Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 28

Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sýningum lýkur Epal LJÓSMYNDASÝNINGU Önnu Maríu Sigurjónsdóttur í Epal lýkur laugardaginn 4. júlí. Ljósmyndirnar á sýning- unni eru 12, prentaðar á striga og er myndefnið sótt til Hjalt- eyrar við Eyjafjörð. Hús- gagnaverslunin Epal er opin virka daga frá kl. 9 til 18 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. Ketilhúsið Akureyri MÁLVERKASÝNINGU Guð- nýjar Þórunnar Kristmanns- dóttur í Ketilhúsinu í Grófar- gili á Akureyri lýkur á sunnu- dag. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Samkeppni um kápumynd á Ljóðasafn Austfirðinga FÉLAG Ijóðaunnenda á Aust- urlandi efnir til verðlaunasam- keppni meðal myndlistar- manna um land allt. Óskað er eftir mynd sem ætlað er að prýða bókarkápu en félagið er með austfirskt ljóðasafn í und- irbúningi. Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar. Höf- undur þeirrar myndar sem valin verður á forsíðu bókar- innar fær 50.000 kr. í verðlaun en höfundar þeirra tveggja mynda sem næstar koma að mati dómnefndar fá eintak af ljóðasafninu í verðlaun. Ritnefnd ljóðasafnsins mun gegna hlutverki dómnefndar en hana skipa; Aðalsteinn Að- alsteinsson, Fellabæ, Guðjón Sveinsson, Breiðdalsvík, og Magnús Stefánsson, Fá- skráðsfirði, sem er ritstjóri og skal skila myndum í keppnina til hans fyrir 1. desember 1998. Áformað er að handrit bókarinnar verði tilbúið til prentunar um áramót og bók- in komi út á miðju ári 1999. Þá verða liðin 50 ár frá útkomu eldra safns austfirskra ljóða: Aldrei gleymist Austurland. Kápu þeirrar bókar prýddi mynd af Búlandstindi eftir hinn kunna listamann Ríkarð Jónsson". Tríó Reynis á Jómfrúnni FIMMTU sumarjazz tónleik- ar veitingahússins Jómfrúar- innar við Lækjargötu fara fram laugardaginn 27. júní kl. 16-18. Að þessu sinni leika Reynir Sigurðsson á víbrafón, Björn Thoroddsen á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa. Tónleikarnir fara fram á Jóm- frúartorginu milli Lækjar- götu, Pósthússtrætis og Aust- urstrætis, ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Sigurður Einarsson sýnir í Lundi SIGURÐUR Einarsson opnar yfirlitssýningu á verkum sín- um i Ash Keramik Gallery í Lundi, Varmahlíð, laugardag- inn 4. júlí kl. 14. Þetta er 11. einkasýning Sigurðar en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 10-18 og stendur til 31. júlí. Sumartónleikar á Norðurlandi SÓPRANSÖNGKONAN Björg Þórhallsdóttir og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari heQa Sumartónleikana á Norðurlandi með tónleikum í Reykjahlíðarkirkju á laugardag- inn og í Akureyrarkirkju á sunnudaginn. SUMARTÓNLEIKAR á Norðurlandi hefja sitt tólfta starfsár á laugardaginn 4. júlí nk. Þá hefst tónleikaröð með 13 tónleikum sem stendur yfír í fimm helgar og eru flytjend- ur 30 að þessu sinni. Má þar nefna stúlkna- kór frá Horsens í Dan- mörku, orgelleikara frá Kaupmannahöfn og trompet- og orgelleik- ara frá Þýskalandi. Is- lenskir tónlistarmenn fyUa svo flokkinn og munu þeir leika fjöl- breytta tónlist frá ýms- um tímum. Fimm tón- leikar verða í Akureyr- arkirkju, fimm í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn og einnig verða tónleikar á Grenivík og Raufarhöfn auk þess sem einir tónleikar verða í Sval- barðskirkju í Þistilfirði í tilefni að 150 ára afmæli hennar. Allir tónleikamir standa yfir í klukkustund án hlés og hefur að- gangur ávallt verið ókeypis, en tek- ið er við frjálsum framlögum við kirkjudyr. Fyrsta tónleikahelgi Sumartón- leika á Norðurlandi hefst með því að sópransöngkonan Björg Þór- hallsdóttir og Björn Steinar Sól- bergsson orgelleikari munu halda tónleika í Reykjahlíðarkirkju laug- ardaginn 4. júlí kl. 21 og í Akureyr- arkirkju sunnudaginn 5. júlí, kl. 17. Á efnisskrá þeirra verða verk eftir Áskel Jónsson, Þórarin Guðmunds- son, Jón Þórarinsson, Pál Isólfs- son, J.S. Bach, A. Dvorák og W.A. Mozart. Önnur tónleikahelgi 11.-12. júlí. Pétur Jónasson, gítar, 11. júlí Reykjahlíðarkirkja; Karsten Jen- STÚLKNAKÓR frá Horsens í Danmörku, er meðal þeirra erlendu listamanna sem koma fram á sumartónleikum á Norðurlandi. sen, orgel, 12. júlí Akureyrar- kirkja. Þriðja tónleikahelgi 17.-19. júlí. Gunnar Kvaran, selló, Haukur Guðlaugsson, orgel. 16. júlí Sval- barðskirkja, 17. júlí Raufarhafnar- kirkja, 18. júlí Reykjahlíðarkirkja, 19. júh Akureyrarkirkja. Fjórða tónleikahelgi 25.-26. júlí. CANTICA stúlknakór, stjórnandi Klaus Lyngby í Vor Frelsers Kirke í Horsens í Danmörku. 