Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sýningum lýkur Epal LJÓSMYNDASÝNINGU Önnu Maríu Sigurjónsdóttur í Epal lýkur laugardaginn 4. júlí. Ljósmyndirnar á sýning- unni eru 12, prentaðar á striga og er myndefnið sótt til Hjalt- eyrar við Eyjafjörð. Hús- gagnaverslunin Epal er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Ketilhúsið Akureyri MÁLVERKASÝNINGU Guð- nýjar Þórunnar Kristmanns- dóttur í Ketilhúsinu í Grófar- gili á Akureyri lýkur á sunnu- dag. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Samkeppni um kápumynd á Ljóðasafn Austfirðinga FÉLAG Ijóðaunnenda á Aust- urlandi efnir til verðlaunasam- keppni meðal myndlistar- manna um land allt. Óskað er eftir mynd sem ætlað er að prýða bókarkápu en félagið er með austfirskt ljóðasafn í und- irbúningi. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar. Höf- undur þeirrar myndar sem valin verður á forsíðu bókar- innar fær 50.000 kr. í verðlaun en höfundar þeirra tveggja mynda sem næstar koma að mati dómnefndar fá eintak af ljóðasafninu í verðlaun. Ritnefnd ljóðasafnsins mun gegna hlutverki dómnefndar en hana skipa; Aðalsteinn Að- alsteinsson, Fellabæ, Guðjón Sveinsson, Breiðdalsvík, og Magnús Stefánsson, Fá- skráðsfirði, sem er ritstjóri og skal skila myndum í keppnina til hans fyrir 1. desember 1998. Áformað er að handrit bókarinnar verði tilbúið til prentunar um áramót og bók- in komi út á miðju ári 1999. Þá verða liðin 50 ár frá útkomu eldra safns austfirskra ljóða: Aldrei gleymist Austurland. Kápu þeirrar bókar prýddi mynd af Búlandstindi eftir hinn kunna listamann Ríkarð Jónsson". Tríó Reynis á Jómfrúnni FIMMTU sumarjazz tónleik- ar veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu fara fram laugardaginn 27. júní kl. 16-18. Að þessu sinni leika Reynir Sigurðsson á víbrafón, Björn Thoroddsen á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa. Tónleikarnir fara fram á Jóm- frúartorginu milli Lækjar- götu, Pósthússtrætis og Aust- urstrætis, ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Sigurður Einarsson sýnir í Lundi SIGURÐUR Einarsson opnar yfirlitssýningu á verkum sín- um i Ash Keramik Gallery í Lundi, Varmahlíð, laugardag- inn 4. júlí kl. 14. Þetta er 11. einkasýning Sigurðar en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 10-18 og stendur til 31. júlí. Sumartónleikar á Norðurlandi SÓPRANSÖNGKONAN Björg Þórhallsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari heQa Sumartónleikana á Norðurlandi með tónleikum í Reykjahlíðarkirkju á laugardag- inn og í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. SUMARTÓNLEIKAR á Norðurlandi hefja sitt tólfta starfsár á laugardaginn 4. júlí nk. Þá hefst tónleikaröð með 13 tónleikum sem stendur yfír í fimm helgar og eru flytjend- ur 30 að þessu sinni. Má þar nefna stúlkna- kór frá Horsens í Dan- mörku, orgelleikara frá Kaupmannahöfn og trompet- og orgelleik- ara frá Þýskalandi. Is- lenskir tónlistarmenn fyUa svo flokkinn og munu þeir leika fjöl- breytta tónlist frá ýms- um tímum. Fimm tón- leikar verða í Akureyr- arkirkju, fimm í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn og einnig verða tónleikar á Grenivík og Raufarhöfn auk þess sem einir tónleikar verða í Sval- barðskirkju í Þistilfirði í tilefni að 150 ára afmæli hennar. Allir tónleikamir standa yfir í klukkustund án hlés og hefur að- gangur ávallt verið ókeypis, en tek- ið er við frjálsum framlögum við kirkjudyr. Fyrsta tónleikahelgi Sumartón- leika á Norðurlandi hefst með því að sópransöngkonan Björg Þór- hallsdóttir og Björn Steinar Sól- bergsson orgelleikari munu halda tónleika í Reykjahlíðarkirkju laug- ardaginn 4. júlí kl. 21 og í Akureyr- arkirkju sunnudaginn 5. júlí, kl. 17. Á efnisskrá þeirra verða verk eftir Áskel Jónsson, Þórarin Guðmunds- son, Jón Þórarinsson, Pál Isólfs- son, J.S. Bach, A. Dvorák og W.A. Mozart. Önnur tónleikahelgi 11.-12. júlí. Pétur Jónasson, gítar, 11. júlí Reykjahlíðarkirkja; Karsten Jen- STÚLKNAKÓR frá Horsens í Danmörku, er meðal þeirra erlendu listamanna sem koma fram á sumartónleikum á Norðurlandi. sen, orgel, 12. júlí Akureyrar- kirkja. Þriðja tónleikahelgi 17.-19. júlí. Gunnar Kvaran, selló, Haukur Guðlaugsson, orgel. 16. júlí Sval- barðskirkja, 17. júlí Raufarhafnar- kirkja, 18. júlí Reykjahlíðarkirkja, 19. júh Akureyrarkirkja. Fjórða tónleikahelgi 25.-26. júlí. CANTICA stúlknakór, stjórnandi Klaus Lyngby í Vor Frelsers Kirke í Horsens í Danmörku. 