Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 26
 26 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Landsmótsstemmningin ræður ríkjum Þokki hafði Kringlu und- ir í milliriðli Enn fjölgar gestum á landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum og voru þeir í gærkvöld um 7.300. Ásdís Haralds- dóttir og Valdimar Kristinsson hafa --------------------------—J5-----?------- fylgst með mótinu ásamt Asdísi Asgeirs- dóttur ljósmyndara. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson GLAMPI frá Vatnsleysu og Björn Jónsson voru í góðu stuði í B-flokknum í gær og náðu fjórða sætinu enda mikil sveifla á þeim eins og sjá má. HIN EINA og sanna landsmóts- stemmning ræður nú ríkjum á landsmóti hestamanna á Melgerðis- melum. Mótsstörf hafa gengið vel fyrir sig og að sögn lögreglu hafa verið friður á spekt á mótsstað. Um tuttugu hross hafa veikst af hitasóttinni og töldu dýralæknar góðar líkur á að ekki yrði um frek- ari forföll úr keppni að ræða eftir því lengra liði á mótið og engin til- felli hafí komið upp þar sem rekja mætti veikindi til smits á mótsstað. Veðrið á mótsstað hefur haldist prýðilegt það sem af er móti og ekki útlit fyrir annað en það haldist svo fram á sunnudag þegar mótinu lýk- ur. Fyrir þá sem ekki komast á mótið er rétt að benda fréttavef Morgunblaðsins þar sem einkunnir og staða hvers keppanda í gæðinga- keppninni eru birt jafnharðan og þær hafa birst. Einnig eru úrslit í öðrum flokkum birtar strax og keppni lýkur. Slóðin er www.mbl.is. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið segir máltækið sem sann- aðist vel í fullnaðardómum B- flokksgæðinga í gær þegar Þokki frá Bjarnanesi og Guðmundur Björgvinsson tóku forystuna í B- flokknum af Kringlu frá Kringlu- mýri og Sigurði Sigurðarsyni. Mun- ar 0,11 stigum á þeim sem er nokk- ur munur en hafa ber í huga að Þokki er með afgerandi betri ein- kunnir fyrir fet og stökk sem ekki voru með í forkeppninni og verða ekki með í úrslitunum. Ef skoðaðar eru einkunnir þeirra atriða sem eru í úrslitunum hefur Þokki vinninginn í brokki og greiðu tölti en Kringla er með vinninginn í hægu tölti, fegurð í reið og vilja. Ætla má að mjótt verði á munum milli þeirra í úrslitunum á sunnudag og líklegt að þessi tvö berjist um sigurinn. Helst yrði það Laufi frá Kolla- leiru og Hans F. Kjerúlf sem gætu blandað sér í baráttuna en þeir höfnuðu í þriðja sæti. Unnu sig upp um eitt sæti. Það voru hinsvegar Valíant frá Hreggstöðum og Hafliði Halldórsson sem hröpuðu úr þriðja sæti í það tuttugasta en klárinn gekk ekki heill til skógar, þó ekki væri það hitasóttin. Glampi frá Vatnsleysu og Bjöm Jónsson eru í fjórða sæti, voru í nítjánda sæti, Ofsi frá Viðborðsseli og Vignir Siggeirsson eru í fimmta sæti, voru í tíunda sæti. Hrólfur frá Hrólfsstöðum og Ragnar Agústsson unnu sig úr nítjánda sæti í sjötta sæti en Farsæll frá Amarhóli og Ásgeir S. Herbertsson héldu sjö- unda sætinu. Kjarkur frá Horni og Olil Amble unnu sig úr ellefta sæti í áttunda, Spuni frá Torfunesi og Sig- rún Brynjarsdóttir náðu níunda sæti en vora í því þrettánda. As frá Syðri-Brekkum og Sigrún Erlings- dóttir náðu tíunda sætinu en voru í því fimmtánda. Þessi tíu pör mætast í úrslitum á sunnudag og má gera ráð fyrir hörku spennandi keppni. Helstu úrslit B-flokkur 1. Þokki frá Bjarnanesi, Andvara, eigendur Hans 0. Stenil og Guð- mundur Björgvinsson, knapi Guðmundur Björgvinsson, 8,74/8,80. 2. Kringla frá Kringlumýri, Herði, eigendur Sigurður Sigurðarson og Emir Snorrason, knapi Sig- urður Sigurðarson, 8,96/8,69. 3. Laufi frá Kollaleira, Freyfaxa, eigandi og knapi Hans F. Kjer- úlf, 8,66/8,67. 4. Glampi frá Vatnsleysu, Stíganda, eigandi Vatnsleysubúið, knapi Björn Jónsson, 8,55/8,60. 5. Ofsi frá Viðborðsseli, Sindra, eig- andi Finnbogi Geirsson, knapi Vignir Siggeirsson, 8,53/8,58. 6. -7. Hrólfur frá Hrólfsstöðum, Sörla, eigandi og knapi Ragnar E. Ágústsson, 8,44/8,56. 6.-7. Farsæll frá Amarhóli, Fáki, eigandi og knapi Ásgeir S. Her- bertsson, 8,58/8,56. 8. Kjarkur frá Horni, Sleipni, eig- andi og knapi Olil Amble, 8,52/8,55. 9. Spuni frá Torfunesi, Létti, eig- andi og knapi Sigrún Brynjars- dóttir, 8,50/8,54. 