Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 29 Tvær sýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu á morgun, laugardaginn 4. júlí, kl. 16. Hulda Stefánsdóttir segir frá og ræðir við listamennina. Skúlptúr augnabliksins SVISSNESKI myndlistarmaður- inn Roman Signer opnar sýningu í Bjarta og Svarta sal Nýlistasafns- ins. I verkum sínum skapar Rom- an spennuþrungnar aðstæður, stutta atburði þar sem ákveðin breyting eða hreyfíng hefur átt sér stað eða getur átt sér stað, - ef ekki raunverulega þá í huga áhorf- andans. Þannig era hreyfing og kyrrstaða ekki andstæður heldur fremur mismunandi ástand sama fyrirbæris. „Skúlptúrinn sem form í verkum Signers, kyrrstæður hlutur í rými, er útvíkkaður - uppleystur ef svo má segja, til að innihalda vídd tím- ans,“ segir Conrad Bitterli í grein sinni „Sculptural events". Roman sýnir tvær innsetningar í Bjarta sal. Innsetningu með reiðhjóli og aðra með fiskabúri. Aflöngum kassa með hvítri málingu hefur verið komið fyrir undir afturhjóli reiðhjólsins sem síðan var snúið svo hvít málningin slettist á gólfið. „Og þess vegna er þetta málverk," segir Roman. „Öðru máli gegnir um fiskabúrið því þar er það möguleikinn á því sem gæti gerst sem er drifkraftur verksins." Glær plasthólkur gengur þvert í gegn- um fiskabúr þar sem marhnútur og koli synda um í stóískri ró. Inni í hólknum er raketta og kveiki- þráðurinn sem þar stendur út gef- ur möguleika á einfaldri aðgerð með ófýrirsjáanlegum afleiðingum. „Verk mín eru í raun aðeins verk- færi sem ég nota til að kalla fram þessa náttúrulegu frumkrafta," segir Roman. I Svarta sal verður sýnt mynd- band með nokkrum verka lista- Morgunblaðið/Jim Smart SVISSNESKI listamaðurinn Roman Signer sýnir „aksjónir" og mynd- bandsverk í Bjarta og Svarta sal. mannsins sem ætti að gefa gleggri mynd um það sem listamaðurinn er að fást við í mismunandi verkum, þar sem hann notar ýmsar tegund- ir orku, s.s. sprengiefni, vatnsorku, þyngarafl og varmaorku. Roman hefur reglulega ferðast til Islands á síðastliðnum S árum. Hann segir að verk sín byggist á þeirri orku sem náttúran feli í sér og því njóti hann þess sérstaklega að ferðast til fslands og upplifa alla þá krafta sém hér búi í gos- hverum og eldfjöllum. „Ég vildi gjaman geta komið hingað á hverju ári, ferðast um landið og tekið ljósmyndir en því miður gefst mér ekki alltaf færi á því sökum vinnu við sýningar og ann- að erlendis." Listamenn á barmi einhvers ÞAÐ fer einkar vel á því að sýning þessara sex ungu myndlistar- manna skuli vera opnuð á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, þar sem þeir hafa flestir stundað nám í Bandaríkjunum en einn í ná- grannalandinu Kanada auk þess sem þrír listamannanna eru einmitt bandarískir. Aðalhlutverk- in á sýningunni eru í höndum As- mundar Asmundssonar, Érlings Þ.V. Klingenbergs og Magnúsar Sigurðarsonar og í aukahlutverk- um era vinir þeirra Bruce Conkle, David Diviney og Justin Blaustein. „Við erum listvilltir," segir Erl- ing. „Listamenn á barmi einhvers en við vitum ekki alveg hvers,“ bætir Magnús við. Sameiginlegt einkenni þeirra er að vera alltaf að reyna eitthvað sem tekst aldrei