Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 21 ERLENT Wolfgang Schussell, utanríkisráðherra Austurríkis, sem situr í forsæti ESB Aðildarviðræður við umsækjendur hefjist sem fyrst Heimilis- laus eftir landskjálfta TIU manns létust og meira en 100 slösuðust í jarðskjálftanum á Azoreyjum á fimmtudag. Var liann 5,8 á Richter-kvarða. Um 1.000 manns misstu heimili sitt í skjálftanum - þar á meðal þessi maður, sem er að taka saman eigur sínar í liálfhrundu húsi í þorpinu Ribeirinha. Óhugur í Stokkhólmi vegna átaka milli glæpaflokka Fjórir hafa verið skotnir frá áramótum Stokkhólmi. Reuters. MAÐUR var skotinn til bana á krá í Stokkhólmi seint í fyrrakvöld. Telur lögreglan, að um sé að ræða fjórða morðið í átökum milli glæpa- flokka í borginni. Er mikill óhugur í fólki vegna þessara atburða. Um 60 manns voru á kránni Brother Tuck í suðurhluta borgar- innar þegar tveir menn, vopnaðir sjálfvirkum byssum, raddust þar inn og skutu tU bana 36 ára gamlan mann. Flýðu þeir síðan burt í bíl, sem beið þeirra. Skipulögð aftaka Kurt Hansson, talsmaður lög- reglunnar, sagði, að um hefði verið að ræða skipulagða aftöku en hinn látni var frá Júgóslavíu, fæddur í Belgrad en var kominn með sænskt ríkisfang. Var hann eitt- hvað viðriðinn veitingahúsarekstur og þekkti lögreglan til hans. Lögreglan er nú að kanna hvort morðið sé tengt öðram manndráp- um og morðtilræðum í borginni á þessu ári. Hófst sú hrina 4. febrúar sl. þegar Dragan Joksovic, einnig af júgóslavneskum ættum, var skotinn um miðjan dag á veitinga- húsi við Solvalla-veðhlaupabraut- ina í norðurborginni. Morðinginn, rúmlega tvítugur Finni, gaf sig sjálfur fram við lögregluna. I sænsku blöðunum er talið hugsan- legt, að Joksovic og maðurinn, sem var drepinn í fyrrakvöld, og glæpa- flokkar þeim tengdir hafi átt í átökum. Tengt sígarettusmygli? 13. maí sl. slapp maður á þrí- tugsaldri lífs þegar skotið var á hann í heilsuræktarstöð en að sögn lögreglunnar var hann í fylgd með Joksovic þegar hann var drepinn. Tæpum mánuði síðar eða 6. júní var 45 ára gamall maður frá Irak myrtur á götu í Stokkhólmi. Er það morð einnig tengt átökum milli glæpaflokkanna. Hafði áður verið reynt að ráða írakann af dögum með því að koma fyrir sprengju í bflnum hans. Sprakk hún er bfllinn var fyrir framan eitt sjúkrahús- anna í Stokkhólmi en þá var einn ættingi eigandans með bilinn að láni. Slösuðust tveir í sprenging- unni. Getgátur era um, að stríðið á milli glæpaflokkanna tengist miklu smygli á sígarettum. Enska þjóðin hvött til að fyrirgefa Beckham London. The Daily Telegraph. AUSTURRÍKISMENN, sem tóku við formennsku Evrópusambandsins af Bretum um síðustu mánaðamót, vilja hefja aðildarviðræður innan þriggja mánaða við þau sex lönd sem talin eru koma helst til greina sem ný aðildarlönd ESB. Eins og fram kemur í grein í viku- ritinu European Voice er Wolfgang Schussell, utanríkisráðherra Austur- ríkis, staðráðinn í því að ESB hefji viðræður við Pólland, Ungverjaland, Tékkland, Slóveníu, Eistland og Kýpur um veigaminni atriði sam- bandssáttmála ESB snemma í haust. Þetta er hins vegar þvert á vilja stjórnvalda á Spáni og í Frakklandi sem þegar hafa lýst andstöðu sinni við skjóta stækkun ESB og gætu stjórnvöld í Vín því þurft að standa í stórræðum strax á fyrstu vikum for- mennsku sinnar í ESB í viðleitni til að þrýsta málinu í gegn. Schussell er hins vegar hvergi banginn. „Ég vil