Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 39
MINNINGAR
+ Ingólfur Snorri
Ágústsson
fæddist í Reykjavík
2. júlí 1917. Hann
lést á heimili sínu 7.
ágúst 1997 og fór
útfór hans fram frá
Dómkirkjunni 15.
ágúst.
Sjá Tíminn, það er
fugl, sem flýgur hratt,
hann flýgur máske úr
augsýn þér í kveld.
Svo hefur nú farið.
Tíminn hefur flogið,
bráðum heilt ár frá að
aldavinur minn Ingólfur Agústsson
var til hinstu hvílu lagður og nú
fyrst kem ég í verk að minnast
hans með nokkrum einföldum lín-
um. Leiðir okkar lágu saman í Vá-
sterás í Svíþjóð 1941 þegar Ingi
stundaði nám við Tekniska háskól-
ann í Stokkhólmi. Á þeim árum var
þess krafíst að stúdentar í raf-
magnsverkfræði við TH skyldu
starfa ákveðinn tíma hjá ASEA í
Vásterás, en hagur þess fyrirtækis
stóð með miklum
blóma þessi ár. Ekki
greiddi stórfyrirtækið
nemendum stórar
summur fyrir störf
þeirra, en yfirlýsingu
máttu þeir undirrita,
þess efnis, að ef svo
færi að þeir gerðu ein-
hverja nýja uppgötvun
eða einhverjar tækni-
legar endurbætur þá
tilheyrði það fyrirtæk-
inu. Tímakaup nema
mun verið hafa 1,25
kr. Þetta var sumar-
vinna milli náms við
háskólann og var því pyngja
margra námsmanna jafnan næsta
létt.
Það atvikaðist svo um þessar
mundir að ég átti heima í Vásterás
og bjó í garðhúsi í stórum trjá-
garði sem ég sá um. Þetta var
snoturt hús og yfir það breiddi
voldugur hlynur sína miklu krónu.
Þetta var ágæt íbúð með flestum
þægindum og tilvalinn bústaður
fyi-ir tvo. Eg gat því boðið Inga
húsnæði meðan hann vann hjá
ASEA og við gátum haft allt eins
og okkur líkaði og undum okkur
hið besta. Um helgar hjóluðum við
út um sveitir og sáum mikið af
landinu. Einu sinni leigðum við
okkur tveggja manna (tandem)
hjól og héldum til Uppsala, drukk-
um fornan mjöð úr hornum í
Gamla Uppsala og skoðuðum
haugana, sem talið er að séu orpn-
ir yfir fornkonungum. Við tjölduð-
um í skógarlundum, skoðuðum
frægar fornminjar og reyndum
okkur við að lesa á rúnasteina. Við
vorum góðir bræður og varð aldrei
sundurorða, ávörpuðum hvor ann-
an sem bróður, bæði í ræðu og riti.
Ég leit, á þessum árum, mikið upp
til þeirra, sem höfðu stúdents-
menntun, en Ingi gerði góðlátlegt
grín að og hvatti mig til að halda
áfram mínu utanskólanámi. Vel má
vera að sú hvatning hafi haft meiri
þýðingu en mig grunaði. Ég
treysti mjög á dómgreind Ingólfs
og tók mikið tillit til þess, sem
hann sagði. Ingólfur var frábært
prúðmenni til orðs og æðis, glögg-
skyggn á menn og málefni, orð-
var.
Ein jól héldum við saman í garð-
húsinu okkar, sem mér eru minnis-
stæð. Úti var kyrrð, snjór og 30
stiga frost svo við sátum fyrir
framan aringlóðina, horfðum á
birkiviðinn taka eld, glóa og loks
hrynja saman í glóandi eisu með
óteljandi, hverfulum, flöktandi
myndum. Það var jólafriður, sem
gott er að minnast.
Svo hvarf Ingi heim til mikil-
vægra starfa, en mörg bréf fóru
okkar á milli og geymast mörg
þeirra enn. Loks kom svo að því að
ég flytti heim. Eru mér í minni þær
viðtökur, sem ég fékk hjá foreldr-
um Ingófls þeim Ágústi og Sigríði í
Rafstöðinni við Elliðaár. Það var
eins og að koma tfl foreldra og í
systkinahóp. Upp frá því átti ég,
um árabil, athvarf í „Stöðinni" hjá
þeim mætu hjónum þegar ég var í
sumarvinnu hjá RR í bænum eða
austur við Sog. Eftir að ég og fjöl-
skylda mín fluttum heim og ég með
langþráða háskólagráðu, til sér-
fræðistarfa, urðu fundir okkar
færri en báðir vildu - svona bara
verður einhvern veginn af sjálfu
sér.
