Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KRUMMALILJA - FRITILLARIA CAMTS • CHATCENSIS ÞAÐ ER úr vöndu að ráða, þegar velja á jurt til að skrifa um í Blómi vikunnar. Núna er hásumar og því mikil blómgun í görðum. Sunnanlands hefur veðrið verið svo gott fyrir gróður, sólríkt og hlýtt og eins er mikilvægt hve lítill vindur hefur verið. Mér finnst allur gróður taka fyrr við sér en í venjulegu árferði og blómgun hálfum mánuði til þrem vikum fyrr á ferðinni en í meðalári. Astæður fyrir því að ein jurt vekur meiri eftirtekt en önnur geta verið margvíslegar, en það sem dregur augun að krumma- liljunni er tvímæla- laust liturinn. Nafnið gefur ákveðna vísbend- ingu, því krummi karlinn er óneitan- lega dökkur yfírlit- um. Lit krummalilj- unnar finnst mér dálítið erfítt að skil- greina, er hún svo dökkpurp- uralituð, að hún er nánast svört, eða er hún eins á litinn og það dekksta súkkulaði sem hægt er að hugsa sér? Hvað sem maður kallar litinn er alltaf smekksatriði, en krummaliljan ber þau dekkstu blóm, sem sjást í garðinum mínum. Blómin standa líka lengi og hún hefur glatt augað núna allan júnímánuð, en reyndar er blómgunartími krummalilju í júní-júlí. Krummaliljan er 30-50 cm á hæð. Laufblöðin eru lensulaga og glansandi græn á litin. Þau sitja í krönsum upp eftir blóm- stönglinum en efst eru blómin sem eru klukkulaga og nokkuð lútandi 3-4 cm á lengd og skærgulir fræflar og frævan skera sig vel frá svardökkum blómblöðunum. Það er breyti- legt hvað blómklukkurnar eru margar en 2-5 virðist algeng- ast. Krummaliljan er ljómandi harðgerð hér á landi, enda er þetta jurt sem á sín náttúru- legu heimkynni norðarlega á hnettinum eins og latneska nafnið bendir til en Kamtchat- kaskagi og AJaska eru staðir þar sem hún vex villt. Krummalilja er af liljuættinni, tilheyrir ættkvíslinni Fritillaria, sem ber íslenska heitið keis- araliljur, til heiðurs þeim ein- staklingi ættkvíslarinnar, sem mörgum fínnst glæsilegastur, sjálfri keisarakrónunni. Keisara- krónan er dálítið kenjótt hér, henni þarf að velja allra hlýjasta stað í garðinum ef hún á að blómstra oftar en einu sinni, en hún er svo falleg að hún á sann- arlega það besta skilið. Þótt ættkvíslin hýsi um 100 tegundir eru alls ekki allar ræktaðar í görðum og enn færri sem þrífast á íslandi. Þó er komin góð reynsla á all- nokkrar. Fyrir utan krummalilju má nefna vepju- lilju, gaukalilju og lundalilju, sem reyndar er dálítið við- kvæm, samkvæmt minni reynslu. Það er eftirtektarvert, að allar þessar „systur“ bera fuglsheiti, nema keisarakrónan. Náttúruleg heim- kynni keisaralilja eru á norðurhveli jarðar og flestar fínnast þær í Tyrk- landi eða Irak og svo austur um Mið- Asíu til Kína. Eins vaxa fáeinar teg- undir í N-Ameríku. Margar eru harð- gerðar fjallaplöntur og víst er að blaut- asti staðurinn í garðinum er ekki sá rétti fyrir keis- araliljur. Laukar krummalilju, eins og laukar annarra lilja, eru settir saman úr nokkrum forðablöð- um og hafa ekki hlífðarskæni utan um sig, eins og t.d. túlip- analaukar. Þeir eru þess vegna viðkvæmir fyrir hnjaski og þola illa langa geymslu eða þurrk. Þeir eru settir niður snemma, um leið og þeir fást á haustin. Gott er að setja lauk- inn á hliðina, því niður í miðju hans gengur laut og hætt er við fúa ef í hana safnast mikil væta. Margir ráðleggja að setja sand umhverfís lauka af keisaraliljuætt og hæfileg nið- ursetningardýpt er 8-10 