Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 38

Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR + Kristbjörg Sig- urðardóttir fæddist á Akranesi hinn 18. nóvember 1976. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn. Foreldrar liennar eru Sigurður Villi Guðmundsson yfir- vélstjóri, f. 28.9. 1946, og Dagbjört Friðriksdóttir sjúkraliði, f. 16.5. 1947. Systkini henn- ar eru: 1) Guðmund- ur Þórir sjómaður, f. 19.7. 1970. Sambýliskona hans er Jóhanna Sæmundsdótt- ir, f. 6.11. 1975. Barn hans er Vilhjálmur Sveinn, f. 8.8. 1991. 2) Pá- lína nemi, f. 28.9. 1974. Barn hennar er Sigurður Páll Pálsson, f. 24.3. 1992. Kristbjörg ólst upp á Akranesi og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og út- skrifaðist þaðan hinn 29. maí sl. sem stúdent á félags- fræðibraut. Utför Kristbjargar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þar sem Gullblómið grær ekkert illt þar að finna þó að flestum finnist fjær þá vil ég á það minna. Kærleikans móðurmál er guð í þinni sál guðdómsins viskuskál er hjartans innsta bál. (Garðar Jónsson). Ekkert fann ég fallegra né meira styrkjandi til þess að hefja þessa stuttu kveðju á til hennar Krissu frænku minnar eða Kristbjargar eins og hún heitir fullu nafni. Ég segi heitir vegna þess að hún liflr þótt látin sé, bæði sem kærleiksrík minning um einstaka persónu og eins sem sál sem nú hefur flust nær kærleiksljósinu bjarta. Ef einhver er þess umkominn að sitja í nálægð ^ Guðs fóður okkar þá er ég viss um að henni Krissu hefur verið ætlað þar sæti. Hún frænka mín er ein þeirra einstaklinga sem gera veröldina tærari og bjartari fyrir okkur hin og veitti hún ómældum kærleika til okkar allra í sinni stuttu jarðvist. En hvað er stutt og hvað er langt? Kannski var hennar tilgangur full- komnaður hér á jörð og nú taka við önnur og stærri verkefni og án efa í líkingu við starf hennar sem hún innti svo vel af hendi hér hjá okkur. Kristbjörg fór sem sigurvegari eins og ég heyrði svo fallega um hana sagt, þrátt fyrir ungan aldur. Henni tókst ætlunarverk sitt hinn 29. maí sl. því þá útskrifaðist hún frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sem stúdent á félags- fræðibraut. Þrátt fyrir veikindi sín tókst henni að ná þessu takmarki og var það mikið þrekvirki. Það var síðan hinn 25. júní sl. sem hún frænka mín kvaddi þann heim sem við lifum í núna og hélt til móts við ljósið bjarta. Hjá Krissu voru móðir hennar og systir er hún lagði af stað í sína síðustu ferð hér á jörð. Hún fékk að fara eins og hún lifði, fallega í friði og kærleika. A móti henni hefur tekið það ljós og sú feg- urð sem hún sendi frá sér í ómældu magni. Elsku frænka, ég veit þú hvílist nú eftir þína lífsgöngu en þess verð- * ur ekki langt að bíða að við getum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Hvað er langt og hvað er stutt? Elsku Dæja, Siggi, Pálína, •UIjÓMtsÁVtXnR Austurveri, sími 588 2017 r 3lómcit>úðirt > öapðskom . v/ T-ossvogs\<iA<.juc)arð . Sími, 554 0500 Gummi, Jóhanna, amma og afi, ég sendi ykkur og öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda mínar hjart- ans kveðjur. Megi Guð styðja ykkur og styrkja og halda vemdarhendi sinni yfir ykkur öllum. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með góðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu. (Ok. höf.). Sigurbjörn Guðmundsson. Elsku Krissa. Mggðu af mér orkuna sem ég nota til að stíga þyngri öldur en ég hafði í gær bara til að þú getir gengið. Kggðuafmérorkuna sem ég nota til að sjá lengra en ég sá í gær bara til að þú getir brosað. Ég vildi að þú gætir þegiðafmérallt, þó ekki væri nema til að þú gætir dregið andann. Þinn bróðir, Guðmundur. „Ef fólk ber í sér Ijós, leggur birtu frá því.