Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 11 FRÉTTIR Sýknaður af ákæru um innbrot í verslun Vörslu á sönnunar- gagni ábótavant HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær sex menn á aldrinum 22-38 ára til refsingar fyrir ýmis af- brot, þar á meðal fyrir að hafa stolið hraðbanka úr anddyii Kennarahá- skóla Islands, fyrir innbrot á heimili í Reykjavík og fyrir að hafa flutt inn LSD til landsins. Einn mannanna, frumkvöðull hraðbankaþjófnaðar- ins, var í málinu sýknaður af ákæru um innbrot í verslunina Straumnes í Breiðholti þrátt fyrir að niðurstaða DNA-rannsóknar benti til þess að hann hefði reykt __ vindling sem fannst á vettvangi. Astæða sýknun- ar var einkum sú að dómaranum þóttu slíkir annmarkar á meðferð vindlingsins í vörslum lögreglunnar að hafna yrði honum sem fullgildu sönnunargagni. Mennirnir sex voru dæmdir í refsingu sem er frá því að vera 50 þúsund króna sekt og upp í fang- elsi í tvö og hálft ár. • Stálu hraðbanka Sá sem þyngsta dóminn fékk, Sigurjón Pétursson, 34 ára, var dæmdur fyrir að vera höfuðpaur þess að þrír mannanna sammælt- ust um að fjarlægja hraðbanka frá Búnaðarbanka Islands úr anddyri húss Kennaraháskóla Islands við Stakkahlíð hinn 31. janúar sl. Mennirnir fjarlægðu bankann úr húsinu og hugðust síðan brjóta hann upp en í honum voru um 3,4 milljónir króna í reiðufé. Þeir voru hins vegar handteknir áður en af því gat orðið en þeir höfðu notað debetkort eins úr hópnum til að komast í gegnum kortalesara í anddyrinu. Sigurjón var einnig ákærður fyr- ir að hafa brotist inn í verslunina Straumnes hinn 30. júní 1997 og fyrir að hafa stolið þaðan veski með enskum pundum að verðmæti 80 þúsund krónur og brotið upp peningaskáp og stolið úr honum 700-800 þúsund krónum. Lögregla fann ekki stubbinn Hann neitaði sök en DNA-rann- sókn sem fram fór í Noregi á vind- lingastubbi, sem fannst í versluninni tengdi hann við innbrotið, auk þess sem hann var, að sögn lögreglu, þekktur fyrir að opna peningaskápa eins og gert var þetta skipti. í niðurstöðum Guðjóns St. Mar- teinssonar er Sigurjón sýknaður af ákæru um innbrotið. í dóminum er rakinn framburður lögreglumanns um að starfsfólk verslunarinnar hafí strax hinn 30. júní fundið vind- lingastubbinn þegar það var að hreinsa til eftir innbrotið en lög- reglan hefði ekki fundið hann við vettvangsrannsókn sína. Innsigli rofíð að þarflausu Stubburinn hafi síðan verið sendur rannsóknarstofu í réttar- læknisfræði í innsigluðu umslagi hinn 1. ágúst 1997 en áður hefði einhver rannsóknaraðila rofið inn- siglið á umslaginu sem stubburinn var settur í strax 30. júní. Engin skýring sé komin fram um það í hvaða skyni innsiglið var rofið. Niðurstaða DNA rannsóknar í Noregi var að yfirgnææfandi líkur væru á að Sigurjón hefði reykt vindlinginn og telur dómarinn sannað að svo hafi verið. Sigurjón neitaði hins vegar sök en kvaðst oft hafa verslað í Straumnesi en ekki vita hvernig vindhngastubbur frá sér hafi komist í verslunina. I niðurstöðum dómarans segir að dómurinn telji að gera verði strang- ar kröfur um vörslu sýna og sönn- unargagna. „Verður að vera unnt að rekja óslitið alla meðferð þeiiTa frá upphafi. Þessir starfshættir eru alkunna við meðferð sýna, svo sem blóðsýna. Ekkert liggur fyrir hver fann vindlinginn og hvar nákvæm- lega, en svo sem rakið vai- bar ákærði að hafa iðulega verslað í Straumnesi. Samkvæmt því er ekki loku fyrir það skotið að hann hafi þá skilið vindlinginn eftir í verslun- inni,“ segir í dóminum. Síðan er rakið að önnur sönnun- argögn sem ákæruvaldið hafi fært fyrir sekt Sigurjóns varðandi inn- brotið þyki ekki til þess fallin að ráða úrslitum. „Þegar allt ofanritað er virt, og sérstaklega annmarkar á vörslum vindlingastubbsins, telur dómurínn að hafna verði því að vindlingurinn sé fullgilt sönnunar- gagn í máli þessu og er því ósannað gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi framið þá háttsemi, sem hér er ákært út af, og ber að sýkna hann,“ segir í dóminum. Auk þessa