Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 42
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + Örn Kjærnested fæddist í Reykja- vík 20. febrúar 1956. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Harry Kr. Kjærnested, f. 10. ágúst 1926, d. 5. nóv- ember 1997, og Dagga Lis Wessman —Kjærnested, f. 2. jan- úar 1938. Systkini hans voru Harry Kjærnested, f. 4. september 1958, Dagný Ada Kjærnested, f. 3. janúar 1962, Anna Maríe Kjærnested, f. 11. nóvember 1965, og Árni Kjærnested, f. 15. ágúst 1978. Fyrri maki Arnar var Árný Matthíasdóttir, f. 25. október 1958, d. 15. janúar 1986. Börn þeirra eru Hildur, f. 29. nóvem- ber 1976, unnusti Árni Þór Omarsson, f. 23. nóvember 1976, og Sæmundur Örn, f. 2. mars 1980. Hinn 3. september 1994 Elsku pabbi. Þegar það kemur að því að kveðja þig skortir mig orð. Ekkert virðist geta lýst þeim tilfínningum sem bærast innra með mér. Eg mun sakna þín og minnast með hlýju í huga og hjarta. Nú er komið að því fyrir þig að hvílast í faðmi Guðs og þá hvfld hefur þú svo sannarlega verð- skuldað, aldrei gafstu upp vonina eða misstir kjarkinn í þínum miklu veik- gt indum. Bless, elsku pabbi, og takk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. kvæntist Örn Guð- björgu Elsie Einars- dóttur, f. 18. mars 1957. Foreldrar hennar eru Einar Guðsteinsson, f. 29. mars 1935, d. 13. október 1966, og Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir, f. 29. mars 1935. Barn þeirra er Gunnai- Örn, f. 13. mars 1992. Fyrir átti Elsie tvo syni, Vilhjálm Vagn Steinarsson, f. 9. október 1974, unnusta María Ingibjörg Úlfars- dóttir, f. 15. janúar 1978, og Jón Odd Sigurðsson, f. 26. janúar Í984. Örn útskrifaðist sem múrari frá Iðnskólanum í Reykjavík 1984. Siðastliðin 11 ár vann hann við lögreglustörf á Suður- nesjum. Hann útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins vorið 1990. Útför Arnar fer fram frá Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Hönd þín drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína’eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd, hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. (Haligrimur Pétursson.) Þín dóttir Hildur. MINNINGAR Kallið er komið, komin ernú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Nú er komið að kveðjustundinni sem við vonuðumst öll til að kæmi ekki svona fljótt. Ástkær bróðir okk- ar og mágur háði hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn. Barátta hans við sjúkdóminn var háð af sömu festu og viljastyrk og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Örn var elstur okkar systkina og sá sem við litum öll upp til. Hann var skipulagður og staðfastur á sínu og honum fannst það hans hlutverk að passa upp á okkur hin. Þegar mamma og pabbi voru ekki heima við tók hann stjórnina í sínar hend- ur. Þá var allt skipulagt út í ystu æs- ar og fengu allir sín verkefni og oftar en ekki var það hans hlutverk að fylgjast með því að allir sinntu sínu. Okkur er hlátur í huga þegar við hugsum til baka og minnumst þess hvað hann gat verið sannfærandi og fengið okkur hin til að hlýða sér. Eins og þegar hann litaði skyrið með grænum matarlit og spaghettíið með þláum þá komst enginn upp með það að sleppa því að borða. Hann sann- færði okkur um að maturinn væri ekkert verri á bragðið heldur bara öðruvísi á litinn. Örn var mikill hagleiksmaður og það var næstum því alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt lék það í hans höndum. Hann gat dund- að sér tímanum saman við ýmiss konar fóndur en strax í barnæsku voru það þó flugvélamódelin sem áttu hug hans allan. Eftir að Örn stofnaði eigið heimili voru það ekki ófáar helgarnar sem hann hringdi og bauð okkur systrunum í helgarheim- sókn. En þær heimsóknir vildu oftar en ekki lengjast fram eftir vikunni. Þessar helgar voru yndislegir tímar sem