Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Læknar fagna dómi í hnefaleikamáli FORMAÐUR Læknafélags ís- lands, Guðmundur Björnsson, seg- ist fagna fyrir hönd læknasamtak- anna dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur í vikunni um að fjórir sakborn- ingar hafi brotið lög nr. 92/1956 um bann við hnefaleikum. Hann segir lækna líta slíkt bann sem heilbrigð- ismál, hnefaleikar séu hættuleg íþrótt sem byggist á því að rota andstæðinginn og valda líkams- tjóni. „Við viljum gæta hagsmuna almennings í þessu máli og benda á þessa hættu og það er í samræmi við það sem læknasamtök hafa gert alls staðar í heiminum. Víða erlend- is hafa menn átt við ramman reip að draga vegna þess að það eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi, auglýsingatekjur í kringum þetta og fleira þess háttar. Þannig að við höfum talið okkur heppin að búa við þessi lög,“ segir Guðmund- ur. Hann segir vísindalegar kannanir benda til þess að hnefaleikar ýti undir ofbeldi. Hann telur einnig að sú heilsuefling sem menn fái með iðkun hnefaleika vegi ekki upp það líkamstjón sem hlýst af þeim. Guð- mundur bendir einnig á að villandi sé að halda því fram að ólympískir hnefaleikar séu eitthvað betri en hefðbundnir hnefaleikar, það hafi ekki verið sýnt fram á að þeir séu neitt betri. Andlát GUNNAR JÓNSSON Brúað í Berufirði í BOTNI Berufjarðar er verið að leggja nýjan veg á þriggja kiló- metra kafla og byggja nýja brú yfír Fossá. Stefán Gunnarsson er verkstjóri en S.G. vélar sjá um verkið. Stefán segir nýja veginn Iiggja um 10 metrum lægra en gamla veginn, hann hafi verið orðinn illur yfirferðar og oft hálka og slæm færð á veturna. „Þetta er töluverð framkvæmd og um 112.000 rúmmetrar af efni sem þarf að flytja til, bæði í veg- inn sjálfan, grjótvörn og svo að brúnni," segir Stefán. Vegagerðin hófst í byrjun maí en brúarsmíðin um 20. maí, áætluð verklok eru 1. október, þá verður komin ný brú og klæðning á veginn. Ríkisendurskoðun framkvæmir stjórnsýsluendurskoðun á vegaframkvæmdum 1992-95 Tilfærslur fram- kvæmda milli fjár- hagsára óheimilar RÍKISENDURSKOÐUN telur að tilfærsla á fé milli vegafram- kvæmda sem ekki eru á sama fjár- hagsári samkvæmt vegaáætlun sé óheimil án samþykkis Alþingis. í skýrslu um stjómsýsluendurskoð- un á vegaframkvæmdum á árunum 1992-95 sem Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér kemur fram að á tímabilinu hafi framkvæmdum sem vom á vegaáætlun yfirstandandi árs ítrekað verið frestað en aðrar sem áætlaðar vora á komandi ári vora færðar fram. í skýrslunni kemur einnig fram að oft hafi ekki verið skýrar lagaheimildir fyrir bráðabirgða- lánum sem verktakar og sveitar- félög veittu Vegagerðinni til að flýta fyrir ákveðnum fram- kvæmdum. Umtalsverð frávik vekja upp spurningar I skýrslunni segir að við 66 af 116 vegaframkvæmdum sem tekn- ar vora til skoðunar skeikaði meira en 10% milli kostnaðaráætlunar fyrir útboð og endanlegrar greiðslu fyrir verkið. I skýrslunni segir að þetta „umtalsverða frávik“ veki upp spurningar um það „hvort gi-undvöllur kostnaðaráætlana Vegagerðarinnar uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem gerðar era til slíkra áætlana við opinberar fram- kvæmdir." Ríkisendurskoðun telur að bjóða þurfi verk út með meiri fyrirvara svo að nægilegur tími gefist til út- boða í efnisútvegun, að öðrum kosti geti efniskostnaður orðið óeðlilega hár. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki skuli hafa verið skilað fram- kvæmdaskýrslum eftir lok hverrar framkvæmdar enda myndi það auðvelda eftirlit og endurskoðun. Fram kemur í skýrslunni að Vega- gerðin hafi haft þá reglu að skila aðeins skýrslum ef kostnaður fór fram úr tíu milljónum króna. í einu umdæma Vegagerðarinnar var engum skýrslum skilað. Morgunblaðið/RAX GUNNAR Jónsson, for- stjóri Gunnars Majones sf., lést mánudaginn 6. júlí sl., 77 ára að aldri. Gunnar var fæddur í Reykjavík 3. septem- ber 1920. Eftir skóla- göngu í Reykjavík lauk Gunnar búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Eftir nám vann hann við ýmis störf í Reykjavík en fór síðan til náms í Bandaríkjunum og lauk prófi í viðskipta- og hagfræði frá Há- skólanum í Minneapolis. í framhaldi hóf hann störf í New York, meðal annars hjá fyrirtækj- unum International