Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
^iOfnasmiöjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Netfang: ofnasmidjan&'ofn.is
Veffang: www. ofn.is
Harðplastplötur
á borð, skápa
og veggi.
K—. Blfindunartæki
Moratemp High-Lux
blöndunartæki í eldhús hentar
sérlega vel þar sem koma þarf
háum ílátum undir kranann.
Mora sænsk gæðavara.
Heildsöludreifing:
Smiðjuvegi 11. Kópavogi
Sími 564 10B8.fax 564 1089
Fæst í byogingavöruverslunum um land allt.
________Jehf.
Byrjendasett
Hágæða rauðvínsþrúgur
30 flöskur
6.990 kr.
ŒH3
Nóatún 17 * Faxafen 12
Kringlan ■ Háholt 24, Mosfellsbær
Skógareldar magnast enn í Flórída
Tugþúsundir
yfírgefa
heimili sín
Ormond Beach. Reuters.
SKÓGARELDAR mögnuðust enn í
Flórída í Bandaríkjunum í gær og
rekur menn ekki minni til verra
ástands af völdum þeirra en nú. Var
öllum íbúum borgarinnar Ormond
Beach og hluta íbúa Daytona Beach
gert að yfirgefa heimili sín og vinnu-
staði eftir að hús við þjóðveg 1 urðu
eldinum að bráð. Engar fregnir
höfðu í gær borist af mannfalli
tengdu eldunum en fulltrúar slökkvi-
liðs sögðu þá að eldarnir ógnuðu allri
Ormond Beach-borg.
Astandið var betra í fyrrinótt en
slökkviliðsmenn gerðu ráð fyrir að
eldar myndu blossa upp á nýjan leik
þegar nýr dagur rynni upp og geisl-
ar sólarinnar tækju að hita upp elda-
svæðið.
Meira en þrjátíu þúsund manns
hafa að undanförnu þurft að yfirgefa
heimili sín á eldasvæðinu og loka hef-
ur þurft meira en 200 kílómetra kafla
þjóðvegarins, frá Jacksonville til
Cocoa Beach. Flugvöllurinn í Or-
mond Beach var í gær lokaður en ai-
þjóðaflugvöllurinn i Daytona var enn
opinn síðast þegar fréttist.
Slökkvistarfið gekk erfiðlega í gær
og brenndust tólf slökkviliðsmenn
illa. Lögreglumaður særðist einnig
þegar æstur íbúi keyrði hann niður á
leið sinni að heimili sínu sem var á
eldasvæðinu miðju. Var ökumaðurinn
ákærður fyrir manndrápstilraun.
Ferðamannastaðir
Islendinga eru sunnar
Eldarnir voru í gær í minna en
fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Or-
lando og skemmtigarðinum vinsæla
Disneyworld. Ekki er þó talið að
ferðamannastaðir í nágrenninu verði
fyrir barðinu á eldunum, í versta falli
mætti búast við að reykur bærist þar
yfir. Þeir staðir sem Islendingar
sækja einna helst, St. Petersburg og
Tampa, eru hins vegar talsvert sunn-
ar á Flórídaskaganum, nær Mexík-
óflóa. Kennedy-geimferðamiðstöðin
er hins vegar afar nærri eldasvæð-
unum en er þó ekki talin í hættu.
Aðilar í ferðamannaiðnaði í
Daytona Beach voru á miðvikudag
vongóðir um að þjóðhátíðarhelgin
sem fer í hönd yrði þeim hagstæð en
er leið á daginn og Ijóst varð að loka
yrði hluta borgarinnar jókst mjög
eftirspum eftir hótelherbergjum
nær ströndinni. Jafnvel þar var
ástand erfitt vegna reyks. Atti í gær
að ákveða hvort bílaralli sem halda
átti á þjóðhátíðardaginn laugardag á
kappakstursvellinum í Daytona yrði
aflýst.
Um 8 þúsund hektara svæði í
Brevard-sýslu hefur orðið eldum að
bráð síðan 1. júní og miklir vindar
hafa hjálpað eldinum við að komast
yfir varnarskurði sem grafnir hafa
verið til að vernda íbúðarhverfi í
Flórída. Rigning hefur alveg látið á
sér standa, sem eykur útbreiðslu
eldanna, skammvinnt þrumuveður
hefur síðan verið til óþurftar því eld-
ingar hafa kveikt nýja elda. Búist er
við óbreyttu veðri næstu daga en
maí og júnímánuður hafa aldrei verið
þurrari en í ár í kjölfar rigninga sem
tengjast veðurfyrirbærinu E1 Nino í
vetur, samkvæmt því er veðurstofan
bandaríska lét hafa eftir sér.
Veðurfræðingar í Bandaríkjunum
hafna því að veður gerist öfgafyllra
en áður, sem orsaki náttúruhamfarir
sem þessar. Sögðust þeir hins vegar
halda að aukin umfjöllun fjölmiðla
gerði það að verkum að menn tækju
Eeuters
ÞYRLA býr sig undir að varpa 1200 lítrum af vatni á skógareld sem
olli því að loka varð þjóðvegum í mið-Flórída.
meira eftir uppákomum eins og
skógareldunum í Flórída. „Stað-
reyndin er sú að fólk hefur slæmt
minni þegar rætt er um veðrið,“ er
haft eftir veðurfræðingi einum í The
Washington Post í gær.
Gífurlega kostnaðarsamt
Fulltrúar almannavama í Flórída-
fylki segjast hafa talið fleiri en 1.600
elda síðan í maí. Hafa tapast gífur-
legir fjármunir þegar skógar hafa
brunnið til kaldra kola sem ella
hefðu verið seldir sem timbur á
markaði. Eytt hefur verið um 78
milljónum Bandaríkjadala, eða um
5.000 milijónum ísl. króna, í barátt-
una við eldana en lítið hefur áunnist.
