Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Tveir stórviðburðir f íþróttum á félagssvæðum KA og Þórs 1 Morgunblaðið/Kristján LEIKMENN Gróttu á Seltjarnarnesi taka létt dansspor í upphitun fyrir leik á Esso-móti KA í gærdag. SVISSNESKA liðið FC Signal tekur þátt í Esso-móti KA og er þetta í fyrsta skipti sem erlent lið mætir til leiks. Strákarnir í Signal gáfu sér tíma fyrir myndatöku fyrir leik gegn gestgjöfum KA í gær. Um 1.400 knatt- spyrnumenn elta fótbolta TVÖ af stærstu knattspyrnumót- um landsins fara fram á Akur- eyri þessa dagana, Esso-mót KA og Pollamót Þórs og Flugfélags íslands. Á félagsvæði KA reyna leikmenn 5. aldursflokks með sér, alls um 800 knattspyrnu- menn og á félagssvæði Þórs mæt- ast leikmenn 30 ára og eldri, sem komnir eru af léttasta skeiðinu. Rúmlega 600 knattspyrnu- menn taka þátt í Pollamótinu og því eru um 1.400 knattspyrnu- menn að elta bolta í bænum. Því til viðbótar eru þjálfarar, farar- stjórar, systkini, foreldrar og makar og má ætla að um 1.500 manns tengist hvoru móti, eða um 3.000 manns í allt. Alls taka 86 lið frá 24 félög- um þátt í Esso-móti KA og hef- ur þeim farið fjölgandi ár frá ári. Félagið, sem kemur lengst að, kemur frá Sviss en annars koma liðin alls staðar að af landinu. Esso-mótið var form- lega sett á miðvikudagskvöld og þá fóru fram setningarleikir. Keppni var fram haldið í gær ojg heldur áfram í dag, föstudag. A morgun, laugardag, fara allir úrslitaleikir mótsins fram og verðlaunaafhending. I kvöld verður farið í Kjarnaskóg, þar sem dagskráin verður með að- eins öðru sniði, farið í ýmsa leiki og grillað í skóginum. Keppt er í tveimur flokkum á Pollamótinu, 30-40 ára og 40 ára og eldri. Alls taka 63 lið þátt í mótinu og þar af 18 lið í eldri flokknum, eða Lávarðadeildinni eins og flokkurinn er kallaður. Keppni hefst kl. 9 í dag, föstudag, og verður leikið fram á seinni partinn á morgun, laugardag, en þá fara úrslitaleikir mótsins fram. í kvöld verður grillveisla við Hamar og mótinu lýkur með glæsilegu lokahófi og verðlauna- afhendingu í íþróttahöllinni ann- að kvöld, þar sem allir eru vel- komnir. Þar verða einnig skemmtiatriði og stórdansleikur með Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar. Formaður bæjarráðs segir uppsagnir hjá Foldu valda áhygg;jum Mikilvægt að halda í öll störf ÁSGEIR Magnússon formaður bæjarráðs og for- stöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri segir uppsagnir starfsfólks ullariðnaðarfyrirtæk- isins Foldu valda áhyggjum, en hann vonast til þess að þær breytingar sem nú er verið að gera á rekstrinum muni leiða til þess að sem flest starfs- fólk verði endurráðið og reksturinn komist á við- unandi rekspöl. Menn hafi verið að glíma samtím- is við þungan rekstur og miklar skuldir án þess að nýtt fjármagn hafí komið inn í fyrirtækið í mikl- um mæli. „Eg vona að þær breytingar sem gerðar verða á rekstri fyrirtækisins muni tryggja það til lengri tíma,“ sagði Ásgeir. „Það er afar mikilvægt að halda í öll þau störf sem við höfum.