Harvester, Sheffield Farms og G. Hagen & co. við rann- sóknarstörf og fjár- málaumsýslu. Ái’ið 1959 sneri Gunnar ásamt fjöl- skyldu sinni aftur til Is- lands og hóf þar störf hjá Hamilton-félaginu á Keflavíkurflugvelli. Ári síðar stofnaði hann, ásamt konu sinni, fyrir- tækið Gunnars Majo- nes sf. og starfaði hann við íyrirtækið til dauðadags. Gunnar kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Regínu Waage, hinn 23. september 1952 og eignuðust þau tvær dætur sem lifa föður sinn. í . ( i « t 1, I i I t í Uppistand fyrir fjölskyldufólk LEIKLIST íslenska úperan HELLISBÚINN - OKKAR MAÐUR Höfundur: Robert Becker. Þýðing og staðfæring: Hallgrímur Helgason. Leikstjdri: Sigurður Sigurjdnsson. Leikmynd: Vignir Jdhannsson. Ljds: Jdhann Bjarni Pálmason. Um- hverfishljöð: Hjörtur Howser. Leik- ari: Bjarni Haukur Þdrsson. Fimmtudagur 9. júlí. ÞRÁTT fyrir að sýning sú sem hér um ræðir sé einleikur, þ.e. leikrit samið af höfundi sem einn leikari flytur, er formið hér uppi- stand. Verkið er samfelldur straumur brandara og mislangra gamansagna, í mjög talmálslegri þýðingu, sem tengdar era saman efnislega en gætu eins staðir sjálf- stæðar. Fálmkenndar tilraunir höfundar til að tengja þessar sög- ur saman í heild skila engu - skrýtlurnar ná þeim tilgangi að skemmta áhorfendum en sagan hefur enga heildarsýn eða nýjan boðskap fram að færa. Ef eðli gamansögunnar er skoð- að einkennist það í flestum tilfell- um af því að gert er ráð fyrir að áheyrendur eigi sameiginlegar ákveðnar grunnhugmyndir um líf- ið og tilveruna. Spaugið felst í frá- vikum frá þessum meðalstaðli. Grín er því í eðli sínu íhaldssamt - jafnvel absúrdbrandarar era fyndnir vegna þess að þeir eru frábrugðnir þeim venjulegu. Á þessum síðustu og verstu tímum þykir varla vogandi að halda upp á gamla góða grínið sem tók gjarn- an fyrir landshluta, þjóðerni, trú- arbrögð, kynþátt, kyn eða kyn- hneigð og eignaði minnihlutahóp- um ýmis einkenni sem aðgreindu þá frá hinum ráðandi hvítu, kristnu karlmönnum. Nú er fokið í flest skjól og spaugarar verða að stunda naflaskoðun - eða grípa til þess sem geymist neðan þindar - og reyna að finna nýja uppsprettu fyndninnar í eigin lífi. Hér er kominn upp á svið per- sónugervingur meðalmannsins sem hefur vinnu, á hús og bíl, fjölda vina en umfram allt eigin- konu. Samkvæmt þeirri skilgrein- ingu meðaljónsins, sem hægt er að púsla saman úr þeim brotum sem okkur era sýnd, er aðeins eitt sem stendur í vegi fyrir fullkomnun lífshamingjunnar - það er að kon- an og karlmaðurinn tjá sig á svo ólíkan hátt að það veldur stans- lausum misskilningi. Þessi ólíku tjáningarmátar stafa sumsé af því að karlmaðurinn er í „eðli“ sínu hellisbúi sem stundar veiðiskap en konan er heimavið eða safnar æti í nágrenni hellisins. Þessi tilgáta verður meðaljónin- um uppspretta endalausra vanga- veltna um samskipti kynjanna og mismunandi aðferðir sem þau nota til tjá ást og vináttu að fá það sem þau vilja út úr hjónabandinu. Persónuleikar karlsins og konunn- ar í verkinu era mjög einfaldaðir til að ná þeirri almennu samsvör- un sem verkið þarf að hafa við áhorfendur svo háðið hitti í mark. Vandamálið er að þó að verkið sé oft fyndið - og höfði vel til þeirra áhorfenda sem kannast við að- stæðurnar - verður grínið ger- samlega bitlaust fyrir vikið. Það fyndnasta á heildina litið er kannski að meðaljóninn fer af stað í upphafi með það að leiðarljósi að reka af sér slyðraorðið en sýnir er líður á verkið endalaus dæmi um þvílíkan endemis aulahátt að ekki er annað hægt en að stórefast um færni hans í mannlegum sam- skiptum. Ekki er annað hægt en að dást að Bjarna Þór Haukssyni að halda uppi tveggja tíma langri sýningu einn og óstuddur af öðru en styrkri leikstjórn, nokkrum leik- munum, líflegum ljósum og um- hverfishljóðum. Hann lék á als oddi í sýningunni, var líflegur og sýndi fjölbreytileika og gott út- hald lengst af. Nær lokum sáust greinilega á honum þreytumerki er hann sigldi inn í frámunalega væminn endinn, sem skýrði til- ganginn með öllu stríðinu milli karla og kvenna. Þarna brást stað- færandinn svo og í því hlutverki að stytta og þétta verkið þannig að úr því yrði meira sannfærandi heildarmynd. Sveinn Haraldsson s : i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.