Ymislegt er þó ekki talið í aurum
og David Dickson, háskólaprófessor
á eftirlaunum, sem yfirgefa þurfti
heimili sitt ásamt eiginkonu sinni,
sagðist sjá mest eftir bókasafni sínu
ef hús hans yrði eldunum að bráð.
„Mér er afar annt um marga hluti í
húsinu mínu og vil ógjaman tapa
þeim. En það sem mestu máli skiptir
er að við séum heil heilsu.“
Austurrfld tekið við forsæti í ráðherraráði ESB
Santer og Klima vilja
herða umbótaróðurinn
Vín. Reuters.
JACQUES Santer, forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins (ESB), hvatti í gær aðildarríkin
til að herða á róðrinum í undirbún-
ingi víðtækra umbóta á stofnunum
og fjármálum sambandsins, sem
nauðsynlegar eru áður en nýjum að-
ildarríkjum verður veitt innganga.
Santer lét þessi orð falla að lokn-
um vinnufundi framkvæmdastjóm-
arinnar með austurrísku ríkisstjórn-
inni í Vín í tilefni af því að Austurríki
tók við forsæti í ráðherraráði ESB
um mánaðamótin. Sagði hann að það
yrði ekki heiglum hent að ná sam-
komulagi um umbótaáætlunina
„Dagskrá 2000“ (Agenda 2000), sem
framkvæmdastjómin lagði fram
drögin að í fyrrasumar, áður en um-
saminn frestur rennur út í lok marz
á næsta ári.
„Dagskrá 2000“ er metnaðarfull
umbótaáætlun, sem miðai’ að því að
stokka upp allt frá hinni umdeildu
iandbúnaðarstefnu ESB og fyrir-
komulagi styrkveitinga til fátækari
svæða álfunnar, til fjárlaga sjálfs
sambandsins. Áætluninni er ætlað að
skapa grandvöllinn fyrir fjárhags-
Reuters
JACQUES Santer (fyrir miðju) ásamt Viktor Klima, kanzlara Austur-
ríkis (t.h.) og Wolfgang SchUssel utanríkisráðherra (t.v.) í Vín í gær.
ramma ESB til ársins 2006 og sam-
komulag um hana verður að nást ef
hægt á að verða að taka lönd Mið- og
A-Evrópu inn í ESB, sem að er
stefnt að gerist á næsta áratug.
Erfitt verkefni
Viktor Klima, kanzlari Austurrík-
is, sagði að umræður um „Dagskrá
2000“ myndu verða eitt erfiðasta
verkefnið á forsætistímabili Austur-
ríkis, en það er fyrst nýjustu aðildar-
ríkjanna til að taka að sér for-
mennskuhlutverkið, sem aðildarríkin
skiptast um að gegna á hálfs árs
fresti. Austurríki gekk ásamt Sví-
þjóð og Finnlandi í ESB í ársbyrjun
1995.
Eitt af helztu deilumálunum sem
tengjast „Dagskrá 2000“ er hvernig
hinar íjárhagslegu byrðar af rekstri
sambandsins skiptast milli aðildar-
ríkja. Þjóðverjar krefjast þess að
greiðslubyrði þeirra verði minnkuð,
og nýtur sú krafa m.a. stuðnings
Austurríkismanna, sem einnig
greiða meira í sjóði ESB en þeir fá
úr þeim.
Klima sagði að slegið yrði í klárinn
og reynt að sjá til þess að fyrir leið-
togaráðsfundinn í Vín í desember
verði búið að mjaka málum verulega
í samkomulagsátt.
Klima ítrekaði að meðal þeirra
mála sem efst yrðu á dagskrá ESB
næsta hálfa árið væru aðgerðir gegn
atvinnuleysi. Stefnan væri að ESB
nálgaðist hinn almenna borgara bet-
ur; það þyrfti að þróast úr „Evrópu
markaðarins" í „Evrópu fólksins".
frak
Arásin
fordæmd
Kaíró. Reuters.
ARABABANDALAGIÐ fordæmdi
í gær flugskeytisárás bandarískrar
herþotu í suðurhluta íraks á þriðju-
dag, sagði hana óverjandi íhlutun í
innanríkismál landsins og skoraði á
Bandaríkjamenn að grípa ekki til
hernaðaraðgerða í Miðausturlönd-
um.
Bandaríkjastjórn hefur sagt að
bandarísk herþota hafi skotið flug-
skeyti á íraskar loftvamabyssur eft-
ir að írakar hafi fest ratsjármið á
breskar herþotur sem vom á eftir-
litsflugi til að framfylgja flugbanni í
suðurhluta íraks. Ekki hefur verið
skýrt frá mannfalli í árásinni.
írakar hafa neitað því að ratsjá
hafi verið stillt inn á flugvélarnar og
íraska sjónvarpið sýndi myndir af
flugskeyti sem það sagði að hefði
fallið nálægt vatnsþró í Basra.
Dagblöð í Irak fordæmdu árásina
harkalega í gær og sögðu hana „enn
eitt dæmið um heimsku Bandaríkja-
manna“. Dagblaðið Babel, sem er í
eigu elsta sonar Saddams Husseins
íraksforseta, Udays, fór hörðum
orðum um bandaríska ráðamenn
vegna yfirlýsinga þeirra um árásina
og lýsti þeim sem „þorpurum“.
Ríkisútvarpið í Iran sagði í gær
að Bandaríkjastjórn vildi nota árás-
ina sem átyllu til að magna spenn-
una við Persaflóa í því skyni að
koma í veg fyrir að slakað yrði á
viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna
á írak sem sett var eftir innrás
íraka í Kúveit árið 1990.