25. júlí Reykjahhðarkirkja, 26. júlí Akur- eyrarkirkja. Fimmta tónleikahelgi 30. júlí - 2. ágúst. Duo Lewark-Portugall: Eg- bert Lewark, trompet, Wolfgang Portugall, orgel, og Margrét Bóas- dóttir, sópran (í Grenivíkur- og Reykjahlíðarkirkju). 30. júh Greni- víkurkirkja, 1. ágúst Reykjahlíðar- kirkja, 2. ágúst Akureyrarkirkja. Sólveig sýnir í Selinu Söngsjóði Marinós Morgunblaðið/Þorkell FRÁ afhendingu styrks úr sjóði Marinós Péturssonar í íslensku Óper- unni þar sem styrkþeginn, Magnea Tómasdóttir, flutti nokkur lög og Gerrit Schuil lék með á píanó. Fékk styrk úr Laxamýri. Morgunblaðið. „UNDARLEGT er Hverfellið í vorsins björtu nótt“ gæti sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistar- konu, sem opnuð var í Selinu í Mý- vatnssveit fyrir nokkru, heitið. Þar sýnir Sólveig fjórar myndir af Hverfellinu séðu frá Geiteyjar- strönd, Jómfrúarkoppi, Neslanda- vík og Reykjahlíð. Þá sýnir listakonan landslags- myndir frá New York, blómamynd- ir o.fl. Áður hefur Sólveig tekið þátt í nokrum samsýningum og haldið níu einkasýningar, m.a. í veitinga- skálanum Vín í Eyjafirði og á Hall- ormsstað. Sólveig, sem er hjúkrunarfræð- ingur, hefur teiknað frá því hún var barn, en byrjaði að mála með taulitum og fór á sínum tíma á námskeið hjá Sigrúnu Jónsdóttur batikhstakonu sem átti og rak Kirkjumuni í Reykjavík. Fyrsta málverkið hennar er af Æðarfoss- um málað 1966, en Sólveig byrjaði ekki myndhstarferil sinn af fullum krafti fyrr en 1975. Síðan 1985 hefur hún haldið sig við olíuliti en hún fór þá á mynd- listarnámskeið helgað þeim litum. Hún segist sjálf hafa þróað sinn stíl á sama tíma sem hún hefur stuðst við kennslubækur. Blómagróður og landslagsmynd- ir eru uppáhaldsviðfangsefni henn- ar auk þess sem hún ann tónlist og semur lög. Hún hefur m.a. samið lagið „Töfra“ sem Hákon Aðal- steinsson hefur gert texta við og geta gestir sýningarinnar fengið að hlusta á tónverk listakonunnar. ÖIl málverkin sem nú eru til sýn- is í Selinu eru til sölu, en Sólveig mun opna aðra sýningu á Café Ni- elsen á Egilsstöðum 1. ágúst nk. þar sem landslag á Austurlandi verður aðalviðfangsefnið. STYRKUR úr Söngsjóði Marinós Péturssonar að upphæð 500.000 krónur var veittur í þriðja sinn miðvikudaginn 1. júlí og hlaut hann Magnea Tómasdóttir sópransöng- kona. Magnea stundaði söngnám í Kópavogi og á Seltjamamesi og lauk framhaldsnámi frá Trinity College of Music í Lundúnum 1996. Hún hefur auk þess sótt ýmis nám- skeið og alþjóðlega sumarskóla.. Að loknu rtámi hefur hún tekið þátt í keppni hér heima, í Englandi og Hollandi og hlotið ýmsar viður- kenningar. Sl. haust gerði Magnea tveggja ára samning við Óperustúdíóið í Köln og í vetur söng hún í Kölnar- óperunni hlutverk Sacertodessa í Áidu, Dama di Lady Macbeth í Macbeth eftir Verdi, Kate Pin- kerton í Madam Butterfly eftir Puccini, Fyrstu dömu í Töfraflautu Mozarts og hlutverk Barböra í óperettunni Nótt í Feneyjum eftir Johann Strauss. Framundan eru hlutverk Sharon Graham í María Útilistasýning „Fyrir jörðina“ SÝNINGIN „Fyrir jörðina" verður opnuð í Hraunverksmiðjusalnum við Steinkross á Heklubraut laugar- daginn 4. júlí kl. 15. Ekið er um Gunnarsholt á Rangárvöllum eða fram hjá Selsundi. Sýningin er útilistasýning sem fer fram í braggagluggum frá stríðsár- unum og er unnin af 10 Iistakonum sem allar starfa í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70 í Reykjavík. Eftirtaldar konur eru þátttak- endur í sýningunni; Árdís Olgeirs- dóttir, Áslaug Saja Davíðsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Freyja Ön- undardóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Gunn- hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Sveins- dóttir, María Valsdóttir og Olga 01- geirsdóttir. Sýningin mun að öllum líkindum standa út septembermánuð ef veður leyfir. Snorri Guðmundsson, hraunlista- maður, er upphafsmaður og fram- kvæmdaaðili sýningarinnai’, styrkt- ur af ýmsum aðilum. Callas Masterclass eftir Terrence McNally og í óperanni Suor Ang- elica eftir Puccini. Stofnfé Marinósjóðsins er dánar- gjöf Marinós Péturssonar sem um árabil var kaupmaður í Reykjavík. Hann lést árið 1991. Stofnfé sjóðs- ins var um 16 milljónir. í stjórn sjóðsins era Haukur Björnsson, Orri Vigfússon og Stef- án Amgrímsson. Sjóðurinn er í umsjón Islensku óperannar. Fyn-i styrkþegar era Þóra Einarsdóttir, sópran, Jón Rúnar Arason, tenór, og Auður Gunnarsdóttir, sópran. Morgunblaðið/Atli Vigfússon SÓLVEIG við tvö verka sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.