Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
„Liðið sturlaðist^
YNGSTI maður í sveitarstjóm á
Tálknafirði er aðeins tæplega tví-
tugur og heitir Amar Geir Níels-
son, efsti maður á lista Grágásar
og skipstjóri á smábátnum Viktor-
íu. Skipstjórinn var þó í landi þeg-
ar Morgunblaðsfólk hitti hann á
dögunum, því þá hafði verið bræla í
nokkra daga og hann var að vinna
við dyravörslu á veitingastaðnum
Hópinu á Tálknafirði.
Baráttumál að uppræta
spillingu og auka makaval
Grágás er nýtt afl sem bauð í
fyrsta sinn fram til sveitarstjómar
á Tálknafirði á liðnu vori og náði
einum manni inn. Hann er raunar
eini nýi maðurinn í sveitarstjórn að
þessu sinni. Meðalaldurinn á lista
Grágásar er 21-22 ár, að sögn Am-
ars Geirs.
Meðal þeirra baráttumála sem
Grágás setti á oddinn fyrir kosn-
ingarnar var aukið makaval í
byggðarlaginu. Einnig lögðu Grá-
gásarmenn áherslu á að uppræta
spillingu. „Liðið sturlaðist," segir
hann um viðbrögðin við því. Þá
vom umhverfismálin í brennidepli
en Arnar telur Tálknfirðinga aftar-
lega á merinni hvað þau varðar.
Þegar skipað var í nefndir á vegum
sveitarfélagsins að kosningum
loknum kom aðeins varamannssæti
í sorpnefnd í hlut Grágásar. Það er
efsti maður listans ekki sáttur við
og segir það raunar vera í athugun
hvort sú ákvörðun standist lög.
Aðspurður hvort hann sjái fyrir
sér margra ára setu í sveitarstjóm
segir Arnar Geir að hann nenni
ekki að hanga þar of lengi, en hins
vegar stefni Grágás að framboði á
landsvísu í næstu alþingiskosning-
um. Hann segir helstu baráttumál-
„Þessi er með skotgati,
það hafa komist list-
fræðingar í hana“
„PRESLEY var minn maður. Með
allri virðingu íyrii- Bítlunum þá stóð
ég aldrei neitt á öndinni yfir þeim,
þó að þeir væm jafnaldrar mínir,“
segir söngvarinn og safnarinn Jón
Ki\ Olafsson um leið og hann leiðir
gesti um hús sitt, Reynimel á Bfldu-
dal, þar sem fágæt eintök gamalla
íslenskra hljómplatna, ljósmyndir
og málverk af tónlistarmönnum og
hinar margvíslegustu gersemar era
upp um alla veggi. Hann kveðst hafa
mjög breiðan tónlistarsmekk, en er
þó ekki kominn í rappið, að eigin
sögn.
Hann dregur fram merkilega
plötu með Ragnari Bjamasyni, í
gullramma á bak við gler. A plöt-
unni er gat, svo ljóst er að hún á
ekki eftir að fara aftur undir nálina
til spilunar. Þennan merka grip
fékk Jón Kr. frá safnara í Hafnar-
firði. „Þessi er með skotgati, það
hafa komist listfræðingar í hana,“
segir hann íbygginn en skýrir það
ekki frekar.
Ætlar ekki suður að
sjá RoIIingana
Meðal þeirra listamanna sem era
mest áberandi í safni Jóns Kr. era
þau Ellý Vilhjálms, Haukur
Morthens, Hallbjörg Bjarnadóttir
og Ragnar Bjarnason, svo ein-
hverjir séu nefndir. Víða má einnig
sjá myndir af Jóni sjálfum með
helstu átrúnaðargoðunum. Ahuga-
svið hans einskorðast ekki við ís-
lenska tónlistarmenn. Hann minn-
ist þess með glampa í auga þegar
hann fór á tónleika með Louis
Armstrong. „En fyrst ég lét ekki
í kvöld laugardag 4. júlí laugardag 11. júlí
kl. 20.00 kl. 20.00 kl. 20.00
nokkar sæti laus föstudag 10. júll
kl. 20.00
Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miðasala simi 551 1475.
Opin alla daga kl. 15-19. Simapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
Stóra svið kl. 20.00
ÞJONN I SUPUNNI
Mið. 15/7 fors.örfá sæti
Fim. 16/7 frum. uppselt
Lau. 18/7 2. sýn. uppselt
Sun. 19/7 3. syn. uppselt
Rm. 23/7 4. syn uppselt
Fos. 24/7 5. syn. örfá sæti
Lau. 25/7 6. syn. örfá sæti
Kl. 20.00.