al- veg og felur í sér hæðni gagnvart stöðugri glímu listamannsins við sjálfan sig og umhverfið. „Við ger- um myndlist sem er á mörkum þess að vera „alvöru myndlist“,“ segir Ási. „Og leikum okkur að skrítnu hliðunum á tilverunni," botnar Bruce samsöng félaganna. Aðhlutamenn Þeir hafa skilgreint sig sem „að- hlutamenn" - þá sem standa að hluta til utanvið ríkjandi fyrir- komulag og eru kannski alltaf hálf utangátta, eins og útlendingur sem reynir að telja sjálfum sér og öðr- um trú um að hann sé innfæddur ... og tekst það næstum. Undanfarið hafa þeir Magnús, Ási og Erling leitað eftir séríslenskum einkenn- um sem efnivið í listsköpun sinni - „leitað inná við í sinn aðhluta- mann“. Magnús sýnir sjálfsmyndir í SÚM-sal. Þar er hann í hlutverki túristans á ferð um Bandaríkin þver og endilöng, vopnaður myndavél og kúrekastígvélum. Hann bregður sér af og til í hlut- verk kórdrengsins og stendur þá uppi á stól og syngur íslensk ætt- jarðarlög. Stundum er Magnús landkönnuður og stundum hvíti maðurinn, eins og þegar hann ligg- ur nakinn á hvalavindsænginni á stöðuvatni í New York-ríki. Hann er líka villimaðurinn, með alvæpni í hei-mannabúningi í Húsdýragarð- inum. Fyrst og fremst er hann þó alltaf í hlutverki listamannsins. Óg það að hann skuli setja þessar ljós- myndir fram sem eigin verk þegar hann er viðfangseíhi ljósmyndanna er í andstöðu við hefðbundna skil- greiningu á höfundarverki. Ekki alveg en næstum ... Ásmundur sýnir þi'jú verk í for- sal. Bar sem er líka að reyna að vera málverk og þar sem gestum verður boðið eggjapúns á milli kl. 17 og 18. Kassi utan um listaverk með ummerkjum sem gefa til kynna að þannig hafi listamaðurinn ferðast til heimalandsins. „Þessi verk eru öll að reyna að fram- kvæma eitthvað sem ekki tekst en svona næstum,“ segir Ásmundur. í samvinnu við félaga sinn Justin Blaustein vann Ásmundur lógó fyr- ir öll helstu söfn og gallerí í New York og bauð þeim til kaups. Þeir bíða enn eftir svari. Innsetning Erlings fjallar líka um það að vera listamaður. Þegar þeir Ásmundur, Erling, Magnús og Bruce störfuðu saman að undir- búningi sýningarinnar í gesta- vinnustofu í Straumi í Hafnarfirði kynntist Erling eldri manni sem skapai' list sína úti í náttúrunni. í verki sínu ber Erling saman þessar tvær ólíku aðferðir við listsköpun, sína eigin sem tekur mið af lista- sögunni og þessa einfara sem fer sínar eigin leiðir og skapar list án samhengis við það sem aðrir gera og hafa gert. Brace sýnir verk þar sem hann hefur tekið tróðið innan úr ákveð- inni gerð tuskudýra sem hann seg- ir mjög algengt _að fólk safni í Bandaríkjunum, Ástralíu og jafn- vel víðar. Þessi tuskudýi-agarður hefur nú verið hengdur upp á vegg líkt og feldir bjarndýra og ljóna sem stofuprýði þykir að og vitnis- burður um hetjuskap og ævintýra- mennsku húsráðenda. Meðferð listamannsins á þessum nælon-dýr- um er til merkis um fjarlægð og firringu borgarbúans sem lítur til- búninginn sömu augum og dýr af holdi og blóði og stærir sig af að hafa „sigrað" þau. Innvols dýranna Morgunblaðið/Jim Smart AÐHLUTAMENN á barmi einhvers. Ásmundur, Bruce, Erling og Magnús opna í dag sýningu í Nýlistasafninu. stendur