innbrots og brott- náms hraðbankans voiu fjórir menn dæmdir í málinu fyrir ýmis brot; tveir fyrir að hafa komið að innflutningi á 400 skömmtum á of- skynjunarlyfinu LSD, haft ýmis fíkniefni og tæki til neyslu þeirra í fórum sér í nokkur skipti er lög- regla handtók þá og tveir fyrir að hafa brotist inn í einbýlishús í Reykjavík og stolið þaðan hljóm- flutningstækjum, borðbúnaði, pen- ingum og ýmsum verðmætum. Þýðingarlaus sönnunargögn Þeir fjórmenningar voru dæmdir í 8, 12, 18 og 24 mánaða fangelsi, sem allt er óskilorðsbundið. Fimm- ti maðurinn var dæmdur í 50 þús- und króna sekt. Sá hafði meðal annars verið ákærður fyrir þátt- töku í brottnámi hraðbankans og fyrir innflutning á 400 skömmtum af LSD en var sýknaður af hvoru tveggja. Varðandi LSD-málið finn- ur dómarinn einnig að sönnunar- færslu ákæruvaldsins. „Meðal gagna málsins er óvenjumikill fjöldi upplýsingaskýrslna lögreglu, þar sem greint er frá ónafngreind- um upplýsingaaðilum lögreglu," segir í dóminum. „í skýrslunum segir frá „aðila sem áður hefur gef- ið upplýsingar sem reynst hafa með öllu réttar". Upplýsingar hafi borist frá „aðila sem ekki vildi láta nafns síns getið“. Upplýsingar frá „aðila sem þekkir vel til á fíkni- efnamarkaðinum“. Upplýsingar hafi borist AFD „frá aðila sem óskaði nafnleyndar“. Onafngreind- ur maður „mjög áreiðanlegur upp- lýsingaaðili hafi haft samband við lögreglu" o.s.frv. í þessum skýrsl- um er lýst að öðru leyti upplýsing- um um meint fíkniefnamisferli ákærðu á þeim tíma, sem hér um ræðir. Skýrslur þessar kunna að hafa eitthvert gildi á rannsóknar- stigi máls, en þær hafa hins vegar ekkert sönnunargildi eins og hér stendur á og er þeim hafnað sem sönnunargögnum. Dómurinn telur framlagningu slíkra skjala af hálfu ákæruvaldsins þýðingarlausa að óbreyttum lögum og réttarfram- kvæmd um sönnun í opinberum málum,“ segir í dómi Guðjóns St. Marteinssonar. Maðurinn var því sýknaður af ákæru um innflutning á LSD en fé- lagi hans sem játað hafði eigin sök var dæmdur sekur um það brot og þátttöku í brottnámi hraðbankans og fleirum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og við þinghaldið lét dómarinn bóka aðfinnslur við það að hvorki sækj- andi málsins né verjendur fimm sakborninganna væru viðstaddir dómsuppsöguna þrátt fyrir að hafa verið boðaðir til hennar. P€DROULO* Aflmikíar dælur í ýmsum stæróum! Rafknúnar dælur 0,37 til 15 kw Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr kopar, neysluvatnsdælur með jöfnunarkút,olíudælur, smúldælur o.fl. Dæmi um verð á dælum - 1 eða 3 fasa (verð m/vsk.): PK alhliða dælur 4 0 lítra/mín. 40 m.v.s. kr. 7.180,- CKolíu-eðavatnsdælur 50 lítra/mín. 47 m.v.s. kr. 19.340,- JSW neysluvatnsdælur 16 0 lítra/mín. 60 m.v.s. kr. 33.850,- SVbrunndælur 60 0 lítra/mín. 12 m.v.s. kr. 55.500,- F bruna-ogsmúldælur 7 00 litra/mín. 55 m.v.s. kr. 83.780,- Úrvalsdælur á ótrúlega góðu verði. VELASALAN Sendum um land allt. » ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. Morgunblaðið/Rax Brúin yfir Holtsá breikkuð BRÚIN yfir Holtsá undir Eyjafjöll- um verður orðin tvíbreið þegar vegavinnuhópur undir stjórn Jóns Valmundssonar hefur lokið þar störfum. Jón segir þá langt komna, líklega sé um hálfs mánaðar vinna eftir. Undir hans verkstjórn vinna tíu manns frá Vík en flokkurinn heldur til í skúrum við Holtsá. Einar Bárðarson og Kristján Þórðarson Iétu vel af lífinu í vega- vinnunni. - frábær föt fyrir flotta krakka og enn höldum við áfram að bjóða frábær föt á góðu verði Hermannabuxur..........................1.390 kr. Galla smekkbuxur.......................1.990 kr. Brasilíubúningurinn (stuttb.+ bolur). .1.490 kr. Manchester, Arsenal og Liverpool búningar (stu«b.+boiur)...w 1.490 kr. Motion jakkar..........................2.990 kr. Galla stretchbuxur með blómamynstri.... 2.290 kr. Flíspeysur.............................1.990 kr. | AMICO bómullarpeysur....................990 kr. í Laugavegi 20 og Fjarðargötu 17 í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.