Nú er hann horfínn, minningin
lifír um góðan dreng, tryggan vin,
heilsteyptan persónuleika. Ég er
forsjóninni þakklátur fyrir að hafa
veitt mér það lán að hafa átt Ingólf
Ágústsson að vini.
Jón Jónsson.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargi-ein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
gi-ein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að
fresta birtingu greina, enda
þótt þær birtist innan hins
tiltekna skilafrests.
INGOLFUR SNORRI
ÁGÚSTSSON
A O
UGLÝ5INGAR
ATVINIMU-
AUGLÝSINGAR
Kennarar athugið!
Enn vantar kennara næsta skólaár við Grunn-
skóla Austur-Landeyja.
Skólinn er einsetinn, fámennur grunnskóli,
staðsettur um 120 km suðausturfrá Reykjavík.
Nemendur eru 34 í 3 deildum og þeir eru
einstaklega áhugasamir og skemmtilegir
starfsfélagar.
Hvernig væri nú að skella sér í sveitina og
kenna þar, þið sjáið ekki eftir því.
Frekari upplýsingar gefurskólastjóri, Svanhild-
ur Ólafsdóttir, í síma 487 8503 eða 487 8582.
Loftræsti- og
hitakerfi
Óskum eftir starfskrafti til að kynna og selja
loftræstikerfi og hitakerfi, stjórn og stýribúnað.
Hæfniskröfur: Þarf að vera skipulagður, geta
unnið sjálfstætt og eiga auðvelt með mannleg
samskipti. Tæknifræði eða önnur sambærileg
menntun æskileg.
Vinsamlegast skilið inn umsóknum fyrir 20.
júlí 1998, merktum: „6211".
Viðskiptasambönd
óskast til að kynna fjölmargar vörutegundir
frá Kanada og Bandaríkjunum.
Vinsamlega hafið samband við Lorne Urqu-
hart, netfang: cxna@netcom.ca eða skrifið á
heimilisfang 12 Dawn Drive, Dartmouth,
Nova Scotia, Canada B3B 1H9.
Bílstjórar og
traktorsgröfumenn
Vantar vana bílstjóra og traktorsgröfumenn
strax. Mikil vinna framundan.
Upplýsingar í símum 852 1137 og 565 3140.
Klæðning ehf.
TILKYNNINGAR
Handverksmarkaður
Handverksmarkaður verður á Garðatorgi í dag
11. júlí, frá kl. 10.00-18.00.
Milli 40 og 50 aðilar sýna og selja muni sína.
Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu.
Vinningshafar
í happdrætti Lífshátta- og neyslukönnunar
Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands.
1. vinningur: Miði nr. 128.
2. vinningur: Miði nr. 20.
3. vinningur: Miði nr. 1187.
Lokað vegna sumarleyfa
Skrifstofa og verslanir í Reykjavík verða lokað-
arfrá og með 20. júlí—17. ágúst vegna sumar-
leyfa.
Sala varnarliðseigna,
Umsýslustofnun varnarmála.
Lokun vegna sumarleyfa
Skrifstofa og verslun Slysavarnafélagsins
verður lokuð vegna sumarleyfa frá 13. júlí til
10. ágúst nk. Sala minningarkorta er í síma
562 7000.
Slysavarnafélag íslands.
ATVINNUHÚSNÆÐI
:S2r FASTEIGNAMIDSTÖDIN
SKIPH0I7150B - SÍMI552 6000 - FAX 552 6005
Verslunarhúsnæði
Til sölu um 100 fm verslunarhúsnæði á götu-
hæð við fjölfarna verslunargötu. Ýmsir mögu-
leikar, t.d. fyrir söluturn eða myndbandaleigu
o.fl. Verðhugmynd 7,0 millj. 9307.
Veitingasala
Sundakaffi í Sundahöfn ertil sölu eða leigu.
Áhugasamir leggi inn nafn og heimilisfang
á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 16. júlí nk.,
merkt: „E - 5296."
