Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 31 • STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNTUN KENNARA HIN ALÞJÓÐLEGA TIMSS-könnun á kunnáttu grunn- skólanemenda í stærðfræði og raungreinum leiddi ber- lega í ljós að íslenskir nemendur standa illa í þeim fögum. A undanförnum misserum hefur mikið verið rætt hvað sé til ráða og í nýrri skólastefnu sem menntamálaráðherra kynnti í vor er brugðist við þessu með aukinni áherslu á raungreinakennslu. En eins og bent hefur verið á áður hér í Morgunblaðinu hlýtur einnig og ekkert síður að vera mikil- vægt að auka menntun kennaranna á þessum sviðum sem og reyndar í öðrum kennslugreinum. Bent hefur verið á að kennaranemar við Kennaraháskóla Islands sem hafa stærð- fræði, náttúrufræði, móðurmál eða aðrar bóknámsgreinar að aðalfagi taki aðeins 12,5 einingar í sérgrein sinni en kennaranámið í heild er 90 einingar. Allir sjá að 12,5 ein- inga nám getur ekki verið nægilega góður undirbúningur fyrir kennslustarf í nokkurri grein. I grein sem birtist í nýjasta tölublaði Skímu, tímarits móðurmálskennara, ber Gunnar Þorsteinn Halldórsson saman kennaramenntun hér á landi og í Svíþjóð með hlið- sjón af móðurmáli og í ljós kemur gríðarlegur munur. Sænskir kennaranemar, sem sérhæfa sig í kennslu móður- máls fyrir eldri bekki grunnskóla, taka 65 einingar í móður- máli og hafa þannig að baki meiri menntun í sænsku en krafist er af íslenskukennurum í menntaskóla hér á landi. í greininni kemur auk þess fram að kennaranám í Svíþjóð er hálfu til einu og hálfu ári lengra en hér á landi eftir því hvort stefnt er að kennslu á yngra eða eldra stigi grunn- skólans og að þar er vægi uppeldisfræða minna en hér. Og sérstaka athygli vekur að í Svíþjóð er meiri áhersla lögð á menntun kennara í móðurmáli en hér; þar eru 15 móður- málseiningar í kjarna miðað við 5 hér en þessar 5 einingar veita hverjum útskrifuðum kennara hérlendis rétt til að kenna móðurmál í öllum bekkjum grunnskólans. Allir sjá að þetta er fjarstæða. Eins og fram kemur í þessari athyglisverðu grein Gunn- ars Þorsteins hefur nýskipað háskólaráð Kennaraháskóla íslands nýlega samþykkt að haustið 1999 skuli tekið upp fjögurra ára kennaranám. Vonandi ber skólinn gæfu til að breyta áherslum sínum samfara því gæfuspori; það er for- senda fyrir bættum skóla á Islandi að veldi uppeldis- og kennslufræðinga verði hnekkt og menntun í kennslugrein- um grunnskólans verði gefið aukið vægi. ALDRAÐIR OG SVEITARFÉLÖGIN SÍÐUSTU 10 til 15 árin hefur mikið verið byggt af sér- hönnuðum íbúðum fyrir eldri borgara, fyrst og fremst á vegum byggingaverktaka, sem selja á frjálsum markaði. Ólafur Jónsson, fyrrverandi formaður Landssambands aldraðra, segir í grein hér í blaðinu í gær að þessar íbúðir hafi „dregið úr og frestað þörfinni fyrir vistun aldraðra á sjúkrastofnunum. Auk þess hafa þær bætt verulega að- stöðu fyrir heimilishjálp og heimahjúkrun. Full samstaða er hjá aðilum sem vinna að málefnum aldraðra um að efla þá þætti enn verulega og draga með því úr þörfinni fyrir vistun aldraðra á sjúkradeildum.