cm, breytilegt þó eftir stærð lauks- ins. Eins og áður sagði er krummaliljan mjög harðgerð hér. Hún getur meira að segja myndað smálauka, sem bera blóm eftir nokkur ár. Líka má ala krummalilju, eins og aðrar keisaraliljur, upp frá fræi, en það tekur nokkur ár að fá blómgunarhæfa lauka. Ég held helst, að krummalilja hafi þroskað fræ hjá mér og fuglar eitthvað verið að gæða sér á því, a.m.k. blómstraði ein krummalilja hjá mér í sumar á svo skrítnum stað að ég er handviss um að hafa ekki valið vaxtarstaðinn sjálf. Það eina sem ég get sett út á krummalilju er að laukarnir vilja lyftast upp úr moldinni með tímanum, eða eru það kannski smálaukarnir, sem liggja stundum alveg í yfir- borðinu? Þá er bara að grafa þá dálítið dýpra og plantan bíð- ur engan skaða af. S.Hj. BLOM VIKUNMR 385. þáttur Uiiujón Ágnsta Björnsdóttir í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til Föstudags Hljómar íslensk- an eins og hrognamál? VERDNUM málið, var sagt. Höldum íslenskunni hreinni og óbi’eyttri sögðu menn, en uppgötvuðu síð- an að málið var „meingall- að“. Svo hvað vai- gei't? Jú, málinu var breytt, svo nú hljóðar íslenskan eins og einhvers konar hrognamál sem ekkert sami-æmi er í. Eg hef verið búsettxxr er- lendis í sjö ár, fór sem sagt 1991 og kom aftur í ár. í millitíðinni hefur íslenskan bjagast svo um munar, og er þetta sérstakiega ábei'- andi í HM98. Eitt sinn var sagt „ítalir". Nú heyrist „Italar". Sama saga er með „Japani", sem nú heita víst „Japanar". Hið alversta rugl sem upp hef- ur komið í íslensku máli síðan fyrirbærin „frá Dan- mörku“ og „fara erlendis“ skutu upp kollinum er af- bjögunin „mexíkóskur". Merkilegt þykir mér þegar einn nxglar og þjóð fylgii-. Ef fólk, og þá sér- ílagi „Hið Opinbera", hefði hundsað „Hið Mexíkóska“ í stað þess að taka þátt, í brandaranum, þá væri sú þjóð ennþá kölluð „Mexík- anar“, sem bæði hljómar betur og er í fullu sam- ræmi við hvað þeir kalla sig sjálfír - nefnilega „Mexicano". Rök þau er reist hafa verið undir orðið „mexíkóskur" (eða skal kannski rita þetta „mek- sýkózkur“?) falla á sínum eigin grundvelli (e.t.v. mun einhver snillingurinn sanna að betxxr færi að segja „rak það er reist hef- ur verið“, því rök = þök, þak = rak). Ef kenna skal Mexíkana við Mexíkó svo þeir verði Mexíkóar, þá skal einnig kenna Þýsk- lendinga við Þýskaland, Svíþjóða við Svíþjóð, og Danmai'ka við Danmörk. Athyglisvert er að skoða Spánverja í Spánvörn, því þeir eni sama þjóð og Spánarnir á Spáni, enda báðir aðilar Spánverskir. Frakklendingar hafa löng- um átt í þrasi við Bretlend- inga vegna vals á alþjóða viðskiptamáli og hafa hald- ið því íram að Frakklensk- an eigi meixi rétt til þessa en Englenskan. Þýsklend- ingar segja að Þjóðversk- an sé æðri báðum, enda sama mál og Þýsklenskan. Kínar, Kóreanar, og Ind- lendingar skipta sér lítið af þessum bollaleggingum Evrópa, og lítið hefíir heyrst frá Kanödum og Noregum vegna málsins. Til að reka endahnútinn á þetta, langar mig til þess að benda á að til er nokkuð í íslensku máli sem heitir málvenja. Þetta vísar til undantekninga á annars föstxun málfræðireglum, og gefur málinu líf. Ef breyta á málverxjum líkt og að kalla Mexíkana „Mexíkóa", þá skal einnig breyta öðr- um málvenjum. Líklegt er að íslenskan myndi leggjast af vegna eigin fái'ánleika áður en langt um liði, því það virðist vera að gleym- ast að málið kemur fyrst, reglumar síðan. Og með þeim orðum, heiTar mínir og frýr, kveð ég að sinni. SHG Viðtalsþættir Jónasar Jónassonar ÞEIR sem eiga upptöku af viðtalsþætti eða útvarps- þætti Jónasar Jónassonai' viðtal við Kolbi'únu Jóns- dóttur trúboða, vinsam- lega hringið í síma 555- 2447. Tapað/fundið Armbandsúr tapaðist KVENARMBANDSÚR með brúnni leðuról tapað- ist í Hamra- eða Folda- hverfi í Grafarvogi laugar- daginn 27. júní. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 567-6775. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR sex vikna kassa- vanir kettlingar fást gefíns í Kópavogi. Annar kol- svartur og hinn mjalla- hvitur. Uppl. í síma 861- 1161. Páfagaukur fannst LJÓSBLÁR páfagaukur með mikið hvítt á höfði og vængjum fannst við Reykjavíkurhöfn sl. þiiðjudag. Uppl. í síma 551-9037. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson GAMLI tíminn í Vík. Víkverji skrifar... A'* FERÐ í Skotlandi fyrir nokkrum dögum varð Vík- verja ljóst hversu mikilvægir sendiherrar íslenskir íþróttamenn erlendis eru fyrir Island. Almenn- ingur fylgist mjög með íþróttavið- burðum og íþróttamennirnir eru gjarnan tengdir heimalandi sínu, sérstaklega ef það er ekki algengt að landið eigi afreksmenn í fremstu röð. Þannig var í heim- sókn til St. Mirren í Glasgow strax minnst á Þórólf Beck, sem gerði garðinn frægan þar á sínum tíma og einstaka maður mundi enn eftir Albert Guðmundssyni og veru hans í Skotlandi. Enn ofar í hugum manna var nafn Guðmund- ar Torfasonar sem lék með St. Mirren fyrr á þessum áratug. Viðmælendur vissu heilmikið um þá leikmenn sem nú leika í Skotlandi og er greinilegt að Sig- urður Jónsson er í hávegum hafð- ur meðal skoskra knattspyrnuá- hugamanna. Af þessum frækna hópi er þó greinilegt að Jóhannes Eðvaldsson hefur verið í mestum metum enda lék hann þar í mörg ár og náði góðum árangri. xxx AFRAM með fótboltaspjall enda hafa ýmsar skoðanir á þeim málum komið fram í þessum dálk- um í vikunni. Eðlilega hefur knatt- spyrnuumræðan þessar vikumar að miklu leyti snúist um heims- meistarakeppnina í Frakklandi, en í vikunni átti sér þó stað heimsat- burður í íslensku knattspymunni. Það hefur ábyggilega ekki gerst oft áður í efstu deild í nokkra landi, ef þá nokkni sinni, að feðgar mætist í kappleik. Báðir auðga þeir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen ís- lenska knattspymu með hæfileik- um sínum og ber að fagna því að þeir skuli nú báðir leika hér á landi. xxx AÐ LOKUM lítil saga af kylfingum. í Skotlandsferð þeirri sem vikið var að í upphafi kom skrifari við á golfvelli nálægt flugvellinum í Glasgow. Eigandi golfverslunarinnar á staðnum spurði fljótlega að þjóðerni gests- ins og þegar í ljós kom að íslend- ingur var á ferð breyttist allt við- mót kaupmannsins og varð hann þegar í stað stimamýkri og í alla staði vinalegri. Fljótlega kom í ljós að daginn áður hafði hópur manna af Suður- nesjum litið inn í verslunina og viljað leigja golfkerrur. Það reyndist ekki hægt, en maðurinn sagðist hins vegar geta selt ís- lendingum góðar kerrur. Verðið væri að vísu misjafnt í samræmi við gæðin. Það var eins og við manninn mælt, íslendingarnir keyptu aliar níu golfkerrurnar sem kaupmaðurinn átti á lager og spurðu lítt um verð að hans sögn. Undu kaupendur glaðir við sitt, kaupmaðurinn sagðist aldrei hafa selt eins grimmt á einum degi og var enn skýjum ofar þegar skrif- ara bar að garði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.