á hillu fyrir neðan feldina í krakkum sem bera heiti fórnar- lambsins. Loks má nefna sameigin- legt verk listamannanna fjögurra; óð til landsins í norðri - ísjaka úr frauðplasti, sem hringsnúast. Að hafa húmor fyrir sjálfum sér „Við það að búa í Bandaríkjunum hefur maður annan samanburð við sjálfan sig,“ segir Magnús. „Banda- rískt samfélag ber sig aldrei saman við önnur samfélög heldur leitar fólk samanburðai' inn á við, milli ólíkra þjóðfélagshópa. Og þá fer maður sjálfur að leita inn á við, skoða þjóðerni sitt o.s.frv." Þeir segjast alls ekki vera að gera grín að listinni heldur reyni þeir bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér sem listamönnum. „Maður býi- í Banda- ríkjunum í nokkur ár og reynir af öllum mætti að vera Bandaríkja- maður... en tekst það ekki.“ FRÁ sýningu Karin Sand- er á 2. hæð 1994, fægð veggmálning. Karin Sand- er sýnir í Slunkaríki ÞÝSKA listakonan Karin Sand- er opnar sýningu í Slunkaríki á Isafirði laugardaginn 4. júlí kl. 16. Karin Sander er fædd í Bens- berg árið 1957 en býr nú í Stutt- gart og New York. í kynningu segir: „Verk hennar hafa verið kynnt í virtum sýningarsölum austan hafs og vestan. Árið 1994 sýndi hún í sýningarsalnum „Ónnur hæð“ í Reykjavík og kenndi auk þess við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Siðasta sýning Karin Sander var haldin í Stiftung fur Kon- krete Kunst í Reutlingen, þar sýndi hún verk 1-770 verk á pappír. Sýningin heldur síðan áfram á Isafirði með verkunum 771-806. Söngskemmt- un á 20m2 ÞORVALDUR Þorsteinsson opnar sýningu í samvinnu við Vasaleikhúsið í sýningarrýminu 20m2, Vesturgötu lOa, laugar- daginn 4. júlí kl. 16. A sýning- unni er gestum gefinn kostur á að njóta söngs og hljóðfæraslátt- ar í þjóðlegum anda. Söngskemmtuninni verður fram haldið sunnudaginn 5. júlí kl. 15-18 og síðan á sama tíma miðvikudaga - sunnudaga, til 26. júlí. Þorvaldur Þorsteinsson er myndlistarmaður og rithöfundur og hefur verið leikhússtjóri Vasaleikhússins um árabil. Hjálmar sýnir málverk í Gall- erí Stöðlakoti HJÁLMAR Hafliðason opnar málverkasýningu í Galleríi Stöðlakoti við Bókhlöðustíg laugardagin 4. júlí. Hjálmar er fæddur í Álftafirði við ísafjarðardjúp. Hann er sjálfmenntaður í listum, utan að hafa notið leiðsagnar Benedikts Gunnarssonar og Sveinbjarnar Einarssonar í myndlistarklúbbi VR um nokkurra ára skeið. Þetta er þriðja einkasýning Hjálmars. Verkin á sýningunni eru öll máluð með olíu á striga á árunum 1990-1998. Sýningin verður opin daglega kl. 15-18 og lýkur 19. júlí. SUMARTÓNLEIKAR í SKÁLHOLTSKIRKJU 1998 Fyrsta tónleikahelgi Laugardagur 4. júlí kl. 14:30 Laugardagur 4. júlí kl. 17:00 Sunnudagur 5. júlí kl. 15:00 Sunnudagur 5. júlí, messa kl. 17:00 Tónlistarflutningur hefst kl. 16:40 Ávarp - Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup Erindi - Sigurður Pétursson cand mag. - Draumur Brynjólfs biskups Frumflutningur tónverka ettir Elinu Gunnlaugsdóttur og Báru Grimsdóttur Flytjendur Sönghópurinn Hljómeyki Helga Ingólfsdóttir, semball Guðni Franzson, klarínett Stjórnandi - Bernharður Wilkinson Aðgangur ókeypis - allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.