“ Hins vegar gagnrýnir Ólafur Jónsson harðlega skort á hjúkrunarrými fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu, en þar eru hundruð aldraðra á biðlistum eftir sjúkrarými. Órðrétt: „Sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa komizt upp með það allan síðasta áratug að vanrækja þennan mik- ilvæga þátt í velferðarkerfinu að búa vel að öldruðum og sjúkum ... Sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur hafa bók- staflega ekkert gert í heilan áratug til lausnar vanda þessa fólks, sem byggði upp þessi bæjarfélög, en þarf nú aðstoð samfélagsins ef heilsan bilar. Flest stærri sveitarfélög á landsbyggðinni hafa þegar leyst þennan vanda og þar kem- ur engum sveitarstjórnarmanni til hugar að vísa öldruðu fólki á heilbrigðisráðuneytið þegar það getur ekki lengur annast sitt heimili...“ Tillögur greinarhöfundar eru tvær: „I fyrsta lagi verði öll málefni aldraðra flutt frá ríkisvaldinu til sveitarfélag- anna með sama hætti og skólamálin. - í öðru lagi verði Framkvæmdasjóður aldraðra afhentur óskertur til sveitar- félaganna og gegni þar sínu upphaflega hlutverki, að byggja upp sjúkradeildir og sambýli fyrir aldraða.“ Þessar tillögur eru allrar athygli verðar og þurfa að fá vandaða skoðun og umfjöllun. ÓLYMPÍULEIKARNIR í EÐLISFRÆÐI Ekki bara keppni í dag verða settir Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði í Laugardalshöll. Leikarnir, sem nú eru haldnir í 29. skipti, eru þeir fjölmenn- ustu til þessa. Sigríður B. Tómasdóttir ræddi við aðstandendur keppninnar og fyrr- verandi og núverandi keppendur. Morgunblaðið/Jjm Smart ÞORDIS Eiríksdóttir skrifstofusljóri Olympíuleikanna og Viðar Agústs- son framkvæmdastjóri. TÖLVUVERIÐ í Ármúlaskóla, sem sérstaklega hefur verið útbúið fyrir fararstjóra til að þýða verkefnin. OLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði hófu göngu sína í Póllandi árið 1967. Þá tóku eingöngu fimm þjóðir þátt í leikunum, Pólverjar, Búlgarar, Tékkar, Ung- verjar og Rúmenar. Síðan bættust fleiri Austur-Evrópulönd við, en fyrsta Vestur-Evrópuþjóðin til að taka þátt í leikunum voru Frakkar árið 1972. Árin 1973 og 1980 bauðst engin þjóð til að halda Olympíuleik- ana og féllu þeir niður þau ár. Það eru þvi 29. leikarnir sem íslendingar standa að. „Þetta verða fjölmennustu Olymp- íuleikarnir til þessa,“ segir Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri leik- anna. Alls er von á 56 keppnisliðum frá jafnmörgum þjóðum, en hvert lið hefur á að skipa fimm keppendum. Með fylgdarliði er því von á um 500 manns hingað í tengslum við keppn- ina. „Þátttakendur og fylgdarlið eiga örugglega eftir að setja svip á borg- ina,“ segir Þórdís Eiríksdóttir, skrif- stofustjóri keppninnar. „Þátttakend- ur koma hingað á fimmtudag og dvelja hér í viku og af þeim tíma fara eingöngu tíu tímar í keppnina sjálfa og þó að hún sé vitaskuld það sem þetta snýst um þá er svo margt ann- að sem gerist í kringum þessa keppni.