FUNDIR/ MANNFAGNAÐU'R
Aðalfundur
Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi verður
haldinn þriðjudaginn 21. júlí kl. 17.30 á Hótel
Esju, Þerney, II. hæð.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
e« ; R
iV.V/ =3
Hallucigarstig 1 • sími 561 4330
Dagsferðir sunnudaginn 12.
júlí. Frá BSI kl. 10.30 Kóngs-
vegurinn 5. áfangi. Gengið frá
Þingvöllum að Laugarvatnsvöll-
um. Komið við í Skógarkoti, Vell-
ankötlu, Stelpu(steins)helli,
Tintron, og Laugarvatnshelli.
Verð 1500/1700.
Frá Select Vesturlandsvegi kl.
9.00. Hjólaferð, Vigdisarvellir,
Djúpavatn til Grindavíkur. Farið í
BÍáa lónið og tekin rúta til
Reykjavíkur. Verð 1700/1900.
Hálendishringurinn
25. júlí—2. ágúst. Skemmtileg
ferð um hálendið. Ekin Gæsa-
vatnaleið, farið í Herðubreiða-
lindir o.fl. Fararstjóri Ágúst Birg-
isson. Undirbúningsfundur verð-
ur mánudag 20. júlí kl. 20.00.
Spennandi sumarleyfisferðir
með jeppadeild Útivistar.
18.—25. júlí. Lónsöræfi. Ekið í
Lónsöræfi. Dvalið á öræfunum
nokkra daga og skoðaðir áhuga-
verðir staðir. Fararstjóri Erla
Guðmundsdóttir.
1.—8. ágúst. Gæsavötn. Ekið í
Nýjadal, Gæsavatnaleið, farið í
Kverkfjöll og að Snæfelli. Farar-
stjóri Haukur Pareiíus Finnsson.
Dalvegi 24, Kópavogi.
Almenn samkoma í dag kl. 14.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Sunnudagur 12/7
Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð eða
til lengri dvalar. Minnum á mið-
vikudagsferðirnar.
Kl. 10.30 Esja: Kistufell að austan
— Gunnlaugsskarð.
Kl. 13.00 Esjuhlíðar: Kögunarhóll
— Mógilsá, fjölskylduganga.
Verð 1.000 kr.
Brottför frá BSÍ, austanmegin og
Mörkinni 6. Netfang: fi@fi.is
TILKYNNINGAR
Dagskrá helgarinnar
11.-12. júlí 1998
Laugardagur
Kl. 11.00 Leikur er barna
yndi
Barnastund fyrir alla krakka í
Hvannagjá. Sögur, leikir og helgi-
hald. Hefst við þjónustumiðstöð
og tekur 1 — Vh klst.
Munið að vera vel búin.
Kl. 14.00 Lögbergsganga
Gengið um hinn forna þingstað í
fylgd sr. Heimis Steinssonar.
Lagt verður upp frá hringsjá á
Haki, gengið um Almannagjá á
Lögberg og endað í Þingvalla-
kirkju. Gangan tekur um 1 klst.
Kl. 15.00 Skógarkot — Ijóð
og sögur frá Þingvöllum
Gengið verður inn í Skógarkot og
farið með sögur og Ijóð frá Þing-
völlum, auk þess sem spjallað
verður um það sem fyrir augu og
eyru ber. Þetta er létt ganga en
þó er gott að vera vel skóaður og
að taka með sér nestisbita. Gang-
an hefst við Flosagjá (Peninga-
gjá) og tekur u.þ.b. 3 klst.
Sunnudagur
Kl. 14 00 Guðsþjónusta
í Þingvallakirkju
Prestur sr. Heimir Steinsson,
sóknarprestur, organisti Ingunn
Hildur Hauksdóttir.
Kl. 14.30 Umgjárað
Öxarárfossi
Gengið verður frá þjónustu-
miðstöð um Tæpastíg í Snóku,
að Öxarárfossi og til baka um
Fögrubrekku. Á leiðinni verður
fjallað um náttúrufar og aðkomu-
leiðir til þingstaðarins forna.
Nauðsynlegt er að vera vel
skóaður og gjarnan má hafa með
sér nesti. Gangan tekur 2V5—3
klst.
Kl. 15.00 Litast um af
lýðveldisreit
Sr. Heimir Steinsson tekur á
móti gestum þjóðgarðsins á
grafreit að baki kirkju og fjallar
um náttúru og sögu Þingvalla.
Allar nánari upplýsingar
veita landverðir í þjónustu-
miðstöð þjóðgarðsins, sem
er opinn frá kl. 8.30—20.00,
sími 482 2660.