Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNB LAÐIÐ VERIÐ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson KANADÍSKIR eftirlitsmenn komu á dögunum um borð í Eyborgu EA til að skoða tilskilda pappíra og kanna gæði rækjunnar. Veiðarnar á Flæmingjagrunni hafa gengið vel ____________________________LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 1 9 ERLENT Tekist á um hlutverk nýs alþjóða stríðsglæpadómstóls SÞ Dregur tímaþröng úr gildi samningsins? New York. Reuters. Aflinn mun meiri og rækjan betri en í fyrra ALLS hafa íslensk skip sem verið hafa við rækjuveiðar á Flæmingja- grunni á þessu ári landað og til- kynnt um rúmlega 1.800 tonna afla, og hafa veiðarnar upp á síðkastið yf- irleitt gengið mun betur en á sama tíma í fyrra. Þrjátíu íslensk skip fengu úthlutað rækjukvóta á Flæm- ingjagrunni, en íslensk stjórnvöld settu 6.800 tonn sem leyfílegan há- marksafla fyrir íslensku skipin árið 1998. Sami hámarksafli var settur árið 1997 og þá veiddu íslensk skip samtals 6.300 tonn. Núna sem stendur eru sex skip með leyfi til veiða á Flæmingjagrunni. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur Svalbarði SI landað mest íslensku skipanna, eða 725,874 tonnum. Húsvíkingur ÞH hefur landað 364,165 tonnum, Eyborg EA hefur landað 89,483 tonnum og Pét- ur Jónsson RE hefur landað 306,538 tonnum. Þá hefur Stakfell ÞH til- kynnt 180 tonna afla og Lómur HF hefur tilkynnt 150 tonna afla. Mun betra en í fyrra Magnús Jónasson, hjá Siglfirðingi hf. á Siglufírði sem gerir Svalbarða út, segir að veiðar skipsins hafi gengið mjög vel. Svalbarði væri nú í fimmtu veiðiferð sinni, en skipið hefði þurft að koma inn í slipp í tvo daga fyrir rúmum hálfum mánuði þar sem skrúfuhringur hefði skemmst. Svalbarði hefur landað í Harbour Grace á Nýfundnalandi. „Þetta hefur verið mjög gott, en á úthaldsdag hefur aflinn verið íúm sjö tonn af mjög góðri rækju sem er mjög gott þegar allt er talið með eins og siglingin frá Islandi. Hann verður að minnsta kosti einn túr í viðbót við þennan sem hann klárar í endaðan júlí. Þetta er líka spurning um kvótann. Þetta hefur gengið mun betur en í fyrra, en bæði er rækjan mun betri og einnig hefur fengist meira magn. Afurðaverðið er þokkalegt en mætti auðvitað alltaf vera hærra,“ sagði Magnús. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sem gerir Húsvíking út, sagði að skipið hefði landað afla sínum eftir fyrsta túrinn í ár um miðjan júní og hefði hann gefið 70 milljónir króna. Öðrum túr Húsvíkings á Flæm- ingjagrunni lýkur svo 22. júlí. „Þetta hefur gengið þetur en í fyrra, en maður veit svo sem ekkert hvað það heldur. Á þessum tíma er þetta yfirleitt besti tíminn þarna, en svo fer rækjan í skelskipti í ágúst- september og óvissa hvað gerist, en þetta virðist vera allt önnur líffræði í þessu þarna heldur en hér heima. Maður veit ekkert hvað hefur áhrif á þessa veiði núna, hvort það er ein- hver hiti eða hvað, og þetta getur allt saman breyst og orðið öðruvísi munstur á þessu. En þetta hefur gengið ágætlega það sem af er og það er ekkert hægt að kvarta yfir því,“ sagði Einar. ------------------ Soffanías Cecilsson hf. kaupir Sigur- borgu HU ÞRÖSKULDAR ehf., dótturfyrir- tæki Soffaníasar Cecilssonar hf. í Grundarfirði hefur keypt togbátinn Sigurborgu HU frá Hvammstanga. Með skipinu fylgir um 1.000 tonna þorskígildiskvóti. Sigurborg HU hefur verið gerð út á rækju og segir Sigurður Sigurbergsson, útgerðar- stjóri Soffaníasar Cecilssonar hf., að svo verði áfram til að byrja með en tíminn verði að leiða í Ijós hvað verði gert í framhaldinu. Soffanías Cecilsson hf. gerir nú út tvo báta auk Sigurborgar HU; Grundfirðing SH og Sóley SH. Sig- urður segir að með kaupunum á Sigurborgu HU sé um hreina viðbót að ræða í kvóta og þau séu til þess fallin að efla fyrirtækið enn frekar. Sigurborg SH er 200 brúttórúm- lesta stálskip, smíðað í Hommelvik í Noregi árið 1966 og yfirbyggt árið 1977. Afhending skipsins verður 24. júlí nk. