Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ var ekki von að hann vildi til Hólmavíkur frekar en Keikó til Eskifjarðar Steini minn. Við bjóðum upp á fullkomna rannsóknaraðstöðu og pláss fyrir hann í flottu kvínni hjá Keikó. Morgunblaðið/Ásdís Dansinn dunar á Grund MIKIÐ fjör var á EIIi- og hjúkr- unarheimilinu Grund á þriðjudag þegar vistmönnum var boðið í veislu úti í sólskininu. Borðum og stólum hafði verið komið fyrir úti í garði og boðið var upp á veit- ingar. Tónlist hljómaði um allt og að lokum var stiginn dans úti í góða veðrinu. Mannskapurinn naut veðurblíðunnar en líklega hafa hátt í 200 manns tekið þátt í fögnuðinum. Veislur sem þessar eru orðnar árlegur viðburður og falla í góðan jarðveg meðal vist- manna. Knorr bollasúpur KnorrJKop IINNI HEIM • UM LAISD ALLT 25 ára goslokaafmæli í Eyjum Þriggja daga dagskrá víðs vegar um bæinn Arnar Sigurmundsson Goslokaafmælis verðui- minnst í Vest- mannaeyjum um helgina en 25 ár eru liðin frá lokum eldgossins í Heimaey árið 1973. Dagskráin hefst í bænum klukkan 16 í dag með athöfn inni í Friðarhöfn og einnig verður minnisvarði um gömlu Rafveituna sem fór undir hraun afhjúpaður annars staðar í bænum. Að því loknu verður skrúð- ganga frá Þórsskrúfunni við Friðarhöfn að Stakkagerðis- túni þar sem Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri setur at- höfnina formlega. Stendur afmælið frá 3. til 5. júh'. Opnaðar verða þrjár myndlistarsýningar í bæn- um sem og Metukróin við Skildingaveg, eða króin hans Malla á Júlíu. Um kvöldið verður fjölbreytt tónhstardagskrá í Kiwanis- húsinu úr verkum Oddgeirs Kri- stjánssonar, Ása í Bæ og fleiri, þar sem rifjuð verða upp þekkt og óþekkt ljóð og lög úr tónlistar- sögu Vestmannaeyja. Kór eldri borgara syngur í Tjaldinu við Vesturveg og boðið verður upp á götuleikhús og tónleika í bænum. A morgun verður siglt á móti víkingaskipinu íslendingi með nýja Lóðsinn í broddi fylldngar og gefst almenningi kostur á því að fara í sjóferð með bátum og trillum og skoða víkingaskipið. Einnig verða söfnin í Vestmanna- eyjum með yfirlitssýningu sem tengist Vestmannaeyjum fyrir gos og breytingum í kjölfar þess. Klukkan 14 hefst hátíðardag- skrá á Stakkagerðistúni þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp og síðar um daginn verður slökkviliðið í Eyjum með uppákomu við Listaskólann. Herjólfur býður ennfremur í sigl- ingu umhverfis Heimaey og um kvöldið verður tónlistardagskrá í Kiwanis-húsinu. Skvísusund verður opið bæði kvöldin og þar verða ýmsar uppákomur; leikfé- lagið Klón, kaffihús, myndbands- sýningar, spákonur og frjálsar uppákomur. Um kvöldið verður dagskrá í Tjaldinu við Vesturveg og Dansleikur á Stakkó. Klukkan tíu á sunnudagsmorg- un verður gengið frá Landa- kirkju að krossinum við Eldfell en þaðan verður rútuferð á messustað vegna göngumessu við Eldfell. Á hádegi verður grill- veisla á Skansinum í boði bæjar- stjómar og að því búnu sigla vík- ingaskip og trillur með þá sem vilja. Að síðustu eru óvissuferðir og skemmtiatriði í fjörunni. - Hvemig hafa Vestmannaey- ingar minnst gossins tilþessa? „Vestmannaeyingar minntust þess fyrst árið 1974 að eitt ár væri liðið frá upphafi og lokum gossins, 23. janúar og 3. júlí. Síðan var haldið upp á tíu ára gosloka- afmæli árið 1983, 20 ára goslokaafmæli árið 1993 og 25 ára afmæli nú. Að þessu sinni er dagskráin viðameiri en áður því árin hafa liðið og fólki sem ekki upplifði þessa atburði fjölgar sífellt, sem auðvitað stafar af því hversu mörg ár em liðin. Einnig hefur mikið af fólki flutt í bæinn og margir þeirra sem eldri era hafa fallið frá eða flutt úr bænum. Það má því reikna með að innan við helmingur íbúa í bænum hafi upplifað atburðina fyrir 25 árum. ► Amar Sigurmundsson fædd- ist í Vestmannaeyjum árið 1943. Hann hefur sinnt ýmsum versl- unar- og skrifstofustörfum í ár- anna rás og var meðal annars í Vestmannaeyjum í eldgosinu haustið 1973. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Við- lagasjóðs í Vestmanneyjum árið 1973 og gegndi því starfi þar til uppgjöri og bóta og upp- græðslustörfum var lokið á veg- um sjóðsins árið 1976. Frá 1977 hefur hann unnið ýmiss konar störf fyrir fiskvinnslu hér á landi og er í dag meðal annars formaður Samtaka fískvinnslu- stöðva og stjórnar Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins. Hann var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1978-1986 og 1995-1998. Arnar er kvæntur Guðrúnu Stefáns- dóttur kennara. Hún á þijú börn af fyrra hjónabandi, tvö em uppkomin en sjö ára sonur er hjá þeim hjónum. Arnar á þrjú uppkomin börn af fyrra hjónabandi. Andrés Sigurvinsson Vest- mannaeyingur og leikstjóri var beðinn um að halda utan um dag- skrána ásamt Ástu Guðmunds- dóttur búningahönnuði sem einnig er ættuð úr Eyjum. Þau fengu fjölmargt fólk til þess að koma fram en dagskráin byggir að meira eða minna leyti á sjálf- boðaliðum. Undirtektir voru það góðar að dagskráin hefur orðið sífellt viðameiri sem þýðir að við þurfum að vera á fjölmörgum stöðum í einu, meðal annars í Skvísusundi og tjaldi í miðbæn- um. Einnig verður dagskrá á Stakkagerðistúni.“ - Eru Vestmannaeyingarjafn- margir nú og fyrír gos? „Rétt fyrir gos voru Vest- mannaeyingar nýkomnir upp fyr- ir fimmþúsund. Ári síðar voru þeir um 4.300. Við urðum á tímabili tæp- lega 4.900 talsins en höfum ekki farið var- hluta þeirri þróun sem verið hefur á lands- byggðinni. í dag erum við því tæplega 4.700 talsins. Við hefðum auðvitað viljað sjá yfir 5.000 íbúa hér. Meðaltekjur eru háar og nær ekkert atvinnuleysi en svona hefur þróunin verið. Höfuðborg- arsvæðið hefur sogað til sín fólk þar sem betur hefur gengið hjá landstjórninni. Við höfum háð vamarbaráttu að undanfömu en viljum snúa þessari þróun við og halda í fólkið.“ Forsætísráð- herra flytur ávarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.