Morgunblaðið - 03.07.1998, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
BARBARA Windsor ásamt tveimur vinkonum, OIiviu Newton-John og
Chloe dóttur hennar á dansgólfínu í Grease frumsýningarpartýinu.
Vorum allar
pínulítið skotnar
í Travolta“
Fyrir tuttugu árum voru John Travolta og
Olivia Newton-John draumahetjur allra
unglinga sem veggfóðruðu herbergið sitt
með myndum af Grease-stjörnunum tveim-
ur. Dagur Gunnarsson fór í ermastuttan
leðurjakkann og sveiflaðist á fund Oliviu
Newton-John þegar myndin var endur-
sýnd 1 London með pomp og prakt.
ROKK og ról, kynlíf, svalir
töffarar og sætar píur
höfðuðu sterklega til ung-
linga sem kepptust við að
sjá myndina sem oftast, læra
dansana og lögin. Grease-tónlistin sí-
aðist inn i vitund einnar kynslóðar
sem getur nú endurupplifað Grease
á stóra tjaldinu og rifjað upp kynnin
við þau Danny og Sandy og villta fé-
laga þeirra úr Rydell-skólanum.
Heit pía
Hvernig fannst þér að leika svona
heita píu ílokaatriðinu?
„Mér fannst það frábært, ég var
ekki viss um að mér tækist að gera
það á sannfærandi máta... en það
vár æðislega gaman þegar ég prófaði
búninginn. I fyrsta skipti þekkti mig
enginn, John var að taka upp sitt lag
„Sandy“ og ég labbaði um allt kvik-
myndaverið og strákarnir flautuðu á
eftir mér og ég hugsaði með mér;
aha, það er semsagt þetta sem málið
snýst um. Þessar þröngu buxur voru
gamall safngripur og rennilásinn var
annaðhvort bilaður eða hann sást of
mikið, ég man það ekki alveg, en það
þurfti a.m.k. að sauma buxumar ut-
aná mig.“
Horfirðu stundum á myndina?
„Ég er bara þakklát fyrir að hafa
náð svo langt og ég ætla að halda
rækilega uppá afmælið núna í sept-
ember, útum allan heim. Ég ætla að
halda uppá það hér í Evrópu, í
Ástralíu og í Bandaríkjunum." Meiri
dillandi hlátur.
Hvernig var að vera svona mikið
átrúnaðargoð eftir Grease?
„Það var nú meira Sandy sem varð
átrúnaðargoðið, ég var heppin að fá
að vera með í svona skemmtilegri og
jákvæðri mynd.“
Hvernig stóð á því að ferillinn dal-
aði svo skömmu eftir Grease?
,Ég gifti mig, eignaðist barn og
tók þá dálítið skref frá látunum, síð-
an var ég í nokkrum myndum sem
voru ekki vinsælar; lífið er bara
svona. Eftir að Grease og Physical
slógu svona rækilega í gegn þá var
ekki hægt að komast mikið hærra.“
Núna virðistu aftur vera að kom-
ast í tísku, hvað finnst þér um það?
„Já, það er mikið að gera, ég er að
senda frá mér kántrýpopp-plötu og
Grease er að koma út aftur, þetta er
eins og ísinn ofaná rjómanum ofaná
kökuskreytingunni! Það er líka alveg
frábært að endurupplifa Grease-æð-
ið uppá nýtt, ég þarf ekki einu sinni
að gera neitt.“
Attu þér uppáhaldsatriði í mynd-
inni?
„Jahá, síðasta atriðið er sko mitt
uppáhald, stelpupartýið var líka
skemmtilegt og bílabíósenan og ...
þetta var allt svo frábært."
Þegar Grease var frumsýnd í
London 1978 í Empire-kvikmynda-
húsinu á Leieestersquare var mann-
þröngin gríðarleg og þegar John og
Olivia mættu ætlaði allt að ærast. Það
sama gerðist nú tuttugu árum síðar
þegar myndin var sýnd á sama stað
að viðstöddum Oliviu og Didi Conn
sem lék hina hárprúðu Frenchy. Eins
fjölmenntu meðhmir úr Grease-aðdá-
endaklúbbnum í skrautlegum Grea-
se-búningum og stórar sem smáar
stjömur úr breska þjóðlífinu klöpp-
uðu og sungu með Summer nights,
Greased Lightnin’ og Yoúre the one
that I want, svo undir tók í bíóinu. Á
eftir voru bíógestir ferjaðh- í mikið
partí þar sem stemmningin úr lokaat>
riðið myndarinnar var endurvakin
með ferðatívolí, amerískum mat og
drykk frá Planet Hollywood og
breskar stjömur kepptust um að
syngja karaoki og dansa á sama dans-
gólfi og Olivia Newton-John.
Didi „Frenchy" Conn
Er ekkert skrítið að taka þátt í
þessari Grease-vakningu?
„Nei, þvert á móti. Grease hefur
aldrei dalað, sérstaklega í Banda-
ríkjunum, þetta er vinsælasta mynd-
in á myndbandaleigunum. Það er
endalaust verið að sýna hana í kapal-
sjónvarpi og það er alltaf hægt að sjá
söngleikinn einhvers taðar á sviði og
fólk hefur margsinnis sagt mér þeg-
ar það uppgötvar hver ég er: „0, ég
fór sem þú á síðasta grímuball!" Ég
veit aldrei alveg hvernig ég á að taka
slíku.“
Hefurðu haldið sambandi við leik-
arana úr Grease?
