Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 11.07.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 33< Barist um olíu LEIKJAFYRIRTÆKIÐ Acti- vision gefur út á næstunni leikinn Vigilante 8, bílaleik þar sem mark- miðið er að eðileggja alla mótherja sína eins fljótt og mögulegt er. I því minnir leikurinn óneitanlega talsvert á Interstate 76, vinsælan leik sem Activision gaf út fyrir nokkru fyrir PC tölvur. í Vigilante 8 eru er hægt að velja um átta leikmenn, 4 „vonda“ og fjóra „llgóða". Þeir góðu og þeir vondu standa í endalausri baráttu því þeir vondu (Coyotes) vilja eyðileggja af- ganginn af olíulindum heimsins og ná þannig algjörum yfirráðum á olíu- markaði. Þeir góðu (Vigilantes) vilja hinsvegai- ekki hafa það að heimabæir þeirra þurfi að líða fyrir græðgi Coyotes. Hver persóna í leiknum þarf að ganga í gegnum lítinn hluta af leiknum, fjögur borð í senn en átta borð eru í honum. Þegar tvær persónur hafa klárað fjögur borð hver er hægt að velja læsta persónur sem enda svo með því að berjast um yfirráðin. Fimm stöðluð vopn eru í Vigilante 8, eldflaugar sem leita ekki upp skot- mark sitt, eldflaugar sem leita uppi skotmark sitt, fallbyssa sem skýtur sprengjum upp í loftið sem reka svo í áttina að skotmarkinu, fallbyssa sem skýtur sprengikúlum í átt að skot- markinu og jarðsprengjur. Hver persóna hefur svo sitt sérvopn sem veldur mjög miklum skaða. Bílarnir í leiknum eru átta plús fjórir sem eru læstir og er hver um sig mismunandi hvað varðar hraða, styrkleika og hversu erfitt er að hitta þá. Tónlistin í leiknum er greinilega frá árunum 1970-80 og er þar komið annað atriði sem minnir talsvert á Interstate 76. Hægt er að keppa við annan leik- mann og skiptist þá skjárinn til helminga og hægt að velja hvort hann skiptist lárétt eða lóðrétt. Borðin í leiknum eru afar mis- munandi, frá skíðastað í Colorado til Las Vegas í Nevada. Hægt er að gera við bílinn í leikn- um með þvi að finna skiptilykla sem bæta orkuna, einnig er hægt að fá skjöld, radar truflara og aukinn styrk á vopnin. Þegar keppandi rekst á umhverfi leikjarins kemur vanalega ekkert fýr- ir en vegna galla í leiknum er ekki óvanalegt að bíllinn skjótist hátt í loft upp við minnsta árekstur sem verður það afar hvimleitt á endanum. Vigilante 8 er frábær akursbar- dagaleikur sem minnir um margt á Interstate 76 og ekki leiðum að líkj- ast. Ingvi M. Árnason LEIKUR Vigjlante 8, Ieikur fyrir PlayStation frá Activision. Islandsmót í Quake 2 FÁTT JAFNAST á við það að vega mann og annan yfir Netið, þá helst í Quake eða Quake II. Þúsundir manna keppa daglega í þeim leik á Netinu, þar af fjöl- margir hér á landi. Nú er framundan íslandsmót í Quake II á vegum félags tölvuffkla sem nefnir sig Skjálfta. Keppt verður í einstaklings og liðakeppni (5 manna lið) á Islands- mótinu 25. júlí nk. í Tónabæ. Keppt verður á staðameti (LAN) og þurfa keppendur að koma með eigin tölvu. Netþjónar og netbún- aður svo sem kaplar og tengi verða á staðnum en keppendur þurfa sjálfir að kaupa netspjald sé það ekki til staðar í tölvum þeirra. Að sögn Björns Hjaltasonar, sem kallar sig Happycat í Quake- netleikjum, er Skjálfti hópur stráka sem hefur komið saman og nettengt tölvur sínar síðan á tím- um Doom (um 1993-4). „Við erum fimm talsins og eigum það sam- eiginlegt að hafa allir verið í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Slyálfti hét upphaflega Sixpack, en það nafn varð til þegar við vor- um að setja upp Windows 3.11 og vildum annað nafh en „work- group“, en nú þegar við stöndum í framkvæmdum þá vildum við hafa fslenskt nafn sem allir gætu kennt sig við og notuðum það fyrsta sem okkur datt í hug.