eytt var í fóndur, göngutúra og leiki. Seinna þegar við systurnar stofnuðum okkar fjölskyldur styrkt- ust böndin enn frekar. Óft fann hann upp á ýmsu til þess að halda hópnum saman. Hann bauð okkur í mat, skipulagði ferðlög og hann hafði gaman af því að fara með pabba að veiða. Öll erum við ríkar af kynnum okkar við hann. Elsku Elsie, hugur okkar er fullur þakklætis í þinn garð fyrir þá ástúð og umhyggju sem þú veittir bróður okkar og mági í veikindum hans. Guð styrki þig og börnin þín í ykkar mikla missi. Elsku mamma, stutt er á milli stórra högga hjá þér. Megi Guð styrkja þig að takast á við erfiða tíma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guði þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dagný, Emil (Ási), Anna og Ólafur. Við hjónin kynntumst Erni fyrst þegar hann var 16 ára nemandi á Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Þarna fór at- orkusamur ungur maður og um leið einlægur og góður. Fólk vissi alltaf hvar það hafði hann. Karen var þá nýflutt frá sínu fólki og heimalandi vestanhafs í hálfgerða einangrun úti í íslenskri sveit. Örn varð fljótt góður vinur okkar hjónanna og talaði alltaf ensku við Karen, sýndi mikið næmi og gerði henni þetta nýja og sérstaka land bærilegra. Fyrir þetta hefur hún ávallt verið þakklát. Þá grunaði engan hversu erfitt æviskeið lægi framundan. Ungur missti Örn konu sína frá litlu börnun- um þeirra. Síðar kynntist hann Elsie, ORN KJÆRNES TED eftirlifandi konu sinni, sem nokkru áður hafði misst mann sinn í sjóinn frá ungum börnum. Saman stofnuðu þau myndarheimili og allt virtist bjart framundan. En fyrir u.þ.b. fjór- um árum greindist Örn með ólækn- andi krabbamein. Meðan hann barð- ist við sjúkdóm sinn féll fósturfaðir hans frá, einnig vegna krabbameins. Eftir einstaklega hetjulega baráttu þeirra hjóna, og reyndar fjölskyld- unnar allrar, og þrátt fyrir ómetan- lega hjálp ýmissa aðila, sérstaklega vinnufélaga og vinnuveitenda, er Örn nú allur. Eftir lifir minning um góðan og sannan dreng sem er sárt saknað. Elsie, það hefur verið aðdáunar- vert og mannbætandi að sjá hvernig þú hefui- staðið þig í öllum þessum raunum og aldrei látið deigan siga. Það er svona fólk sem á skilið orður og viðurkenningar. Við biðjum þér, bömunum ykkar, Döggu Lís, móður Arnar, systkinum hans og öðrum sem syrgja Guðs huggunar og styrks. Karen og Einar Valgeir. Kæri Örn. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn og það er svo óréttlátt, því allt sem þú hefur gengið í gegnum og um leið hjálpað öðrum hefði átt að launa þér á ann- an hátt. Baráttuvilji þinn var með ólíkindum, en kom engum á óvart sem þekkti þig. Barátta þín og Elsi- ear hefur hjálpað mörgum og erum við í fjölskyldunni ykkur ævarandi þakklát fyrir alla hjálpina með Atla. Leiðir okkar hafa legið saman frá því fyrir 25 árum. Stundum hefur bilið verið langt og lönd skilið okkur að, en alltaf þegar við hittumst var eins og við hefðum líka hist daginn áður. Vinátta þín var traust og engir brestir í henni. Fjölskylda þín hefur misst mikið, en þau sitja eftir með mikinn auð sem þú hefur gefið þeim. Við von- um að hann verði ykkur öllum styrkur og hvatning. Við kveðjum þig með söknuði og við vitum að þú gefur fjölskyldu A U G LÝ S 1 I 1 M Q A HÚSNÆDI í BOQI íbúð á góðum stað í Prag í Prag 2, ertil leigu 2ja herb. íbúð búin hús- gögnum. Leigist frá 5. júlí til 5. september. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. sem allra fyrst merktar: „Prag — 5226." TIL SÖLU Lagersala Laugardaginn 4. júlí 1998 frá kl. 13—16, verður lagersala að Vatnagörðum 26, Reykjavík. Seldar verða veiðivörur, sjóstangir, leikföng, litabækur, pússluspil, tungumálatölvur, Disney-lest, garðljós, ódýrir verkfærakassar, töskur, veiðigallar, veiðijakkar, vöðlur no. 41, Camo vöðlur, ryksuga sem jafnframt er vatns- suga og teppahreinsivél, hagstætt verð, serví- _^ettur, borðdúkar, plast hnífapör og margt fleira. Allt selst á mjög hagstæðu verði. Komið og gerið góð kaup. VISA OG EURO. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Breiðabólstaður 1, Steinstún, þingl. eig. Jón Halldór Malmquist, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, fimmtudaginn 9. júlí 1998 kl. 13.50. Hólabrekka, þingl. eig. Ari Guðni Hannesson og Anna Egilsdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunarog Lánasjóður landbúnaðarins, fimmtudaginn 9. júlí 1998 kl. 15.30. Tjarnarbrú 20, þingl. eig. Guðjón Benediktsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins og húsbréfad. Húsnæðisst., fimmtudaginn 9. júlí 1998 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Höfn, 2. júlí 1998. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fjarðarstræti 2, 0103, ísafirði, þingl. eig. Guðrún Hrólfsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 6. júlí 1998 kl. 14.00. Hjallabyggð 9, Suðureyri, þingl. eig. db. Sigbjarts Sigbjartssonar, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og ísafjarðarbær, mánudag- inn 6. júlí 1998 kl. 15.15. Stórholt 17,0202, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 6. júlí 1998 kl. 14.20. Sýslumaðurinn á Isafirði, 2. júlí 1998. UPPBOE) Uppboð Selt verður á uppboði á Húnsstöðum, Sveinsstaðahreppi, mánudag- inn 13. júlí nk. kl. 15.00 óskilahross, ómörkuð 2ja vetra hryssa, dökk- rauð, Ijósari á tagl og fax, hafi enginn sannað eignarétt sinn fyrir þann tíma. Blönduósi, 2. júlí 1998. Sýslumaðurinn á Blönduósi. Uppboð Að kröfu Stefáns Ólafssonar hdl., skiptastjóra þrotabús Glaðnis — listasmiðju ehf., verður bifreiðin IR-899 Lada Sport, árg. 1987, boðin upp við Eyrargötu 16, Siglufirði, föstudaginn 10. júlí 1998 kl. 11.00. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 2. júlí 1998. TILK YNNINGAR Auglýsing um sendingu kjörgagna við kosningu til kirkjuþings Það tilkynnist hér með að kjörgögn við kosningu til kirkjuþings 1998 hafi verið send þeim, sem kosningarétt hafa, í ábyrgðarpósti. Kjörgögn skulu send kjörstjórn á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, í ábyrgðarpósti. Fresturtil að senda inn kjörgögn ertil 7. ágúst 1998. Reykjavík, 30. júní 1998. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Dagskrá helgarinnar 4.-5. júlí 1998 Laugardagur Kl. 14.00 Gróðurskoðunar- ferð Rölt um nágrennið og rýnt í gróð- ur. Rætt um gróðurfar og plöntu- nytjar að fornu og nýju. Gangan er róleg og auðveld. Hún hefst við þjónustumiðstöð og tekur V/z-2 klst. Sunnudagur Kl. 11.00 Leikur er barna yndi Barnastund fyrir alla krakka í Hvannagjá. Sögur, leikir og helgihald. Hefst við þjónustu- miðstöð og tekur 1 — V/i klst. Munið að vera vel búin. Kl. 14.00 Messa í Þingvalla- kirkju Prestur sr. Heimir Steinsson, sóknarprestur, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttur. Litast um á Þingvöllum að lokinni messu. Kl. 15.00 Skógarkot - Ijóð og sögur frá Þingvöllum Gengið verður inn í Skógarkot og farið með sögur og Ijóð frá Þingvöllum, auk þess sem spjallað verður um það sem fyrir augu og eyru ber. Þetta er létt ganga, en þó er gott að vera vel skóaður og taka með sér nestis- bita. Gangan hefst við Flosagjá (Peningagjá) og tekur u.þ.b. 3 klst. Allar frekari upplýsingar um dagskrá helgarinnar veita landverðir í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins, sími 482 2660. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 4. júlí Kl. 08.00 Hekla. Gönguferð. Verð 2.800 kr. Sunnudagur 5. júli Kl. 08.00 Landmannalaugar, dagsferð (nýtt). Verð 3.000 kr. Ki. 08.00 Þórsmörk, dagsferð og til lengri dvalar, t.d. til mið- vikudags. Verð. 2.800 kr. Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Aukaferð um þessa vinsælu gömlu þjóðleið. Verð. 1.500 kr. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.