“ Fjölbreytt dagskrá fyrir utan keppni Þegar dagskrá Olympíuleikanna er skoðuð er ekki annað hægt en taka undir með Þórdísi. Fararstjór- um og þátttakendum er boðið í ýms- ar skoðunarferðir, þó ekki endilega saman, þar sem þeir mega ekki hitt- ast allan tímann sem á keppninni stendur. „Þetta gengur þannig fyrir sig að fararstjórar fá afhent verkefni daginn fyrir keppnisdag til að þýða þau úr ensku, sem er það tungumál sem verkefnin eru samin á. Við höf- um komið upp tölvuveri í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla og fær hver fararstjóri tölvu til umráða sem hefur stafi tungumáls hans. Eftir að fararstjórar hafa fengið afhent verk- efnin mega þeir vitaskuld ekki hitta keppnislið sitt þar til keppni er lok- ið,“ segir Viðar. Vítamínsprauta á eðlisfræðikennslu Keppt er í tveimur áföngum, laug- ardaginn 4. júlí er keppt í kennilega hlutanum og hafa keppendur fimm tíma til að leysa verkefnin. Mánu- daginn 6. júlí er svo keppt í verklega hlutanum og hafa keppendur einnig fimm tíma til að leysa þau verk- efni. Það tekur svo tvo daga að fara yfir verkefn- in, en að kvöldi 8. júli er fararstjór- um kunngerð stigagjöf dómara fyrir úrlausn verkefnanna. Á fimmtudeginum eru úrslitin kynnt fyrir þátttakend- um á keppnisslitahátíð, sem haldin verður í Háskólabíói. Heildarkostnaður við Ólympíu- leikana er 43 milljónir, þar af hafa sex milljónir farið í kaup á tækjum sem síðan verður dreift í framhalds- skólana, og segir Viðar að aðstand- endur keppninn- ar vonist til að þessi kaup virki sem vítamín- sprauta á eðlis- fræðikennslu í landinu. „Það að halda þessa keppni og að hafa tekið þátt í henni í gegnum tíðina skilar sér inn í framhaldsskólana að því leyti að metnaður kennara og nemenda eykst. Þetta er líka eitt af því fáa hér á landi sem gert er til að leggja rækt við afburðanemendur." Ólympíuleikarnir eru einstak- lingskeppni og er árangur þátttak- enda reiknaður út eftir meðaltali þriggja efstu þátttakenda í báðum hlutum keppninnar. Verðlaun og við- urkenningar eru veitt eftir þessu meðaltali. Veitt eru gullverðlaun fyr- ir yfir 90% árangur af besta árangri, silfurverðlaun fyrir yfir 78% árang- ur, bronsverðlaun fyrir yfir 65% ár- angui' og viðurkenning fyrir yfir 50% árangur. „Þetta er auðvitað keppni en er líka hugsað sem hvatn- ing,“ segir Viðar. Sjö verðlaun til íslendinga Islenskir þátttakendur hafa sjö sinnum verið verðlaunaðir fyrir góð- an árangur. Einn þeirra, Gunnlaug- ur Briem, fékk bronsverðlaun en sex hlutu viðurkenningu, m.a. Jón Ey- vindur Bjarnason, sem tók þátt í keppninni í fyrra og tekur þátt í ann- að sinn nú í ár. Viðar segir að þrátt fyrir að keppnin sé opinberlega ekki liða- keppni stelist fararstjórar yfirleitt til að reikna út röð liðanna. Viðar, sem hefur verið tengdur keppninni allt frá því Islendingar tóku fyrst þátt í henni, segir íslenska liðið yfirleitt hafa verið í neðri sætunum. „Það er ýmislegt sem kemur til, við erum auðvitað mjög fámenn þjóð, sem er kannski stærsti hluti skýringarinn- ar, en svo má ekki gleyma að jafn- greindir einstaklingar frá Islandi og e.t.v. Bandaríkjunum eða Kína hafa mismunandi aðstöðu þannig að Is- lendingurnn hefur kannski lært eðl- isfræði í eitt eða tvö ár en hinir í sjö ár.