Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 154. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dauðaleit að málamiðlun á Norður-Irlandi Blair boðar til iieyðarviðræðna nat T.nndnn. RpnTpr« Belfast, London. Reuters. LEITAÐ var í gær dauðaleit að málamiðlun vegna Drumcree-göngu Óraníumanna á N-írlandi í kjölfar míkilla átaka á fímmtudagskvöld og bauð Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fulltrúum Óraníureglunn- ar og fulltrúum kaþólskra íbúa Gar- vaghy-vegar í Portadown til neyðar- viðræðna í dag. Lögreglan í London skýrði frá því í gærkvöld að hún hefði komið í veg fyrir sgrengjutil- ræði klofningsflokks úr Irska lýð- veldishernum (IRA). Bæði Bertie Ahern, forsætisráð- herra Irlands, og David Trimble, ný- kjörinn forsætisráðherra á N-ír- landi, fógnuðu frumkvæði Blairs en gert var ráð fyrir að fundurinn hæf- ist klukkan átta að íslenskum tíma. Mun milligöngumaður fara milli deiluaðila. Óraníumenn hafa ekki viljað eiga beinan fund með Brendan MacKenna, talsmanni íbúanna, þar sem hann sat inni í nokkur ár fyrir hryðjuverk á vegum Irska lýðveldis- hersins. Lögregla býr sig undir frekari átök Mikil harka hljóp í deiluna á fimmtudag og fóstudag eftir að þús- undir Óraníumanna reyndu að brjóta sér leið í gegnum varnarmúra lög- reglunnar við Drumcree. Særðust fímm lögreglumenn illa þegar óeirðaseggir köstuðu bensínsprengj- um, fiugeldum, grjóti, glerflöskum og öðru tiltæku í áhlaupi að varnar- múmum. Brást lögreglan við með því að skjóta plastkúlum að óeirða- seggjunum og tókst henni að verjast árásum þeirra. I gær var hermönn- um fjölgað á svæðinu er stjómvöld undirbjuggu sig fyrir enn frekari átök nú um helgina. Tony Blair sagði fyrr í gær að at- burðir fimmtudagsins væru afar ámælisverðir. Jafnvel þótt sam- bandssinnum væri heitt í hamsi vegna göngubannsins þá yrðu þeb að koma mótmælum sínum á fram- færi með lögmætum hætti og að árásir á löggæslumenn væru óviðun- andi með öllu. Kom fram í The Belfast Telegraph í gær að alls hefðu 550 árásir verið gerðar á lögreglumenn síðan „um- sátrið" við Drumcree hófst um síð- ustu helgi. Alls hefðu 53 lögreglu- menn særst og 600 árásir verið gerð- ar á híbýli fólks og bíla. ■ Göngutíð Óraníumanna/20 Eiginkon- ur syrgja Abiola NOKKRAR af eiginkonum níg- eríska stjórnarandstæðingsins Moshoods Abiola, sem lést á þriðjudag, syrgja hinn látna á heimili hans í gær. I gærkvöld átti að fara fram krufning á líki hans til að sannreyna hvort hann lést af eðlilegum orsökum eða hvort brögð voru í tafli. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær Abdusalam Abu- bakar, leiðtoga herforingja- stjórnarinnar í Nígeríu, til að láta lausa alla pólitiska fanga.í landinu. Abubakar ítrekaði sjálfur í gær að hann væri stað- ráðinn í að koma á lýðræði í landinu og sagðist hann senn kynna fyrir þjóð sinni tillögur í þá veru. Ekkert lát var í gær á óeirð- um sem hófust í kjölfar andláts Abiolas. Ungmenn- um rænt úr sumar- búðum Stokkhólmur. Reuters. SÆNSKA lögreglan skýrði frá því í gær að allt að 17 ungling- um af kúrdískum ættum, sem búsettir voru í Stokkhólmi, hafi hugsanlega verið rænt úr sum- arbúðum í austurhluta Svíþjóð- ar. Lögreglan sagði að mögu- legt væri að ungmennunum hefði verið rænt af Verka- mannaflokki Kúrdistan (PKK) í því augnamiði að þjálfa þau til að stunda hernað gegn Tyrkj- um, en PKK berst fyrir sjálf- ræði Kúrda í suðausturhluta Tyrklands. „Við vitum það eitt núna að börnin voru