25. júlí Reykjahhðarkirkja, 26. júlí Akur- eyrarkirkja. Fimmta tónleikahelgi 30. júlí - 2. ágúst. Duo Lewark-Portugall: Eg- bert Lewark, trompet, Wolfgang Portugall, orgel, og Margrét Bóas- dóttir, sópran (í Grenivíkur- og Reykjahlíðarkirkju). 30. júh Greni- víkurkirkja, 1. ágúst Reykjahlíðar- kirkja, 2. ágúst Akureyrarkirkja. Sólveig sýnir í Selinu Söngsjóði Marinós Morgunblaðið/Þorkell FRÁ afhendingu styrks úr sjóði Marinós Péturssonar í íslensku Óper- unni þar sem styrkþeginn, Magnea Tómasdóttir, flutti nokkur lög og Gerrit Schuil lék með á píanó. Fékk styrk úr Laxamýri. Morgunblaðið. „UNDARLEGT er Hverfellið í vorsins björtu nótt“ gæti sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistar- konu, sem opnuð var í Selinu í Mý- vatnssveit fyrir nokkru, heitið. Þar sýnir Sólveig fjórar myndir af Hverfellinu séðu frá Geiteyjar- strönd, Jómfrúarkoppi, Neslanda- vík og Reykjahlíð. Þá sýnir listakonan landslags- myndir frá New York, blómamynd- ir o.fl. Áður hefur Sólveig tekið þátt í nokrum samsýningum og haldið níu einkasýningar, m.a. í veitinga- skálanum Vín í Eyjafirði og á Hall- ormsstað. Sólveig, sem er hjúkrunarfræð- ingur, hefur teiknað frá því hún var barn, en byrjaði að mála með taulitum og fór á sínum tíma á námskeið hjá Sigrúnu Jónsdóttur batikhstakonu sem átti og rak Kirkjumuni í Reykjavík. Fyrsta málverkið hennar er af Æðarfoss- um málað 1966, en Sólveig byrjaði ekki myndhstarferil sinn af fullum krafti fyrr en 1975. Síðan 1985 hefur hún haldið sig við olíuliti en hún fór þá á mynd- listarnámskeið helgað þeim litum. Hún segist sjálf hafa þróað sinn stíl á sama tíma sem hún hefur stuðst við kennslubækur. Blómagróður og landslagsmynd- ir eru uppáhaldsviðfangsefni henn- ar auk þess sem hún ann tónlist og semur lög. Hún hefur m.a. samið lagið „Töfra“ sem Hákon Aðal- steinsson hefur gert texta við og geta gestir sýningarinnar fengið að hlusta á tónverk listakonunnar. ÖIl málverkin sem nú eru til sýn- is í Selinu eru til sölu, en Sólveig mun opna aðra sýningu á Café Ni- elsen á Egilsstöðum 1. ágúst nk. þar sem landslag á Austurlandi verður aðalviðfangsefnið. STYRKUR úr Söngsjóði Marinós Péturssonar að upphæð 500.000 krónur var veittur í þriðja sinn miðvikudaginn 1. júlí og hlaut hann Magnea Tómasdóttir sópransöng- kona. Magnea stundaði söngnám í Kópavogi og á Seltjamamesi og lauk framhaldsnámi frá Trinity College of Music í Lundúnum 1996. Hún hefur auk þess sótt ýmis nám- skeið og alþjóðlega sumarskóla.. Að loknu rtámi hefur hún tekið þátt í keppni hér heima, í Englandi og Hollandi og hlotið ýmsar viður- kenningar. Sl. haust gerði Magnea tveggja ára samning við Óperustúdíóið í Köln og í vetur söng hún í Kölnar- óperunni hlutverk Sacertodessa í Áidu, Dama di Lady Macbeth í Macbeth eftir Verdi, Kate Pin- kerton í Madam Butterfly eftir Puccini, Fyrstu dömu í Töfraflautu Mozarts og hlutverk Barböra í óperettunni Nótt í Feneyjum eftir Johann Strauss. Framundan eru hlutverk Sharon Graham í María Útilistasýning „Fyrir jörðina“ SÝNINGIN „Fyrir jörðina" verður opnuð í Hraunverksmiðjusalnum við Steinkross á Heklubraut laugar- daginn 4. júlí kl. 15. Ekið er um Gunnarsholt á Rangárvöllum eða fram hjá Selsundi. Sýningin er útilistasýning sem fer fram í braggagluggum frá stríðsár- unum og er unnin af 10 Iistakonum sem allar starfa í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70 í Reykjavík. Eftirtaldar konur eru þátttak- endur í sýningunni; Árdís Olgeirs- dóttir, Áslaug Saja Davíðsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Freyja Ön- undardóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Gunn- hildur Ólafsdóttir, Jóhanna Sveins- dóttir, María Valsdóttir og Olga 01- geirsdóttir. Sýningin mun að öllum líkindum standa út septembermánuð ef veður leyfir. Snorri Guðmundsson, hraunlista- maður, er upphafsmaður og fram- kvæmdaaðili sýningarinnai’, styrkt- ur af ýmsum aðilum. Callas Masterclass eftir Terrence McNally og í óperanni Suor Ang- elica eftir Puccini. Stofnfé Marinósjóðsins er dánar- gjöf Marinós Péturssonar sem um árabil var kaupmaður í Reykjavík. Hann lést árið 1991. Stofnfé sjóðs- ins var um 16 milljónir. í stjórn sjóðsins era Haukur Björnsson, Orri Vigfússon og Stef- án Amgrímsson. Sjóðurinn er í umsjón Islensku óperannar. Fyn-i styrkþegar era Þóra Einarsdóttir, sópran, Jón Rúnar Arason, tenór, og Auður Gunnarsdóttir, sópran. Morgunblaðið/Atli Vigfússon SÓLVEIG við tvö verka sinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.