að við hefjum við- ræður um a.m.k. tvo til þrjá þætti sambandssátt- málans í septem- ber eða október,“ segir hann. Um væri að ræða stefnumál ESB í t.d. vísindum og vísindarannsóknum, menntamálum, iðnaði og gagnvart litlum og miðstór- um aðilum í einkarekstri. í sömu andrá leggja stjórnvöld í Vín hins vegar áherslu á að austan- tjaldsþjóðir, sem koma til greina sem ESB-meðlimir, hljóti ekki full atvinnuréttindi í hinum ESB-ríkjun- um fyrr en á næstu öld. Hyggst Schussell vara umsækjendur frá Mið- og Austur-Evrópu við þvi að samningaviðræður um frjálsa flutn- inga vinnuafls verði afar erfiðar er hann heimsækir löndin sex á næstu dögum. Segir Austurríki sýna hreinskilni Austurríki á landamæri að nokkram umsóknarlandanna og gæti því átt von á gífurlegum fjölda verkafólks í leit að atvinnu og skýrir það hvers vegna stjórnvöld þar leggja áherslu á þetta atriði. Segir Schussell seinkun á þessum réttind- um nýrra aðildarlanda afar mikilvæg í því skyni að stuðla að því að vinnu- laun í löndunum nálgist það er þekk- ist í Austurríki. „Yfir fimm milljónir manna á umi-æddu svæði er í seiling- arfjarlægð frá helstu borgum Aust- urríkis," sagði Florian Krenkel, tals- maður Schussells, „og við þurfum því meiri aðlögunartíma“. Krenkel segir Austuri-íkismenn einfaldlega sýna umsækjendunum sex nauðsynlega hreinskilni, and- stætt öðrum þjóðum sem lofa gulli og grænum skógum en beita sér síðan gegn stækkun ESB bak við luktar dyr. „Við höfum ekki hugsað okkur að segja þeim að þau geti gengið í ESB árið 2001 eða 2002, eða að við mun- um gera okkar ýtrasta til að tryggja þeim aðgang fyrir 2003. Það er hvorki okkui' né þeim í hag,“ sagði Krenkel. „Við viljum aðstoða um- sækjendurna. Við munum því ekki segja þeim ýkjusögur." BRESKA biblíufélagið hvatti í fyrradag ensku þjóðina til þess að fyrirgefa David Beckham fótbolta- kappa, en eins og kunnugt er var Beckham rekinn af velli í leik Eng- lendinga við Argentínumenn í 16- liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Breskir fjölmiðlar kenndu Beck- ham um tap liðsins fyrir Argentínu en séra David Spriggs, formaður Biblíufélagins breska, hefur nú far- ið fram á samúð til handa Beckham. í „ákalli um fyrirgefningu handa Beckham" sem sent var til allra dagblaða á Bretlandi var bent á að Beckham væri mannlegur eins og aðrir, og að allir gerðu sig seka um mistök. Kom þar jafnframt fram að George Carey, erkibiskupinn af Kantaraborg, styddi átak félagsins. Kemur það í kjölfar skoðanakönn- unar sem sýndi að meira en 40% svarenda töldu sig ekki geta fyrir- gefið Beckham fyrir brot hans í leiknum gegn Argentínu. „Það sem máli skiptir," sagði Spriggs, „er að David hefur viður- kennt mistök sín og farið fram á fyr- irgefningu félaga sinna og þjóðar- innai' allrar. Hann þurfti hugrekki til að gera það og ætti ekki að gjalda þess. Það sem meira er, hann hefur fylgt boðskap biblíunnar í hvívetna og ef við fyrirgefum honum ekki núna þá eram við sek um hræsni." Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks I fasteignaleit zm www.mbl.is/fasteignir LOkun endurvinnslusöðvar ÁnanðUStum EndurvlnnslustöDln Ánanauslum veröur lokuö vegna Dreytlnga frá 15. iúli tll 14. Ágúst. Allar aörar enúurvlnnslustöövar S0RPU eru opnar á veniulegum tímum og ölóða ykkur velkomln S@RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 520 2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.