Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 26

Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 26
 26 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Landsmótsstemmningin ræður ríkjum Þokki hafði Kringlu und- ir í milliriðli Enn fjölgar gestum á landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum og voru þeir í gærkvöld um 7.300. Ásdís Haralds- dóttir og Valdimar Kristinsson hafa --------------------------—J5-----?------- fylgst með mótinu ásamt Asdísi Asgeirs- dóttur ljósmyndara. MorgunblaðiðA'aldimar Kristinsson GLAMPI frá Vatnsleysu og Björn Jónsson voru í góðu stuði í B-flokknum í gær og náðu fjórða sætinu enda mikil sveifla á þeim eins og sjá má. HIN EINA og sanna landsmóts- stemmning ræður nú ríkjum á landsmóti hestamanna á Melgerðis- melum. Mótsstörf hafa gengið vel fyrir sig og að sögn lögreglu hafa verið friður á spekt á mótsstað. Um tuttugu hross hafa veikst af hitasóttinni og töldu dýralæknar góðar líkur á að ekki yrði um frek- ari forföll úr keppni að ræða eftir því lengra liði á mótið og engin til- felli hafí komið upp þar sem rekja mætti veikindi til smits á mótsstað. Veðrið á mótsstað hefur haldist prýðilegt það sem af er móti og ekki útlit fyrir annað en það haldist svo fram á sunnudag þegar mótinu lýk- ur. Fyrir þá sem ekki komast á mótið er rétt að benda fréttavef Morgunblaðsins þar sem einkunnir og staða hvers keppanda í gæðinga- keppninni eru birt jafnharðan og þær hafa birst. Einnig eru úrslit í öðrum flokkum birtar strax og keppni lýkur. Slóðin er www.mbl.is. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið segir máltækið sem sann- aðist vel í fullnaðardómum B- flokksgæðinga í gær þegar Þokki frá Bjarnanesi og Guðmundur Björgvinsson tóku forystuna í B- flokknum af Kringlu frá Kringlu- mýri og Sigurði Sigurðarsyni. Mun- ar 0,11 stigum á þeim sem er nokk- ur munur en hafa ber í huga að Þokki er með afgerandi betri ein- kunnir fyrir fet og stökk sem ekki voru með í forkeppninni og verða ekki með í úrslitunum. Ef skoðaðar eru einkunnir þeirra atriða sem eru í úrslitunum hefur Þokki vinninginn í brokki og greiðu tölti en Kringla er með vinninginn í hægu tölti, fegurð í reið og vilja. Ætla má að mjótt verði á munum milli þeirra í úrslitunum á sunnudag og líklegt að þessi tvö berjist um sigurinn. Helst yrði það Laufi frá Kolla- leiru og Hans F. Kjerúlf sem gætu blandað sér í baráttuna en þeir höfnuðu í þriðja sæti. Unnu sig upp um eitt sæti. Það voru hinsvegar Valíant frá Hreggstöðum og Hafliði Halldórsson sem hröpuðu úr þriðja sæti í það tuttugasta en klárinn gekk ekki heill til skógar, þó ekki væri það hitasóttin. Glampi frá Vatnsleysu og Bjöm Jónsson eru í fjórða sæti, voru í nítjánda sæti, Ofsi frá Viðborðsseli og Vignir Siggeirsson eru í fimmta sæti, voru í tíunda sæti. Hrólfur frá Hrólfsstöðum og Ragnar Agústsson unnu sig úr nítjánda sæti í sjötta sæti en Farsæll frá Amarhóli og Ásgeir S. Herbertsson héldu sjö- unda sætinu. Kjarkur frá Horni og Olil Amble unnu sig úr ellefta sæti í áttunda, Spuni frá Torfunesi og Sig- rún Brynjarsdóttir náðu níunda sæti en vora í því þrettánda. As frá Syðri-Brekkum og Sigrún Erlings- dóttir náðu tíunda sætinu en voru í því fimmtánda. Þessi tíu pör mætast í úrslitum á sunnudag og má gera ráð fyrir hörku spennandi keppni. Helstu úrslit B-flokkur 1. Þokki frá Bjarnanesi, Andvara, eigendur Hans 0. Stenil og Guð- mundur Björgvinsson, knapi Guðmundur Björgvinsson, 8,74/8,80. 2. Kringla frá Kringlumýri, Herði, eigendur Sigurður Sigurðarson og Emir Snorrason, knapi Sig- urður Sigurðarson, 8,96/8,69. 3. Laufi frá Kollaleira, Freyfaxa, eigandi og knapi Hans F. Kjer- úlf, 8,66/8,67. 4. Glampi frá Vatnsleysu, Stíganda, eigandi Vatnsleysubúið, knapi Björn Jónsson, 8,55/8,60. 5. Ofsi frá Viðborðsseli, Sindra, eig- andi Finnbogi Geirsson, knapi Vignir Siggeirsson, 8,53/8,58. 6. -7. Hrólfur frá Hrólfsstöðum, Sörla, eigandi og knapi Ragnar E. Ágústsson, 8,44/8,56. 6.-7. Farsæll frá Amarhóli, Fáki, eigandi og knapi Ásgeir S. Her- bertsson, 8,58/8,56. 8. Kjarkur frá Horni, Sleipni, eig- andi og knapi Olil Amble, 8,52/8,55. 9. Spuni frá Torfunesi, Létti, eig- andi og knapi Sigrún Brynjars- dóttir, 8,50/8,54. 