“ Það er einmitt lýsing- in á henni Kristbjörgu okkar, hún var þeim sem hana þekktu, ættingj- um og vinum, ljós sem lýsti okkur í daglegu amstri daganna. Við gerð- um okkur ef til vill ekki fyllilega grein fyrir því hversu skært það lýsti okkur fyrr en síðastliðinn fimmtudag, þegar ljósið slokknaði. Krissa eins og hún var alltaf köll- uð varð snemma augasteinninn okk- ar, ekki þannig að á aðra skyggði, heldur var einfaldlega ekki hægt annað en setja hana í sérstakt há- sæti í fjölskyldunni. Strax sem lítið barn varð hún að hefja baráttu við erfiðan sjúkdóm, en aldrei lét hún okkur finna að hún væri veik, held- ur var alltaf jafn glöð og jákvæð, hvað sem á hana var lagt. Það er svo merkilegt hvernig svona jákvæð hugsun og ljúfmennska getur smit- að út frá sér. Oft getum við verið önug og snúin en það var eins og það væri nóg að sjá andlitið hennar Krissu eða bara að heyra, hæ þetta er Krissa, þá var einhvern veginn eins og allt félli í ljúfa löð. Við vitum ekki hvernig hún fór að því en eftir samveru með henni urðum við betri manneskjur. Minningin um hana og allar góðu stundirnar sem við áttum saman mun gera dagana sem framundan eru bjartari. Algóður Guð, þakka þér fyrir tuttugu og eitt ár með Krissu og við biðjum þess nú að þú takir hana í faðminn þinn og leyfir ljósinu henn- ar að lýsa áfram björtu og skæru í öðrum heimi. Amma og afi á Suðurgötunni, Salvör, Stefán og Hafliði. Elsku Krissa, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, þú ert með það fallegasta hjartalag sem ég hef kynnst. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því Drottinn tekur tárin mín ég trúi, og huggast læt. (Kristján Jónsson) Vertu sæl vor litla jjúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn, án dvala! Lærðu ung við engla Guðs að tala (Elín Ingveldur) Elsku Siggi, Dæja, Gummi, Jó- hanna, Villi, Pálína, Siggi Palli, Guðmundur, Gugga og aðrir að- standendur. Ég trúi að Krissa okk- ar sé engill. Svandís Asgeirsdóttir. Nú kveðjum við hana Krissu okk- ar í hinsta sinn með tár í augum. Stórt skarð hefur myndast í okkar vinahóp, alltof snemma. Krissa, við minnumst þín sem glaðlyndustu manneskju, sem við höfum nokkurn tíma kynnst. í gegnum alla baráttuna við veikindi þín kvartaðir þú aldrei, varst svo bjartsýn og yndisleg, að það var ótrúlegt. Þú vildir alltaf hlusta á okkar vandamál og reyna að hjálpa eins og hægt var. Við eigum svo margar minningar, sem gott er að geyma, til dæmis bíóferðirnar okkar, sem þú hefur mikið talað um og furðað þig á því hvemig við nenntum að rölta í hálf- tíma niður í bæ, horfa á myndina og labba svo til baka aftur. Okkur er svo minnisstætt hunda- styttusafnið þitt, sem er orðið ansi stórt og myndarlegt, einnig setti beljuhópurinn þinn skemmtilegan svip á herbergið þitt, sem okkur fannst öllum svo flott. Við erum svo stoltar af þér fyrir að hafa náð stóra takmarkinu þínu þrátt fyrir veikindi, en það er stúd- entsprófið sem þú tókst 29. maí slð- astliðinn. Þetta var mikill gleðidag- ur hjá þér og fjölskyldu þinni. Það er svo miklu meira sem við gætum sagt, að við þyrftum heila bók til þess. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar. Elsku Krissa, allar stundir okkar hér er okkur ljúft að muna. Hjart- ans þakkir sendum þér fyrir sam- vemna. Elsku Dæja, Siggi, Gummi, Pá- lína, Jóhanna og litlu Siggi og Villi, við biðjum Guð að styrkja ykkur í gegnum þetta erfiða tímabil, litla hetjan okkar mun ætíð vera meðal okkar. Hvíl í friði. Þínar bekkjarsystur, Berglind, Dagrún, Linda, Minney, Sigurlína og Svana. Ég fæ mig varla til að trúa því að ég geti aldrei aftur tekið upp sím- ann og spjallað við þig, elsku besta Krissa mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman í gegnum árin, að eiginlega má segja að allt sem ég sé eða geri minni mig á þig. Mér