“ Átta ára aðdragandi Akvörðunina um að halda Ólymp- íuleikana hér á landi má rekja allt aftur til ársins 1990 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Svavar Gests- son, tók þá ákvörðun að Island yrði gestgjafi árið 1998. Það kom svo í hlut Björns Bjarnasonar, núverandi menntamálaráðherra, að skipa fram- kvæmdanefnd sem hóf störf haustið 1996. I henni sitja auk Viðars og Þórdísar þau Þorsteinn I. Sigfússon, formaður, skipaður af menntamála- ráðherra, Ásta Þorleifsdóttir frá fé- lagi raungreinakennara, Ari Ólafs- son frá Eðlisfræðifélagi Islands, Óm- ar Einarsson frá ÍTR, Stefán Stef- ánsson frá menntamálaráðuneytinu og Sveinbjörn Björnsson frá Há- skóla Islands og Orkustofnun. Yfirmenn prófgei'ðar eru þeir Þor- steinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði við H.I., og Ari Ólafsson dósent í eðlisfræði við H.I., sá fyrr- nefndi er yfir kennilega hlutanum en sá síðarnefndi tilraunaverkefnunum. Auk ofantalinna koma fjölmargir við sögu undirbúnings leikanna og að þeim á meðan á þeim stendur, m.a. fær hvert lið leiðsögumann og koma þeir úr röðum starfsmanna ITR nú í sumar. „Við mundum vilja sjá jafnvel enn fleiri með,“ segir Þórdís. „Við höfum t.d. í hyggju að hafa svokallaðan gestgjafakvöldverð fyrir keppendur nú á laugardagskvöld en það hefur ekki gengið nægilega vel að fá fjöl- skyldur til að taka að sér að bjóða fólki heim. Það sem ég held að fólk átti sig oft ekki á í sambandi við þessa leika er hversu margt annað en keppnin sjálf er í kringum þetta. Eg fór á leikana í fyrra, þá nýráðin starfsmaður þeirra, og það kom mér í rauninni á óvart hvað þetta var allt skemmtilegt." Morgunblaðið/Jim Smart MIKE er gagnagrunnsstjóri á Olympíuleikunum hér. Viðfangsefni sem ögra nemendum EINN af þeim sem starfa við Olympíuleikana hér er Mike Schulz frá Bandaríkjunum. Mike kom hingað um miðjan júní og vinnur sitt starf í sjálfboðavinnu. „Eg var sjálfboðaliði á Olympíuleikunum í Kanada í fyrra og kynntist þá ís- lenska fólkinu og ákvað að koma hingað.“ Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin afréð Mike að læra íslensku. „Ég var að hugsa um það í fyrra að ég ætti að læra eitthvert annað tungumál en ensku og svo þegar kom í ljós að ég var á leið til Is- lands þá tók ég mig til.“ Árangur- inn lætur ekki á sér standa, því eft- ir hálfs árs nám er Mike fær um að halda uppi samræðum á íslensku. Mike segir Ólympíuleikana gott tækifæri fyrir þátttakendur til að spreyta sig og hitta aðra nemendur með svipuð áhugamál. „Það er stundum erfítt fyrir þessa krakka að fínna aðra að tala við, þetta er í fyrsta skipti sem þau hafa tækifæri til að hitta svona marga aðra með svipuð áhugamál. Þarna fá þau líka viðfangsefni sem ögra þeim. Auðvitað taka keppendur þessu misalvarlega, sumir koma til með að hafa ánægju af ferðinni auk keppninnar en sumir taka keppn- ina mjög alvarlega." Mike keppti á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna árið 1992, þá átján ára. Hann hefur haldið sig við eðlisfræðina síðan, fór í BS-nám í MIT í Boston og er nú í doktorsnámi í eðlisfræði í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Mi- ke, sem heldur af landi brott að lokinni keppni, liefur hugsað sér að koma aftur til íslands „þegar ís- lenskan skánar“. Jók áhugann á vísindum KVENKYNS þátt- takendur hafa alltaf verið í miklum minnihluta á Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Þrjár stúlkur hafa keppt fyrir hönd íslands og er Ásta K. Sveinsdóttir ein þeirra. Hún tók þátt í Ólympíuleikunum árið 1988 og 1989 