Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Silfurtún eykur hluta- fé um 126 milljónir s Viðskiptastofa Islandsbanka tekur upp viðskiptavakt og valréttarviðskipti Hlutabréfaviðskipti talin munu aukast VIÐSKIPTASTOFA íslandsbanka mun frá og með deginum í dag, bjóða viðskiptavinum sínum upp á valréttarviðskipti. Bankinn lýsir sig opinberlega viðskiptavaka sem lýt- ur eftirliti Verðbréfaþings Islands. Seljanleiki hlutabréfa er talinn aukast með nýrri viðskiptavakt en valréttur gefur færi á að tryggja stöðu á markaði án þess að til sölu bréfa þurfi að koma. Frá þessu var greint á kynningarfundi bankans í gær. íslandsbanki lýsir sig opinber- lega viðskiptavaka, fyrstur aðila á fjármálamarkaði með viðskiptavakt á fímm fyrirtækjum á hlutabréfa- markaði. Þau eru Eimskip, Flug- leiðir, Grandi, Samherji og Islands- banki. I vaktinni felst að sett verða fram kaup og sölutilboð að fjárhæð 2 milljónir króna og þau endurnýjuð innan við 10 mínútum eftir að við- skipti eiga sér stað. Bankinn lýsir sig jafnframt óformlega viðskipta- vaka með fimm önnur fyrirtæki í úrvalsvísitölu Verðbréfaþings. Minnkar skamm- tímasveiflur Valréttarviðskipti hafa tíðkast um skeið á gjaldeyrismarkaði og hefur velta slíkra viðskipta aukist stöðugt. Valréttarviðskipti á hluta- bréfamarkaði eru talin mikilvægt skref til að auka dýpt markaðarins hérlendis, minnka skammtíma- sveiflur í verði og gera hlutabréf að seljanlegri og þar með verðmætari eign, að því er fram kom á fundin- um. Slíkur valréttarsamningur veitir kaupanda samningsins rétt, en ekki skyldu til að kaupa eða selja eign á ákveðnu verði á ákveðnum tíma í framtíðinni. Samningurinn er því einskonar tryggingasamningur sem ákveðið iðgjald er greitt fyrir í upp- hafi en er aðeins nýttur ef aðstæður eru hagstæðar. Sú eign sem samið er um, getur verið af hvaða tagi sem er og í fréttatilkynningu frá ís- landsbanka kemur fram að hér á landi hafí valréttarviðskipti með gjaldeyri notið síaukinna vinsælda. Tvenns konar valréttar- samningar Valréttarsamningar eru í grund- vallaratriðum af tvennum toga; Kaupréttir og söluréttir. Eins og nöfnin gefa til kynna gefur kaup- réttarsamningurinn rétt til að kaupa ákveðna vöru á tilteknum tíma á tilteknu verði en söluréttar- samningur gefur á sama hátt rétt til að selja. Á fundinum kom fram að hafi fjárfestir trú á hækkun hlutabréfa- verðs en vilji takmarka sína áhættu, getur hann keypt sér kauprétt á Urvalsvísitöluna eftir tiltekinn tíma sem nemur ákveðinni samningsupp- hæð. Hafí vísitalan hækkað þegar kemur að uppgjörsdegi, fær fjár- festirinn greidda út hlutfallslega breytingu vísitölunnar margfaldaða með samningsupphæðinni. Það sem í raun gerist við uppgjör er að fjár- festirinn „kaupir vísitöluna“ á því gengi sem samið var um þegar samningurinn var gerður og „selur vísitöluna" um leið á uppgjörsgengi sem ræðst á markaði. Sé söluverðið hæira en kaupverðið er fjárfestir- inn augljóslega að hagnast. Hafí vísitalan á hinn bóginn lækkað, nýt- ir fjárfestirinn ekki kaupréttinn og er laus allra mála. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, tók til máls á fundinum og sagði þetta mikilsvert framtak sem bæri að fagna og benti á að afleiðuviðskipti næðu yfir 2/3 hluta af heildarverð- mæti hlutabréfaviðskipta á heims- markaði. Hann sagði að búast mætti við að viðskipti myndu aukast í kjölfarið, samhliða því að draga úr áhættu og minnka sveiflur. FYRIRTÆKIÐ Silfurtún í Garða- bæ hefur aukið hlutafé í félaginu um 126 milljónir króna eða 16,5% og samið um smíði véla íyrir franska aðila að verðmæti 240 millj- ónir króna. Að sögn Björns Inga Sveinssonar forstjóra var í vikunni gengið frá hlutafjáraukningu upp á 126 millj- ónir. Nýju