finnst tíminn hafa liðið alltof hratt á þessum sextán áram, sem við höfum þekkst, og þótt ég viti að nú h'ður þér betur en oft áður, á ég ekki auðvelt með að sleppa þér. Góðu stundirnar okkar vora svo margar og það er svo margt sem við brölluðum tvær saman, í skólanum, eftir skóla og í öllum fríum - það gat tekið á, ef við hittumst ekki dag- lega! Enda komst þú í langar heim- sóknir bæði sumrin sem ég fór norður að passa og í minningum mínum var alltaf sól þann tíma. Fyrsta verslunarmannahelgar- ferðin okkar var að mörgu leyti sér- stök, en þá buðu Dæja og Siggi mér með í ferðalag norður í land. Þetta var frábær verslunarmannahelgi, við fórum á sfldarævintýri, Sauðár- krók, Olafsfjörð, Höllustaði og þar fórum við á hestbak og loks til Akureyrar, þar sem við skelltum okkur í bíó og röltum gegnum hálf- tóma „Halló Akureyri", sem þá var haldin í fyrsta sinn. Við höfum gert svo margt frá- bært, hlegið og „djókað“ og nú er alltof margt, sem ég get ekki lengur spurt þig um, hvort það hafi verið svona eða hinsegin, eins og við gerðum alltaf ef okkur datt eitthvað gamalt og gott í hug, sem við mund- um sjálfar ekki nógu vel, en þá gat hin yfirleitt hresst upp á minnið. Þegar önnur okkar var beðin um að gæta barna á kvöldin, kom auð- vitað ekki annað til greina en að við kæmum báðar til að hjálpast að og það voru góðar stundir eins og allar aðrar. Þegar ég og Víðir eignuðumst litlu dóttur okkar, fannst okkur auð- vitað við hæfi að skíra hana í höfuð- ið á þér og mömmu hans, hún fékk Kristbjargarnafnið og mér fínnst yndislegt að hafa gert það, ég kem þá alltaf til með að segja nafnið þitt oft á dag og minnast þín um leið. Við giftum okkur líka á síðasta ári og þá sagðir þú mér að þetta væri fyrsta brúðkaupið sem þú fær- ir í og auðvitað var það óskaplega gaman. Einnig var yndislegt að okkur skyldi takast að útskrifast saman úr fjölbrautaskólanum. Útskriftardag- urinn okkar var ein af mínum frá- bæru minningum um þig og einnig sú síðasta, því við sáumst ekki aftur, en töluðum saman í síma. En það besta er að vita, að þú náðir stúd- entsprófinu sem þú hafðir stefnt að svo lengi, þrátt fyrir erfiðan vetur. Og nú vona ég að þú sért orðin laus við allar kvalir og hoppir og skoppir um og sért virkilega ánægð eins og þú varst venjulega. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, mín allra besta vinkona, með miklum söknuði, elsku Krissa mín. Elsku Siggi, Dæja, Pálína, Gummi, Jóhanna, Villi, Siggi og fjöl- skyldan öll, þið sem elskuðuð og studduð Krissu svo mikið, ykkar missir er mikill og ég, Víðir og litla Krissa biðjum Guð að styrkja ykkur núna og um alla framtíð. Ég vil enda þessa kveðju með hluta úr ljóði, „Vinir era það mikil- vægasta í lífinu“, sem var á korti sem Krissa gaf mér, það var á ensku, en ég reyni að koma þvi til skila á íslensku: Vinir eru sérstakar manneskjur sem við bemm í hjörtum okkar hvert sem lífið ber okkur. Það er sama hvert lífið ber okkur eða hve langt er á milli okkar, þú munt alltaf vera nálægt mér og ég mun alltaf vera vinkona þín. Krissa var alltaf litla hetjan með stóra hjartað, það vita allir, sem þekktu hana, en nú hefur hún feng- ið hvfldina eftir langa baráttu. Sigurlína. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Krissa mín. Það er margt sem fer í gegnum huga minn á þessari stundu og margs að minnast. Það var alltaf svo gaman að koma upp á Skaga til Stebba og Söllu, alltaf um leið og við gengum inn um dyrnar, ég og Stebbi, þá var síminn tekinn upp og hringt til þín. Svo leið ekki langur tími þar til þú varst komin og Stebbi og Salla stjönuðu í kring- um okkur, já, að vera hjá þeim er eins og manns annað heimili og þau sjálf eins og manns eigin foreldrar. Við hlóðum á okkur myndbands- spólum, namminu var ekki