“ Engin þensla Hann kvaðst ekki fyllilega sammála Þorsteini Arnórssyni formanni Iðju, félags verksmiðju- fólks, en hann sagði í blaðinu í vikunni að lítið væri að gerast í atvinnulífinu á Akureyri. „Það er út af fyrir sig rétt að góðærið hefur látið á sér standa hér á svæðinu. Hætta af mikilli þenslu í þjóðfélaginu, sem mörgum verður tíðrætt um að slá þui-fí á, er ekki fyrir hendi hér, það er engin ástæða til að slá á þenslu hér, þvi hún er ekki fyr- ir hendi," sagði Ásgeir. Hann benti aftur á móti á að flest fyrirtæki hefðu næg verkefni og víða væri mikið að gera. Það kæmi sér ekki á óvart að fólk vildi sjá meiri hreyflngu, einhver stærri verkefni, en þau kæmu ekki upp eins og hendi væri veifað, þau krefðust undirbúnings sem tæki langan tíma. „Það sem mér finnst jákvætt er að á flestum sviðum miðar fram á við og atvinnuleysi hefur minnkað, þó svo að maður hafl vitanlega áhyggjur af stöðunni eins og hún er hjá Foldu,“ sagði Ásgeir. Konum fækkar lítið á atvinnuleysisskrá UM síðustu mánaðamót voru 338 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, 88 karlar og 250 konur, sam- kvæmt yfirliti frá Svæðisvinnumiðl- un Norðurlands eystra. Atvinnulaus- um fækkaði um 20 milli mánaða en í lok maí voru 358 á skrá, 107 karlar og 251 konur. Á þessum tölum sést að atvinnuá- stand kvenna er mun verra en hjá körlum og fækkaði aðeins um eina konu á skrá frá lok maí sl. og fram til síðustu mánaðamóta. í lok júní í fyrra voru 358 manns á atvinnuleys- isskrá, 103 karlar og 243 konur. Sigríður Jóhannesdóttir hjá Svæð- isvinnumiðluninni sagði alltof marg- ar konur á skrá og þeim fækkaði nánast ekkert á milli mánaða. „Það virðist vera mun meiri aukning í svokölluðum karlastörfum, sem helgast m.a. af uppsveiflu í iðnaði. Við viljum hins vegar sjá miklu fæm á skrá en raun ber vitni.“ Starfsemin flutt Atvinnudeild Akureyrarbæjar hef- ur verið lögð niður og ríkisvaldið tekið yfir reksturinn undh' nafni Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra, sem sér um alla atvinnuleys- isskráningu í kjördæminu. Þessa dagana er verið að flytja starfsemina úr Glerárgötu í Álþýðuhúsið að Skipagötu 14 og verður opnað á nýj- um stað nk. mánudag. Morgunblaðið/Kristján FANNEY, Vala, Guðný, Hildur og Berta, þátttakendur í Sumarlista- skólanum æfa dansatriði. Líf og fjör í Sumarlistaskóla Jörðin Hof í Svarfaðardal er til sölu Á jörðinni er nýtt fjós að hluta og endurbætt eldra fjós. Framleiðsluréttur er fyrir 103.000 Itr (34 básar og geldneyti). Fjárhús er fyrir 200 fjár ásamt hlöðu. Bústofn og vélar fylgja. Upplýsingar um eignina gefur Búnaðarsamband Eyjafjarðar í síma 462 4477 fram til 10. júlí og aftur frá 27. júlí. Tilboð í eignina óskast og skulu þau hafa borist fyrir 1. ágúst. STARFI Sumarlistaskóla Arnar Inga lýkur á sunnudag, 5. júlí, og verður efnt til iokahátíðar af því tilefni í íþróttasal Oddeyrar- skóla sem hefst kl. 15. Sett verður upp eins konar veit- ingahús í salnum og boðið upp á skemmtiatriði, dans, leiklist og ýmislegt annað óvænt. Aðgangs- eyrir er 300 krónur og eru veit- ingar innifaldar. Hópurinn hitar upp og mætir í göngugötuna í Hafnarstræti í dag, föstudag kl. 17, og verður þar sem ijörugt götuleikhús. Sumarlistaskólinn er nú starf- ræktur í sjöunda sinn og eru þátt- takendur frá Hellu, Selfossi, Gr- indavík, Ólafsfirði, Eskifirði