10. Ás frá Syðri-Brekkum, Gusti, eig- andi Bjarni Frímannsson, knapi Sigrún Erlingsdóttir, 8,47/8,51. MARGIR útlendingar hafa lagt leið sína á Landsmótið og hér er Kristinn Skúlason á tali við einn og sýnir leikræna tilburði. 5. Sigrún Erlingsdóttir á Ás frá Syðri-Brekkum, 89,60. 6. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömluholtum, 89,60. 7. Hugrún Jóhannsdóttir á Blæ frá Sigluvík, 88,80. 8. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Við- borðsseli, 88,40. 9. -10. Snorri Dal á Hörpu frá Gljúfri, 86,0. 9.-10. Halldór G. Guðnason á Heklu frá Þóreyjarnúpi, 86,0. Barnaflokkur 6. Kostur frá Tókastöðum, Geysi, Laufey G. Kristinsdóttir, 8,21/8, 44. 7. Skuggi frá Skeljabrekku, Mána, Gunnhildur Gunnarsdóttir, 8, 24/8,44. 8. Nökkvi frá Sauðárkróki, Herði, Daði Erlingsson, 8,29/8,44. 9. Erill frá Leifsstöðum, Fáki, Sig- urþór Sigurðsson, 8,30/8,44. 10. Muggur frá Stangarholti, Sleip- ni, Freyja A. Gísladóttir, 8, 26/8,43. Morgunblaðið/Ásdís NÚMI frá Þóroddsstöðum sýnir tilþrifamikið skeið upp á 10 á yfirlits- sýningunni í gær. Knapi er Þórður Þorgeirsson. Númi kominn með 10 fyrir skeið NÚMI frá Þóroddsstöðum sýndi glæsileg tilþrif á skeiði í yfir- litssýningu kynbótahrossa í gær og hækkaði sig úr 9,5 upp í 10,0. Nokkuð var um að ein- kunnir og röð breyttist á stóð- hestum í sýningunni. Hamur frá Þóroddsstöðum er áfram í fyrsta sæti í flokki stóð- hesta 6 vetra og eldri með 8,50, en Eiður frá Oddhóli skaust upp fyrir Skorra frá Gunnars- holti með 8,40 í aðaleinkunn og hækkaði hann sig úr 8,5 í 9,0 fyrir tölt. Skorri heldur sinni einkunn, 8,36, og lendir því í þriðja sæti. Heilmiklar breytingar urðu hjá 5 vetra stóðhestunum því auk þess að hækka upp f 10,0 fyrir skeið hækkaði Númi frá Þóroddsstöðum sig einnig úr 7,5 fyrir brokk í 8,0 og er því kominn með 8,36 í aðaleinkunn. Bæði Markús frá Langholts- parti og Adam frá Ásmundar- stöðum hækkuðu upp fyrir Frama frá Svanavatni en hann fór úr öðru sæti í ijórða þrátt fyrir að halda sinni einkunn. Markús varð í öðru sæti og hækkaði hann sig úr 8,5 í 9,0 fyrir tölt og þar með aðalein- kunnina úr 8,22 í 8,29. Adam varð í þriðja sæti, en hann hækkaði úr 8,0 í 8,5 fyrir vilja og er með 8,24 í aðaleinkunn. Sviptingarnar urðu mestar í flokki 4 vetra stóðhesta því Snerrir frá Bæ I, sem var í fyrsta sæti fyrir yfírlitssýning- una, lenti í þriðja sæti. Hann hélt sömu einkunn, 8,05. Hrafn frá Garðabæ fór úr öðru sæti í það fyrsta við það að töltein- kunn hans hækkaði úr 8,0 í 8,5. Hann er með 8,12 í aðalein- kunn. í öðru sæti er Óskar frá Litla-Dal, sem áður var í þriðja sæti. Hann hækkaði sig úr 8,0 í 8,5 fyrir fegurð í reið og úr 8,03 í 8,06 í aðaleinkunn. Tölt 1. Sigurður Sigurðarson á Kringlu, frá Kringlumýri, 96,0. 2. Sigurbjöm Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 95,20. 3. Egill Þórarinsson á Blæju frá Hólum, 92,0. 4. Þór Jónsteinsson á Gullinstjömu frá Syðra-Hóli, 90,40. 1. Svartur frá Sólheimatungu, Mána, Elva B. Margeirsdóttir, 8,25/8,66. 2. Ekkja frá Hólum, Fáki, Maríanna Magnúsdóttir, 8,22/8,55. 3. Kolgrímur frá Hellatúni, Gusti, Vala D. Birgisdóttir, 8,22/8,54. 4. Nátthrafn frá Grafarkoti, Þyt, Fanney D. Indriðadóttir, 8,27/8,51. 5. Fasi frá Nýjabæ, Herði, Linda R. Pétursdóttir, 8,40/8,45. SigTirður og Kringla efst í töltinu SIGURÐUR Sigurðarson á Kr- inglu frá Kringlumýri tróna á toppnum eftir forkeppni í tölt- keppni landsmótsins ásamt Sigur- birni Bárðarsyni og Oddi frá Blönduósi sem eru skörinni lægri, Sigurður með 8,0 en Sigurbjörn með 7,9. Hans F. Kjerúlf á Laufa frá Kollaleiru stefndi í toppein- kunn eftir frábæra sýningu en fékk 0 hjá tveimur dómurum fyrir að hægja hestinn ekki niður áður en þeir komu að miðri langhlið að lokinni keppni eins og reglur segja til um. Egill Þórarinsson er í þriðja sæti á Blæju frá Hólum, Þór Jónsteins- son fjórði á Gullinstjömu frá Syðra Hóli og í fimmta sæti er Sigrún Er- lingsdóttir á Ási frá Syðri-Brekk- um en hún vann Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömluholti í bráðabana. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Við- borðsseli vann síðan í B-úrslitum eftir harða keppni við Sævar og þar með sæti í Á-úrslitum sem fram fara í kvöld. > r i b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.