gleymt og svo spiluðum við jafnvel langt fram á nótt. Ekki vorum við ánægð- ar þegar Stebbi frændi kom svo um hádegið daginn eftir inn til okkar með pott og sleif, barði því saman og kallaði „góðan daginn“. Þar sem við voram þessir venjulegu ungling- ar þá fannst okkur ekkert betra en að sofa, en þegar við fundum ilminn af ristuðu brauði eða jafnvel súkkulaðiköku með bananakremi, þá vorum við fljótar fram úr. Hvernig sem var og hvað sem við gerðum þá var alltaf jafn gaman hjá okkur. Ég þakka Guði fyrir að fá að eiga þig íýrir vinkonu mína í gegnum ár- in, en það hefði mátt vera lengri tími. Ég veit að hún Anna Lísa syst- ir mín tekur á móti þér opnum örm- um og leiðir þig inn í þennan nýja heim. Sorgmædd horfi ég á eftir þér. Megi Guð styrkja og varðveita mömmu þína, pabba, Pálínu, Gumma, ömmu þína, afa og Stebba og Söllu í þessari sorg. Og elsku Krissa mín, þangað til seinna þá geymi ég allar mínar minningar í mínu hjarta. Vertu sæl, elsku vin- kona, og far í friði. Þín vinkona, Aldís. Elsku Krissa mín. Nú ertu farin, nú líður þér vel. Manstu þegar við kynntumst? Við vorum að setja nið- ur blóm í vinnuskólanum. Við náð- um mjög vel saman þá. En ekki grunaði okkur að við ættum eftir að verða þetta nánar eins og við urð- um. Leiðir okkar lágu þó ekki sam- an fyrr en þremur áram seinna. Ég var nýbyrjuð í fjölbrautaskólanum. Þú og hinir lífsreyndu eldri nemar tókuð okkur að ykkur og kennduð okkur hvernig ætti að haga sér í þessari menntastofnun. Manstu hve gaman gat verið í frímínútun- um? Þ.e. þegar fólk gat mætt og mátti vera að því að mæta í skól- ann. Vinkvennahópurinn okkar þurfti að minnsta kosti tvö borð í frímínútunum. Það var svo æðislegt að eiga þig að. Við gátum svo sann- arlega talað, og jafnvel þagað heil- lengi saman og liðið samt vel hvorri í návist annarrar. Já, símtöl sem gátu varað meira en klukkutíma, rúntar sem entust oft fleiri en eina klukkustund. Æ, það er svo margs að minnast i sambandi við þig, en nú ertu farin, og ég á eftir að sakna þín. Krissa mín, ég veit að þú „fílaðir" ekki minningargreinar, en ég verð að segja þetta klisjukennda; þeir bestu deyja ungir. Ég hef aldrei kynnst eins fallegri og yndislegri manneskju og þér. Hjartað þitt svo stórt að það gæti gleypt allan heim- inn. Ég er þakklát fyrir þau forrétt- indi að hafa fengið að vera vinkona þín. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, sama hvaða smámálum maður var að væla yfir. En Krissa, þú kvart- aðir aldrei. Ég veit að þú varst veik, þótt þú vildir ekki ræða það, og ég veit að líf þitt hefur ekki verið neinn dans á rósum. Aldrei heyrði ég þig kvarta né kveina þegar mað- ur var að kvarta yfir hversdags- hlutunum. Krissa, sál þín var sterk, en lík- aminn ekki. Þú varst hörkudugleg að ná að ljúka stúdentsprófunum þrátt fyrir veikindin. Ég er mjög stolt af þér, þú stóðst þig eins og hetja. Eitt sinn eftir eina af ferðum þín- um til Bandaríkjanna færðirðu mér kort sem fjallaði um vináttu. Þetta kort lýsti mjög vel vináttunni okkar og hvað þú varst mér: „Sama hvert við förum í lífínu munum við aldrei gleyma þeim sem elskuðu okkur og hjálpuðu okkur að þekkja sjálfa okkur betur. Við munum muna þá sem stóðu með okkur í gegnum erfiðleika og þá sem okkur leið nógu vel með til að geta sýnt hver maður er í raun og vera. Vinir eru ógleymanlegir, þeir láta sig dreyma og skipuleggja æv- ina saman, og vinir taka manni eins og maður er og hvetja mann til að vera allt sem maður ætlar að verða.“ Krissa mín, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér um lífið, og fyrir að hjálpa mér að taka réttar ákvarðanir í lífinu. Þín vinkona, Elsa Margrét. • Fleiri minningargreinar um Kristbjörgu Sigurðardóttur biöa birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.