10. Ás frá Syðri-Brekkum, Gusti, eig- andi Bjarni Frímannsson, knapi Sigrún Erlingsdóttir, 8,47/8,51. MARGIR útlendingar hafa lagt leið sína á Landsmótið og hér er Kristinn Skúlason á tali við einn og sýnir leikræna tilburði. 5. Sigrún Erlingsdóttir á Ás frá Syðri-Brekkum, 89,60. 6. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömluholtum, 89,60. 7. Hugrún Jóhannsdóttir á Blæ frá Sigluvík, 88,80. 8. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Við- borðsseli, 88,40. 9. -10. Snorri Dal á Hörpu frá Gljúfri, 86,0. 9.-10. Halldór G. Guðnason á Heklu frá Þóreyjarnúpi, 86,0. Barnaflokkur 6. Kostur frá Tókastöðum, Geysi, Laufey G. Kristinsdóttir, 8,21/8, 44. 7. Skuggi frá Skeljabrekku, Mána, Gunnhildur Gunnarsdóttir, 8, 24/8,44. 8. Nökkvi frá Sauðárkróki, Herði, Daði Erlingsson, 8,29/8,44. 9. Erill frá Leifsstöðum, Fáki, Sig- urþór Sigurðsson, 8,30/8,44. 10. Muggur frá Stangarholti, Sleip- ni, Freyja A. Gísladóttir, 8, 26/8,43. Morgunblaðið/Ásdís NÚMI frá Þóroddsstöðum sýnir tilþrifamikið skeið upp á 10 á yfirlits- sýningunni í gær. Knapi er Þórður Þorgeirsson. Númi kominn með 10 fyrir skeið NÚMI frá Þóroddsstöðum sýndi glæsileg tilþrif á skeiði í yfir- litssýningu kynbótahrossa í gær og hækkaði sig úr 9,5 upp í 10,0. Nokkuð var um að ein- kunnir og röð breyttist á stóð- hestum í sýningunni. Hamur frá Þóroddsstöðum er áfram í fyrsta sæti í flokki stóð- hesta 6 vetra og eldri með 8,50, en Eiður frá Oddhóli skaust upp fyrir Skorra frá Gunnars- holti með 8,40 í aðaleinkunn og hækkaði hann sig úr 8,5 í 9,0 fyrir tölt. Skorri heldur sinni einkunn, 8,36, og lendir því í þriðja sæti. Heilmiklar breytingar urðu hjá 5 vetra stóðhestunum því auk þess að hækka upp f 10,0 fyrir skeið hækkaði Númi frá Þóroddsstöðum sig einnig úr 7,5 fyrir brokk í 8,0 og er því kominn með 8,36 í aðaleinkunn. Bæði Markús frá Langholts- parti og Adam frá Ásmundar- stöðum hækkuðu upp fyrir Frama frá Svanavatni en hann fór úr öðru sæti í ijórða þrátt fyrir að halda sinni einkunn. Markús varð í öðru sæti og hækkaði hann sig úr 8,5 í 9,0 fyrir tölt og þar með aðalein- kunnina úr 8,22 í 8,29. Adam varð í þriðja sæti, en hann hækkaði úr 8,0 í 8,5 fyrir vilja og er með 8,24 í aðaleinkunn. Sviptingarnar urðu mestar í flokki 4 vetra stóðhesta því Snerrir frá Bæ I, sem var í fyrsta sæti fyrir yfírlitssýning- una, lenti í þriðja sæti. Hann hélt sömu einkunn, 8,05. Hrafn frá Garðabæ fór úr öðru sæti í það fyrsta við það að töltein- kunn hans hækkaði úr 8,0 í 8,5. Hann er með 8,12 í aðalein- kunn. í öðru sæti er Óskar frá Litla-Dal, sem áður var í þriðja sæti. Hann hækkaði sig úr 8,0 í 8,5 fyrir fegurð í reið og úr 8,03 í 8,06 í aðaleinkunn. Tölt 1. Sigurður Sigurðarson á Kringlu, frá Kringlumýri, 96,0. 2. Sigurbjöm Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 95,20. 3. Egill Þórarinsson á Blæju frá Hólum, 92,0. 4. Þór Jónsteinsson á Gullinstjömu frá Syðra-Hóli, 90,40. 1. Svartur frá Sólheimatungu, Mána, Elva B. Margeirsdóttir, 8,25/8,66. 2. Ekkja frá Hólum, Fáki, Maríanna Magnúsdóttir, 8,22/8,55. 3. Kolgrímur frá Hellatúni, Gusti, Vala D. Birgisdóttir, 8,22/8,54. 4. Nátthrafn frá Grafarkoti, Þyt, Fanney D. Indriðadóttir, 8,27/8,51. 5. Fasi frá Nýjabæ, Herði, Linda R. Pétursdóttir, 8,40/8,45. SigTirður og Kringla efst í töltinu SIGURÐUR Sigurðarson á Kr- inglu frá Kringlumýri tróna á toppnum eftir forkeppni í tölt- keppni landsmótsins ásamt Sigur- birni Bárðarsyni og Oddi frá Blönduósi sem eru skörinni lægri, Sigurður með 8,0 en Sigurbjörn með 7,9. Hans F. Kjerúlf á Laufa frá Kollaleiru stefndi í toppein- kunn eftir frábæra sýningu en fékk 0 hjá tveimur dómurum fyrir að hægja hestinn ekki niður áður en þeir komu að miðri langhlið að lokinni keppni eins og reglur segja til um. Egill Þórarinsson er í þriðja sæti á Blæju frá Hólum, Þór Jónsteins- son fjórði á Gullinstjömu frá Syðra Hóli og í fimmta sæti er Sigrún Er- lingsdóttir á Ási frá Syðri-Brekk- um en hún vann Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömluholti í bráðabana. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Við- borðsseli vann síðan í B-úrslitum eftir harða keppni við Sævar og þar með sæti í Á-úrslitum sem fram fara í kvöld. > r i b

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.