Morgunblaðið - 03.07.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 35
AÐSENDAR GREINAR
Batnandi kjör
aldraðra á Islandi
í APRÍL skilaði
Þjóðhagsstofnun
skýrslu til forsætisráð-
herra sem lögð var
fyrir Alþingi. Fjallar
hún um stöðu aldraðra
á Islandi í samanburði
við önnur lönd. Aður
hafði tillaga til þingsá-
lyktunar þar um, frá
Agústi Einarssyni og
fleiri þingmönnum
jafnaðarmanna, verið
samþykkt á Alþingi.
Ein af helstu niður-
stöðum skýrslunnar er
að íslenskur launþegi á
almennt í vændum líf-
eyri sem svarar til 93%
af meðallaunum og „er þetta hlut-
fall mjög hátt“ á Islandi miðað við
önnur lönd sem er áréttað sérstak-
lega í skýrslunni. A flestum öðrum
sviðum er samanburðurinn við út-
lönd Islandi einnig fremur hag-
stæður. í Morgunblaðinu hinn 23.
júní gerir Agúst Einarsson grein
fyrir efni þessarar ritsmíðar.
Helsta niðurstaða hans er:
„... staða aldraðra á íslandi er lak-
ari á mörgum sviðum miðað við
önnur lönd“. Það má vissulega til
sanns vegar færa að fjölmargir
aldraðir á Islandi eru ekki ofhaldnir
af kjörum sínum. Hins vegar verð-
ur augljóst með lestri á bæði
skýrslunni og túlkun Agústs á
henni að hann kýs að draga hvar-
vetna upp dökka mynd. I þessu
augnamiði sleppir þingmaðurinn
markvisst atriðum úr skýrslunni
sem koma málstað hans illa og
verður á köflum uppvís að hreinum
öfugmælum. Lítum á
dæmi.
Starfslok gegn
vilja fólks
„Þannig er augljóst
að eldra fólk vinnur
hér mun meira og leng-
ur en í grannríkjun-
um,“ segir þingmaður-
inn og virðist telja sig
hafa fundið sterkt at-
riði áróðri sínum til
framdráttar. Það kem-
ur hins vegar ekki
fram í máli hans að
víða í samanburðar-
ríkjunum þarf fólk að
hætta að vinna fyrr en
það sjálft kýs. Ymis ríki hafa reynt
að hverfa af slíkri braut og færa
skipan starfsloka í átt til þess sem
tíðkast hérlendis. Víða er nú hugað
að starfslokum sem byggjast á
frjálsum samningum fremur en að
fólki sé með lagaboði gert að setj-
ast í helgan stein. Til dæmis má
nefna að í Belgíu eru einungis um
36% karla á aldrinum 55 til 64 ára á
vinnumarkaði en hér á landi eru
93% karla á þessum aldri enn að
störfum. Flestir mundu telja þenn-
an samanburð Islandi í hag.
Lausnin
- aukin ríkisútgjöld
Þingmaðurinn gerir athugasemd
við að opinber útgjöld til ellilífeyris-
þega séu „miklu lægri hér á landi
en annars staðar á Norðurlöndum".
Það er ekki nýlunda að jafnaðar-
menn vilji leysa úrlausnarefni
mannlegs samfélags með þeirri ein-
Víða erlendis er nú
hugað að starfslokum
sem byggjast á frjáls-
um samningum, segir
Orri Hauksson, fremur
en að fólki sé með laga-
boði gert að setjast í
helgan stein.
fóldu aðgerð að auka ríkisútgjöld.
Skýringar á þeim mun sem þing-
maðurinn nefnir er hins vegar að
finna í ýmsu. I fyrsta lagi eru líf-
eyrissjóðir á Islandi ekki kostaðir
af opinberu fé, eins og að miklu
leyti er raunin annars staðar. I
staðinn eru starfræktir sjálfstæðir
sjóðir sem eru því ekki teknir með í
tölum um opinber útgjöld hérlend-
is. I öðru lagi eru Islendingar afar
ung þjóð, hlutfall aldraðra er lægra
í aðeins einu samanburðarríki, það
er á Irlandi. Því er ekki furða að út-
gjöld hins opinbera til aldraðra séu
hlutfallslega lægri hjá okkur en
hinum Norðurlandaþjóðunum, sem
eru meðal elstu þjóðanna í saman-
burðinum. Þingmaðurinn getur
hvorld þessara né annarra orsaka.