og hafði reyndar fé- lagsskap Helgu Þór- hallsdóttur í fyrra sldptið. Guðrún Sævarsdóttir keppti svo árið 1991. „Þetta var mjög skemmtileg reynsla,“ segir Ásta. „Ég kynntist fólki sem ég hef haldið sambandi við siðan og á fyrri Ólympíuleik- unum stóð sú reynsla upp úr. Það var nyög margt hæfileikaríkt fólk þarna sem hafði áhuga á eðlis- fræði og e.t.v. einhverju öðru, spil- aði t.d. á hljóðfæri. Þetta fólk var á fullu í þessum áhuga og mér fannst mjög gaman að kynnast því. Mér fannst mórallinn hér heima gagnvart náminu ekki mjög jákvæður, þannig að þessar ferðir voi'u mjög örvandi fyrir mig og juku áhuga minn á vís- indum yfirleitt." Ásta segir að áður en hún fór á Ólymp- íuleikana í fyrra skiptið hafí hún ekk- ert spáð sérstaklega í að færri stelpur en sti'ákar hafa áhuga eða sinna raungrein- um. „Við vöktum auðvitað athygli, ég held að við höfum verið fimm það árið, þar af tvær frá fs- landi. Það fylgdi þessu viss pressa um að standa sig vel.“ Þarf að hvetja stúlkur til að læra raungreinar Aðspurð hvort hún kunni ein- hverja skýringu á því hve fáar stúlkur leggja stund á raungrein- ar segist Ásta viss um að þar sé um samspil margra þátta að ræða. „Þetta er eitthvert gildismat sem síast inn, því á fyrri skólastigum er enginn munur á kynjunum, - frekar að stelpur standi sig betur ef eitthvað er. Það hlýtur að vera eitthvað undir yfirborðinu sem hefur áhrif og það þarf að kanna það. Til að breyta þessu tel ég að þurfi að vinna markvisst á móti straumnum eins og gert er t.d. í MIT-háskólanum í Boston. Þar hafa skólayfirvöld mótað stefnu þar sem markvisst er unnið að því að fá stúlkur í verkfræði með því að fylgjast með efnilegum kven- kyns nemendum um allt land og hvetja þá til að sækja um.“ Ásta segjr fyrirmyndir auðvitað líka mikilvægar stúlkum. Ásta og stöllur hennar, þær Helga og Guð- rún, ættu að vera ágætisfyrirmyndir. Helga er verkfræðingur á Ál- mennu verkfræðistofunni og Guð- rún er í doktorsnámi í eðlisfræði í Noregi. Ásta er hins vegar í dokt- orsnámi í heimspeki í MIT í Boston í Bandaríkjunum, en hún hefur dvalið í Bandaríkjunum að mestu leyti frá því hún lauk stúdentsprófi áriðA989. „Ég fór í stærðfræði í Brandeis- háskólanum í útjaðri Boston en bætti svo heimspeki við mig og út- skrifaðist því með BA-próf í stærð- fræði og heimspeki þaðan. Síðan fór ég í mastersnám í Harvard í heimspeki og er svo komin í dokt- orsnám í Boston.“ Morgunblaðið/Þorkell ÁSTA býr í Bandaríkjun- um og kom mátulega heim til að starfa við Ólympíuleikana, en hún hefur yfirumsjón með leiðsögumönnum þeirra. Skemmtilegasta námsgreinin Morgunblaðið/Ai-naldur TEITUR Arason, Jóel Karl Friðriksson, Jón Eyvindur Bjarnason, Páll Melsted og Þorvaldur Arnar Þorvaldsson samankoninir í æfingaaðstöðunni í Kennaraháskólanum. FRÁ byijun júní hafa Jó- el Karl Friðriksson, Þor- valdur Arnar Þorvalds- son, Jón Eyvindur Bjarnason, Páll Melsted og Teitur Arason legið yfir eðlisfræðiverkefnum til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana. Þeir fé- lagar eru allir nemendur Menntaskólans í Reykja- vík nema Teitur sem er í Menntaskólanuin á Akur- eyri og var reyndar fjarri góðu gamni þegar Morg- unblaðið leit við í heim- sókn. Jóel Karl verður fyrir svörum þegar spurt er hvernig liðið æfir sig fyrir keppn- ina. „Þessa dagana enim við fyrst og fremst að æfa okkur í að leysa gömul prófdæmi úr fyrri keppn- um. Það gefst ekki beinlínis tími til að læra eitthvað nýtt og melta það svona rétt fyrir keppni.