Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Breytingum á Naustinu að ljúka
Eykur
gildi hússins
ENDURBÓTUM á veitinga-
staðnum Naustinu við Vestur-
götu 6-8 lýkur í þessum mánuði,
en nú er verið að leggja loka-
hönd á frágang hússins. Verið
er að mála það að utan, klára
kvisti og svalir á húsinu Hafnar-
strætismegin auk þess sem verið
er að ljúka frágangi nýrra
veislusala á efstu hæð staðarins
meðal annars.
Valur Magnússon, eigandi
Naustsins, segir að með breyt-
ingunum muni Naustið geta tek-
ið á móti allt að 300 manna hóp-
um í mat auk þess sem boðið
verður upp á lifandi tónlist og
dansleiki í nýju sölunum. Breyt-
ingar verða einnig á rekstri
Naustkjallarans, en þar á að
bjóða upp á steikur á verði sem
hingað til hefur ekki þekkst í
borginni, að sögn Vals.
Áður
fískgeymsluhús
Veitingahúsið Naustið varð til
f kjölfar mikilla breytinga sem
gerðar voru á húsunum árið
1954 en áður var Naustið fisk-
og vörugeymsla. Innréttingar
Naustsins þóttu með sérstökum
og óvenjulegum svip og tók veit-
ingahúsið upp það nýmæli að
bjóða upp á þorramat, en þorra-
hlaðborð Naustsins hafa ávallt
notið mikilla vinsælda. „Eftir
breytingar getum við tekið við
farþegum heillrar Boeing 747 á
staðinn í „gala“-máltíð. Staður-
inn verður stærri og betur í
stakk búinn til að taka á móti
bæði hópum og einstaklingum
en áður. Við teljum okkur vera
mjög seljanlega eftir breyting-
arnar,“ segir Valur.
Hann segir að húsið í heild sé
mikil bæjarprýði og breyting-
arnar hafí aukið gildi þess. „Það
er skömm að því hve Naustinu
hefur verið illa haldið við í
gegnum árin.“
Dansleikir
með Geirmundi
Valur sagði að byijað yrði
strax að loknum framkvæmdum
af miklum krafti og nefndi í því
sambandi fjölbreyttar veitingar,
einkasamkvæmi, skemmtana-
hald, matargerð og lifandi tón-
list í sölunum. Hann sagði að
dansleikir yrðu í húsinu næsta
vetur og þegar væru hafnar við-
ræður við Geirmund Valtýsson
og hljómsveitina Papa í því sam-
bandi.
Á miðhæðinni verður „'a la
Carte“-veitingahús og lögð
áhersla á minni hópa og huggu-
lega rómantíska línu, eins og
Valur orðar það.
Morgunblaðið/Golli
BYRJAÐ var að mála Naustið í byijun vikunnar, en að sögn Vals Magnússonar, eiganda þess, verður rautt
aðalliturinn, þakið verður svart en svo verður máluð græn umgjörð um húsið og gluggana.
HÉR sést hvernig austurhlið hússins Iítur út eftir breytingarnar. Hús-
ið verður með fjórum kvistum, svölum og stiga upp á þær.
„Röskunin er minnst í kjallar-
anum, en við höfum ákveðnar
hugmyndir um reksturinn þar í
vetur. Við ætlum að bjóða þar
léttar ódýrar steikur. Þetta
verða ódýrari steikur en þekkj-
ast á markaðinum og erum við
fyrst og fremst að hugsa um að
vera í samkeppni við pítsustað-
ina. Við viljum að kjallarinn
verði sambland krár og veit-
ingahúss með amerískum
hætti.“
Skemmt-
anaskattur
afnuminn
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra
Breyta þarf
löggjöf um
hópuppsagnir
Ákvörðun um olíu-
hreinsistöð í haust
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
segir að breyta þurfi lögum er lúta
að uppsögnum opinberra starfs-
manna þannig að þeir geti ekki skap-
að sér sterkari samningsstöðu með
uppsögnum á miðjum samningstíma
heldur en með verkföllum.
Geir segir að skapa þurfi ríkinu
svipaða stöðu og öðrum vinnuveit-
endum til þess að sanna að um sé að
ræða ólöglega hópaðgerð.
„Ef þessar aðferðir [sem hjúkrun-
arfræðingar beittu] ná útbreiðslu er
ekki bara ríkissjóði og öðrum vinnu-
veitendum misboðið, heldur er líka
grafið undan verkalýðsfélögunum og
þeirra forystu," segir Geir.
ÁKVÖRÐUN um það hvort fram-
hald verður á undirbúningi að fram-
kvæmdum vegna olíuhreinsistöðvar
hér á landi verður væntanlega tekin í
haust, að sögn Inga Ingasonar, skrif-
stofustjóra Fjárfestingaskrifstofu
Islands.
Fyrirtækið MD-SEIS, sem er
rússneskt-bandarískt ráðgjafafyrir-
tæki í olíuiðnaði, er frumkvöðull þess
að málið var tekið til skoðunar. Rætt
hefur verið um hugsanlega staðsetn-
ingu í Skagafirði eða við Reyðarfjörð
en hugmyndir MS-SEIS snúast um
byggingu 1-4 milljóna tonna olíu-
hreinsistöðvar, þar sem 200-400
manns myndu starfa.