„Við Olivia höfum alltaf haldið sam-
bandinu, við urðum góðar vinkonur
þegar myndin var tekin upp. Hún var
pínulítið óöragg fyrst í stað, ég aftur á
móti var að leika í minni þriðju bíó-
mynd og við fóram bara að spinna
upp sögu um hvemig Sandy og
Frenchy væra nágrannar og vinkonur
og Frenchy ætlaði að hjálpa henni að
komast í Pink Lady-gengið og það
hjálpaði henni fyrir framan myndavél-
ina. Olivia hélt sko bestu partýin með-
an upptökur stóðu yfii’ og við skemmt-
um stórvel við að búa þessa mynd til.“
Allir skotnir í John Travolta
Grunaði ykkur að John yrði svona
stór stjarna?
,Já, það var nokkuð ljóst, allar
stelpurnar voru skotnar í honum og
sumir strákanna lfka! Hann fór með
okkur á forsýningu á Saturday
Night Fever meðan við voram að
taka Grease upp og það var enginn
vafi á að hann yrði mjög frægur."
Hvað heldurðu að Frenchy væri
að gera í dag?
,Eg var spurð að þessu um daginn
og ég sagðist halda að hún gæti
kannski hafa orðið hundasnyrtir sem
klippir púðluhunda og People Mag-
azine fékk mig til að sitja fyrir með
nokkra aumingja púðla sem var búið
að lita bleika og bláa.“
DIDI Conn, „Frenchy", ásamt eiginmanni sínum David Shire
í Grease frumsýningarpartýinu.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
OLIVIA Newton-John á Dorchester hótelinu í London.
„Nei, en dóttir mín horfir stundum
á hana á myndbandi, þá kemur fyrir
að ég sé parta af henni.“
Hafíð þið John haldið sambandi?
„Já, já, við erum bæði frekar mikið
á flakld, en ég heyri í honum annað
slagið, við spjöllum stundum í síma
og við hittumst um daginn þegar Gr-
ease var framsýnd á ný í Bandaríkj-
unum. Þá klæddum við okkur í Grea-
se-búninga, vorum bæði í gömlu leð-
urjökkunum okkar og John keyrði
okkur í gömlum Thunderbird sem
hann á og svo gáfum nokkur viðtöl,
þannig að það var mjög gaman.“
Hvemig minningar hefurðu frá
gerð myndarinnar?
„Þú ættir miklu frekar að spyrja
Didi að því, hún hefur frábært minni,
ég man bara að það var æðislega
gaman að fíflast þetta með „krökk-
unum“. Við voram nú öll aðeins eldri
en menntaskólakrakkarnir sem við
áttum að leika, leikstjórinn hvatti
okkur til að vera eins bernsk og okk-
ur langaði. Ég man áð það var ótrú-
lega heitt þetta sumar og að mér
fannst þetta gerólíkt þeim skóla sem
ég gekk í, þar sem allir voru í skóla-
búningi og stelpur og strákar voru
aðskilin og allt var mjög strangt."
Mikið daðrað
Voruð þið stelpurnar ástfangnar
af John?
„Ég held að við höfum allar verið
pínulítið skotnar í honum, það vora
allir að daðra og flörta við alla, svona
í anda myndarinnar."
Olivia hlær dillandi hlátri og held-
ur fyrir munninn eins og lítil skóla-
stelpa.
Er það rétt að þú hafír verið treg
til að taka boðinu um að leika Sandy?
„Já, ég var ekki viss um að ég gæti
leikið, ég hafði leikið í öðram söng-
leik í London átta áram áður og sú
mynd var frekar slæm, það var söng-
leikur með geimveram, þú getur
ímyndað þér. Ég bað þá um prafu-
skot sem var frekar óvenjulegt,
venjulega er það öfugt, en við tókum
atriðið í bílabíóinu og það gekk mjög
vel. Ég var líka smeyk um að ég
myndi ekki geta náð bandaríska
hreimnum, en síðan hringdu þeir í
mig og sögðust vilja fá mig og að þeir
ætluðu að breyta handritinu þannig
að Sandy væri frá Ástralíu. Það var
alveg frábært hvað það var mikið
gert fyrir mig, svona handritsbreyt-
ingar era stórmál í Hollywood.“
Árið 1992 fékk Olivia krabbamein í
brjóst og ég spurði hana hvort hún
vildi síður tala um það.
„Nei, alls ekki, þvert á móti. Ég
held að það sé mun heilbrigðara að
ræða opinskátt um þessi mál. Ég vil
hvetja konur til að treysta eðlisávís-
un sinni, ef þær halda að eitthvað sé
að verða þær að láta athuga það og
tala við eins marga lækna og sér-
fræðinga og þær þurfa til að komast
til botns í málinu. Mér var sagt að
þetta væri bara góðkynjað ber, en ég
hafði á tilfinningunni að eitthvað
væri að og í ljós kom að það var ill-
kynjað. Ég fór í uppskurð og geisla-
meðferð í tæpt ár og hef verið bless-
unarlega heilbrigð síðan. Ég bland-
aði öllu saman, hefðbundinni læknis-
fræði, hómópatíu, grasafræði, nála-
stungum, jóga og eyddi miklum tíma
í íhugun og bænir. Þetta var mjög
erfiður tími, en ég held að ég hafi
styrkst mikið við þessa reynslu. Það
hjálpaði mér líka mikið að tala við
aðrar konur í sömu aðstöðu.“
Fimmtugsafmæli nálgast
Nú er fímmtugsafmælið að nálg-
ast, hlakkarðu til eða kvíðirðu fyrir?