Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ^ MANSTU GÖ/HlU GÖÐU Stcot-4- |/ J>AGANA r \ AF FVFfBJU^ ,J)l/BlUF£>Ö vj£>hiðlib>naI Grettir Ferdinand Nei, skylduverk hunda er að éta, Bakhliðarinnar... Ég veit ekki hver gætir sofa og gæta hússins. framhliðarinnar... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sínii 569 1100 • Símbréf 569 1329 Um kuðimgs- ígræðslu Frá Gylfa Baldurssyni: Á NORRÆNNI ráðstefnu um heyrnarfræði sem haldin var í Reykjavík fyrir rúmri viku var m.a. fjallað um kuðungsígræðslur (cochlear implants). Kuðungsí- græðsla er aðgerð þar sem komið er fyrir rafskautum í innra eyra (kuð- ung) heyrnarlausra eða alvarlega heyrnarskertra. Tæki sem nemur hljóð líkt og hefðbundið heyrnar- tæki sendir rafboð inn í kuðunginn og áfram eftir heyrnartauginni til heilans. Þessi grófu boð nægja flest- um til þess að greina allvel talað mál. Sem stendur eru átta íslend- ingar virkir notendur slíkra tækja, þar af tvö börn. Er óhætt að full- yi-ða að ígræðslan hafi skipt sköp- um í lífi flestra þeirra. Því miður hefur staðið nokkur styrr um það hvort rétt sé að fram- kvæma þessa aðgerð á börnum og hafa heyrnarlausir víða um heim haldið því fram að „sérfræðingar" væru með aðgerðinni að grípa inn í tilveru „ófatlaðra" bama sem til- heyrðu einfaldlega málminnihluta- hóp sem ætti sér táknmál að móður- máli. Þessi afskiptasemi leiddi óhjá- kvæmilega til lélegrar sjálfsímynd- ar, félagslegs ójafnvægis og jafnvel útskúfunar. Ekki ætla ég hér að leggja út í fræðileg fangbrögð um þetta deiluefni. Hins vegar hefur umrædd ráðstefna vakið upp um- ræðu í fjölmiðlum þar sem fram hafa komið annarlegar staðhæfing- ar og hagræðing á staðreyndum sem ber að árétta. í grein í Morg- unblaðinu 30. júní sl. var vitnað í orð Berglindar Stefánsdóttur, skólastjóra Vesturhlíðarskóla (fyrr- um Heyrnleysingjaskóla) þar sem mér þótti heldur betur kasta tólfun- um, og langar mig hér á eftir að vitna í nokkur atriði úr þessari grein. 1. Berglind telur Jákvæða við- horfsbreytingu" hafa komið fram meðal heyrnarsérfræðinga á um- ræddri ráðstefnu. „Nú sé viður- kennt að ígræðslan veiti ekki fulla heyrn og að táknmálið sé enn nauð- synlegt.“ Því fer fjarri að því hafi nokkurn tíma verið haldið fram að ígræðslan veiti nálægt því fulla heyrn og að aðgerðin sé á einhvern hátt sett til höfuðs táknmálinu. Það eru ekki mörg ár síðan W.F. House, einn af frumkvöðlum þessarar nýju tækni sagði: „Ef fótarlaus maður leitar til mín og ég á ekki annað en tréfót, þá læt ég hann fá tréfót." Síðan hefur átt sér stað ör þróun sem virðist hafa farið fram hjá mörgum þeim sem enn standa á móti kuðungsí- græðslum. Auk þess kannast ég ekki við að þeir sem standa að kuð- ungsígræðslum hafi eitthvað á móti táknmáli. Þvert á móti hallast flest- ir að því að táknmálið sé nauðsyn- legur málgrunnur og tjáningarmið- ill fyrir alla þá sem ekki geta bjarg- að sér vandræðalaust með heymar- tækjum. En vægi táknmálsins má ekki vera algjörlega á kostnað þjóð- artungunnar. 2. Berglind vitnar í orð undirrit- aðs þar sem hún segist „... ósam- þykk þeim sjónarmiðum að ekki þurfi að kenna í skólanum það sem mælt er fyrir um í aðalnámskrá“. Ég hef haldið því fram að markmið hvaða skóla sem er sé að gera nem- endur bæði hæfa og hamingjusama, og er Vesturhlíðarskóli engin und- antekning. Ég á erfitt með að trúa því að einhver setji sig upp á móti því að heyrnarleifar heyrnarskertra séu nýttar til hins ýtrasta með við- eigandi tækjum og þjálfun. Þetta tekur hinsvegar mikinn tíma sem verður hugsanlega að búa til með því að slaka á kröfum námskrár grunnskólans. Það hefur farið fyrir brjóstið á skólastjóranum þegar ég sagði eitthvað á þá leið í nýlegu út- varpsviðtali að ég teldi mikilvægara að heymarskertir nemendur væru búnir undir það eins og frekar væri unnt að blandast heyrandi samfé- lagi fremur en að vita hver væri höfuðborgin í Afganistan. Og ég sný ekki aftur með það. 3. Berglind hefur haldið því fram að það væri eðlilegt að heilbrigðis- yfirvöld sinni eftirmeðferð eftir kuðungsígræðslu, þ.e. heyrnar- og talþjálfun. Síðan er vitnað í orð hennar: „Það er læknisfræðileg að- gerð og kennarar eru ekki réttu að- ilamir til að veita meðferð eftir slík- ar aðgerðir." Undarlegt að uppeldisstofnun sem er til orðin vegna þess að nem- endur heyra og tala illa skuli vera stikkfrí þegar kemur að heyrnar- og talþjálfun. Það kemur auðvitað ekk- ert málinu við hvort það er skurð- læknir eða heyrnarfræðingur sem kemur heyrnartækinu fyrir í eyr- anu á barninu. Viðhorf skólastjór- ans er álíka gáfulegt og að halda því fram að skólakerfið sé ekki ábyrgt fyrir lestrarkennslu fyrir sjónskert- an nemanda sem hefur farið í sjón- bætandi læknisaðgerð. 4. Berglind bendir réttilega á að rannsóknir síðari ára hafi sýnt að heyrnarskert börn nái mestum þroska með því að vera tvítyngd, þ.e. læri bæði táknmál og þjóðar- tunguna. Það er einmitt þarna sem hnífur- inn stendur í kúnni. „Tvítyngi" felur í sér að tvö mál hafí nokkurn veginn sama vægi. Ekki veit ég hvern er verið að blekkja þegar því er haldið fram að Vesturhlíðarskóli sé tví- tyngisskóli. Skólayfirvöld sem leggja þunga áherslu á að kenna og efla táknmál en telja aðra ábyrga fyrir að kenna og efla íslenskt tal- mál aðhyllast ekki tvítyngisstefnu. Auðvitað er mikil og góð kennsla í íslensku ritmáli í Vesturhlíðarskóla, einfaldlega vegna þess að táknmálið á sér ekkert hliðstætt ritmál. Að lokum vil ég taka undir þau orð Berglindar Stefánsdóttur þar sem hún segir að endurskoða þui-fi hlutverk skólakerfisins annarsvegar og heilbrigðiskerfisins hinsvegar hvað varðar börn með kuðungsí- græðslu. En ég vil enn og aftur und- irstrika það að kuðungsígræðslu- tæki eru fyrst og fremst heyrnar- tæki og því þyrfti endurskoðunin að ná til allra barna með nýtanlegar heymarleifar. GYLFI BALDURSSON, heymarfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.