Ingi Ingason sagði að erlendu aðil-
arnir væru nú að vinna að málinu
varðandi könnun á hráefnistöku og
mörkuðum. „Þeir hafa verið að skoða
hagkvæmni málsins og vinna með
sínum samstarfsaðilum erlendis. Við
höfum uppfyllt það, sem að okkur
sneri, og skoðað og gefið þeim þær
upplýsingar sem þeir báðu um.“
Ekkert of bjartsýnir
á framkvæmdir
Ingi sagði að málið væri á frum-
stigi og öll atriði varðandi staðsetn-
ingu væru enn opin. Hann kvaðst
vonast til að möguleikamir skýrðust
með haustinu. Upphaflega var rætt
um Reyðarfjörð en farið var að huga
að annarri staðsetningu er fréttir
bárust af því að annarri stóriðju yrði
hugsanlega valinn staðui- eystra.
„Rússneski markaðurinn hefur
verið í upplausn af því að ríkisstjóm-
in hefur verið að selja eitt af olíufyr-
irtækjunum sínum. Þar af leiðandi
hefur verið los á málunum og það
hefur tafið fyrir þessari vinnu þeirra
en þeir segjast þó vera bjartsýnir.
Við reiknum með að við hittum þá í
haust og skoðum þá endanlega nið-
urstöðu í málinu, hvort hún verði já-
kvæð eða neikvæð," sagði Ingi.
Hann sagði menn hér ekkert of
bjartsýna á að af þessu yrði; hingað
til hefði málið virst tæpt varðandi
hagkvæmni og einnig væri óvissa um
umhverfismálin. „Hefðbundin olíu-
hreinsistöð brennir olíu við hreins-
unina, sem lætur frá sér koltvísýring
og er gróðurhúsalofttegund, sem við
sjáum að gæti orðið erfitt að auka
við hér á landi,“ sagði hann og játti
því að meðal annars hefðu niðurstöð-
ur loftslagsráðstefnunnar í Kyoto
þar áhrif.
„En þetta mun skýrast á næstu
mánuðum, þá verður endanlega
ákveðið hvort þeir halda áfram sinni
vinnu.“ Ingi sagði að fram hefði kom-
ið hjá erlendu aðilunum að auk Is-
lands væru þeir með augastað á Finn-
landi fyrir fyrirtæki af þessu tagi.
SKEMMTANASKATTUR hefur
verið afnuminn með lögum, sem
tóku 1. júlí. Lækkun tekna ríkis-
sjóðs er mætt með hækkun áfengis-
gjalds.
Skemmtanaskattur hefur verið
lagður á skemmtanir þar sem að-
gangur ér seldur. Á þetta t.d. við
um kvikmyndasýningar og starf-
semi veitinga- og samkomuhúsa þar
sem vín veitt.
„Skemmtanastarfsemin hefur
tekið miklum breytingum frá því
eldri lög voru sett árið 1970. Veit-
inga- og samkomuhúsum hefur
fjölgað og starfsemi þeirra er fjöl-
breytt. Eldri lög voru því um margt
úrelt og tímabært þótti að afnema
þau.
Skemmtanaskatturinn hefur á
undanförnum árum skilað árlega
um 70 m. kr. í ríldssjóð. Með laga-
setningu nú, sem tekur til breytinga
á áfengisgjaldi, hækka tekjur af
áfengisgjaldi til að vega upp tekju-
tap vegna afnáms skemmtana-
skattsins," segir í fréttatilkynningu
frá fjármálaráðuneytinu.
Fegursta Islandsbókin
Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson
jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Sjúkrahús Reykjavíkur stækkað með viðbyggingu í haust
Ný skurðstofa á næsta ári
HAFINN er undirbúningur við
stækkun á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
en þar verður komið fyrir nýrri
skurðstofu og bætt úr aðstöðu gjör-
gæsludeildar. Alls verður húsið
stækkað um 375 fermetra og er
ráðgert að verkið kosti um 110
milljónir króna.
Magnús Skúlason, framkvæmda-
stjóri SHR, segir að eftir að Landa-
kotsspítali og Borgarspítali voru
sameinaðir hafi strax verið ljóst að
fjölga yrði skurðstofum á SHR þar
sem þær hefðu verið lagðar niður á
Landakoti. Fram til þessa hefði við-
bótaraðgerðum verið mætt með
auknu álagi á skurðstofur SHR,
eitthvað hefði færst á skurðstofur
utan spítala og til annarra spítala.
Viðbyggingin verður reist ofan á
þriggja hæða tengibyggingu milli
E-álmu og slysadeildar. Verður
hún þrjár hæðir, hver um 125 fer-
metrar að flatarmáli. Arkitekt er
Jón Björnsson. Magnús Skúlason
segir framkvæmdirnar einnig
tengjast því viðhaldi sem ráðast
þarf í. Undirbúningur er hafinn,
m.a. með því að styrkja hæðirnar
sem byggt verður ofan á. Magnús
vonaðist til að verkið hæfist síðan
fljótlega og að ný skurðstofa yrði
tekin í gagnið á næsta ári. Bíða
verður frekari fjárveitingar til að
ljúka aðstöðunni íýrir gjörgæslu-
deildina.