hluthafarnir eru norska fjárfestingarfyrirtækið Hartog AS, sem keypti helming þess hlutafjár sem í boði var, en hinn helmingur- inn er í eigu íslensks aðila sem ekki fékkst uppgefið hver væri. Eins og kunnugt er gekk fyrir- tækið í gegnum nauðasamninga á síðasta ári eftir að hafa átt í rekstr- arerfiðleikum. Björn segir mikið uppbyggingarstarf hafa átt sér stað síðan og hlutafjáraukningin í vik- unni og vélasölusamningurinn til Frakklands séu stór áfangi fyrir fé- lagið. Silfurtún skuldbindur sig til að framleiða tvær endurvinnsluvélar fyrir pappír að verðmæti 120 millj- ónir hvor. Önnur verður afhent í janúar á næsta ári en sú síðari í júní. Verslunarfélag Smáralindar í viðamikið samstarf við breska fataverslunarkeðju Hyggst opna fjölda tísku verslana DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að byggingu versl- unarmiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópa- vogsdal. Byggingin verður 44 þúsund fer- metrar að stærð og er áformað að opna hana haustið 2000. Byggingarkostnaður nemur milljörðum króna. VERSLUNARFÉLAGIÐ NRP ehf., sem er í eigu sömu aðila og standa að byggingu verslunarmið- stöðvarinnar Smáralindar, hefur samið við bresku verslunarkeðjuna Arcadia Group Plc. um að koma á fót og annast rekstur fjölda versl- ana í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Islandi. Islenskum fjárfestum og öðrum öflugum aðilum í ís- lenskri verslun verður boðið að taka þátt í verkefninu. Arcadia Group er ein stærsta verslunar- keðja Bretlands með um tvö þús- und fataverslanir innan sinna vé- banda, þar á meðal Top Shop/Top Man verslanirnar. Davíð Oddsson forsætisráðheira tók í gær fyrstu skóflustunguna að byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar I Kópavogsdal. Bygg- ing miðstöðvarinnar hefur verið í undirbúningi sl. þrjú ár og er ráð- gert að hún verði 44 þúsund fer- metrar að stærð. Segja forráða- menn verkefnisins að það verði stærsta bygging hérlendis og er stefnt að því að opna hana að hausti ársins 2000. Byggingarkostnaður hefur ekki verið gefinn upp en ljóst er að hann nemur milljörðum króna. Verslunarmiðstöðin mun rísa sunnan við Smáratorg á svæðinu sem afmarkast af Reykjanesbraut, Fífuhvammsvegi, Smárahvamms- vegi og Hagasmára. Áformað er að bjóða verkið út í 3-4 áfongum og verður aðalframkvæmdatími verks- ins árin 1999-2000, að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralindar. Klæðning hf. í Garða- bæ mun annast jarðvinnu en gert er ráð fyrir að næsti verkhluti, upp- steypa byggingarinnar, verði boð- inn út í byrjun næsta árs. Um 100 rekstraraðilar í Smáralind Upphaflega var gert ráð fyrir allt að 120 verslunum og þjónustuaðil- um í húsinu og hafa fjölmargir sýnt því áhuga að vera með rekstur þar, að sögn Pálma. „Flestir þessara að- ila vilja þó fá stærra rými en við reiknuðum með. Því gæti þurft að fækka rekstraraðilum frá upphaf- legri áætlun þannig að endanleg tala þeirra gæti orðið nær 100.“ Eigendur Smáralindar ehf. eru Olíufélagið hf., Byko hf., Nóatúns- verslunarkeðjan, Eignarhaldsfélag- ið Skeifan 15, sem er í eigu Valfells- fjölskyldunnar, og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars og eiga þessir að- ilar 20% hlut hver um sig. Þessir að- ilar hafa einnig stofnað fyrirtækið NRP ehf. (Northem Retail Partners) en því er ætl- að að sinna stórtækum verslunarrekstri hér heima og erlendis. NRP hefur þegar gert samninga við nokkrar breskar versl- unarkeðjur um að opna verslanir undir þeirra nafni í Smáranum. I síðustu viku gekk fyrir- tækið frá samningum í Lundúnum við bresku verslunarkeðj una Arcadia Group Plc. um að opna 6-7 fataverslan- ir í Smáralind undir mismunandi merkjum. Þekktasta merkið er