Miðasalan opin 12—18.
áéTLEIKFÉLAGljlé
REYKJAVÍKURJ®
BORGARLEIKHUSIÐ
eftir Jim Jacobs og Warren Casey.
Frumsýn í kvöld fös. 3/7, uppselt
Lau 4/7, uppselt,
sun. 5/7, örfá sæti laus,
fim. 9/7, nokkur sæti laus,
fös. 10/7, lau. 11/7, fim. 16/7.
Skoðið GREASE vefinn www.mbl.is
Miðasalan er opin daglega
frá kl. 13—18 og fram að
sýningu sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383.
Simi í miðasölu 530 30 30
í kvöld!
„Örtónleikar“
með Möggu Stínu.
Lög af nýja geisladiskin-
um!
lau. 4/7 kl. 22—2 laus sæti
Matseðill sumartcmleika
Indverskur grænmetisréttur að hætti
Lindu, borinn fram með fersku salati
og ristuðum furuhnetum.
Eftirréttur: „Óvænt endalok".
Miðasalan opin alla virka daga
kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn
í s. 551 9055.
Netfang: kaffileik@isholf.is
FOLK I FRETTUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ARNAR Geir Níelsson bregður sér í ýmis hlutverk. Hann er skipstjóri
að aðalstarfi auk þess sem hann er yngsti sveitarstjórnarmaðurinn á
Tálknafirði - en hér sést hann í hlutverki dyravarðar á Hópinu.
in verða að koma kvótakerfinu fyr-
ir kattarnef, laga samgöngur á
Vestfjörðum og kynna Vestfirði
verða af því að taka bankalán til að
fara og sjá Ellu Fitzgerald, þá held
ég að ég fari nú ekki suður að sjá
Rollingana!“
Jón Kr. hermir gjarnan eftir vin-
um sínum í tónlistarbransanum,
sem ferðamannastað. Hver veit
nema pilturinn skjóti upp kollinum
á Alþingi Islendinga innan tíðar?
ekki síst Ragnari nokkrum Bjarna-
syni. Um leið og gengið er út úr
húsinu að lokinni skoðunarferð og
út í garð í rjómablíðu heyrist i
Jóni: „Þetta er „næs“ - eins og
hann Raggi myndi segja.“
MYNDBOND
Sannsögu-
leg sjón-
varpsmynd
Móðir okkar var myrt
(Our Mother’s Murder)
Sjónvarpsdrama
★
Framleiðsla: John L. Roman. Leik-
stjórn: Biil L. Norton. Handrit: Ric-
hard DeLong Adams. Aðalhlutverk:
Holly Marie Combs, James Wilder,
Roxanne Hart, Sarah Chalke og Jon-
athan Scarfe. lengd nu'n. Bandansk.
CIC myndbönd, júní 1998. Bönnuð
börnum innan 16 ára.
HÉR kemur enn ein sjónvarps-
gerðin af athyglisverðu sakamáli,
breytt, bætt og löguð að smekk
bandarískra áhorf-
enda. Þegar hin
auðuga Anne
Scripps Douglas
(Roxanne Hart) er
yfirgefin af eigin-
manni sínum finn-
ur hún sér elsk-
huga sem er miklu
yngri en hún sjálf.
Þótt honum takist að blekkja
mömmu sér eldri dóttirin strax fé-
gráðugan úlf undir sauðargæranni
og verða þau samstundis svarnir
óvinir. Skömmu eftir brúðkaupið
varpar illmennið af sér gæratetrinu
og fer að beita móðurina hryllilegu
ofbeldi.
Það er lítið um þessa mynd að
segja, því hún er að flestu leyti mjög
venjuleg sjónvarpsmynd. Leikur er
þokkalegur, eins og myndbandsupp-
takan sem rofin er af slæmum klipp-
ingum ætluðum fyrir auglýsingahlé.
Hetja myndarinnar er upphafin af
söguþræðinum og sett fram sem al-
fullkomin dóttir sem setur velferð
móður sinnar í öndvegi. Það er því
óskiljanlegt að ógeðfelld atburðarás-
in skyldi enda þar sem titill myndar-
innar gefur til kynna, með morði
Anne.