á leið í sumarbúðir undir lok júní, en eftir það hafa foreldrar þeirra ekkert heyrt til þeirra og sneru sér loks til okkar,“ sagði Leif Jennekvist, lögreglufulltrúi í Stokkhólmi. Ofurleið- ari við stofuhita? London. The Daily Telegraph. NOKKRIR vísindamenn í Banda- ríkjunum halda því fram, að þeir geti búið til efni, sem sé ofurleiðandi við stofuhita. Er það þvert á öll viður- kennd lögmál en stórkostleg upp- götvun ef rétt reynist. Deborah Chung, prófessor við há- skólann í Buffalo í New York, skýrði frá þessu á ráðstefnu í Las Vegas í fyrradag og sagði, að ekki væri um að ræða ofurleiðni í eiginlegum skilningi, heldur það, sem hún og fé- lagar hennar kölluðu „neikvæða mótstöðu" í ýmsum kolefnissam- böndum. Þegar þessi efni væru blönduð öðrum með jákvæða mót- stöðu yrði útkoman núll eða engin mótstaða. Efni geta orðið ofurleiðandi við gífurlegan kulda, næstum alkul, en takist að búa til efni, sem er ofurleið- andi við stofuhita, yrði um að ræða mikla uppgötvun. Það þýddi, að eng- in orka tapaðist við flutning. Reuters Svíar merkja kvenvænar vörur Stokkhólmur. Reuters. SVIAR hyggjast festa í sessi ímynd sína sem fyrirmyndar- ríkis á sviði jafnréttismála með því að merkja sérstaklega vörur sem teljast „kvenvæn- ar“, á svipaðan hátt og vörur eru merktar sem umhverfís- vænar. Eva Amundsdotter, talsmað- ur sænska atvinnumálaráðu- neytisins, segir að konur kvarti oft yfír því að ýmsar vörur, svo sem bakpokar og skrifstofustólar, séu hannaðar með þarfír karlmanna í huga. Þess séu jafnvel dæmi að lyf séu aðeins prófuð á karlmönn- um og henti því ekki konum. Hún segir að slíkar vörur þurfí að merkja sérstaklega. Ráðuneytið hyggst einnig kanna starfsmannastefnu fyr- irtækja og meta hvort þau eigi skilið að fá „kvenvænan" stimpil. Ulrika Messing, að- stoðaratvinnumálaráðherra, segir að ef fyrirtæki átti sig á því að jafnrétti geti borgað sig, muni átakið hraða jafn- réttisþróuninni í Svíþjóð. Jeltsín lætur í ljós áhyggjur af fjármálakreppunni Bandaríkjastjórn hlynnt lánveitingu til Rússa Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, leitaði í gær eftir stuðningi leiðtoga annarra ríkja til að Rússar gætu sigr- ast á fjármálakreppunni í landinu. Jeltsín ræddi við forseta Banda- ríkjanna og framkvæmdastjóra Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) í síma í gær um boðaðar efnahagsaðgerðir rússnesku stjórnarinnar og þörf hennar fyrir fjárhagsaðstoð frá sjóðnum. Hann hafði einnig síma- samband við leiðtoga Þýskalands, Frakklands og Bretlands. Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins, sagði á fréttamannafundi í gær að Bandaríkjastjórn væri hlynnt því að IMF veitti Rússum lán hið fyrsta. Sambandsráðið, efri deild rúss- neska þingsins, samþykkti í gær efnahagsáætlun stjórnarinnar í meg- inatriðum með 97 atkvæðum gegn fjórum. Neðri deildin, Dúman, á enn eftir að samþykkja flest þeirra frum- varpa, sem tengjast efnahagsáætlun- inni, og Sambandsráðið fjallar ekki um frumvörpin fyir en neðri deildin hefur afgreitt þau. Sergej Kíríjenko forsætisráðherra sagði í Sambandsráðinu fyrir at- kvæðagi-eiðsluna að ástandið á fjár- málamörkuðunum hefði versnað og spennan í þjóðfélaginu aukist vegna launaskulda ríkisins og fyrirtækja við milljónh' manna. Hann sagði þó að stjórnin myndi leggja áherslu á að standa í skilum við lánardrottna sína og að endurgreiðslur ríkisvíxla gengju fyrir launaskuldunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.