Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 15 AKUREYRI Michael Jón Clarke lýkur starfsári sem bæjarlistamaður Býður bæjar- búum til tónleika MICHAEL Jón Clarke býður bæjar- búum og gestum til tónleika í Safnaðar- heimili Akureyrar- kirkju kl. 17. á laug- ardag, 11. júlí. Mich- ael Jón hlaut starfs- laun listamanns bæj- arins á liðnu ári og sagðist hann vilja þakka þann heiður að hafa verið valinn bæj- arlistamaður með því að efna til tónleik- anna. Richard Simm leikur með á píanó. Á efnisskránni eru 20 íslensk lög, en þeir Michael og Richard eru nýlega komnir heim úr tón- leikaför þar sem þeir fluttu sömu efnisskrá. Héldu þeir tónleika í vinabæjum Akureyrar, Vasterás í Svíþjóð, Randers í Danmörku og Narsaq á Grænlandi. „Þetta er allt tónlist frá þessari öld, þverskurður af því sem mér þyk- ir fallegast," sagði Michael Jón. Hann sagði að árið sem hann var bæjarlistamaður hefði verið mjög gott og gert sér kleyft að gera ýmislegt. Norðurlandaferð- in var hápunkturinn, en þá kom hann fram fyrir hönd bæjarins í nokkur skipti við ým- is tækifæri. Hann hafði frumkvæði að stofnun sönghópsins, Voces Borealis, Norð- urljósaraddanna en í honum eru 14 söngv- arar, m.a. nemendur og kennarar úr Tón- listarskóla Akureyr- ar. Þá stjórnar Mich- ael einnig fjórum kórum og hann lék á fiðlu með félögum í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í sýningu Leikfélags Akureyrar á Söngvaseið. Þá má nefna að Michael Jón hefur ásamt Sigurlínu Jónsdótt- ur, eiginkonu sinni, unnið að út- gáfumálum, en félag þeirra, Mikkólína, hefur gefið út tvö hefti sem ætluð eru til tónlistar- kennslu í grunnskólum og fylgir með undirleikur á diski. „Ég geri mér vonir um að þetta nái mikilli útbreiðslu, en viðtökur hafa verið góðar,“ sagði Michael Jón. Sumartón- leikar á Norðurlandi SUMARTÓNLEIKAR á Norður- landi hófu sitt tólfta starfsár með fjölsóttum tónleikum um síðustu helgi. Nú fer í hönd önnur tónleika- helgin og munu tveir flytjendur skipta henni með sér. Annars vegar mun Pétur Jónasson gítarleikari leika á tónleikum í Reykjahlíðar- kirkju í Mývatnssveit í kvöld, laug- ardagskvöld kl. 21 og hins vegar flytur danski orgelleikarinn Karst- en Jensen tónleika í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudaginn 12. júlí kl. 17. Pétur mun flytja gítarverk eftir Tárrega, Sor og Gonzáles í Reykja- hlíðarkirkju en á tónleikum Karstens verða flutt orgelverk eftir dönsku tónskáldin Hartmann og Madsen og frönsku tónskáldin Lebégeu, Franck, Tournemire og Widor. Allir tónleikarnir standa í klukku- stund án hlés og er aðgangur ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum við kirkjudyr. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sumartónleikar á sunnudag kl. 17. Kvöldmessa í kirkj- unni kl. 21, Karsten Jensen tekur þátt í athöfninni. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund frá kl. 20 til 21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar á morgun, sunnu- dag kl. 11.30. Þórir Páll Agn- arsson predikar. Samkoma kl. 20 á sunnudag, G. Theo- dór Birgisson predikar. Skrefið á miðvikudag kl. 17.15, unglingasamkoma kl. 20.30, vonarlínan, 462-1210, uppörvunarorð úr ritning- unni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. Aki Armann skipaður veiðistjóri ÁKI Ármann Jónsson hefur verið skipaður tO að gegna stöðu veiði- stjóra. Áki Ármann hefur starfað hjá veiðistjóraembættinu írá 1. mars 1995 og hefur hann séð um uppbygg- ingu og rekstur veiðikortakerfisins. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1987 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1993. Eftir nám vann hann m.a. á Keldum við rannsóknir á sníkjudýrum í æðai- fugli og fæðu æðarfugla en hann hef- ur einnig unnið að uppsetningu og þróun gagnagrunna fyrir fyii'tæki og félagasamtök. Gönguferð um Oddeyri GÖNGUFERÐ um Oddeyri undir leiðsögn Hönnu Rósu Sveinsdóttur safnvarðar við Minjasafnið á Akur- eyri verður farin á morgun, sunnu- daginn 11. júlí. Lagt verður upp frá Gránufélagshúsunum við Strandgötu kl. 14. Gengið verður um elsta hluta Oddeyi’ar og saga byggðar og húsa rakin. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er leiðsögn á íslensku. Þátttaka er ókeypis. AKSJON Laugardagur 11. júlí 21 .OOÞSumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FLESTIR afkomendur Páls og Margrétar í Dalbæ ásamt mökum sínum og nokkrum gestum við minnisvarðann. MINNISVARÐINN sem aflijúpaður var í Dalbæ. Minnisvarði um ábúendur í Dalbæ Hrunamannahreppi - Niðjamót hafa færst mjög í vöxt á undanförnum árum og þykja • hinar bestu samkomur, þá hittist gjarna frændfólk sem sést lítið sem ekkert á öðrum tíma. Nýlega var haldið niðjamót á Flúðum og í Dalbæ hér í sveit og þess minnst að 100 ár eru liðin síðan Guðfinna Kolbeinsdóttir og Guðmundur Guðmundsson hófu búskap í Dalbæ og hafa afkomendur þeirra búið þar siðan. I tilefni 100 ára afmælum Páls Guðmundssonar og Margrétar Guðmunsdóttur sem tóku við búi Guðmundar og Guðfinnu í Dalbæ komu afkomendur þeirra saman við lund ofan við bæinn. Afhjúpaður var áletraður minnisvarði um þau Margréti og Pál og þau Hróðnýju Sigurðardóttur og Jóhann H. Pálsson sem toku við búi af Páli og Margréti sem létust á sviplegan hátt í bílslysi 1987. Afmælishátíð í Skógum Fagradal - Haldið var upp á 90 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands og 70 ára afmæli Kvenfélagasambands Suður- lands í Skógum und- ir Eyjafjöllum nú ný- verið. Fjöldi manns af Suðurlandi kom þarna saman eina dagstund og var ým- islegt til skemmtun- ar og mikið sungið, borðað var grillað lambakjöt og var samkoman öll mjög vel heppnuð. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SUNGIÐ var við varðeld um kvöldið og stjórnaði Arni Johnsen söngnum. FINNBOGI Gunnarsson, Tómas Pálsson, Steinuim Þorbergsdóttir og Ragnhildur Jónsdóttir létu sig ekki vanta í afmælisfagnaðinn. TILKYNNIN G UM SKRANIN GU SKULDABRÉFA SAMHERJI HF. kr. 300.000.000 Nafnverð: Útgáfudagur: Sölutímabil: Grunnvísitala: Einingar bréfa: Gjalddagar: Skráning: Upplýsingar og gögn: Kr. Þrjúhundruðmilljónir 00/100 7. október 1996 7. október 1996 til 7. janúar 1997 Nvt. 178,4, október 1996 Kr. 5.000.000 Gjalddagar eru á sex mánaða fresti. Fyrsti gjalddagi afborgana var 15. september 1997. Síðasti gjalddagi afborgana og vaxta er 15. mars 2007. Stjórn Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Samherja hf., 1 flokk 1996 til skráningar. Skuldabréfin verða skráð 15. júlí 1998, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Skráningarlýsing og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka íslands hf, Strandgötu 1, Akureyri eða á skrifstofum Samherja hf., Glerárgötu 30 Akureyri. SAMHERJI HF L Landsbanki íslands Strandgötu 1, 600 Akureyri, sími 460 4000, fax 460 4080, www.lais.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.