Guðmundur Ásgeirsson.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞAÐ kennir ýmissa grasa í eldhúsinu hjá Jóni Kr. Ólafssyni, söngvara og
safnara á Bíldudal. Hér heldur hann á plötu með Hallbjörgu Bjarnadótt-
ur, með hinni kunnu Vorvísu: „Vorið er komið og grundirnar gróa ...“
FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Stöð 2 ► 21.00 Barnfóstrufélagið -
The Baby-Sitters Club (‘95) Ungpí-
ur kynnast ástinni og fleiru sem
henni fylgir, á heitu sumri á Nýja
Englandi. IMDb: 7,8.
Sýn ► 21.00 Þó hún sé byggð á
hressilegum og efnismiklum
doðranti James Clavell, er Höfuð-
paurinn - Tai Pan, (‘86) innantóm
mynd um átök milli Evrópubúa og
Kínverja í Hong Kong á fyrri hluta
aldarinnar. Leiðindi í kjól og
hvítt.Ar
Sjónvarpið ► 21.35 Fjölskyldu-
myndin Clover, (‘96)er byggð á
skáldsögu eftir Dori Sandes um
unga blökkustúlku í Suðurríkjun-
um, sem verður hornreka er faðir
hennar fellur frá. Góðir leikarar,
Elizabeth McGowern og Ernie
Hudson fara með aðalhlutverkin,
ásamt Zeldu Harris, og IMDb gef-
ur 7,0.
Stöð 2 ► 22.40 Halle Berry er jafn
fögur og Chuck karlinn faðir henn-
ar er góður rokkari - en því miður
jafn ómöguleg leikkona. Annars er
allt vont við þessa, eina langverstu
mynd síðasta árs. Kona ríka manns-
ins - Rich Man’s Wife, (‘96) Vz er
100% tímasóun.
Sýn ► 23.05 Hún er hvorki fugl né
fiskur, spennumyndin I þátíð - Past
Tense, (‘94), en státar af bærilegum
leikuram. Einkaspæjarinn/rithöf-
undurinn Scott Glenn flækist inní
snúið morðmál þar sem koma við
sögu lögreglumaðurinn Anthony
LaPaglia og Lara Flynn Boyle. Sag-
an er þvæluleg og leikstjóm Grame
Cliffords í flestu ábótavant. Kom út
á myndbandi. ★★
Stöð 2 ► 0.15 1941, (‘71). Sjá um-
sögn í ramma.
Sýn ► 0.55 Hryllingsmyndin Skar-
kárinn - The Entity, (‘81), hefði get-
að gerst í íslenskum afdal á öldinni
Skotið útí bláinn
Fyrsta gamanmyndin hans Stevens Spielbergs, 1941, (‘79),
(Stöð 2 ► 0.15), verður ekki tal-
in með hans betri myndum, en er
engu að síður forvitnileg íyrir
ýmsar sakir. I fyrsta lagi kostaði
hún morð fjár, í öðra lagi er hún
einn stærsti skellur kvikmynda-
sögunnar, í þriðja lagi fyrstu
mistök leikstjórans, sem gerir
ekki mikið af slíku, og í fjórða
lagi státar hún af úrvalsmann-
skap í hverju rúmi. Leikhópurinn
er einkar áhugaverður, með John
Belushi og Warren Oates innan-
borðs, ásamt Dan Aykroyd,
Lorraine Gray, Ned Beatty,
Murray Hamilton, Tim
Matheson, Toshiro Mifune, Ro-
sem leið. Konu (Barbara Hershey)
er margnauðgað af afturgöngu.
Hreint ekki sem verstur hrollur.
★★‘/2.
Stöð 2 ► Læknagrínið Grein 99 -
bert Stack og Drakúla sjálfum,
Christopher Lee. Semsagt há-
karlar svamlandi innanum horn-
sfli. Handritið skrifar enginn
annar en Robert Zemeckis, kvik-
myndatöku stjómar William A.
Fraker og tónlistin er samin af
John Williams. Utkoman engu að
síður litlar ★★. Myndin, sem er í
fimmaurakenndum yfirskot-
marksfarsastíl, gerist í Los Ang-
eles á tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar, eftir að Japanir hafa
bombaderað Pearl Harbour. Allt
verður vitlaust í bænum. Inn-
antómt en forvitnilegt á sinn
hátt.
Article 99, (‘92), er plöguð af óaðlað-
andi aðalleikuram (Ray Liotta og
Kiefer Sutherland), og dáðlitlu skop-
skyni. ★14
Sæbjörn Valdimarsson