“ „En munurinn á þessum dæmum og þeim sem við fáumst við í skólan- um er sá að þessi dæmi eru miklu yfirgripsmeiri," segir Jón Eyvind- ur. „Þau eru svona fimmtán sinn- um þyngri," bætir Þorvaldur við og segir dæmin vera á háskóla- stigi og langt yfir framhaldsskóla- mörkum. Stefna allir á nám í raungreinum En hvað er svona skemmtilegt við eðlisfræði? „Það er gaman að skilja það sem er í kringum mann,“ segir Þorvaldur og allir eru þeir sammála um að eðlisfræði sé skemmtilegasta námsgreinin í skólanum. Strákarnir sverja þó fyrir að það eina sem þeir ræði sé eðlisfræði og eitthvað henni tengt. Þeir stefna reyndar all- ir á nám í raungreinum og skyldum greinum. Jó- el Karl, sem á eitt ár eft- ir í menntaskóla, hefur hug á nárni í stjarneðlis- fræði. „Ég get ekki ákveðið hvort ég á að læra eitthvað hagnýtt eins og verkfræði eða fara í eðlisfræði," segir Þorvaldur en hann lauk stúdentsprófi í vor og þarf því að taka þessa ákvörðun fijótlega. Jón Eyvindur hefur hins veg- ar gert upp hug sinn, ætlar í verkfræði og sdtti reyndar um í Tæknihá- skólanum í Kaupmannahöfn (DTU) og er að bíða eftir svari. Yngsti keppandi liðsins er Páll sem er að helja þriðja ár í mennta- skóla og hefur því ekki hafið form- legt nám í eðlisfræði. „Ég var orð- inn leiður á að biða eftir náminu þannig að ég byrjaði bara að lesa sjálfur," segir Páll. Þetta sjálfsnám skilaði honum inn í keppnislið fs- lands á Ólympíuleikunum og það er ekki að spyrja að því að Páll ætlar í eðlisfræði ásamt tölvunar- fræði. Reuters ÖNNUR af tveim flugbrautum nýja alþjóðavallarins í Hong Kong. Jiang Zemin, forseti Kína, vígði völlinn í gær og var mikið um dýrðir, ljóna- dansarar sýndu listir sínar og bumbur voru barðar. Völlurinn er eitt af mestu samgöngumannvirkjum í heimi. Nýtt tákn þjóðarstolts Chep Lak Kok, alþjóðavöllurinn nýi í Hong Kong er mikið mannvirki. Pekingstjórnin var upprunalega á móti hugmyndinni, sem Bretar áttu frumkvæði að, en þeir skiptu um skoðun og nú er völlurinn talinn sameiningartákn MIKIÐ var um dýrðir í Hong Kong í gær þegar Ji- ang Zemin, forseti Kína, vígði við hátíðlega athöfn nýjan og glæsilegan alþjóðaflugvöll sem kenndur er við Chep Lak Kok á Lantau-eyju. Völlurinn vai- lagður á uppfyllingu og í nokkurri fjarlægð frá aðalbyggðinni í borginni,- Kostnaður- inn er að sögn Reuters áætlaður um 20 milljarðar Bandaríkjadollara, rúm- Iega 1.400 milljarðai' króna og tók sjö ára að fullgera völlinn. Bretar, sem stjórnuðu Hong Kong í 156 ár, lögðu drög að vellinum 1989. Þá vai- þegar búið að semja um yfir- töku Peking-stjórnarinnar í Hong Kong 1997 og deildu kommúnistar á Breta fyrir að ætla að eyða svo miklu fé í framkvæmdina. Sættir náðust og nú eru völlurinn og framkvæmdir hon- um tengdar álitin tákn þjóðarstolts og sameiningar Kína og Hong Kong. Dugir langt fram á 21. öld Æðsti embættismaður í Hong Kong, Tung Chee-hwa, sem stjórnvöld í Peking skipuðu, flutti