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), telur hættu á að tímaþröng samninga- manna á ráðstefnunni um stofnun alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls Sa- meinuðu þjóðanna muni leiða til málamiðlana sem gætu dregið úr gildi samningsins. í bréfi til Giovanni Conso, forseta ráðstefn- unnar, lýsir aðalritari SÞ áhyggj- um sínum af framgangi mála en einnig von sinni um að þátttakend- ur sýni samningsvilja í verki og komi á fót sterkum og sjálfstæðum stríðsglæpadómstóli. „Dómstóllinn verður að fram- fýlgja réttlæti í verki en ekki þjóna stundarhagsmunum. Hann verður að vernda hagsmuni þeirra sem minna mega sín og sýna svo ekki verði um villst að samfélag þjóð- anna er ekki samviskulaust," segir Kofi Annan í bréfinu. Dómstóll til frambúðar Fulltrúar 160 rikja sitja ráð- stefnuna í Róm. Þeim ber að skila drögum að samkomulagi um stofn- un alþjóðlegs stríðsglæpadómstóls eigi síðar en 17. júlí næstkomandi. Dómstólnum er ætlað það hlutverk að sækja einstaklinga til saka sem grunaðir eru um stríðsglæpi, þátt- töku í þjóðarmorði eða aðra alvar- lega glæpi gegn mannkyni. ÞINGINU í Slóvakíu tókst ekki að kjósa nýjan forseta í tveimur at- kvæðagreiðslum á fímmtudag og ljóst er því að landið verður án þjóð- höfðingja í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Slóvakía hefur verið án forseta frá 2. mars þegar Michal Kovac lét af embættinu. Þetta hefur valdið ráðamönnum í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu miklum áhyggjum og þeir hafa gagnrýnt Vladímír Meciar, forsætisráðherra Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom á fót sérstökum dómstólum árin 1993 og 1994 svo að hægt væri að sækja stríðsglæpamenn í Jú- góslavíu og þátttakendur í þjóðar- morðinu í Rúanda til saka. Nú er hins vegar í íyrsta sinn gerð til- raun til þess að stofna stríðsglæpa- dómstól til frambúðar. Bandaríkjastjórn vill að lögsaga dómstólsins sé afmörkuð og skýr. David Scheffer, fulltrúi Banda- ríkjastjórnar á ráðstefnunni, segir hana aðeins geta samþykkt að lög- saga dómstólsins nái yfir þjóðar- morð en þá tæki hann ekki til glæpa gegn mannkyni eða stríðs- glæpa. Hann segir það einnig gnind- vallarspurningu sem svar verði að finnast við hvort dómstóllinn eigi að geta sótt til saka ríkisborgara landa sem ekki hafa staðfest samn- inginn um alþjóða stríðsglæpadóm- stólinn. Bandaríkjastjóm geti ekki samþykkt lögsókn á hendur þegn- um ríkja sem ekki fallast á lögsögu slíks dómstóls. Lögsagan verði víkkuð Fulltrúi Suður-Kóreu telur hins vegar að útvíkka eigi lögsögu dóm- stólsins þannig að þótt sakboming- ar séu ríkisborgarar landa sem ekki viðurkenna dómstólinn, nái lögsagan til þeirra í þrenns konar Slóvakíu, iyrir að misnota þau völd sem forsetaembættið á að fara með. Þingið hefur gert alis tíu tilraunir til að kjósa nýjan forseta og var næst því að takast það í síðari at- kvæðagreiðslunni á fimmtudag. Eina forsetaefnið, Otto Tomecek, sem stjórnin tilnefndi, skorti þá að- eins fjögur atkvæði til að ná kjöri, en til þess þurfti hann þijá fimmtu atkvæðanna. Samkvæmt stjómar- skránni þarf næsta atkvæðagreiðsla að fara fram innan mánaðar. tilvikum: Ef fórnarlömbin em rík- isborgarar landa sem staðfest hafa samninginn, ef sakborningarnir era í haldi í aðildarlöndum hans og ef glæpimir hafa verið framdir inn- an landamæra ríkja sem era aðilar að samningnum. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar seg- ir það í hæsta máta óvenjulegt að teygja sáttmálasvæðið þannig að það nái til rikja sem ekki hafi stað- fest samninginn. Gagnrýni maunréttindasamtaka Hópur 60 ríkja á ráðstefnunni, sem kenndur er við einhug, styður stofnun sterks og sjálfstæðs dóm- stóls, sem hafi vald til þess að sækja stríðsglæpamenn til saka án tillits til staðfestingar samnings- ins. Innan þessa hóps eru flest Evrópuríki, Kanada, Ástralía, Suð- ur-Afríka og mörg ríki Suður-Am- eríku. Mannréttindasamtök hafa einnig gagnrýnt Bandaríkjastjóm harð- lega fyrir að tala máli ríkja sem hyggist ekki undirrita samninginn. I þeim flokki era Kína, Indland, Pakistan, Irak, Líbýa, Kúba og Súdan. Talsmenn mannréttindasamtaka segja afstöðu Bandaríkjanna að- eins munu leiða til þess að engan verði hægt að draga fyrir dóm nema að ríkisstjórn í heimalandi viðkomandi hafi staðfest samning- inn og þar með sé í raun allt bit úr stríðsglæpadómstólnum. Repúblikanar andvígir Litlar líkur era taldar til þess að samningurinn um alþjóða stríðs- glæpadómstólinn verði samþykkt- ur í öldungadeild Bandaríkjaþings en þar era repúblíkanar í meiri- hluta. Hins vegar má gera ráð fyrir því að Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, undirriti samninginn en láti það bíða eftirmanns síns að senda hann öldungadeildinni til staðfestingar. 1 Auglýsing varðandi breytingu á Sérstaklega skal bent á viða- miklar breytingar á 23. grein lögum nr. 76/1970 um lax- og laganna, sem setur flutningi á seiðum til fiskræktar og á silungsveiði með síðari breytingum fullvöxnum fiski úr eldisstöðv- um og hafbeitarstöðvum til stangveiði verulegar skorður. Flutningur á fiski til stangveiði Þann 18. júní síðastliðinn gengu í gildi breytingar á lög- er háður undanþágu til tveggja um um lax- og silungsveiði nr. 76/1970, sem fluttu éra, sem byggir á faglegu mati meginábyrgð á stjórnsýslu veiðimála frá landbúnað- varðandi áhrif framkvæmdar- arráðuneyti til embættis veiðimélastjóra. Eftir breyting- innar á lifríki vatnasvæðisins una ber aðilum að snúa sér beint til veiðimálastjóra og er oft háö skilyröum. Þeir varðandi umsóknir og frágang eftirfarandi erinda: sem hyggja á slíkar fram- kvæmdir á árinu 1999 skulu ■ undanþágur, sem veita má samkvæmt ákvæðum laganna ■ heimild til töku á klakfiski sækja um það til veiöimála- stjóra með minnst 6 mánaða fyrirvara til að fullnægja mól- skotsfresti og tryggja eölilegan ■ veiðiskírteini vegna fiskrannsókna i ám og vötnum framgang málsins. ■ heimild til flutnings á hafbeitar- og eldisfiski til veiða Nánari upplýsingar eru veittar ■ gerð fiskræktaréætlunar hjá embætb veiðimálastjóra, Vagnhöfða 7, ■ heimild til byggingar fiskvegar og eftirlit með fram- 112 Reykjavík, kvæmdinni Sími : 567 640D, ■ heimild til efnistöku og mannvirkjagerðar í og við ár Slmbréf : 567 8850 og vötn ■ útgáfa rekstrarleyfa fyrir fiskeldis- og hafbeitar- stöðvar ■ skipun veiðieftirlitsmanna : ffiUK ■ skil é lögboðnum skýrslum og gögnum um veiði, Landbúnaðarráðuneytið fiskrækt og fiskeldi Embætti veiðimálastjóra Slóvakía enn án forseta Bratislava. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.