og Akureyri. Unnið hefur verið í leiklist, myndlist, dansi og götu- leikhúsi og fleiru. Mikil starfs- gleði hefur verið ríkjandi og fjör þær tvær vikur sem hópurinn hef- ur átt saman í skapandi starfi og góðri viðkynningu. Líflegt á fæðingar- deild FSA MJÖG líflegt hefur verið á fæðing- ardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrstu seX mánuði ársins en þar urðu alls 219 fæðingar á tímabilinu, eða 20 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þar af hafa verið þrjár tvíburafæðingar. Ingibjörg Jónsdóttir yfirljósmóð- ir sagði tímabilið frá maí til septem- ber jafnan stærstu mánuði ársins og hefði júní sl. til að mynda verið óvenjustór. Þá fæddust 50 börn í 49 fæðingum en í sama mánuði í fyrra fæddust 30 börn á deildinni. Ingi- björg sagðist reikna með að júlí yrði einnig stór mánuður og hún gerir ráð fyrir að fæðingar á árinu öllu verði fleiri í ár en í fyrra en þá fæddust 419 börn í 410 fæðingum. Skemmtilegt í vinnunni „Það hefur verið mikið álag á starfsfólkinu, enda ekki möguleiki á afleysingafólki en þetta hefur allt gengið mjög vel. Það er líka gaman að fá svona margar fæðingar og vinnan verður mun skemmtilegri og meira spennandi fyrir vikið.“ Ingibjörg sagði að heldur fleiri stúlkur en drengir hafí fæðst á ár- inu en yfírleitt jafnaðist talan áður en árið er úti og yfírleitt væri mun- urinn á fjölda stúlkna og drengja ekki mikill. ------♦♦-♦---- FM 95,7 hefur útsendingar á Akureyri ÚTVARPSSTÖÐIN FM 95,7 náðist á Akureyri og nágrenni í gær, en í dag, fóstudag, mun útvarpsstöðin senda út frá Ráðhúskaffi á Ákureyri og stendur útsendingin frá kl. 7 um morguninn til 19 um kvöldið. Jón Gunnar Geirdal, kynningar- stjóri Fíns miðils, sagði að heilsað yrði upp á Akureyringa með viðeig- andi hætti, en í gærkvöldi var mikið um dýrðir á Ráðhúskaffí og m.a. lék hljómsveitin Skítamórall. „Við bjóðum Akureyringa velkomna í hóp okkar hlustenda," sagði Jón Gunnar, en meirihluti hlustenda út- varpsstöðvarinnar er í yngri kant- inum, eða frá 15 til 35 ára. Hann átti von á að samkeppni við Frostrásina, útvarpsstöð heima- manna, yrði hörð, „en þetta er spennandi verkefni og við erum ánægðir með að hafa nú stækkað okkar útsendingarsvæði," sagði Jón Gunnar. „Við ætlum að taka púls- inn á mannlífínu á Akureyri í dag en það verður mikið um að vera, tvö stór fótboltamót, Esso-mótið á KA- svæðinu og Pollamótið hjá Þór verða í fullum gangi, þannig að það verður nóg um að vera.“ ------♦♦♦----- Ferðafélag Akureyrar Raðganga ANNAR hluti raðgöngu sumar- sins, sem Ferðafélag Akureyrar stendur að, verður á morgun, laugardaginn 4. júlí. Gengið verðui' frá Hámundastaðahálsi og meðfram ströndinni um þétt- býlisstaðina Litla-Árskógssand og Hauganes að Víkurbæjunum. Lagt verður af stað frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 9, en þar fást upplýsingar um ferðir félagsins og skráning í ferðir er virka daga frá kl. 16 til 19. Skrifstofan er við Strandgötu 23. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Svalbarðskirkju á sunnudagskvöld, 5. júlí kl. 21. Ræðuefni: Verið miskunnsamir. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.