Eins „vekur sérstaka athygli í
skýrslunni hve biðlistar eftir stofn-
anavist eru langir“, segir Agúst. Af
lestri greinarinnar má helst skilja
að biðlistar séu hvergi til nema á
Islandi og Agúst bætir við: p... hér
hafa stjómvöld brugðist“. I þessu
sambandi hefði þingmaðurinn að
Orri
Hauksson
Á SÍÐASTA ári voru
gerðir kjarasamningar
til þriggja ára og ASI
gerði kröfu á stjórnvöld
um skattalækkun, svo
tryggja mætti að um-
samdar launahækkanir
skiluðu sér til launa-
fólks. Ríkisstjórnin
hrinti í framkvæmd
lækkun tekjuskatts um
4% í þremur áföngum
en lækkaði í leiðinni
persónuafsláttinn. Það
leiddi til þess að ASI
lýsti andstöðu við
skattalækkunina til há-
tekjufólks. Þenslan sem
nú er í efnahagslífmu
hefur leitt af sér að verðbólgan er
komin á kreik, verðhækkanir inn-
anlands hafa verið umtalsverðar að
undanförnu og fyrirsjáanlegt að svo
verður áfram í náinni framtíð.
Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs
að slá á verðbólguáhrifin með því
að hækka gengi og því hefur verð-
lag á innflutningi lækkað. Með
efnahagsstjórn sinni hefur ríkis-
stjómin teflt í tvísýnu stöðugleika í
efnahagsmálum og forsendur
kjarasamninganna um kaupmáttar-
aukningu til láglaunafólks standa
þvi ótraustari fótum en áður var
ætlað.
Minni skattalækkun á lág laun
Lækkun tekjuskattsins um 4% er
talin lækka tekjui- ríkissjóðs um
5200 milljónir króna skv. upplýsing-
um fjármálaráðuneytisins. Það
skipth’ auðvitað miklu máli hvernig
þessum peningum er dreift til
launafólks. Það er hægt að gera það
hlutfallslega eða miða við krónutölu
og þá hækka laun eftir
tekjuskatt um jafn-
margar krónur hjá
hverjum og einum.
Síðari leiðin dreifir
fjárhæðinni 5.200
milljónum kr. þannig
að stæm hluta hennar
er beint til lágtekju-
fólks en samkvæmt
fyrri leiðinni og hefur
því áhrif til tekjujöfn-
unar milli launþega-
hópanna. Fyrri leiðin
hefur ekki áhrif til
tekjujöfnunar þar sem
skattalækkuninni er
dreift jafnt hlutfalls-
lega. Vitað var að
stjómarflokkarnir voru ekki fúsir
til þess að bæta stöðu láglaunafólks
með þvi að dreifa umræddum 5.200
milljónum kr. þannig að fólk með
lágar tekjur fengi meira í sinn hlut
en nemur hlutfallslegri lækkun
skattsins og að sama skapi fengju
Með efnahagsstjórn
sinni, segir Kristinn H.
Gunnarsson, hefur
ríkisstjórnin teflt í
tvísýnu stöðugleika í
efnahagsmálum.
hátekjumenn þá minni skattalækk-
un. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn eru einfaldlega á
móti því. Því var búist við að flokk-
arnir myndu viðhafa hlutfallslega
skattalækkun, allh' launþegar
fengju sömu skattalækkun í pró-
sentum talið. En það gerðist ekki.
Stjómarflokkamir ákváðu að dreifa
skattalækkuninni ójafnt á þann veg
að tekjuhærri hóparnir fá meira í
sinn hlut og þeir minna sem hafa
lægri launin. Það var gert með því
að lækka persónuafsláttinn til mót-
vægis við lægri skattprósentu. Hver
launþegi skilar því sömu krónutölu
til baka af skattalækkuninni þótt
fengin lækkun hafi verið breytileg
eftir launum hvers og eins. Niðm--
staðan er aukinn ójöfnuður í þjóðfé-
laginu, þeir sem hafa hærri launin
hafa bætt stöðu sína meira en hinir.
Aukinn ójöfnuður
Þetta er best að skýra með ein-
fóldu dæmi og reikna út skatta-
lækkunina miðað við 300 þús. kr.
laun á mánuði og 80 þús. kr. Miðað
er við lækkun tekjuskatts um 4%
og lækkun persónuafsláttar um
1.214 kr. á mánuði. Skattur á 80
þús. kr. laun lækkar þá um 1.986
kr. eða um 2,5%, en ekki 4% vegna
þess að persónuafslátturinn lækk-
ar. Hins vegar lækkar skatturinn
um 10.786 kr. á 300 þús. kr. tekj-
urnar eða um 3,6%. Hátekjumaður-
inn heldur meira eftir af skatta-
lækkuninni þar sem lækkun per-
sónuafsláttarins vegur minna hjá
honum. Hlutfallslega hefur hátekju-
maðurinn bætt stöðu sína þar sem
tekjur hans efth- skatt hafa aukist
um 3,6% en aðeins um 2,5% hjá
þeim hefur 80 þús. kr. á mánuði. Til
þess að jafnræði væri hlutfallslega
þyrfti skattalækkun 300 þús. kr.
launamannsins að vera 3.339 kr.
minni á mánuði en hún verður í
raun. Þetta eru áherslur stjórnar-
flokkanna, þeir sem hafa mikið eiga
að fá meira en hinir. Fjörutíu þús-
und króna skattalækkun á ári um-
fram 2,5% hlutfallið eru skilaboð
sem ekki verða misskilin. Annar
fær samtals 130 þús. kr. skatta-
lækkun á ári, hinn fær 24 þús. kr.
