótlega FORSÆTISNEFND Alþingis mun síðar í þessum mánuði ganga frá ráðningu nýs umboðsmanns Alþing- is, en Gaukur Jömndsson, núver- andi umboðsmaður, hefur óskað eft- ir leyfi frá störfum. Gaukur hefur verið skipaður dómari við Mann- réttindadómstólinn í Strassborg. Forsætisnefndin fjallaði um ráðn- inguna á fundi í fyrradag, en Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að nefndin þurfi lengri tíma til að ganga frá ráðningunni. Hann eigi m.a. eftir að ræða betur við Gauk um hvað hann óski eftir leyfi til langs tíma. Umboðsmaður Alþingis er að jafnaði kjörinn af Alþingi til fjög- urra ára í senn og hófst núverandi kjörtímabil Gauks 1. janúar 1996. Þar sem nýr umboðsmaður verður ráðinn tímabundið kemur það í hlut forsætisnefndar að skipa hann. St- arfið verður ekki auglýst laust til umsóknar heldur mun forsætis- nefndin finna mann í starfið. DANMÖRK er minnsta markaðs- svæðið þar sem Microsoft hefur talið hagkvæmt að fjárfesta í þýðingu á Windows-stýrikerfinu og undirkerf- um þess, svo sem Word- ritvinnslu- kerfinu og Excel-töflureikninum. Þetta segir Olgeir Kristjónsson, for- stjóri Einars J. Skúlasonar, helsta umboðsaðila Microsoft hér á landi. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir óskir íslendinga um að fá að nota eigið tungumál í þessu stýrikerfí sanngjarnar og telur af- stöðu Microsoft vera að breytast á jákvæðan hátt. „Staðan er einfaldlega sú að Microsoft segir að þessi markaður sé of lítill til að fyrirtækið geti fjárfest í þýðingu; kostnaðurinn er af þeirri stærðargráðu að það væri mjög lítið vit í því fyrir þá af viðskiptalegum ástæðum," sagði Olgeir. Ný útgáfa af Windows-stýrikerf- inu, Windows 98, er að koma á mark- að um þessar mundir og Olgeir sagði að annað sem velta þyrfti fyrir sér í þessu efni væri hvort það nægði að íslenska stýrikerfið, hvort ekki þyrfti einnig að þýða mest notuðu undir- kerfin, eins og Word og Excel. „Mig minnir að það kosti um 30 milljónir að þýða eitt af undh-kerfunum. Það kostar aðeins minna að þýða stýri- kerfið sjálft, því að þar eru færri textar. En svo er ekki nóg að þýða kerfið heldur þarf að halda þýðing- unni við, þannig að það yrði um stöðugan þýðingarkostnað að ræða,“ segir Olgeir. Minna af löglegum hugbúnaði hér Hann sagði að Microsoft hefði lát- ið þýða sinn hugbúnað yfir á um 30 tungumál. Danska markaðssvæðið væri það minnsta þar sem sér væri Kvartað yfír hávaða frá Kjötumboðimi Blaðauki um ferðalög fylgir Morgunblaðinu á sunnudag MORGUNBLAÐINU á sunnudag- inn fylgir 68 síðna blaðauki um ferðalög. Hann nefnist Sumarferðir ‘98 og hefur að geyma ýmsar upp- lýsingar um ferðaþjónustu og afþr- eyingu um land allt. Umfjöllun í blaðaukanum er skipt í sjö kafla eftir landshlutum. í hverjum kafla er að finna viðtal við ferðamálafulltrúa og formann ferða- málasamtaka þess svæðis sem um ræðir auk umfjöllunar um nýja eða óvenjulega dægradvöl í hverjum landshluta þar sem farið var eftir ábendingum heimamanna. I blaðinu er að finna símanúmer upplýsinga- miðstöðva á hverju svæði og lista yfir söfn á landsbyggðinni, auk ís- landskorts með ýmsum gagnlegum upplýsingum. Sumarferðum ‘98 er dreift í rúm- lega 65.000 eintökum. Auk þess sem blaðaukanum verður dreift með Morgunblaðinu mun hann liggja frammi á helstu lausasölustöðum á landinu. Blaðaukinn er í smáformi, 20x26 sentimetrar að stærð, og er prent- aður í Prentsmiðju Morgunblaðsins, fyrir utan kápuna, hún er prentuð í Isafoldarprentsmiðjunni. Morgunblaðið/RAX TVÍBURASYSTURNAR Halla og Ragna Ólafsdætur, Jón Oddur Jónsson og Snjólaug Eyrún Guðmundsdóttir þurfa stundum að hvfla sig á því að gera bæinn ffnan. STJÓRN húsfélags fjölbýlishús- anna við Kirkjusand 1, 3 og 5 í Reykjavík ritaði fyrir nokkru heil- brigðisnefnd Reykjavíkur og ítrek- aði kvartanir vegna hávaða og lykt- ar frá starfsemi Kjötumboðsins sem er á næstu lóð. Kjötumboðið hefur sótt um lóð fyrir starfsemi sína í nágrenni við Köllunarklettsveg. Meðan beðið er endanlegs skipulags þar hefur fyrir- tækið eklti fengið svar við lóðaum- sókn. Tryggvi Þórðarson hjá heil- brigðiseftirlitinu segir því málið í nokkurri biðstöðu á meðan. Verði það ofan á að fyrirtækið flytji verði e.t.v. hægt að fara fram á einhverj- ar aðgerðir til bráðabirgða til við- bótar þeim sem þegar hefur verið gripið til. Verði það hins vegar ofan á að starfsemi þess haldi áfram á núverandi stað gæti komið til þess að krafist verði ítarlegri hávaða- og lyktarvama. Morgunblaðið/Jim Smart MARKAÐSSTJÓRI Morgunblaðsins, Margrét Kristín Sigurðardóttir, við hluta af upplagi blaðaukans. MIKIL vinna er að hreinsa dúninn og Stefán tínir það mesta úr honum. smiða svona litla báta, ég byrjaði á þessum fyrir hálfum mánuði en vantar efni til að geta haldið áfram,“ segir Stefán og býst við að verða fljótur að klára hann þegar efnið kemur. Dagrenning á Djúpavogi DAGURINN fór rólega af stað á Djúpavogi í gær- morgun. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðs- ins hittu nokkra íbúanna við morgunverk af ýmsu tagi. Krakkamir í hreppsvinnunni voru að slá, raka og hirða. Þau létu ágætlega af sumarstarfinu og sögðu það einfaldlega snúast um að gera bæinn fínan. Þau vora búin að vinna vel og gáfu sér því tíma til að hvfla sig stundarkora. Sýslað í garðinum Stefán Aðalsteinsson í Rjóðri á Djúpavogi hefur ýmislegt fyrir stafni úti í garði þessa dagana. í gær var hann að hreinsa dún sem hann tínir í Þvott- áreyjum. Stefán hefur farið í Þvottáreyjar í mörg ár eftir dúni en segir dúntekjuna minnka með hveiju árinu. „Þetta er komið niður í svona eitt og hálft kíló á ári. Það er enginn friður fyrir vargfugl- inum, það er orðið allt of mikið af honum og hann eyðir æðarvarpinu.“ Úti í garði stendur líka bátur sem Stefán er með í smíðum. Hann segist hafa smíðað nokkra slíka. „Það er enga stund verið að Ráðherra segir sanngjarnt að óska eftir þýðingu 5 » l » i l I I I I I 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.