ávarp við at- höfnina og sagði að mannvirkið væri verkfræðiafrek. „Alþjóðaflugvöllur Hong Kong mun fullnægja þörfum íbúanna nú þegar næsta öld er að renna upp. Hann styrkir stöðu okkar sem miðstöðvai' samgangna, verslunar, fjármála og ferðaþjónustu á Kyrrahafssvæðum Asíu,“ sagði Tung. Raunveruleg starfsemi hefst á mánudag en yfír helgina verður nauð- synlegur búnaður fluttur frá gamla vellinum á þann nýja. Um 10.000 far- artæki, 70 prammar og 30 flugvélar verða þá flutt 30 kílómetra leið á einni nóttu. Skipulagið þarf að vera gott - og síðan vona menn að ný og fullkomin tækni á vellinum bregðist ekki þegar starfsemin hefst á mánudag. Gamli flugvöllurinn, Kai Tak, er í Kowloon þar sem aðalþéttbýlið er og hefur alls ekki nægt Hong Kong síð- ustu árin, þrengslin og skortur á nú- tímalegri aðstöðu hafa verið hemili á þróun svæðisins. Flugmenn og farþeg- ar sitja oft angistarfullir þegar lent er á vellinum en umhverfis hann eru raðir af íbúðarblokkum, vélarnai' skriða með naumindum yfir þökin. Afkastageta nýja vallarins er auk þess mun meiri og rými til allrar þjónustu afar gott. Þótt mannvirkið sé glæsilegt veldur efnahagskreppan í Asíu því að óljóst er hvort spádómar Tungs um gagn- semi vallarins rætist jafn hratt og menn vonuðu. Dregið hefur úr ferða- lögum, flugfélög hafa fækkað ferðum og vélum. Ferðamálasamband Hong Kong gerh' ekki ráð fyrir aukningu ferðamanna á árinu. Tímasetningin hefði getað verið betri en þrátt fyrir GAMALT OG NÝTT Nýi alþjóðaflugvöllurinn er margfalt stærri en völlurinn sem Hong Kong hefur orðið að láta sér duga, Kai Tak. ■ Kai Tak ■ Chek Lap Kok Farþegafjöldi 29,5 milljónir 35,0 milljónir á ári (tölur 1996) (áætlun) tifiiitiiiiii«iftiaiiiciiitiii iitllitllliillifiliiiiillliiiiiliii 1,56 millj. lonn 3 miilj. lonn Vörumagn (tölur 1996) (áætlun) Flugbrautir e/n (3.393 m) tvær (hvor þeirra 3.800 m) Akstursbrautir 7,1 km 35,0 km Farþegasvæði 66.000 m2 550.000 m2 Hlitli 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Hlið 69 88 j-+'1 j- 4 ’hj-+++ j- 'FA 4-+++4+4- 4+ Stöðvar 224 Tollhlið 52 76 Farangurs- færibönd 6 12 Upplýsingaskjár 283 2.000 Farangurskerrur 3.500 5.600 Heimild: Hong Kong Airport Core Programme utlendinga eftirlits 170 □BBQBQQCiaQEiQaDQBQ □□□□□□□□□□□□EIQQQQQQ þetta er enginn vafi á því að ánægja ríkir í Hong Kong með nýja völlinn. Að lokinni vígslunni sté Jiang for- seti um borð í Boeing-breiðþotu kín- verska flugfélagsins, Air China, og varð þá fyrstur þjóðhöfðingja til að nota sér völlinn er hann hélt heim á leið til Peking. Nokkrum stundum síð- ar lenti Bill Clinton Bandaríkjaforseti á vellinum en hann lýkur Kinaferð sinni í Hong Kong í dag. Jiang gerði sér far um að vingast við Hong Kong-búa, gekk um götumar og heilsaði upp á börn og fullorðna í mann- þrönginni í stórmarkaði, óformlega klæddui'. Einnig heimsótti hann sjúkrahús og rabbaði við aldraða sjúk- linga. En þótt Jiang legði sig fram heillaði hann ekki alla. Hópur lýðræðissinna elti forsetann um borgina, andmælti kommúnistum og krafðist þess að stjórnin viðurkenndi að blóðug árásin á lýðræðisöflin á Torgi hins himneska^ friðai’ 1989 hefði verið mistök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.