Höfundur er alþingismaður í Vest-
fjarðakjördæmi og á sæti í fjárlaga-
nefnd Alþingis.
Skattalækkun
eykur ójöfnuð
Kristinn H.
Gunnarsson
ósekju mátt minnast á þá stað-
reynd að í engu öðru iðnríki utan
Hollands er meira vistrými fyrir
aldraða íbúa en einmitt hér á landi.
Minnstur tekjumunur
á íslandi
Þá segir þingmaðurinn: „Stefna
ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar
hefur verið óhagstæð öldruðu fólki“
án þess að rökstuðningur fylgi.
Skoðum tölurnar. Ráðstöfunartekj-
ur ellilífeyrisþega hækkuðu um tæp
8% frá 1991 til 1996. Á sama tíma-
bili fjölgaði bæði þeim ellilífeyris-
þegum sem eiga fasteign og þeim
sem eru með jákvæðan eignar-
skattsstofn. Þá ber að athuga að ár-
in í fyrra og í ár, sem tölur af ofan-
greindu tagi eru enn ekki til um,
hefur verið mikill vöxtur í íslensku
efnahagslífi. Hin jákvæða þróun
hefur því væntanlega haldið áfram
af fullum krafti. Við þetta má svo
bæta að undanfarin þrjú ár hafa
bætur til þeirra lífeyrisþega, sem
engar tekjur hafa aðrar en úr al-
mannatryggingakerfinu, aukist um
tæp 20%. Það reynist með öðrum
orðum erfitt að finna staðreyndir
sem styðja fullyrðingu þingmanns-
ins. Hann bætir við: „... tekjudreif-
ing er ójafnari í hópi lífeyrisþega en
hjá þeim sem yngri eru“. Hér hefði
ekki verið úr vegi að Ágúst upplýsti
lesendur um að bilið milli tækju-
hæstu og tekjulægstu hópanna er á
Islandi minna en í nær öllum öðrum
iðnríkjum heims. Sú staðreynd, að í
vissum aldurshópi er meiri tekju-
munur en að meðaltali yfir alla ald-
urshópa, er því engin vísbending
um stöðuna hjá öldruðum hér í
samanburði við útlönd. Að auki
vekur athygli en ekki undrun að
þingmaður jafnaðarmanna vilji
helst einblína á tekjumun. Mestu
skiptir hins vegar að einbeita sér að
því að hagur hinna verst settu
batni. Athuga ber að þessar tvær
nálganir eru gerólíkar. Alkunna er
að opinber tekjujöfnun lækkar
heildartekjur framtíðar. Ótal dæmi
víðs vegar úr heiminum era til um
að valdboðin jöfnun dregur alla nið-
ur og kemur einmitt þeim tekju-
lægstu verst.
Sjálfbjarga fólk að
bónbjargarfólki?
Ágúst vill „öldraðum þann sess í
samfélaginu að þeir haldi fullri
sjálfsvirðingu“. Eins segist hann
mótfallinn því að gera „sjálfbjarga
fólk að bónbjargarfólki". Undir
hvort tveggja má taka heils hugar.
Hins vegar virðast ábendingar
hans og stefnumál fæst til þessa
fallin, nema síður sé. Óskandi er að
skýrslan auki málefnalega umræðu
um stöðu aldraðra á Islandi. Kerfis-
bundnar tilraunir, til að gera kjör
aldraðra verri í hugum fólks en efni
standa til, bæta hins vegar ekki hag
margra.
Höfundur er aðstoðarmaður forsæt-
isráðherra.
Góð loftræsting
léttir lífið!
Bjóðum mikið úrval af viftum og loftræstibúnaði frá Xpelair.
Hönnun og framleiðsla Xpelair er þróuð eftir viðurkenndum
IS0 9001 staðli. Vanti þig loftræstibúnað fyrir heimilið,
sumarbústaðirin eða iðnaðar- og atvinnuhúsnæðið hefur
Xpelair örugglega lausnina.
Xpelair DX100
glugga- og veggviftur.
Öflugar og öruggar viftur. Ýmsar útfærslur.
Tilvaldar í baö- og snyrtiherbergi á
heimilum, sumarbústöðum og smærri
vinnustöðum.
Leitið nánari upplýsinga.
Xpelair NWA og NWAN
spaðaviftur.
Fyrir þá sem hafa kynnst þessum vinsælu
spaðaviftum eru þær algjörlega ómissandi
þáttur í tilverunni. Henta vel á öllum
vinnustöðum. Kynntu þér málið.
®Xpelair
Ferskur andblær.
SMITH &
Borðviftur frá Bomann.
Þrjár stærðir.
Mjög hagstætt verð.
í
f -