“ Björn er einn stofnmeðlima en hinir eru Sigurður Ingi Ævarsson „Flumph“, Björn Guðjónsson „Xanthos", Guðmundur Ingi Gunnarsson „Iliactive" og Högni Þór Gylfason „Akira“. Keppt verður í Tónabæ 25. júh' næstkomandi eins og getið er og hefst keppni klukkan 14. Keppt verður í Capture the Flag, eða náðu veifunni, með fimm manna liðum sem keppendur geta annað- hvort komið sér saman um fyrir keppnina eða á staðnum. Líka verður keppt í venjulegu Deat- hmatch, allir á móti ölium. I veifu- leiknum er stefnt að því að öll lið- in mætist og gefin stig. Verði ein- hver lið jöfn að því loknu er farið í bráðabana. I Deathmatch er stefnt að því að keppa nokkra leiki og þeir tíu efstu keppi sfðan úrslitaleik. Björn segir að verðlaun séu óljós sem stendur, en þeir félagar hafi fengið fyrirheit um áritað veggspjald frá starfsmönnum hjá Id Software sem búið hafa til leiki eins og Wolfenstein, Doom og qu- ake, „en sökum einhverra innri átaka hjá þeim er enn óvíst hvort gripurinn berst. Önnur verðlaun eru Netáskriftir hjá Landssíman- um sem styrkir mótið og lánar okkur tækjabúnað." Quake II er mikið spilaður yfir Netið en Björn segir að þeir fé- lagar hafi ákveðið að halda keppnina á staðarneti því þeir vildu sjá manninn bak við músina. „Við viljum hitta þetta fólk sem situr heima hjá sér um helgar og spilar Deathmatch þar til augun verða rauð og þrútin. Við viljum leiða saman fólk með lík áhuga- mál. Við viljum sjá gleð- ina/gremjuna þegar einhver drepur/er drepinn. Framhaldið ræðst af keppendum okkar, ef viljinn er fyrir hendi þá munum við skipuleggja fleiri mót, í fleiri leikjum, skipuleggja íslenska Clan deild, halda Lan-partí, o.fl.“ Hægt er að skrá sig í mótið á heimaslóð mótsins, http://qu- ake.simnet.is. AÐSENDAR GREINAR Islenskt mál og ósannindi - IV í ÞESSARI fjórðu grein um orðanotkun í tengslum við sjávarút- vegsmál, langar mig að fjalla um orðið þjóð. Áð- ur hef ég rætt um orðin eignatilfærsla, sægreifi og gjafakvóti. I orða- bókum segir að orðið þjóð standi iyrir stóran hóp fólks sem eigi sér að jaftiaði sameiginlegt tungumál og menningu og búi oftast á sam- felldu landssvæði. Þetta er hátíðleg skilgreining og á tyllidögum erum við þjóð samkvæmt henni. Upp í hugann kemur 17. júní með fjallkonu og lúðrasveit, sól og sunnan andvara. Andi Jóns Sigurðssonar svífur sjálfgefinn yfir vötnum. Þetta er þjóðin sem „Þjóð- vaki um þjóðareign" er alltaf að tala um í áróðrinum gegn kvótakerfinu, Við erum fyrirmynd, segir Bjarni Hafþór Helgason. Þegar and- stæðinga kvótakerfis- ins þrýtur rök, tala þeir um þjóðina. þjóðin sem fær ekki að njóta af- raksturs af auðlindinni. Sautjánda- júní-þjóðin. Veruleikinn að baki áróðrinum er hins vegar allt annar. Þegar talað er um veiðigjald eða breytt íyrirkomulag á meðferð afla- heimilda í þágu þjóðarinnar, er í raun ekki verið að tala um sautj- ánda-júní-þjóðina. Það er verið að tala um ríkissjóð. Ríkissjóður er hins vegar ekki þjóðin þótt hann sé notaður til að innheimta peninga og borga fyrir tiltekna starfsemi. Þjóð- in gerir ótalmargt fleira með líf sitt, en sem nemur vinnudegi