líklega tískuverslunin Top Shop/Top Man, en að auki er um að ræða herrafataverslunina Burton Menswear, Pr- inciples, Dorothy Perk- ins, Racing Green, Evans og Hawkshead. Gríðarstórt verkefni NRP hefur einnig uppi stórtæk áform um verslunarrekstur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Pálmi segir að viðræður hafi staðið milli fyrirtækisins og Arcadia Group sl. eitt og hálft ár og þær hafí þróast þannig að auk samningsins um verslanir á Islandi hafi verið gengið frá samningum um að NRP ehf. komi á fót og ann- ist rekstur fjölda verslana í Arcadia-keðjunni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hér er um að ræða gríðarstórt verkefni og metn- aðarfulla útrás á íslenskri verslun. Eigendur NRP eru hinir sömu og standa að Smáralind en stefnt er að því að gefa öðrum öflugum aðilum í íslenskri verslun og fjárfestum að taka þátt í verkefninu," segir Pálmi. Þorbjörn hf. mÉ Rekstrarreikningur ársins 1997 Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur MWjónir króna Rekstrargjöld Haanaður fvrir fiármunatekiur oa -aiöld 2.013,3 1.846,7 (56,1) 1.144,6 905.1 145.2 76% 104% Fjármunatekjur Skattar af realuleori starfsemi (147,1) 26,2 (33,4) (28,9) Aðrar tekjur og gjöld 248,0 2,3 Hagnaður ársins 71,1 85,2 -17% Eínahagsreikningur 3l.des. 1997 1996 Breyt. I Eianir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 618,4 247,7 150% Fastafjármunir 3.066,8 1.184,3 159% Eignir samtals 3.685,2 1.432,0 157% I Sku/dir og eigið fé: | Skammtímaskuldir Milijónir króna 601,2 224,1 168% Langtímaskuldir 2.239,6 871,3 157% Skuldbindingar 75,7 26,1 190% Eigið fá 768,7 310,6 147% Skuldir og eigið fé alls 3.685,2 1.432,0 157% Sjóðstreymi 1997 1996 Breyt. Veltufé frá rekstri 40,0 156,7 -74% Þorbjörn hf. sameinast 3 útgerðarfyrirtækjum Hlutafé aukið 203 milljóna tap vai-ð af reglulegri starfsemi útgerðarfélagsins Þor- björns hf. í Grindavík á síðasta ári. Að teknu tilliti til söluhagnaðar varð hagnaður fyrirtækisins 71 milljón. Rekstrartekjur voru 2.013 milljónir og rekstrargjöld voru 1.847 milljónir. Hagnaður fyrir af- skriftir var 166 m.kr., afskriftir voru 222 milljónir kr. og fjár- magnsliðir námu alls 147 milljónum kr., að því er íram kemur í árs- skýrslu félagsins en aðalfundur þess var haldinn í gær. Þorskígildiskvótinn þrefaldast Á fundinum var samþykkt tillaga um samruna Þorbjörns við þrjú út- gerðarfyrirtæki en þau eru; Hæls- vík í Grindavík, Sæunn í Keflavík og Markhóll sem gerir út bát frá Patreksfirði. Félögin þrjú renna inn í reksturinn og eigendur þeirra fá samanlagt 14% hlutabréfa í Þor- birni. Hlutafé Þorbjarnar mun verða aukið um 78,9 milljónir króna við sameininguna. Stefnt er að skráningu fyrirtækisins á aðallista Verðbréfaþings í haust. Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að miklar vonir væru bundnar við þær breyt- ingar sem eru að eiga sér stað í fyr- irtækinu: „Félagið stækkaði um helming á síðasta ári með samein- ingu við Bakka í Bolungarvík og með samrunanum við fyrirtækin þrjú, þrefaldast þorskígildiskvóti Þorbjörns hf. á einu ári með stækk- un úr 4.000 tonnum í 12.500 tonn, auk þess sem skipakosturinn stækkar. Félagið hefur nú til um- ráða tvo frystitogara, einn ísfisk- togara og þrjá vertíðarbáta". Hann segir að stærsta hluta tapsins sem varð af reglulegri starfsemi í fyrra megi rekja til erf- iðleika í bolfiskfrystingu fyrir vest- an og eins þeim verkfóllum sem áttu sér stað á árinu. „Reksturinn í Bolungarvík verður þó áfram með óbreyttu sniði. Við höfum verið að vinna að hagræðingu í rækjuvinnsl- unni og frystingunni um nokkurt skeið og erum þegar farnir að sjá umtalsverðan árangur í þeim efn- um.“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.