ríkissjóðs. Og það er oft deilt um ríkissjóð. Þeir sem tala hæst um að þjóðin eigi að fá auðlindina í hendur, gagn- rýna ríkissjóð mest. Þeir segja að spilltir stjórnmálamenn og kerfiskarlar ráði þar ríkjum og raði gæðingum sínum í feit embætti. Þeir segja helming þjóðarinnar svíkja undan skatti. Þeir segja fötl- uðum og lasburða hent út á guð og gaddinn. Þeir segja allt of litlum fjármunum varið til menntamála á meðan embættismenn ferðist með mökum sínum á tilbúnar ráðstefnur í útlöndum. Þeir segja valdaklíkur stjórnmálaflokka skipta á milli sín sukkinu. Allt þetta og fleira segir „Þjóðvaki um þjóðareign" um starf- semi ríkissjóðs á íslandi. Um leið er talað um veiðigjald og aflaheimildir til handa þessum sama ríkissjóði. í áróðrinum heitir hann þjóðin. Sautj- ánda-júní-þjóðin. Hjá þeirri þjóð er enginn kolkrabbi, enginn smokk- fiskur, ekkert Hag- kaupsveldi, ekkert bankasukk og enginn ríkissjóður. Bara blöðr- ur og litlir fánar í sunn- an andvara; þjóðin sem fær ekki arð af auðlind- inni sinni. Þetta er blekkingin um lands- byggðarskattinn veiði- mr gjald, sett fram í nafni þjóðarinnar. Undir niðri vita flestir að ís- lenska kvótakerfið er að leggja grunn að fram- tíðarvelmegun þessa samfélags. Aðrar þjóðir hafa tekið okkar kerfi upp að hluta eða eru í þann veginn að innleiða það. Islenskir sérfræðingar hafa verið fengnir til ráðgjafar í þessum efnum, m.a. fyrir milligöngu Al- þjóðabankans. Við erum fyrirmynd. Þegar andstæðinga kvótakerfisins þrýtur rök, tala þeir um þjóðina. Þeir segja að þjóðin þoli ekki rang- lætið. Þeir segja að sætta verði’*' þjóðina. Þeir segja að þjóðin muni rísa upp. Þeir segja að þjóðin verði - að fá arð af auðlindinni. Það er ein- kennilegt þegar tilteknir menn byrja allt í einu að tala í umboði þjóðarinnar, mæla fyrir hennar munn, lýsa líðan hennar og afstöðu til einstakra mála. Hvemig sækir maður sér svona umboð? Blekkj- andi orð hafa einkennt umræðuna um kvótakerfið og þjóðina; eignatil- færsla, sægreifi, gjafakvóti og fleiri. Menn fullyrða hitt og þetta um vilja þjóðarinnar sem enginn getur sannað eða afsannað. Til að rökstyðja fullyrðingamar em birt- ar hlægilegar skoðanakannanir þar sem fólk er spurt hvort það vilji ekki lifa ókeypis? Sautjánda-júní- þjóðin er öll í einni þjóðskrá. Þar eru tvöhundrað og sjötíu Jjúsund persónur færðar til bókar. I „Þjóð- vaka um þjóðareign“ eru rúmlega tvö þúsund einstaklingar á nafna- lista. Þeir tjá sig um vilja þjóðar- innar. Lífið sjálft er þó ekki leikur að orðum. Höfundur er framkvæmdasljóri lJt- vegsmannafélags Norðurlands. Vöggusængur, vöggusett. Shólwartfcmtea Storf5514(>}» Ktykjmfk. Bjami Hafþór Helgason Góður ATX-LX tum j 300 mhz Pentium II örgjörvi | 64 MB SDRAM vinnsluminni 4.3 GB Ultra DMA harður diskur 15’ hágæða skjár 32 hraða geisladrif 8MB Matrox Productiva skjákort 16 bita hljóðkort 280 Watta hátalarar 33.6.K BPS mótald m/ fax og símsvara 4 mánaða internetáskrift hjá Islandia Windows lyklaborð Logitech PS/2 mús V4I WINDOWS 98 stýrikerfi VV G rafískur skjár Léttur og nettur: 137 gr. & 19mm þykkur 60 mínútur frítt* ( TALhólf \ SMS textaskilaboð *60 mín. fylgja öllum þjónustu- leiðum TALS. Frlmlnút- urnar gilda til 14.08 / Motorola SlimLite GSM TALkort BT • SKEIFAN 11 • SIMI 550-4444 • POSTKROFUSIMINN 550-4400 IHb'i'iTiT* k > 9 L - *°

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.